Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984
23
neytið 340 þúsund sprautuhylki með
valíum og tvær milljónir taflna af sama.
„Til þess að lina þjáningar fólks ef til
almennrar skelfingar kcmur og handa
særðum" segirþar. í þýska læknablaðinu
bendir herlæknirinn Rudolf Brickenste-
in á gildi þessa til þess að koma í veg fyrir
almennan trylling í skýlunum. Það hefur
verið reiknað út að þetta lyfjamagn
mundi nægja til þess að allir íbúar
Lúbeck, sem eru 230 þúsund, gætu legið
í móki í heilan dag“.
„Haldiö ykkur heima“
„Haldið ykkur heima," mun verða
dagskipun Nato, ef til styrjaldar kemur.
En ekki eiga allir einka-neðanjarðar-
skýli, átta metrum undir yfirborði
jarðar. Aðeins örfáir eiga sér skýli úti í
garði, eins og friðarheimspekingurinn
og atómvísindamaðurin Carl Fricdrich
von Wcizácker við Starnberger vatn.
En nær allir eiga að geta lifað af segja
þeir hjá „Landssambandi sjálfsverndar"
í Köln. Sambandið gefur út litprentaða
bæklinga og hughreystir fólk: „Þérgetið
lært að komast af“. Á bæklingunum er
mynd af brosandi konu með brosandi
barn. Hún hefur keypt það „allra nauð-
synlegasta" ogberskjalamöppu. „Gætið
vel að bankabókum og sjúkrasamlags-
skírteinum" segir þar og enn er fólk
hvatt til að geyma tryggingakvittanir
sínar vel. Þegar kallið kemur og von er
á „bombunni" er fólk hvatt til að hafast
við í kjöllurum, þeir sem þá hafa og loka
ölluni hurðum, en læsa ekki. Fólk er
hvatt til að taka raftæki úr sambandi, en
þó ekki kæliskápinn. í kjallaranum má
þreyja með því að spila og gera sér
annað til dundurs þegar boðað er að
hætta sé liðin hjá ætti fólk að grípa
tækifærið og losa sig við hvers kyns
úrgang „Loftið vel út." Sá sem hefur
komist í snertingu við geislavirkni ætti
að dusta flíkur sínar undan vindi.
Forseti sambandsins er í vinstri armi
sósíaldemokrataflokksins og hcitir Osk-
ar Lafontaine.
„Sapubolur í
helvíti“
Herra Maske, sem hefur umsjón mcð
hinum tíu varnarmiðstöðvum og hinum
67 þúsund loftvarnablístrum landsins
segir: „Ef til kjarnorkustíriðs kemur, þá
verður hér allt ein rjúkandi rúst."
Samband arkitekta hefur varað við
byggingu neðanjarðarskýlanna og kallað
þau leið til að halda við þeirri blekkingu
að fólk mcgi lifa atómstríðið af. Meira
að segja Svisslendingar, sem hafa skjól í
neðanjarðarbyrgjum fyrir 72% þjóðar
sinar, eru ekki of öruggir Almanna-
varnafræðingur eins þar í landi nefnir
skýlin „sápubólur í helvíti". „Enn er
ekki um það að ræða að neitt almanna-
varnakerfi geti boðið upp á vörn sem
gagn er í.“
En hvað um þá hamingjuhrólfa sem
komast í skýlin og lifa af árás...
Við skulum gera ráð fyrir að ekki
myndist stór sprengjugígur þar sem
skýlið er og að gúmmípúðarnir á
veggjunum, sem hlífa eiga höfðinu við
rykknum er kemur af sprcngingunni
komi að gagni. Gerum líka ráð fyrir að
síurnar hreinsi andrúmsloftið nægilega.
Látum okkur líka ætla að dælurnar sem
dæla eiga upp vatninu virki og að fólk
verði enn með viti eftir 14 daga vist í
þrengslunum.
„Við höfum hérna björgunarverk-
færi", segir Köhler skýlisvörður og lætur
pokana undir líkin aftur á sinn stað.
Þarna pr um að ræða járnkarla til þess
að brjótast með út. Þá mundi Köhler
setja upp gasgrímu sína og stíga upp á
yfirborðið að nýju. Hann mundi kanna
aðstæður og vita hvort loftið væri orðið
sæmilega hreint.
Að áliti allra sem til þekkja yrði ekki
margt að sjá. Milljónir tonna af ösku og
rústum af brunnum borgum, skógum og
verksmiðjum yrðu huldar myrkri í fáein-
ar vikur. Þetta myrkur mundi grúfa yfir
meginhluta norðurhvelsins. „Brennandi
kjötknippi, sem engdust og teygðust",
segist Ernst Piuntek hafa séð í kvikmynd
sem gerð var handa starfsmönnum al-
mannavarna. „Það var óhugnanlegt".
En þó kunni hann eina viðeigandi
skrýtlu: „Hver er munurinn á dýravernd
og almannavernd? Jú, dýraverndin er
handa öllum, en almannaverndin er
bara handa kettinum".
■ Við járnbrautarstöðina i Berlín er að finna inngang i neðanjarðarbyrgi, sem flestum dylst er þeir ganga um götuna. Verðirnir telja þá sem niður ganga
með sérstökum teljara og þegar skýiið er fullt síga vökvaknúnu dyrnar aftur.
Smábörnin inn um
gættina
En til þess að enginn klemmi sig til
dauðs í þrengslunum þegar dyrnar
lokast, þá eru dyrnar útbúnar með
mjúkum svampi á köntunum. Starfs-
maður einn við byrgið hjá brautarstöð-
inni í Hamborg segir gráglettinn: „Þegar
dyrnar eru að lokast ætti maður að geta
kastað smábörnum sínum inn um rifuna
á gættinni".
En hæpið er að til svo dramatískra
atvika komi og það þótt flauturnar byrji
að gjalla einn daginn. Ástæðan er sú að
þótt að sönnu sé lokið við hið mikla skýli
í Hamborg, þá eru engir peningar fyrir
hendi til þess að búa það öllum nauðsyn-
legum útbúnaði. Enginn embættismaður
telur sig ábyrgan. Enginn veit nefnilega
hverjum er ætlað að loka hinum miklu
vökvaknúnu dyrum, hver á að keyra
neyðaraflstöðina sem er 354 hestöfl og
hver á að sjá um loftsíurnar og vatnsdæl-
urnar, sem dæla eiga upp jarðvatni.
„Rússarnir verða að gefa hálfsmánaðar
umþóttunartíma," segja menn í gamni.
En einnig í Berlín yrðu þeir að biðja
Rússana um frest, „því ef til átaka
kemur veit enginn hvar lyklarnir að
skylunum eru," segir maður einn. Þeir
eru týndir í embættismannakerfinu. í
Frankfurt yrði að rýma hin gríðarstóru
bílastæði, sem á neyðarstundu yrði að
nota sem skýli og það myndi taka sinn
tíma ef að líkum lætur. Þar er eitt aðal
skýlið staðsett 25 kílómetra utan mið-
borgarinnar og einhvern tíma myndi það
taka fyrir fólk að komast þangað.
„Ef sprengja kemur fljúgandi ofan úr
himninum. þá getum við alveg gleymt
þessum skýlum," segir yfiralmanna-
varnastjóri í Frankfurt.
Samt ber að viðurkenna að í Stuttgart
hafa þeir til taks lið sem getur sett allt í
gang á svipstundu. Þar hafa þeir meira
að segja ekki gleymt að vefa einkenis
merki á verðina. En í Hamborg er
ástandið þannig að 160 manns þyrftu að
vera til taks við skýlin á stund neyðarinn-
ar. Þar eru starfsmennirnir nú ekki nema
þrír.
14 daga birgðir
Yfirmaðurinn, Piuntek að nafni, þyrfti
á neyðartímum að geta lokað öllum
■ í miðstöð almannavarna, en slíkar stöðvar eru 10 í V-Þýskalandi. Miðstöðin er djúpt undir yfirborði jarðar
og hér halda menn vörð alian sólarhringinn. Á skerminum er fylgst með ferðum hugsanlegra óvinaflugvéla og
stöðugt samband er haft við flugherinn.
stærstu vöruhúsum borgarinnar (með
sínum þremur mönnum) og lagt hald á
öll þau matvæli sem þar er að finna til
þess að búa 22 skýli sem hann skal
ábyrgjast nægilega. Þetta yrðu 60 tonn
af kjöti og 100 tonn af brauði. Birgðir
þessar ættu að nægja í 14 daga. En skýlin
eru með búnað til þess að fleygja út rusli,
þótt inni í þeim sé nú ekkert ætilegt að
finna.
„Annars er séð tyrir öllu," segir herra
Piuntek. Þarna eru skömmtunarkort fyr-
ir mjólk handa börnunum og ávísanir á
skó og skyrtur. Reglur kveða svo á um
að kennarar og ýmsir aðrir embættis-
menn skuli deila út þessum kortum. Á
stund neyðarinnar verður allur atvinnu-
rekstur og verslun tekin lögð undir
opinbera stjórn og afnot, svo og síma-
kerfið. Flutningabílar verða þegar teknir
til almannanota. Lögreglan hyggst hafa
stjórn á mannfjölda þeim sem gripinn
yrði æði með því að afmarka viss svæði.
„Það er leyndarmál hvaða vopnum verð-
ur beitt, það mun ráðast eftir aðstæð-
um,“ segja lögreglumenn.
Þó er huggun harmi gegn að í 180
birgðastöðvum víðs vegar um V-Þýska-
land liggja geysimikiarbirgðir af tauga-
11m Múlpna nanttiAi innQnríL'icráíSii-