Tíminn - 12.02.1984, Page 9
SUNNUÖÁ'GÚR 12. ÚE'BRÚ^ft Í«f84
menn og málefni
Svavar á biðUsbuxuniun
við dyrnar hjá Þorsteini
„Inní mér fann
ég fyrir ein-
hverjum ónotum ”
■ Ef skrif Þjóðviljans eru lesin niður
í kjölinn, kemur það fljótt í ljós, að
Alþýðubandalagið kann illa við sig í
stjórnarandstöðu. Það vantar allan
kraft og áhuga, sem einkenndi Þjóð-
viljann í tíð Einars Olgeirssonar og
Magnúsar Kjartanssonar, þegar blaðið
var í stjórnarandstöðu á þeim árum.
Þá var Þjóðviljinn oft kröftugur. Nú
minnir stjórnarandstaða Þjóðviljans
helzt á starf, sem unnið er áhugalaust
af mönnum, sem vildu kjósa sér flest
annað.
En þetta einkennir ekki aðeins Þjóð-
viljann. Þetta einkennir allan málflutn-
ing leiðtoga Alþýðubandalagsins. Það
eru teknir smásprettir, en síðan fljót-
lega gefizt upp. Bandalag jafnaðar-
manna og Kvennalistinn eru farin að
færa sér þetta í nyt á Alþingi og taka
forustuna, þegar leiðtogar Alþýðu-
bandalagsins lyppast niður.
Það er táknrænt um þetta, að einn
af fylgismönnum Svavars Gestssonar,
sem gerir Hafnarfjarðarfund hans og
Þorsteins Pálssonar að umræðuefni í
DV 7. þ.m., kemst að eftirfarandi
niðurstöðu:
„Ég er helzt á því að dómur blaða-
manns Morgunblaðsins um þennan
fund sé nokkuð nærri Iagi: „Lokaræða
Svavars var daufari en hinar fyrri,
enda hafði Þorsteinn sorfið hart að
honum, er á leið. Má segja að Svavar
hafi haft undirtökin í fyrstu lotu, en
Þorsteinn upp frá því.“
Að fundi loknum sagði reyndar
áðurnefndur kunningi minn úr hópi
sjálfstæðismanna: „Þeir voru jafn-
sterkir - var það ekki?“ Með hálfum
huga játti ég því, en inní mér fann ég
fyrir einhverjum ónotum: Það var
eitthvað óhreint við þetta.“
Það er ekki neitt undarlegt. þótt
umræddur fylgismaður Svavars hafi
fundið inni fyrir einhver ónot vegna
þessarar frammistöðu Svavars. Ef allt
hefði verið með felldu, hefði Svavar
átt að geta sloppið við jafntefli. Svo
vaskur kappræðumaður er hann.
Draumurinn um
endurheimt stólanna
Ónotin, sem liðsmaður Svavars fann
inní sér, eiga hins vegar eðlilega skýr-
ingu. Svavar byrjar feril sinn á Alþingi
sem ráðherra. Hjörleifur Guttormsson
byrjar feril sinn á Alþingi sem ráð-
herra. Þeir byrja stjórnmálaforustu
sína sem miklir valdamenn. Þeir voru
orðnir hálfgrónir eða algrónir kerfinu,
þegar þeir ultu úr valdasessi. Þeir
kunna ekki við sig í stjórnarandstöðu.
Þeir vilja losna úr þeirri prísund sem
fyrst.
Draumur þeirra er að fá ráðherra-
stólinn sinn aftur. Það mótar starfs-
hætti þeirra í stjórnarandstöðunni.
Það er eðlilegt framhald af þessu, að
þeim Svavari og Hjörleifi verði hugsað
um hvernig þeir geti helzt náð í stólana
sína aftur.
Úrslit síðustu kosninga sýna, að það
yrði ekki vænlegt með því að koma á
samstarfi andstæðinga Sjáflstæðis-
flokksins. Þeir eru orðnir fimm og
meira en erfitt að koma á samstöðu svo
margra mismunandi aðila. Með Sjálf-
stæðisflokknum einum getur Alþýðu-
bandalagið hins vegar myndað meiri-
hlutastjórn.
Við verðum að vera raunsæir, hugsa
þeir Svavar og Hjörleifur, ef við eigum
að ná stólunum okkar aftur. Við
getum það ekki, nema við komumst í
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Þriðji leiðtogi flokksins, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, sem búið er að dreyma
um ráðherradóm um langt skeið, hefur
komizt nákvæmlega að sömu niður-
stöðu, og reyndar fyrr en þeir Svavar
og Hjörleifur. í raun biðlaði hann til
Sjálfstæðisflokksins allt síðasta kjör-
tímabil og þó aðallega til þess hlutans,
sem var andstæður Gunnari Thor-
oddsen.
Þjoðviljinn uppgötvar
góðan flokk
Efti kosningarnar og stjórnarmynd-
unina á síðasta ári, hefur það orðið æ
greiniiegra hvert forusta Alþýð-
ubandalagsins stefnir. Nú er ekki
lengur talað um nauðsyn þess, að
Alþýðubandalagið eflist sem forustuafl
nýrrar vinstri stjórnar. Vinstri stjórn
er orðin bannorð í Þjóðviljanum.
Nú er meira og minna kappkostað í
Þjóðviljanum að tala vel um Sjálfstæð-
isflokkinn, en þeim mun verr um
Framsóknarflokkinn. Hvað eftir ann-
að er lögð áherzla á, að hann sé miklu
verri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.
í Sjálfstæðisflokknum sé margt ágætra
manna. Það sé orðið bull gamalla
manna eins og Lúðvíks Jósepssonar að
útiloka hann sem heppilegan sam-
starfsaðila.
Lúðvík Jósepsson hafi sannarlega
hagað sér óskynsamlega, þegar hann
kom í veg fyrir nýja nýsköpunarstjórn
eftir kosningarnar 1978. Slík slys megi
ekki endurtaka sig.
Samkeppni við DV
Alþýðubandalagsforingjarnir sýna
ekki aðeins hugarfarsbreytinguna með
því að tala illa um Framsóknarflokkinn
og vel um Sjálfstæðisflokkinn.
Þjóðviljinn var lengi ve| frekar
hlynntur landbúnaðinum og samvinnu-
félagsskapnum. Síðustu mánuðina hef-
ur hann hins vegar tekið forustuna af
DV í því að finna bændum og sölusam-
tökum þeirra allt til foráttu. Smá
óhöpp eru notuð til að birta flennistór-
ar fyrirsagnir um græna kjötið og gula
kjötið. DV hefur hvað eftir annað
orðið undir í þessu kapphlaupi blað-
anna.
Nokkurt dæmi um hið nýja viðhorf
Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins
eru skrif Þjóðviljans um bílakaup ráð-
herra. Langflestir ráðherrar í fyrrver-
andi stjórn og sumir í núverandi stjórn
hafa notað sér heimild tollalaga frá
1970 um að fá bifreið undanþegna
aðflutningsgjöldum. Sú regla var tekin
upp vegna þess, að það þótti hagkvæm-
ara ríkinu að ráðherrann borgaði inn-
flutningsverðið en að ríkið gerði það.
I báðum tilfellum missti það aðflutn-
ingsgjöldin.
Það er engin stórfrétt í Þjóðviljan-
um, þegar Friðjón Þórðarson, Pálmi
Jónsson eða Matthías Bjarnason flytja
inn bíl með þessum hætti. Það sjást
engar stórar fyrirsagnir varðandi það.
Annað mál er, þegar Steingrímur Her-
mannsson og Tómas Árnason flytja
inn bíla með þessum hætti. Þá er það
orðið himinhrópandi spilling og raunar
stórglæpur.
Forsaga bíla-
málsins
í tilefni af bílaskrifum Þjóðviljans er
ekki úr vegi að rifja upp forsögu þessa
bílamáls, en hún er í höfuðatriðum
þessi:
1. í tíðviðreisnarstjórnarinnargagn-
rýndu stjórnarandstæðingar mjög þá
misnotkun, sem ætti sér stað í sam-
bandi við notkun svonefndra ráð-
herrabíla. M.a. notuðu ýmsir fjöl-
skyldumeðlimir ráðherranna þá að vild
sinni. Magnús Jónsson frá Mel, sem
þá var fjármálaráðherra, vildi ekki una
þessari gagnrýni, og fól því sérstakri
nefnd að gera tillögur að reglum um
notkun ráðherabíla.
2. Eitt af því, sem þessi nefnd lagði
til, var að veita ráðherrum undanþágu
frá aðflutningsgjöldum, ef þeir keyptu
bílana sjálfir. Nefndin áleit, að þetta
myndi reynast sparnaður fyrir ríkið,
því að það losnaði þá við að borga
innflutningsverð bílanna.
3. Magnús Jónsson vildi þó ekki
knýja umrædda undanþágu fram á
Alþingi, nema með samþykki stjórnar-
andstöðunnar. Hann lagði málið því
fyrir fjárhagsnefnd neðri deildar í
janúar 1970. Stjórnarandstæðingar í
nefndinni þá voru Lúðvík Jósepsson,
Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórarinn
Þórarinsson. Eftir að þeir höfðu rætt
við flokka sína náðist full samstaða um
það í nefndinni, að hún flytti tillögu
um, að sú heimild til fjármálaráðherra
kæmi inn í tollalögin „að veita undan-
þágu frá greiðslu aðflutningsgjalda af
bifreiðum ráðherra og sendiráðs-
manna í samræmi við reglur um bíla-
mál ríkisins."
4. Þessi tillaga var samþykkt sam-
hljóða á Alþingi og er ekki annað vitað
en að allir þingmenn Alþýðubanda-
lagsins hafi stutt hana.
5. Allir ráðherrar vinstri stjórnarinn-
ar, sem fóru með völd 1971-1974,
notuðu sér þessa undanþágu, m.a.
Magnús Kjartansson og Lúðvík Jós-
epsson.'sem fengu tvo bíla hvor.
Annan bílinn fengu þeir meðan þeir
sátu í stjórninni, en hinn bíllinn al-
löngu eftir að þeir fóru úr stjórninnni.
6. Þótt þessi undanþáguleið væri
hagstæðari fyri ríkissjóð en að ríkið
keypti bílana fyrir ráðherrana, sætti
þetta brátt verulegri tortryggni og
gagnrýni. Vegna þess lagði Tómas
Árnason, þegar hann var fjármálaráð-
herra, þá tillögu fyrir Alþingi 1978-
1979 að fella þesa heimild niður.
Tillagan var samþykkt í neðri deild, en
dagaði upp í efri deild, og mun þáver-
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
andi formaður fjárhagsnefndar efri
deildar, Ólafur Ragnar Grímsson,
hafa átt mestan þátt í því.
7. Tómas Árnason hafði ætlað sér að
endurflytja tillögunáá næsta þingi, en
vegna brotthlaups Alþýðuflokksins,
fór vinstri stjórnin frá með óvæntum
hætti. Það hefði mátt ætla, að eftir-
menn hans sem fjármálaráðherrar,
Sighvatur Björgvinsson og Ragnar
Arnalds, tækju tillögu hans upp og
legðu hana fyrir Alþingi. Hvorugur
þeirra gerði það og ekki heldur aðrir
þingmenn. Þess vegna hefurekki verið
hægt að telja annað en að Alþingi teldi
rétt að þessi regla héldist í gildi.
Ekki sér hann
sína menn
Það er Ijóst af því, sem hér er rakið
að framan, að Þjóðviljinn verður að
bera fyrrverandi alþingismenn og ráð-
herra Alþýðuhandalagsins hinum
þyngstu sökúm um spillingu, ef nokkur
brú á að vera í ásökun hans á hendur
þeim Steingrimi Hermannssyni og
Tómasi Árnasyni.
Samkvæmt þessum skrifum Þjóðvilj-
ans ætti Lúðvík Jósepsson að hafa
verið spilltur, þegar hann stóð að
flutningi tillögunnar um umrædda hei-
mild.
Samkvæmt þessum skrifum ættu allir
þingmenn Alþýðubandalagsins, sem
samþykktu umrædda tillögu á þingi
1970, að hafa verið spilltir.
Samkvæmt þessum skrifum ættu þeir
Lúðvík Jósepsson og Mágnús Kjart-
ansson að hafa verið stórspilltir, þegar
þeir notuðu sér umrædda heimild í
sambandi við bílakaup. Vissulega á
Magnús Kjartansson annað skilið en
að vcra borinn slíkum sökum af núver-
andi skriffinnum Þjóðviljans.
Þá er Olafur Ragnar Grímsson ekki
minnst spilltur, því að hann kom í veg
fyrir á þingi, að samþykkt yrði tillaga
frá Tómasi Árnasyni um að fella
umrædda heimild niður.
í reynd nær þetta spillingartal til
allra núverandi þingmanna Alþýð-
ubandalagsins, því að enginn þeirra
hefur flutt um það tillögu á þingi að
fella þessa heimild niður.
Á biðilsbuxum
Það, sem hér er rakið, nægir til að
skýra þá breytingu, sem orðið hefur á
starfsháttum Þjóðviljans og Alþýð-
ubandalagsins eftir að það lenti í
stjórnarandstöðu á síðastl. ári.
Þetta skýrir jafnframt það, að fylgis-
menn Svavars fundu inní sér fyrir
einhverjum ónotum, þegar hann fór
halloka fyrir Þorsteini Pálssyni á Hafn-
arfjarðarfundinum.
Svavar Gestsson gat vitanlega ekki
sótt með sinni þekktu hörku að Þor-
steini á sanna tíma og hann bíður á
biðilsbuxum við dyr hans. Þetta hlaut
að valda liðsmönnum hans ónotum,
þótt þeir áttuðu sig ekki á því til fulls
af hverju þau stöfuðu.
Svo fast sækir Alþýðubandalagið
bónorðið við Þorstein, að það vill efna
til funda með þeim Svavari sem allra
víðast um landið. Þorsteinn hefur ekki
undan að hafna slíkum fundarboðum.
Hjá Alþýðubandalaginu virðast þeir
Svavar og Þorsteinn vera orðnir eins
konar draumsýn sem leiðtogar næstu
ríkisstjórnar.
Hér skal engu spáð um hvernig
þessari bónorðsferð lýkur, en hitt er
víst, að Svavar, Hjörleifur og Ólafur
munu halda áfram að vera á þessum
biðilsbuxum góða stund og miklu frek-’
ar má spá því, að þessar tilraunir
þéirra aukist en að það dragi úr þeim.