Tíminn - 12.02.1984, Page 6
6
SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984
■ Það voru hressir krakkar, sem
hittust í Álftamýrarskólanum sl.
helgi, þrátt fyrir snjóskafla og
slæma færð. Hér voru á ferðinni
íslenskir skiftinemar, sem dvalist
hafa í ýmsum löndum Suður-Ame-
ríku og svo hópur ungmenna, sem
þangað eru að fara á næstunni. Þeir
krakkar, sem nú eru að undirbúa sig
undir hið langa ferðalag út, komu
ásamt foreldrum sínum og auðvitað
voru fulltrúar AFS til staðar en öll
skipulagning skiftinemastarfsins
hvílir á þeirra herðum.
Það var skemmtileg stemmning
meðal þessara ungu fullhuga, sem
feta í fótspor víkinganna, forfeðra
sinna. Þau, sem nýkomin eru heim,
sögðu hinum frá þeim löndum er
þau kynntust og ævintýrum, sem
þau lentu í. Krakkarnir, sem nú eru
á leiðinni út, fylgdust auðvitað
spennt með en af og til brá fyrir
ahyggjusvip á andlitum foreldranna,
sem brátt sjá á eftir börnum sínum
út í hinn stóra heim. Það var ekki
laust við að gleðin og lífskrafturinn,
sem fylgdi þessu unga fólki, hrifi
lúinn blaðasnáp, sem fyrir löngu var
búinn að tapa trúnni á ungu kynslóð-
ina. Hér voru samankomin, að því er
best varð séð, hinir ágætustu full-
trúar íslands.
■ Islenskir skiptinemar, sem nú er á förum til eins árs dvalar í Suður-Ameríku. Talið frá vinstri: Lóa Þórhallsdóttir, Brynja Helgadóttir, Þorvaldur
Birgisson, Þrándur Ulfarsson og Þór Eiríksson.
Islendingar gera strand
högg í Suður-Ameríku
— Skiptinemar teknir t»lí
Alþjoðleg fræðsla
og samskipti
Við báðum Jóhönnu Karvelsdóttur
framkvæmdastjóra AFS á íslandi að
segja okkur svolítið frá samtökunum og
starfseminni. Rétt er að geta þess, fyrir
þá sem áhuga hafa á að afla sér frekari
upplýsinga um AFS, að skrifstofa sam-
takanna er til húsa að Hverfisgötu 39,
Reykjavík en þar hefur Jóhanna aðstöðu
ásamt öðrum starfsmanni samtakanna
Margréti Gunnarsdóttur.
AFS eru alþjóðleg samtök, sem starfa
í yfir 60 þjóðlöndum í öllum heimsálfum.
Aðalviðfangsefni samtakanna eru nem-
endaskipti unglinga á aldrinum 16 til 18
ára, en AFS hefur nú í auknum mæli
einnig lagt áherslu á kennaraskipti milli
landa, skipti á ungu verkafólki o.fl.
Samtökin eru algjörlega óháð pólitísk-
um og trúarlegum flokkum og félögum,
svo og hvers konar hagsmunasamtökum.
Markmið samtakanna er að auka skiln-
ing milli þjóða heims og fólks af ólíku
þjóðerni og með ólíkan bakgrunn. Einn-
ig að víkka sjóndeildarhring ungs fólks
og bæta menntun þess. Þannig vilja
samtökin stuðla að varanlegum heims-
friði.
Á sl. ári sendi AFS á íslandi 31 nema
til sumardvalar erlendis og 52 nema til
ársdvalar. Áætlað er að um 60 ungmenni
fari utan til ársdvalar skólaárið 1984-
1985. Hér á landi dveljast nú 15 erlendir
ársnemar en samtökin hafa átt í nokkr-
um erfiðleikum með að fá íslenskar
fjölskyldur til að taka sl íka nema til sín.
Á förum til
f jarlægra landa
Það leyndi sér ekki tilhlökkunin hjá
þeim Lóu Þórhallsdóttur, Þór Eiríks-
syni, Þrándi Úlfarssyni, Þorvaldi Birgis-
syni og Brynju Helgadóttur en þau eru
öll á leiðinni til Suður-Ameríku, nú á
næstunni. Auk þeirra fer Ásdís Ár-
mannsdóttir frá Stöðvarfirði en hún var
ekki komin í bæinn og því ekki með í
þetta skipti. Það skildi engan undra þó
að nokkur tilhlökkun lægi í loftinu því
kominn suður undir miðbaug jarðarinn-
ar eða jafnvel svolítið sunnar.
Blm. Helgartímans fékk tækifæri til
að spjalla örlítið við hina verðandi
heimshornaflakkara. Aðspurð um það
hvort þau kynnu eitthvað í spænsku eða
portúgölsku, helstu opinberu tungumál-
unum þar syðra, sögðu þau að svo væri
ekki, „kannski pínu pons“. Þau eru þó
farin að undirbúa málanámið. „Við Lóa
erum í Námsflokkum Reykjavíkur",
sagði Þorvaldur, „við höfum þar ágætis
kennara em er spænskumælandi og orð-
inn all-góður í íslensku. Þór hefur einnig
byrjað spænskunám, 2 tíma á viku auk
þess sem hann er kominn í samband við
bréfaskóla, sem hann ætlar að skrifast á
við og halda áfram að læra málið á þann
hátt. „Annars lærir maður mest þegar
maður fer að kynnast fólkinu og búa
með því“, bætti Þór við. Öll eru krakk-
arnir í framhaldsnámi. Þrándur er í
MR., Lóa og Þorvaldur eru í Fjölbraut-
arskólanum í Breiðholti, Þór stundar
■ Suður-Ameríkuf arar, sem nýkomnir eru heim á kaldan klakann eftir eins árs dvöl þar syðra. Talið frá hægri:
Edda Huld Sigurðardóttir, Benjamín Sigursteinsson, Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Hörður Ragnarsson.
hvern dreymir ekki um að ferðast til
fjarlægra landa t.d. til hinna fornu
menningarlanda Suður-Ameríku.
Reyndar verða sum krakkanna að bíða
í nokkrar vikur eftir því að gengið verði
frá öllum pappírum, sem betra er að
hafa í lagi. Það verður ekki hægt að
hlaupa heim til pabba eða mömmu,
svona í hendings kasti, þegar maður er
■- Krakkarnir fylgdust spennt með en af og til brá fyrir áhyggjusvip á andlitum foreidranna, sem brátt sjá á eftir bömum sínum út í hinn stóra heim.
- *|