Tíminn - 12.02.1984, Page 19
SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984
Siiiiíi'
19
„Þakklæti til þeirra
sem knsn okkur núna”
segir Bnbbi Morthens
H „Er þetta virkilegt“ var það fyrsta
sem Bubbi Morthens söngvari Egó sagði
í samtali við Nútímann er honum var
tjáð að Egó hefði verið kosin vinsxlasta
hljómsveitin þriðja árið í röð í vinsælda-
kosningum Nútímans.
„Eg vil, fyrri hönd hljómsveitarinar,
skila þakklæti til þeirra sem kusu okkur
núna. Þetta er mikill heiður".
Bubbi sagði einnig að Egó mundi hér
eftir verða þriggja manna hljómsveit
það er hann auk þeirra Rúnars og
Bergþórs. Enginn ákveðinn trommuleik-
ari yrði í hljómsveitinni heldur yrði
session maður ráðinn í hvert sinn sem
hún léki.
Framundan er gerð nýrrar plötu hjá
Egó en þeir hafa ekki gefið út plötu nú
í eina 14 mánuði.
- FRl.
H Nútímamynd Hafliði.
Crucifix-tonleikar í kvöld
H Það er mjög sjaldgæft, ef ekki eins-
dæmi, að bandarísk rokkhljómsveit sæki
fslendinga heim. En í gærkvöldi og í
kvöld mun hljómsveitin Crucifix halda
hér tónleika, sem verða í Félagsstofnun
Stúdenta.Þessir fulltrúar bandarískrar
rokktónlistar eru frá San Francisco, 4
talsins, Cris (trommur), Jake (gítar),
Matt (bassi) og Sothira (sögur) en hann
mun eiga ættir að rekja til Asíu.
Þessi hljómsveit hefur nýlega gefið út
LP-plötu hj á Corpus Christi, útgáfufyrir-
tæki Crass í Bretlandi. Plata þessi ber
nafnið „Dehumanization“ og hefur
fengið afar góðar viðtökur og siglir nú
hraðbyri upp óháða vinsældalistann í
Bretlandi.
Hljómsveitin kemur hingað frá Bret-
landi, þar sem þeir hafa verið á tónleika-
ferðalagi og kynnt þessa nýju plötu sína.
Tónleikarnir hefjast kl. 10.
í gærkvöldi komu fram, auk Cruciflx,
hljómsveitirnar Vonbrigði og Beatn-
ecks.
Vonbrigði eru eflaust flestir farnir að
þekkja, en hljomsveitin Beatnecks
samanstendur af þeim Frikka, Sigga og
Jobba.
í kvöld hita Vonbrigði einnig upp fyrir
Crucifix, en á undan þeim kemur fram
fyrirbæri sem kallar sig Ask Yggdrasils.
í því eru meðlimir úr Vonbrigðum og
Kukl auk annarra.
Plötur
Fönk-Frakkar
1984/F rakkarnir/Safari
H Hljómsveitin Frakkarnir hafa verið
til hér í einni eða annarri mynd síðan
síðasta sumar er þeir töfruðu bra
poppskríbent Nútímans upp úr
skónum með velútfærðu fönki sínu í
veitingahúsinu Safari þar sem þeir
komu fyrst fram opinberlega. Þá vár
Þorsteinn Magnússon með þeim á
gítar en síðan hefur Björgvin Gíslason
tekið stöðu hans og er Björgvin nú
orðinn fastur meðlimur í hljóm-
sveitinni. Þeir njóta auk þess aðstoðar
Ásgeirs óskarssonar trymbils Stuð-
manna á þessari plötu.
Fönkáhrif eru enn áberandi hjá
Frökkunum þótt minnkandi fari og
persónulega finnst mér bestu lögin á
. plötunni þau sem hafa hvað mest fönk
til að bera eins og Boogie man og
Berlín en telja verður tónlistina til
nokkuð gamaldags rokks blandað ýms-
um áhrifum, þannig að úr verður hinn
áheyrilegasti kokteill.
öll lögin eru á ensku, utan eitt,
síðasta lagið á fyrri hlið, Maðurinn
nefndur en það er jafnframt eina lagið
sem Mike Pollock syngur ckki. Þor-
leifur bassaleikari dustar þar rykið af
raddböndununt og ferst það nokkuð
vel úr hendi.
Mike Pollock sagði einhver tímann i
að plata þessi væri tileinkuð mannrétt-
indabaráttunni og vissuiega má finna á
henni mórölsk lög í þá áttina, eins og
til dæmis titillagið 1984 ena heildina
iitið er fremur léttur húmor áberandi í
mörgum lögum sem kemur manni í
gott skap.
-FRl.
Fóstrur
1/2 starf fóstru við dagheimilið á Akranesi er laust
frá 1. mars.
Umsækjendur með aðra menntun en fóstru-
menntun, tengda barnauppeldi og reynslu við
uppeldisstörf gætu einnig komið til greina.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf
sendist undirrituðum fyrir 21. febrúar n .k.
Umsóknareyðublöð má fá á bæjarskrifstofunum.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Félagsmálastjóri,
Kirkjubraut 28,
sími 93-1211
Akranesi.
Laus staða
Staða fulltrúa á Skattstofunni í Vestmannaeyjum,
er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur
hafi lokið prófi í lögfræði eða viðskiptafræði.
Umsækjendur með haldgóða bókhaldsþekkingu
koma einnig til greina.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist skattstjóranum í
Vestmannaeyjum fyrir 10. mars n.k.
Fjármálaráðuneytið, 8. febrúar 1984.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15.
febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu-
manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Undir
einu þaki!
Vlnnuvélaverkstæðí_
Skipa-og vélavlðgerðlr
Efnissaia _________
Nýsmíði
Renniverkstæði_____
Betri þjónusta með bættri aðstöðu.
Verið velkomin í Borgartún 26.
(Á horni Nóatúns).
B
HAMARHE
Borgartúni 26. Sími 91-22123. Pósthólf 1444.