Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR S. FEBRÚAR 19W 13
Eiginkona fyrrum aðstoðarráðherra í byltingarstjórn Sandínista:
fbúar Nicaragúa sjá vel mun-
inn á lýðræði og marxisma
— segir Geraldine O’Leary De Macias
saka og handtaka hann. Þetta voru því
ekki skipanir undirtylla í stjórnkerfinu
heldur sást að lagt hafði verið á ráðin um
þetta á æðstu stöðum.
Það var svo ekki fyrr en á síðasta ári
í Washington D.C., að við hittum mann,
sem var áður í öryggislögreglunni í
Managúa. Hann kom að máli við okkur
til að biðjast afsökunar á því, að hann
hafði fengið það verkefni að skipuleggja
herferðina gegn Edgar á sínum tíma.
Hann vissi til dæmis allt um ferðir hans.
t.d. hvar hann svaf á nóttunni. Edgar
svaf sjaldan á sama stað til að forðast
handtökur. Og hann sagði okkur líka að
Carlos Nunez hefði ekki verið einn um
ráðagerðina gegn Edgari, heldur gefðu
aðrir tekið þar fullan þátt svo sem Luis
' Carrion, sem er aðstoðarmaður Tomas
Borge, eins níu stjórnenda ríkisins, en
þeir höfðu skipulagt mikla herferð á
hendur Edgari vegna þess, að þeir álitu
hann vinsælan stjórnmálamann og ef
meiðyrðin gegn tímaritinu næðu fram að
ganga, þá myndi það stefna allri pressu
Sandínista í hættu. Herferðin gegn Ed-
gari var því gerð í því skyni að vernda
fjölmiðlun þeirra, allt það sem þeir birtu
opinberlega. Mikið var í húfi.
Þannig að þú telur, að enginn mögu-
leiki hafi verið fyrir ykkur^ hjónin að
halda kyrru fyrir í landinu?
Nei, ég er viss um, að þá væri Edgar í
fangelsi eða búið væri að ryðja honum
úr vegi. Svo margir vinir okkar hafa
þegar látist t.d. í „óeiröum" í fangelsum,
þeir hafa týnst eða faliið í „átökum“, að
ég tel lítinn vafa Ieika á, að eitthvað af
þessu hefði beðið hans. Það er lítið hægt
að reiða sig á dómstólana, þar sem þeir
eru meira og minna undir stjóm Sandí-
nista og við getum heldur ekki búist við
hjálp erlendis frá því svo margir hafa
tekið fullyrðingar og mynd þá sem
Sandínistar hafa dregið upp, trúanlega.
Fólk hefur ekki fylgst með, ekki tekið
eftir því, að samsteypuflokkarnir frá
1979 eru ekki lengur með Sandínistum.
Edgar leit svo á, að dauði hans myndi
engu skipta við þessar aðstæður. Undir
stjórn Somósa hefði annað verið uppi á
teningnum. Þá hefði dauði hans eða
fangelsun vakið upp mikið handóf, en
hann var þeirrar skoðunar, að svo margir
hefðu fallið fyrir lýsingu Sandinista á
ástandinu, að dauði hans hefði ekki
kallað á nein viðbrögð á alþjóðavett-
vangi. Dauði hans hefði ekki þjónað
neinum tilgangi fyrir þjóð Nicaragúa.
Akvaðu 1979 að ryðja
öðrum flokkum úr vegi
Allmargir fréttaskýrendur eru þeirrar
skoðunar, að stjórnin í Nicaragúa hafi
þróast í átt til fyrirmyndar Kúbu og
Sovétríkjanna og tekið upp náin sam-
skipti við þessi ríki vegna fjandsamlegrar
afstöðu Bandaríkjastjómar til Sandí-
nista. Hvert er þitt mat á þessu?
Fyrsta eina og hálfa árið undir stjórn'
Sandínista fengum við mikla hjálp frá
Bandaríkjamönnum, hundrað og áttatíu
milljónir dala á fyrstu tveimur árunum,
en það var mikilvægur stuðningur við
herferðina gegn ólæsi og slæmu heil-
brigðisástandi í landinu. Það var hins-
vegar ekki fyrr en á árinu 1981, að
Edgari tókst að komast yfir skýrslu frá
árinu 1979, þar sem fram kom, að það
var ætlun Sandínista frá 1979 að losa sig
við aðra flokka en FSLN. Foringjar
FSLN voru því allan tímann að segja
eitthvað opinberlega, sem þeir meintu
ekkert með því í sínum hópi voru þeir
búnir að ákveða annað. Þeir mynduðu
her sinn árið 1980, 25.000 manna her.
Þetta gerðist meðan stjórn Bandaríkj-
anna var þeim enn hliðholl. Sandínistar
vilja gjarnan mála myndina þannig, að
þeir komi út sem fórnarlömb, en að
mínu mati hafa þeir ögrað. Þeir eru ekki
fórnarlömb.
Það sem Sandínistar hafa gert ná-
grannaríkjum sínum er einnig íhugunar-
vert. Þeir hafa sáð fjandskap meðal
þjóða Rómönsku Ameríku. í Hondúras
er nú hryðjuverkastarfsemi í fyrsta sinn.
Einnig í Costa Rica í fyrsta sinn í
sögunni; þessu er m.a. stjórnað frá
sendiráðum Nicaragúa í þessum
löndum. Og hermdarverkamenn í Perú,
Guatemala og Columbíu halda því
fram. að þeir njóti aðstoðar frá Mana-
gúa. Sandínistar eru því að sá marx-len-
ínisma með hryðjuverkahópum um alla
Rómönsku Ameríku.
Nú tókst Somósa á lönguni valdaferli
að koma fjölskyldu sinni og ættmönnum
fyrir um stjórnkerfið allt. Hvernig tókst
Sandínistum til við að „hreinsa" stjórn-
kerfið í upphafi? Gekk það átakalaust
fyrir sig?
Gætir þú rifjað upp í stuttu máli
hvernig þetta gekk fyrir sig?
Flestir stuðningsmenn Somoza, sem
voru í toppstöðum yfirgáfu landið áður
en til varanlegra átaka dró í Nicaragúa.
Andstaðan við Somoza sameinaðist póli-
tískt árið 1974 og það var alllangur
aðdragandi að því, að Somoza var
steypt. Þú getur einmitt rekist á þetta
fólk á Miami, í Washington og víða í
Bandaríkjunum. Það lifir góðu lífi í dag.
Þetta fólk kom sér úr landi áður en til
tíðinda dró í Nicaragáú. En staða Som-
oza ættarinnar pólitískt er vonlaus í
Nicaragúa. Ef kosningar væru haldnar
og fulltrúi ættarinnar byði sig fram, þá
fengi hann ekki einu sinni hálft prósent
atkvæða. Fjölskyldan hefur ekkert póli-
tískt traust lengur. Hún er því engin
ógnun á nokkurn hátt við núverandi
stjórn í Nicaragúa. Að vísu er það svo,
að einn skæruliðahópurinn í norðri (þeir
eru fimm alls) er tengdur fyrrverandi
einræðisherra. Lífvörður Sómosa, sem
flýði höfuðborgina eftir fall hans á menn
í herráði þessa skæruliðahóps, en aðrir
skæruliðahópar eru allir andvígir fyrr-
verandi einræðisherra og fullyrða má, að
langflestir hermennirnir eru andvígir
fyrrverandi stjórnvöldum líka. En hinir
hóparnir fjórir, sem hafa sameinast í
baráttunni, hafa einmitt lagt á það
áherslu, að þeir muni ekki sameinast
þessum skæruliðahópi í norðri fyrr en
fyrrum samstarfsmenn Somósa hafa ver-
ið hreinsaðir út úr herráðinu. Við getum
því sagt, að áhrif fylgismanna fyrrum
einræðisherra séu hverfandi bæði innan
skæruliðahreyfingarinnar og hinnar al-
mennu andstöðu gegn Sandínistum.
en til varanlegra átaka dró í Nicaragúa.
Andstaðan við Somoza sameinaðist póli-
tískt árið 1974 og það var alllangur
aðdragandi að því, að Somoza var
steypt. Þú getur einmitt rekist á þetta
fólk á Miami, í Washington og víða í
Bandaríkjunum. Það lifirgóðu lífi í dag.
Þetta fólk kom sér úr landi áður en til
tíðinda dró í Nicaragáu. En staða Som-
oza ættarinnar pólitískt er vonlaus í
Nicaragúa. Ef kosningar væru haldnar
og fulltrúi ættarinnar byði sig fram, þá
fengi hann ekki einu sinni hálft prósent
atkvæða. Fjölskyldan hefur ekkert póli-
tískt traust lengur. Hún er því engin
ógnun á nokkurn hátt við núverandi
stjórn í Nicaragúa. Að vísu er það svo,
að einn skæruliðahópurinn í norðri (þeir
eru fimm alls) er tengdur fyrrverandi
einræðisherra. Lífvörður Sómosa, sem
flýði höfuðborgina eftir fall hans á menn
í herráði þessa skæruliðahóps, en aðrir
skæruliðahópar eru allir andvígir fyrr-
verandi einræðisherra og fullyrða má, að
langflestir hermennirnir eru andvígir
fyrrverandi stjórnvöldum líka. En hinir
hóparnir fjórir, sem hafa sameinast í
baráttunni, hafa einmitt lagt á það
áherslu, að þeir muni ekki sameinast
þessum skæruliðahópi í norðri fyrr en
fyrrum samstarfsmenn Somósa hafa ver-
ið hreinsaðir út úr herráðinu. Yið getum
því sagt, að áhrif fylgismanna fyrrum
einræðisherra séu hverfandi bæði innan
skæruliðahreyfingarinnar og hinnar al-
mennu andstöðu gegn Sandínistum.
Lestrarherferðin tókst
vel í byrjun
Lestrar og skriftarherferðin. sem
skipulögð var í upphafi byltingarstjórn-
arinnar var mikið afrek. Hún tókst vel í
byrjun. En hún varð það eingöngu
vegna þess, hve margir tóku þátt í þessu
starfi. Við lokuðum skólunum í fjóra
mánuði og allir kennarar og nemendur
tóku virkan þátt í því að uppræta ólæsi
og kenna þeim að skrifa, sem ekki
þekktu undirstöðuatriðin. Það tókst á
þessum tíma að draga úr ólæsi, sem nam
yfir 52% og ná því niður í um það bÍT
12%. Þetta kostaði mikla vinnu, en ég
er þeirrar skoðunar, að hún hafi skilað
góðum árangri. Ég tel líka, að aðrar
aðgerðir stjórnvalda á þessum tíma;
átakið í heilbrigðismálum, herferðin
gegn malaríu og öðrum sjúkdómum hafi
að mestu tekist vel. En þetta gat einungis
gcrst vegna þess hve margir- íbúar
Nicaragúa tóku þátt í þessu átaki.
Stjórnin gat í upphafi reitt sig á sameig-
inlegt átak þjóðarinnar gegn bágbornu
ástandi í heilbrigðis og fræðslumálum.
Það var síðan ekki fyrr en á árinu 1981
að margt af þessu fólki fór að fá
morðhótanir, var fangelsað eða bjó við
aðrar ógnir .af völdum stjórnvalda, að
þetta starf fór dvínandi...
Við verðum einnig að viðurkenna í
dag, að ef við lesum t.d. textana í
lestrarkennsluprógrammi stjórnarinnar
frá 1980, þá kemur í ljós, að textarnir
fela í sér innrætingu mjög í ætt við
stefnumið FSLN-flokk Sandínista. Meg-
inatriði í þessum textum eru hetjur
FSLN á liðnum árum. Ekki er minnst á
leiðtoga úr öðrum stjórnmálaflokkum,
sem börðust gegn stjórn Somósa í
áratugi. Þeir líta fram hjá áratuga bar-
áttu gegn Somósastjórninni, nefna ekki'
á nafn ýmsa þá menn, sem létu lífið í
baráttunni við fyrrum einræðisherra, en
upphefja sjálfa sig og búa sér til pislar-
votta úr eigin röðum. Við teljum því, að
lestrarherferðin hafi verið misnotuð til
að koma einhliða áróðri FSLN á fram-
færi.
Þeir eru ekki
lýðræðissinnar
Mikill fjöldi Nicaragúamanna hefur
flúið land, sumir sest að í Bandaríkjun-
um, aðrir dvelja í ýmsum löndum Mið-
Ameríku, Costa Rica og Hondúras.
Samtals eru flóttamenn líklega nú um
þrjú hundruð þúsund. Ef bændur eru
t.d. spurðir að því, hvers vegna þeir séu
að flýja land, þá „segja þeir margir
hverjir": Við börðumst með Sandínist-
um árið 1979 fyrir lýðræði. Nú höfum við
lesið bækurnar þeirra. hlustað á útvarpið
þeirra og við vitunt, að þeir eru ekki
lýðræðissinnar. Þeir eru kommúnistar
og við munum því halda áfram að
berjast". Ibúar Nicaragúa eru scr ntjög
mikið meðvitaðir í stjórnmálum og þeir
sjá vel muninn á marxisma og lýðræði.
Þess vegna er nú vaxandi skæruliða-
hreyfing í landinu, sent er ákveðin í að
koma þessum mönnum frá völdum.
Hvernig er mannréttindaástand i Nic-
aragúa og hvada samanburð niá gera í
því efni við scinustu valdaár Sómósaætt-
arinnar. Hvað hefur breyst?
Mjög lítið hefur í rauninni breyst. Ef
við lítum á stjórnartíma Sómosaættar-'
innar, sem stóð samtals í fjörtíu og fimm
ár, þá sjáum við, að það var ekki fyrr en
á síðustu fjórum árunum að mannrétt-
indaástand varð svo alvarlegt, að um líf
og dauða var að tefla fyrir fólk sem
gerðist andstæðingar stjórnvalda. Sér-
staklega var ástandið háskalegt síðustu
tvö árin. Þá voru mikil fjöldamorð
framin í landinu á fólki jafnvel á
aldrinum 12-25 ára.
Ef við berum þetta saman við það,
sem er að gerast í dag, þá vitum við, að
nákvæmlega það sama á nú við á
Atlantshafsströndinni, þarsem Indjánar
eru niyrtir í stórum hópum. Indjánar
hafa skipulagt mikið andóf gegn Sandí-
nistastjórninni. Hinum megin á strönd
Kyrrahafsins er meira um handtökur en
bein fjöldamorð. Fólk er hrakið úr
húsum sínum. beitt ýmiss konar líkam-
legu ofbeldi, barið eða pyntað. Á
Kyrrahafsströndinni hefur þetta þó ekki
komist neitt nálægt ástandinu eins og
það var á tíma Somósa. En á það bcr að
líta, að í Nicaragúa eru nú fleiri pólitískir
fangar en nokkru sinni í landinu. En það
er engin ástæða til að afsaka mannrétt-
indabrot Sandínista þó að þeir scu ekki
komnir á það stig, sem Soniósa var á
undir lokin. Það tók Sómoza ættina þrjá
ættliði að ná þeirri grimmd, sem við
þekkjum frá síðustu valdaárum
einræðisherrans. Og ef við leyfum
Sandínistastjórninni að halda áfram að
brjóta mannréttindi og leyna mannrétt-
indabrotum sínum, þá munu þeir fyrr en
varir standa í sömu sporum og Sómósa.
Það hefur aðeins tekið þá fjögur ár að
verða eins og raun ber vitni í dag.
Ég er líka þeirrar skoðunar, að verr sé
komið mannréttindum í Nicaragúa
vegna þess viðhorfs, sem ríkir á alþjóða-
vettvangi til Sandínistastjórnarinnar. Á
tíma Sómosa fengum við andsfæðingar
einræðisherrans mikinn stuðning erlend-
is frá. Ymsir aðilar víða um heim voru
reiðubúnir til að afhjúpa hroðaverk
Sömosa og lýsa andstyggð- á þeim á
erlendum vettvangi. En nú er ekki um
slíkt að ræða. Alít of margir erlendir
aðilar vilja halda hlífiskildi yfir Sandí-
nistum, breiða yfir mannréttindabrot
þeirra eða vilja ekki rannsaka þau.
Tvær útgáfur
lögfræðinga — önnur
fyrir stjórnina, hin
fyrir almenning
Nefna má dæmi þessu til stuðnings.
Meðan eiginmaður minn var enn í
ráðuneyti Sandínista kom alþjóðleg lög-
fræðinganefnd frá Genf í heimsókn til
landsins. Þetta var árið 1980. Þeir sendu
frá sér tvær skýrslur. Önnur var fyrir
stjórnina eingöngu. Edgar las hana
sjálfur. Þar komu fram miklar ásakanir
á dómstóla landsins vegna réttarhalda.
sem þá fóru fram um allt land. Lög-
fræðingarnir sögðu í þessari skýrslu, að
í allmörgum dómsmálum væri um hrein-
ar hefndaraögerðir að ræða gegn þeim,
sem sóttir voru til saka. Dómskerfið væri
komið á stig steinaldarmannsins. Þetta
væru pólitískar ofsóknir og ekkert
annað. Hins vegar skiluðu lögfræð-
ingarnir þessari skýrslu ekki til heims-
pressunnar. Hún var aldrei gerð opin-
ber. En þeir skrifuðu aðra skýrslu -
opinbera- þar sem miklu jákvæðari
mynd var drcgin upp af þessum málum.
Ef Sómósa hcfði verið enn við völd. þá
hefðu þeir birt eina skýrslu. Égspyr mig,
hvers vegna þetta gcrist, að sífellt er
beðið með að afhjúpa Sandínista. Hvers
vcgna vernda aJþjóðlegar nefndir
Sandínista eins og það þurfi að gefa
þeim cinhvern- sérstakan umþóttunar-
tíma? Ég tel t.d., að íbúar" Niearagúa
hefðu viljað kjósa strax árið 1981 og þá
hefðu markast skýrari línur í stjórnmál-
um-í landinu, ef staðið hefði verið við
loforð í þessu efni.
Telur þú ekki, að Sandínistar ætli að
efna loforð sín um frjálsar kosningar í
Nicaragúa?
Nei, ég hef enga trú á því, að þeir
stefni að kosningum í Nicaragúa. Þeir
hafa losað sig við flesta andstæðinga sína
í stjórnmálabaráttunni sem citthvað
kvcður að. Þeir hafa ekki leyft öðrum
stjórnmálaöflum að skipuleggja flokks-
starf cða vaxa cðlilega. Á sama tíma
hafa þeir stóreflt eigiö starf. Þeir stjórna
90% af útvarpsscndingum landsins. Þeir
ráða báðum sjónvarpsstöðvum landsins
og þeir ráða tveimur af þremur stærstu
dagblöðunum. Hinir flokkarnir eiga ckki
greiðan aðgang aö öllunt þessuni fjöl-
ntiðlum, þannig að af þessu sést, hvernig
Sandínistarcinokafjölmiðlun í landinu.
Notuðu erlent fé til að
styrkja flokkinn
Eftir aðmaöurinn minn lét af aðstoðar
ráðherracmbætti vann hann að áætlana-
gerð, stjórnaði m.a. áætlun um lána
fyrirgreiðslu til bænda og hann gat
fengið lán erlendis frá til þess síðan að
endurlána bændum. Þá lét stjórnin sam-
stundis setja lög, sem bönnuðu einka-
aðilum að vera milliliðir við slíka lána-
starfscmi. Öll lán yrðu að ganga í gegn
um Seðlabankann. Edgar óskaði þá eftir
því að fá að sjá handbók og reglur
Seðlabankans,- Þá kom skýrt fram í
reglugerð bankans, að Seðlabankinn
starfaði algcrlega undir og í samráði við
FSLN, flokk Sandínista. Því var það
svo, að alliraðrir hóparen þeirsem voru
beinlínis undir stjórn Sandínista eða í
beinum tengslum við stofnanir undir
þeirra stjórn, áttu enga möguleika á að
fá erlent fé, tækniaðstoð eða aðra fyrir-
greiðslu. Þannig var erlent fjármagn í
rauninni misnotað í þágu hreyfingar
Sandínista. Það sem margar hjálpar-
stofnanir voru að gera á þessum tíma var
að setja styrkar stoðir undir flokkskerfi
FSLN án þess þó að það væri utanað-
komandi aðiljum í öllum tilvikum Ijóst.
Hvað er að segja um stöðu kirkjunnar
í Nicaragúa. Nú eru margar kirkjudeildir
og söfnuðir starfandi þar í landi. Á sér
stað einhvers konar samstarf milli þess-
ara aðilja og þá hvernig?
Ég vann fyrir söfnuði mótmælenda
frá því árið 1974, en þar áður starfaði ég
á vegum kaþólsku kirkjunnar. Ég verð
að segja alveg einsog er að ég hef orðið
fyrir miklum vonbrigðum með kirkjuna,
því hún hefur ekki sinnt hlutverki sínu