Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 15. febrúar 1984
39. tölublað - 68. árgangur
Siðumuia 15—Postholf 370 Reykjavik — Ritstjorn86300-Augtysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvóidsimar 86387 og 86306
Kjaradeilan í álverinu ad leysast:
SAMKOMUIAGIBONUSMAUUM OG
RÆTTERUM1-7°/» KAUPHÆKKUN
— Möguleikar kannaðir í dag á skammtímasamningi
■ Líkur benda til að kjaradeil-
an í álverinu í Slraumsvík sé að
leysast. Tekist hefur að ná sam-
komulagi um framleiðniaukandi
bónusgreiðslur en ekki hefur enn
náðst samkomulag um grunn-
kaupshækkanir. Samkvæmt
heimildum Tímans kröfðust
starfsmenn 7,5% grunnkaups-
hækkunar en forsvarsmenn Isal
buðu 3% hækkun, en þegar
Tíminn hafði samband við deilu-
aðila og ríkissáttasemjara í gær
vörðust þeir allra frétta um þetta
mál.
Á samningafundi á mánudag
lá við að slitnaði upp úr við-
ræðum vegna þess að starfsmenn
gátu ekki sætt sig við venjulega
samningslengd á þeim kjörum
sem hugsanleg voru. Samkvæmt
ábendingu frá ríkissáttasemjara
var þá ákveðið að kanna mögu-
leika á skammtímasamningum
og gert hlé á viðræðum í gær svo
aðilar gætu skoðað hugmyndir
um samninga á þeim forsendum.
Á fundi sem hefst kl. 9.00 í dag
er gert ráð fyrir að lögð verði
fram svör við þessum möguleika.
Samkomulagið um bónus-
greiðslurnar tókst á fundi aðfara-
nótt laugardagsins og samkvæmt
heimildum Tímans er þar miðað
við áætlaða framleiðslu á þessu
ári, 84.000 tonn. Bónusgreiðsl-
urnar verða tvíþættar: annars-
vegar mánaðarlegar greiðslur
sem miðast við 83,500 tonna
framleiðslu og síðan ársfjórð-
ungsleg uppbót sem miðast við
að framleiðsla á ársfjórðungnum
sé á 84.000 tonna markinu.
Framkvæmdastjórn ÍSAL hóf
á mánudag að draga úr raforku
á kerin en því hafði verið frestað
um þrjá daga vegna þess að
samningaviðræður virtust þá
vera að bera árangur. Að sögn
þeirra sem til þekkja þarf fram-
leiðsluminnkunin sem þetta hef-
ur í för með sér ekki að hafa
teljandi áhrif á ársframleiðslu,
og þar með bónusgreiðslur, ef
samningar nást á næstu dögum.
Aðalhættan sé hinsvegar sú að
fram komi óróleiki í rekstrinum
eftir að framleiðslan hafi verið
minnkuð og síðan aukin aftur,
því það gæti haft áhrif á fram-
leiðslujafnvægi verksmiðjunnar.
-GSH
SKRHNIR KOMINN
fl VlfiRÆDUR ASÍ
OG VINNUVBTENDfl
Formannafundur boðaður um
■ Þeir Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ og Björn Þórhallsson
varaforseti sambandsins fund-
uðu með fulltrúum VSI í gær, og
var nýr fundur ákveðinn með
aðilum í dag, sem er að mati
heimildarmanna Tímans sterk
vísbending um að nú sé að kom-
ast skriður á samningaviðræð-
urnar, enda sagði Ásmundur í
samtali við Tímann í gærkveldi:
„Það er náttúrlega Ijóst, að ef
við ekki finnum einhvern sam-
komulagsflöt mjög fljótlega,
hlýtur að verða að taka öll málin
til endurskoðunar frá grunni.“
Ásmundur sagði að erfitt væri
að meta hve mikið hefði miðað,
fyrr en fyrir endann á samning-
um sæist, en slíku væri ekki fyrir
að fara hjá deiluaðilum nú.
Ákveðið var af ASÍ í gær að
boða til formannafúndar aðildar-
félaganna nk. sunnudag, og þyk-
ir það enn frekar vísbending um
að eitthvað ákveðið sé að gerast
í samningamálum ASÍ og VSÍ.
Tíminn spurði Ásmund hvort
það væri rétt mat: „Hvernig sem
mál fara að öðru leyti, þá þurfurn
við að ráðgast við stærri hóp um
það hvernig verður staðið að
málum. Þannig að þótt haldinn
verði formannafundur nú á
sunnudaginn, þá þarf það ekki
þar með að þýða, að eitthvað
iiggi fyrir til þess að leggja fyrir
úr samningaviðræðum."
Ásmundur sagði að ef í ljós,
kæmi að ekki næðist samkomu-
lagsgrundvöllur nú næstu daga,
þá þyrfti að stokka málin upp á
nýjum grundvelli og þá að sjálf-
Atkvæðagreiðsla
í bankaráði
Búnaðarbankans
í gær:
Jón Adolf
rádinn
bankastjóri
■ Á bankaráðsfundi Búnaðar-
bankans í gær var gengið til
atkvæða um það hver skyldi
hljóta bankastjórastöðu þá í
Búnaðarbankanum, sem mjög
hefur verið til umfjöllunar upp á
síðkastið, og lyktaði atkvæða-
greiðslunni þannig að sögn Stef-
áns Valgeirssonar formanns
ráðsins að þrír greiddu Jóni
Adolf Guðjónssyni atkvæði sitt,
en tveir Lárusi Jónssyni, þannig
að Jón Adolf hefur nú verið
ráðinn bankastjóri Búnaðar-
bankans. Það voru þeir Stefán
Valgeirsson, fulltrúi Framsókn-
arflokksins, Haukur Helgason,
fulltrúi Alþýðuflokksins og
Helgi Seljan fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins sem greiddu Jóni
Adolf atkvæði sitt, en sjálf-
stæðismennirnir Friðjón Þórðar-
son og séra Gunnar Gíslason
greiddu Lárusi sitt atkvæði.
-AB
Sjá nánar bls. 3
helgina hjáASI
sögðu að huga að frekari aðgerð-
um. -AB
■ Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti 11. Reykjavíkurmótið í skák
sett á Hótel Loftleiðum í gær og lék fyrsta leiknum fyrir Friörik
Ólafsson í skák hans við Þjóðverjann Mayer. Og auðvitað valdi
Fríðrik að leika Davíð fjóra. Tímamynd Árni Sæberg Sjá bls 3.
■ Ný stórfljót og stöðuvötn hafa víða myndast undanfarna hlákudaga jafnt í borg sem úti á landsbyggðinni.
Þetta stöðuvatn þurftu bílstjórar að aka yfir á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í Reykjavík í gær.
Starfsmenn gatnamálastjórans í Reykjavík hafa að undanförnu hamast við að reyna að halda niðurföllum
opnum en hafa ekki undan.
Helgi Péturs-
son, frétta-
maður:
VILL GERA
RÍKISÚT-
VARPIÐ AD
HLUTAFÉLAGI
■ „Stofnað verði hlutafélag
ríkisins, Sambands íslenskra
sveitarfélaga, hagsmunaaðila
vinnumarkaðarins og hugsan-
lega fleiri aðila um rekstur
Ríkisútvarpsins," segir í upp-
hafí tillögu sem Ilclgi Péturs-
son fréttamaður hefur unnið
og aflient þingmönnum Fram-
sóknarflokksins til skoðunar.
Tíminn spurði Pál Pétursson
formann þingflokks Fram-
sóknarflokksins hvort þing-
flokkurinn hcföi rætt þessa til-
lögu Hclga: „Nei, við höfum
ckki rætt hana beinlínis. Menn
hafa svona lesið þetta í gegn,
en það er ekki svo að þessar
tillögur niarki okkar afstöðu".
Helgi segir að tilgangur slíks
reksturs á Ríkisútvarpinu. cf
af yrði, væri að tryggja að allar
nýjungar á sviöi fjóimiðlunar
nútíðar og framtíðar, nýttust
öllum landsmönnum til efling-
ar íslenskri menningu og sam-
skiptum íslendinga við aðrar
þjóðir.
Helgi segir að umræða um
útvarpslög og fjölmiðlun hafi
of mikið snúist um leyfi til
reksturs á litlum stöðvum með
auglýsingum. Hér hangi rniklu
meira á spýtunni og svo miklir
hagsmunir séu í húfi, að rétt sé
að staldra við og skoða málið
nánar.
-AB
Tímamynd Róbert.