Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 im 5 Mednich hefur einnig bent á, að sá hópur, sem hér um ræðir, fremji jafn- framt alvarlegustu glæpina. Hann telur að yfirvöld gætu hreinlega vinsað þessi 5% afbrotamanna út, sem að ofan greinir, t.d. við fyrsta brot. Styðjast megi við ákveðin atriði í því sambandi, sem geri menn líklega til að lenda í hópi síbrotamanna. Prófessor Mednich gengur svo langt að halda því fram, að það séu ekki aðeins sálfræðileg og félags- leg atriði í sögu einstaklingsins, sem ákvarði það hvort viðkomandi er lík- legur til að lenda í hópi afbrotamanna. Þar komi einnig til líffræðileg atriði, sem ákvarði slíkt og ganga megi út frá. Hann hefur bent á, að það væri e.t.v. ölium fyrir bestu, ekki síst hinum verðandi afbrotamanni, að slíkt úrval ætti sér stað. Þannig væri hugsanlegt, að áliti Mednichs, að dæma hann, sem ekki er líklegur til atbrota, vægar cn þann sem liklegur er til slíks. Þann síðamefnda væri hægt að taka í karphúsið eða öllu heldur í betrunarhúsið. Þar mætti svo „laga“ viðkomandi til með ýmsum aðferðum s.s. atferlismótun eða lyfjagjöf. Fangels- isyfirvöld hefðu úr nógu að moða þar sem aðgerðir þær, sem hér um ræðir, mundu leiða til fækkunar fanga til mikilla muna. Prófessor Mednich hefur þó bent á að þó svo að unnt væri að finna slíka líffræðilega þætti, sem gerðu suma líklegri til afbrota en aðra, teldi hann ekki rétt að reyna með læknisfræðilegum aðferðum að breyta þessum þáttum. Með því værum við farin að fremja stærri glæpi en þeir, sem undir meðferð- ina gengju. Annar þekktur fræðimaður, Gene Stephens sem starfar við háskólann í Suður Carolinu í Columbiu, telur að ekki sé ólíklegt að í framtíðinni fari menn einmitt að koma í veg fyrir glæpi með aðferðum læknisfræðinnar. Step- hens hefur bent á, að ef þær kenningar fást staðfestar að tengja megi afbrota- hneigð líffræðilegum þáttum, verði næsta skrefið að reyna að minnka slíkar hneigðir eða að koma í veg fyrir þær t.d. með aðferðum s.s. breytingum á frumum mánnslíkamans. Hann telur, að þess megi vænta að reynt verði að breyta genum okkar þannig að losna megi við „óþægileg“ erfðaeinkenni eins og of- beldis- og afbrotahneigð. Afbrot úti í geimnum Rétt er að benda á það að flestir þeirra fræðimanna, sém um þessi mál fjalia telja að hið félagslega umhverfi manns- ins ráði þrátt fyrir allt mestu um hegðan hans.’ Þess ber þó að geta, að þær hugmyndir sem að ofan hafa verið reifaðar, hafa skotið upp kollinum víða á undanförnum árum. Samvinnubankinn á Akranesi mun frá og með þriðjudeginum 14. febrúar nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að kaupa innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND .........HT Víst er um það að afbrot virðast hafa fylgt manninum frá upphafi vega. í Biblíunni segir frá því, hvernig maður- inn varð fljótlega viðriðinn glæpi. Al- kunna er sagan af Adam, sem rekinn var úr Paradís fyrir að hnupla ávöxtum. Nú er svo komið að næstu skref okkar liggja út í himingeiminn. Hafinn er undirbún- ingur að byggingju geimselja, sem koma til með að reka í kring um jörðina með stóra hópa fólks innanborðs. Vísinda- menn, sem þetta starf vinna, eru strax farnir að hafa áhyggjur af afbrotum í geimseljunum. Nýlega kom út skýrsla á vegum stofnunarinnar, sem kallast Rand Corporation, þar sem reynt er að meta hvers eðlis afbrot úti í geimnum muni einkum verða og hvaða áhrif slíkir geimglæpir kunni að hafa. í skýrslunni kemur fram að deilur um kaup og kjör verkamanna, sem vinna í orkuverum þar ytra, muni t.d. geta leitt til skemmd- arverka. Þó að slíkt væri aðeins í litlum mæli, gæti það haft óhemju kostnað í för með sér fyrir eigendur orkuveranna og þá um leið fyrir notendur eða kaupendur orkunnar. hjaí‘u i pl ’j ) i ■ Skemmdarverk úti i geimnum og önnur afbrot þar ytra gætu haft óhemju kostnað í för með sér Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjón- ustunni er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfis- götu 115,105 Reykjavík, fyrir 9. mars 1984. Utanríkisráðuneytið Reykjavík, 9. febrúar 1984. Skrifstofustarf Vanur ritari óskast í hálfsdags starf á skrifstofu Vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast skilað eigi síðar en 20. febrúar n.k. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.