Tíminn - 12.02.1984, Page 14

Tíminn - 12.02.1984, Page 14
14 V><* SUNSJÚDAtíÚR 12. FEbRÚAR 1984 Að leita að hinu týnda... heimili Hjálpræðishersins. Það var auð- sótt mál. Foringjum hersins fannst hins vegar „örðugt að koma Gísla í skilning um að hann vantaði frelsun fyrir sál sína.“ Töldu þeir, að það væri vegna þess hve Gísli var orðinn sljóvgaður af drykkju og „syndalífinu". Gísli Hjálmarsson breyttist hins vegar allur við komuna til Reykjavíkur og lagði sérstaka rækt við drykkjusjúka, gekk jafnvel úr rúmi sínu að nóttu fyrir drukkna menn. Við jarðarför Gísla Hjálmarssonar líkti séra Bjarni Jónsson honum við miskunnsama samverjann; hann hefði eins og margir fallið í ræningjahendur, en síðar hitt þá sem auðsýndu honum miskunn. Þegar ísa leysti á ísafirði Að lokunt skal greint hér frá áheiti sjómanna á ísafirði á Samverjann, en svo kallaðist það hjálparstarf hersins að gefa heitar máltíðir á hernum, sérstaklega á veturna þegar kalt var og oft lítinn mat að fá. Vetur einn lágu allir fiskibátar á ísafirði í höfn og komust hvergi því þykkur ís lá fyrir allri höfninni og lokaði henni gersamlega. Allar fiskveiðar höfðu stöðvast af þessum sökum og sáu menn ekki neitt annað til bjargar en að bíða þess að gæfi úr réttri átt til að ísinn ræki til hafs. Þá var það að Helga Sveinssyni, bankastjóra á ísafirði datt í hug að heita á herinn. Urðu allir bátaeigendur á ísa- firði ásáttir um að gefa fimmtíu krónur á hvern bát ef ísa leysti og þeir gætu haldið í róður á tilsettum degi. Mikið var skrifað og skrafað um þetta næstu daga á ísafirði. Mændu menn út á Skutulsfjörðinn í þeirri von að rétta bliku sæi við hafsflöt. En ísinn lá fastur dag eftir dag og haggaðist hvergi. Hann var sagaður og höggvinn en allt kom fyrir ekki. Bátarnir urðu að liggja þar sem þeim hafði verið lagt. Daginn áður en frestur sjómannanna rann út, sáust þess engin merki að hreyf- ing ætlaði að komast á ísinn og ekki gaf heldur byr í þá áttina. Voru menn nú orðnir úrkula vonar um að þeir kæmust á sjó næstu vikurnar. En viti menn! Kvöldið áður en fresturinn rann út gerðist hið ótrúlega; Fólk sem fór út und- ir bert loft fann að vindurstóð af fjalli og ísinn tók að hreyfast hægt og sígandi frá landi. Ekki varð það mikiðþá um nóttina en nóg til þess að allir bátar á ísafirði gátu hafið róðra á ný. Áheitið varð til þess, að herinn á Isafirði varð eitt þúsund krónum betur staddur og vitanlega skildu hermenn guðs á staðnum þetta sem mikið tákn frá himnaföðurnum og bendingu um, að almættið hefði látið til sín taka á hcntugum tíma. Á aldarfjórðungs afmæli Hjálpræðis- hersins árið 1920 skrifuðu ýmsir máls- metandi menn í Reykjavík afmælis- kveðjur, þar á m.a. forsætisráðherrann Jón Magnússon. Hann minntist sérstak- lega á þann þátt í starfi hersins, sem snéri að bágstöddum og umkomulausum mönnum í Reykjavík og þakkaði hern- um sérstaklcga fyrir það starf. Þegar fram á annan áratug aldarinnar var kom- ið voru ýmis bæjarfélög og sýslur farin að styrkja einmitt þetta starf hersins. Við þetta tækifæri skrifaði Sveinn Björnsson, máflutningsmaður: „Ég var unglingur, nýkominn í Latínuskólann, þegar Hjálpræðisherinn byrjaði starfsemi sína hér fyrir 25 árum, viðtökurnar sem hann fékk, munu yfir- leitt hafa verið fremur kuldalegar. Menn trúðu því ekki, að þessi hreyfing, sem hafði átt vöggu sína í öreigahverfi heims- borgarinnar Lundúna, gæti átt við hér í fámenninu og strjálbyggðinni norður á hjara veraldar. Það var títt meðal jafn- aldra minna að líta á samkomur hersins sem alvörulitlar ærslasamkomur, sem ódýra skemmtun fyrir fólkið. Auk þess gengu ýmsar tröllasögur um herinn, sem ekki voru honum til virðingarauka. Skoðun mín er nú sú, að Hjálpræðis- herinn geti með ánægju litið nú á árang- urinn á 25 ára starfsemi sinni hér á landi og að bæjarfélagið og þjóðfélagið eigi honum þakkir að gjalda fyrir það.“ - Þ.H. ■ Maður lætur sig hafa það að sigla með hollenska fánann, þó fáni fósturlandsins væri auðvitað kærari.. H. Maas, Sædýrasaf ninu í Hardervik: Guðrún er hamingjusöm hérna ■ Guðrún er alveg yndislegt dýr, ég vil segja frábært dýr, okkar uppáhaldsdýr og er ég þá búinn að segja mikið en hún rís svo sannarlega undir því. Hún hefur verið við góða heilsu allt frá því að hún kom hingað haustið 1976 og er orðin meira en helmingi stærri og þyngri en hún var þá. Nú er hún nærri tvö og hálft tonn að þyngd og rúmlega fimm metrar á lengd, risaskepna að verða. Hún á þó eftir að þyngjast og stækka enn meira, getur orðið allt að sjö metra löng“, sagði H. Maas, framkvæmdastjóri Sædýra- safnsins í Hardervík í Hollandi, þar sem Guðrún hefur verið undanfarin átta ár. En hvernig er Guðrún skapi farin? „Ætli það sé ekki svipað og með mannfólkið. Hún er falleg og veit af því. Allir dást að Guðrúnu, þegar hún leikur listir sínar hérna - ekki síst börnin. Hún hefur fengið mjög góða þjálfun og er í toppformi, þannig að maður sér, að henni líður býsna vel, þó að ekki sé hún í sínu náttúrulega umhverfi. Guðrún er matvargur mikill, étur hvorki meira né minna en þrjátíu kíló af fiski á dag og það ekkert slor. Hún er afskaplega hrifin af stúlkunni, sem hefur þjálfað hana upp og sér um helstu þarfir hennar. Á daginn eru sýningar þar sem Guð- rún leikur listir sínar og er með ólíkind- um hvað hægt hefur verið að kenna þessari hetju undirdjúpanna, af íslands- miðum. Eftir að sýningum líkur, fær hún að borða og þá er hvíldartími um kvöld og á nóttunni er Guðrún í aðallaug Sædýrasafnsins með höfrungunum vin- um sínum að leik og starfi. Guðrún er ekki foringjaefni þó hún sé bæði snillingur að leika listir sínar og greinilega mjög skynsöm skepna. Hún samlagast dýrunum mjög'eðlilega, en ræður alls ekki yfir þeim, hún er ákveðin en alls ekki árásargjöm eins og háhyrn- ingar eru oft í sínu eðlilega umhverfi. Það kemur vitaskuld til af því, að hér hefur hún verið tamin við ákveðnar matarvenjur og við það fer af þessum dýrum öll tilhneiging til árása og ögrunar við önnur dýr. Hins vegar þyrði ég að bóka, að Guðrún yrði ekki árennileg, ef við myndum svelta hana í svo sem viku eða hálfan mánuð. Þá yrði hún eflaust jafn hættuleg og hún var þegar sjómenn á Guðrúnu náðu henni við íslandsstrend- ur upphaflega. En umfram allt held ég, að Guðrún sé hamingjusamt dýr hérna og kunni vel við sig í Hollandi" segir H. Maas að lokum. Þess má geta að háhyrningar verða allt að þrjátíu ára gamlir en Guðrún er nú um miðjan aldur. 17-20 ára gömul, þannig að hún á eftir að eyða um helmingi ævi sinnar í Sædýrasafninu í Hardervik. Texti: ÞH. — Myndir: G.E. ■ Hér sést Guðrún svamla með öðrum háhyrningum i búrinu í Sædýrasafn- inu árið 1976. ■ Hifð frá borði að lokinni vel heppnaðri veiðiferð á Guðrúnu GK haustið '76,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.