Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 2
Foreldrar og kennarar barna í Vesturbæjarskólanum: ERU flÐ MISSA KHJNMÆÐINA! Börnin fá aðeins þridjung af því husnæöi sem tiðkast annars staðar í Reykjavík gær. Setið er við eina borðið sem kcnnarar hafa til að vinna við á kennarastofunni. Tímamyndir Róbert ■ Nemendur hafa aðgang að tveimur salernum og bæði eru þau í hálfgerðum skápum. ■ Á örfáum snögum sitt hvoru megin í þessum þrönga gangi eiga allir nemendur Vesturbæjarskóla að koma yfirhöfnum sínum fyrir. VALSA „IREHOLTAR" UM MEÐ PLÖGG ITTAN RÍKISRÁÐUNEYTISINS? — Geir þvertekur fyrir að Mbl. hafi fengið skýrsluna úr ráðuneytinu Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra vísaði frá sér allri ábyrgð á því að skýrsla, sem merkt er trúnaðarmál í utanríkisráðuneytinu er komin í hendur ritstjórnar Morgunblaðsins. Hann telur að ótiltekinn fjöldi eintaka af skýrslunni hafi verið í höndum aðila utanríkisráðuneytisins. Hann segir að umrædd skýrsla hafi verið merkt sem trúnað- armál af höfundum hennar en ekki af utanríkis- ráðuneytinu. ■ Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Þá spurði Stefán Ben- ediktsson um skýrslu þá sem birtar hafa verið glcfsur úr í Morgunblaðinu, skrifaðri af þeim Braga Jósepssyni, Hannesi Pálssyni og Stefáni Jónssyni og send utanríkisráðherra sem trúnaðarmál í árslok 1971. Stefán spurði hvort kannað hafi verið hver afhenti Morgunblaðinu skýrsluna, hverjir beri ábyrgð á vörslu og afhendingu trúnaðarskjala og annarra leyndargagna utanríkisráðuneytisins og hvort ráðherra sæi ástæðu til aðgerða vegna birtingar þessarar skýrslu. Utanríkisráðherra staðfesti að skýrsl- an er nierkt sem trúnaðarmál og að Morgunblaðið hafi ekki viljað gefa upp hvernig blaðið komst yfir skýrsluna. Hann sagði meðferð trúnaðarskjala fara eftir hvcrs eðlis þau væru. Trúnaðarskjöl eru fengin í hendur starfsmönnum ráðu- neytisins og sendiráðanna og öðrum aðilum eftir þörfum þeirra til að fá viðkomandi uppiýsingar. Ráðherra og aðrir yfirmenn ráðuneytisins ákveða um dreifingu slíkra skjala. Ákveðnar reglur eru um meðferð trún- aðarskjala Nato og aðgang að viðkvæm- ustu skjölum hafa aðeins þeir sem fengið hafa til þess leyfi utanrtkisráðherra. Samkvæmt ósk ráðuneytisins eru ýmis viðkvæmustu skjöl Nato, t.d. varðandi hernaðarleyndarmál ekki send því. Vegna birtingar á hluta úr skýrslu þeirra þremenninganna sagðist ráðherra ekki sjá ástæðu til sérstakra aðgerða innan utanríkisráðuneytisins, enda teldi hann öruggt að hún hafi ekki lekið út þaðan, en vitað er að skýrslan var fjölrituð og væntanlega til í fleiri ein- tökum. Margir þingmcnn lögðu spurningar fyrir utanrtkísráðherra og þóttu svör hans ekki fttllnægjandi og voru ítrekaðar spurningar til hans um hvort fullnægj- andi könnun hafi farið fram á málinu í utanríkisráðuneytinu og hvort ekki þyrfti að ganga betur eftir hjá ritstjórum Morgunblaðsins hver hafi afhent þeim skýrsluna. Hjörleifur Guttormsson lagði til að létt yrði trúnaði af umræddri skýrslu og hún birt í heild og væri það eðlilegra en að eitt dagblaðanna hefði hana undir höndum og birti úr henni kafla, sem ætla mætti að væru rifnir úr samhengi aðal- efnis hennar. Stefán Benediktsson lýsti furðu sinni á mati utanríkisráðherra á málinu og sagðist ekki geta sætt sig við að mál þetta krefðist ekki nánari rannsóknar, burtséð frá efni skýrslunnar, sem hann kvaðst efast um að væri ýkja merkilegt. Ólafur Þ. Þórðarson fannst sitthvað athugavert við það að gögn sem merkt væru „trúnaðarmáP’ í utanríkisráðu- neytinu væru til fjölfölduð í vörslu annarra aðila. Þá kvaðst hann efast um að það væri réttur skilningur á ritfrelsi að dagblöð birtu efni úr gögnum sem þannig væru merkt og að þeim væri gefið sjálfdæmi um hvort slíkt efni væri birt eða, ekki. Sagði hann sjálfsagt að svifta trúnaðinum af skrýslunni og birta hana úr þvt' sem komið væri. Sagði Ólafur að það væri alvarlegt mál ef á meðal okkar væru einhverjir „tré- holtar" sem valsa um með plögg, sem fengin eru úr utanríkisráðuneytinu. Sighvatur Björgvinsson sagði að veist væri að starfsmönnum utanríkisþjónust- unnar í skýrslunni og að hann grunaði að fleiri skýrslur eftir sömu höfunda væri að finna í utanríkisráðuneytinu, og bað um að það yrði athugað. Einar Guðfinnsson sagði að það væri eins og að fá yfir sig vatnsgusu að heyra það á Alþingi að ástæða væri til að leggja hömlur á frelsi fjölmiðla til að birta það efni sem þeir kæmust yfir og þeim sýndist að láta koma fyrir almennings- sjónir. Utanríkisráðherra svaraði spurning- um og ásökunum um að slælega væri tekið á málinu og sagðist ekki telja að það væri í verkahring ráðuneytisins að gera þessa skýrslu opinbera, þar sem það væru höfundar hennar sem merkt hefðu skýrsluna sem trúnaðarmál og þeir yrðu að ákveða hvort hún væri birt eða ekki. Hann ítrekaði að eintak það sem Morgunblaðið hefði undir höndum sé ekki frá utanríkisráðuneytinu komið. Hann sagðist ekki vera ábyrgur fyrir vörslu þessa skjals enda hafi það komið í ráðuneytið áður en hann tók við embætti utanríkisráðherra og hafi þá borist í hendur margra manna. Hann kvaðst ekki sjá að það mundi skaða hagsmuni Islands þótt plaggið yrði birt. Þá mótmælti Geir því harðlega að einhverjir „tréholtar" væru innan utan- rfkisráðuneytisins, eins og látið var liggja að í umræðunum. Páll Pétursson kvað undarlegt ef utan- ríkisráðherra væri ekki ábvrgur fyrir skjölum í ráðuneytinu þótt þau hafi borist þangað fyrir hans tíð. Hér væri alvörumál á ferð sem komast þyrfti til botns í og sér skildist að það væri mikið frelsi sem menn hefðu í meðferð trúnað- ■arskjala þegar utanríkisráðherra væri •komið í vanda sem þennan.', Vildi hann ekki fortaka að húsleki væri í utanríkis- ráðuneytinu. -O.Ó. ■ „Þetta er allt að því lokatilraun okkar til að vekja athygli á þessum vanda. Starfsemi skólans er fyrir löngu búin að sprengja utan af sér þau húsa- kynni sem honum eru ætluð. Meðan grunnskólar í höfuðborginni hafa að meðaltali 6 fermetra til umráða á hvem nemanda hefur þessi skóli aðeins 2 og það er ekkert komið fram sem bendir til þess að úr þessu eigi að bæta fyrir næsta vetur, en þá er útlit fyrir að nemendum fjölgi enn. Ef við verðum ekki búin að fá svör við spurningum okkar þann áttunda næsta mánaðar, höfum við rætt um það okkar í milli að grípa til einhvers konar aðgerða þó að ég geti ekki að svo stöddu sagt um hverjar þær verða.“ Þetta sagði Stefán Thors, formaður foreldra- og kennarafélags Vesturbæjar- skóla, sem hefur aðsetur í gamla Stýri- mannaskólanum við Öldugötu, á blaða- mannafundi, sem haldinn var í húsa- kynnum skólans í gær. Félagið hefur sent borgarstjóranum í Reykjavík, Davíð Oddssyni, opið bréf, þar sem vakin er athygli á málefnum skólans og þess krafist að fá svör við ýmsum spurningum er hann varða fyrir áttunda mars næstkomandi. í bréfinu kemur fram. að foreldra- og kennarafélag skólans hefur ítrekað reynt að vekja athygli borgaryfirvalda á því, að fjöldi barna á grunnskólaaldri hefur verið og er að aukast í gamla vesturbæn- um. í því sambandi er bent á að skólaárið 1978 til 1979 sóttu 186nemend- ur Vesturbæjarskólann, en í vetur er fjöldinn kominn upp í 282, þrátt fyrir að stór hópur barna úr hverfinu sæki skóla í önnur hverfi. Aukningin er því 57% á fimm árum. Næsta skólaár er reiknað með að nemendur verði 305, sem þýðir að fyrir hvern 12 ára nemanda sem fer úr skólanum komi tveir 6 ára. Húsnæðið 85 ára og 400 fermetrar „Vesturbæjarskóli hefur í 25 ár verið til húsa í gamla Stýrimannaskólanum, sem byggður var fyrir um 85 árum. Á þessum 25 árum hefur skólahúsið aðeins einu sinni verið málað að utan og liggur nú undir skemmdum vegna vanhirðu. Skólinn er um 400 fermetrar að flatar- máli og á síðastliðnum árum hafa bæst við þrjár færanlegar kennslustofur, sem settar voru á leiksvæði og akbraut, samtals 180 fermetrar," segir í bréfinu til Davíðs. Ennfremur kemur fram. að nemendur skólans þurfa að sækja leikfimi í Haga- skóla, smíði, heimilisfræði og mynd- mennt í Melaskóla, og tónmennt og sauma á Hallveigarstaði. Það gefi auga leið að ferðalög nemenda erfiði mjög allt skólahald og valdi auk þess slysahættu. Hreinlætisaðstaða afleit Þá er minnst á það, að aðstöðu vantar algeriega fyrir; hjúkrunarfræðing, skóla- sálfræðing, talkennara, sérkennara, vinnu kennara, samkomur, en jólatrés- skemmtun var haldin á lóð skólans, dagheimili, athvarf og fleira. Einnig hafi bókasafn mjög takmarkað rými, sem að hluta til sé notað til kennslu. Ekki mun hreinlætisaðstaða svara kröfum nútímans, en á neðstu hæð skólahússins eru tvær salerniskytrur, og einn vaskur, enda hafa heilbrigðisyfir- völd gert athugasemdir við hreinlætisað- stöðuna. Aðstaða fyrir börnin til að geyma yfirhafnir er nánast engin. Á blaðamannafundinum kom fram, að forráðamenn skólans voru orðnir vongóðir um að til stæði að bæta úr vanda skólans fyrir næsta haust. Það hafi hins vegar valdið miklum vonbrigðum þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur var samþykkt, að ekki var gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við byggingu nýs Vesturbæjarskóla fyrr en í fyrsta lagi 1986. Miðað við það ástand sem ríkti væri erfitt að skilja að forgang fram yfir Vesturbæjarskóla hafi skóli í Grafar- vogi, þar sem engin börn eru fyrir. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.