Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
illli'l'l'*
15
íþróttir
umsjón: Samúel Öm Eriingsson
Island í
2. deild í
borðtennis
■ Vegna þess að tvö lið cru hætt
keppni í 1. og 2. deild, í Evrópukeppni
landsliða í borðtennis hafa íslendingar
verið færðir upp f 2. deild. Sem kunnugt
cr þá urðum við í 2. sæti í 3. dcild, á
Möltu, í lokjanúar. íslandmunaðöllum
líkindum bjóðast til að haldá 2. deildar-
keppnina þar sem áður haföi verið
boðist til að halda 3. deildar kcppnina.
I’essi keppni fer fram næsta vetur.
-BL
Sturla
meiddur
■ í leik nágrannanna af Suðurnesjum,
Njarðvíkinga og Keflvíkinga, á föstu-
dagskvöld, varð Njarðvíkingurinn Sturla
örlygsson fyrir meiðslum á ökkla. Er
Sturla mjög bólginn og óvíst hvort hann
geti leikið með Njarðvíkingum fyrr en í
úrslitakeppninni. -TÓP/BL
Platini með
tvö mörk
-Zico enn markahæstur
■ Franski landsliðsmaðurinn í knatt-
spyrnu og knattspyrnumaður Evrópu,
Michel Platini, skoraði tvö mörk, þegar
lið lians, Juventus sigraði Lazio 2-1.
Brasilíumaðurinn Zico cr þ<S cnn marka-
hæstur mcö 16 mörk. Platini hefur gert
15. Zico skoraði um helgina mark Udin-
ese gegn Verona, sem vann 2-1.
-BL
Antognoni
fótbrotinn
■ ftalski landslíðsmaðurinn Giancarlo
Antognioni fótbrotnaði í leik Sampdoria
og Fiorentina um hclgina. Hann leikur
þvi ekki með liðinu þrjá næstu mánuði.
Fiorentina sigraði í leiknum 3-0 og
skoraði Argentínumaðurinn Daniel
Passarella eitt af mörkunum.
luventus eru nú efstir á ftalíu með 28
stig en Fiorcntina er í öðru sæti með 25,
stöan koma Roma, Verona og Torino
með 24 stig. -BL
Köln gerði
jafntefli
Frá Gísla Ágúst Gunnlaugssyni fréttamanni
Tímans í V-Pýskalandi.
■ Fortuna Köln, lið Janusar Guðlaugs-
sonar, sem leikur í 2. deild gerði jafntefli
við Hannover, liðið sem Jóhannes Eð-
valdsson lék með fyrir tveimur árum.
Leikið var í Hannover og endaði leikur-
inn 2-2. Lcikurinn var harður og þrír
leikmenn Kölnar fengu áminningu, þar
á meðal Janus. Janus átti ekki nema
þokkalegan leik að þessu sinni. Fortuna
er nú í 6. sæti í 2. deild en á enn
möguleika á að komast á 3. sæti, en það
sæti vcitir rétt til að lcika við 3. neðsta
liðið í Bundesligunni urn sæti þar.
-GÁG/BL
Staðan
- í v-þýsku
knattspyrnunni
Stuttgart ... 21 12 6 3 46-20 30
Werder Bremen. 21 12 5 4 48-21 29
B.Múnchen..... 20 12 4 4 39-21 28
Hamburger..... 21 12 4 6 43-24 28
B.M.GIadbach.. 21 11 5 6 46-31 27
Dússeldorf .. 21 10 5 6 48-27 25
B. Leverkusen . 21 9 5 6 38-34 23
B. Uerdingen .. 21 8 6 7 38-40 22
FCKöln........ 21 9 3 9 37-32 21
Bieleíeld ..... 21 7 6 8 27-22 10
Bochum.........21 7 4 10 37-46 18
Mannheim .... 21 5 8 8 26-37 18
Braunsw ....... 21 8 2 11 36-49 18
Kaisersl...... 21 7 3 11 40-46 17
Dortmund...... 21 6 4 11 27-45 16
Offenbach...... 20 5 3 12-30-58 13
Frankfurt ..... 12 1 10 10 22-42 12
Núrnberg .... 21 5 1 15 27-48 11
BUNDINGAR J
k FIMMTA TIIGNUM
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmákmmmmmmmK^
— í röð keppenda í stórsvigi í Sarajevo
■ í gærdag var keppt í stórsvigi á
Ólympíuleikunum í Sarajevo í Júgósla-
víu. 109 keppendur tóku þátt í sviginu,
en aðeins 80 þeirra luku keppni. Sigur-
vegari varð Max Julen frá Sviss á 2:41,18
mín. Annar varð Júgóslavinn Júri
Franko á 2:41,41 mín. og þriðji varð
Andreas Wenzel frá Liechtenstein á
2:41,75 mín.
Tveir fslendingar tóku þátt í keppn-
inni og luku þeir báðir keppni þrátt fyrir
að aðstæður væru erfiðar. Vatni var
sprautað á brautina fyrir keppnina og
hún því flughál. Árni Þór Árnason varð
41. á 3:01,26 sek. og Guðmundur Jó-
hannsson varð 43. á 3:04,41 mín.
Tvíburabræðurnir Phil og Steve
Mahre urðu frekar aftarlega á merinni í
gær, Phil varð 8. og Steve varð 17.
Austur-Þjóðverjar hafa nú hlotið 6
gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og þrjú
brons. Sovétmenn hafa hlotið 3 gull, 5
silfur og 6 brons. Finnar eru í þriðja sæti
í verðlaunasöfnuninni með 2 guli, 3
silfur og 3 brons. í næstu sætum eru
Norðmenn og Svíar. -BL
^tnattspyrnulið Þórs á Akureyri!?
TVEIR LEIKMENN :
ÍHUGA NOREGSFÖR!
— til að leika með norsku liði
í þriðju deild
■ Tveir leikmanna Þórs á Akur-
eyri, Jónas Róbertsson og Bjarni
Sveinbjörnsson, eru að íhuga flutn-
ing til Noregs til að leika þar
knattspyrnu í sumar. Norska félag-
ið Dynset, sem leikur í þriðju dcild,
hefur auglýst eftir leikmönnum í
Jónas, sem er múrari, hefur lítið
haft að gera í iðngrein sinni hér á
Akureyri og er það meginástæðan
fyrir því að hann hyggur á brott-
flutning. Ef þeir félagar fara til
Noregs verður það mikil blóðtaka
fyrir Þór. Jóngs var talinn jafnbesti
leikmaður liðsins á síðasta keDDnis-
■ Pétur Guðmundsson er enn þrætuefni hjá körfuboltamönnum. KR-ingar hafa
kært leik sinn við ÍR í fyrrakvöld vegna þess að Pétur sé ólöglegur. Þetta er þriðja
kæran sem berst á Pétur, önnur kæra KR-inga og Valur hefur einnig kært. Það þarf
víst vart að taka fram að ÍR vann alla þá leiki sem kærðir hafa verið.
Tímamynd Róbert
íslendingarnir óvinsælir hjá Bild
Frá Gisla Á. Gunnlaugssyni íþróttafrétta-
manni Tímans í V-Þýskalandi:
■ íslendingarnir sem leika í v-þýsku
Búndeslígunni í knattspyrnu virðast
ekki vinsælir hjá blaðamönnum v-
þýska stórblaðsins Bild, þrátt fyrir að
þeir séu æ ofan í æ valdir í lið vikunnar
og oft og tíðum bestu lcikntcnn helgar-
innar hjá öðrum blöðum V-Þýska-
iands. Reyndar er þetta ekki einsdæmi
hjá Bild, blaðið er þekkt að því að gefa
allt aðrar einkunnir en önnur blöð, og
virðist eiga sína „cinkagæðinga" í
knattspyrnunni sem það vill gera að
stjörnum. Einkunnagjöfín i Biid þykir
því af mörgum knattspyrnusérfræð-
ingum varhugaverð og lítt til þess að
vísa í. Er því full ástæða til að vara við
henni, ekki síst þar sem oft er vísað í
einkunnagjafír Bild í íslenskum
blöðum.
Það cr athyglisvert að í Bild nú eftir
síðustu helgi fékk Ásgeir Sigurvinsson
aðeins 3 í einkunn, cins og reyndar
allir leikmenn Stuttgart, þrátt fyrir að
í umsögn blaðsins um leik liðsins gegn
Dortmund sé það tekið frani að allt
spil Stuttgart sé byggt á Ásgeiri.
En þctta er ekkert nýtt hjá Bild,
Ásgeir hefur oft fengið lélegar cink-
unnir hjá blaðinu, meðan hann hefur
fengið fyrstu einkunn annars staðai.
Hins vegar virðist blaðið hafa stna
uppáhaldsleikmenn, sem fá hinar
bestu einkunnir hvernig sem þeir
standa sig í leikjum. Þannig fær hinn
annars ágæti leikmaður Felix Magath
hinar bestu einkunnir hjá blaðinu þess-
ar vikurnar þótt hann virðist í lægð og
fái slaka dóma í sjónvarpi og öðrum
blöðum. Hann fékk til dæmis 4 í
einkunn hjá flestum blöðum núna en 2
í Bild og er þar í níunda skipti í vetur
í liði vikunnar. Furðulcgt og raunar
lítt marktækt ef miðað er við Kicker,
sem er útbreiddasta' og vandaðasta
íþróttablaðið í Þýskalandi, Blaðamenn
þess virðast að minnsta kosti ekki
staðráðnir í að gera stjörnur úr
grönnum mc-' j"f :tA ii, !„ jyeim cnk-
unnir þvert ofan í frammistöðu þeirra
á vellinum. -GÁG/SÖE
■KÆRUM PEIUR VEGNA
ÞMÐII GRflHHMIHM
— segir Benedikt Jónsson, formadur
körfuknattleiksdeildar KR
??
■ „Eg er ekki alls kostar ánægður með
það sem eftir mér er haft í blaðinu í gær“
sagði Benedikt Jónsson formaður körfu-
knattleiksdeildar KR, í samtali við
Tímann.
„Það sem við kærum er ólögmæti liðs
IR, vegna Péturs Guðmundssonar, út
frá 3. grein reglna um körfuknattleik,
m.a. þeirri málsgrein sem segir að ef
íslenskur leikmaður hyggst leika með
! MIKILVÆGT HJA
iÞRdrníKvöu)
■ Mikil spenna ríkir nú í 1. deild
karla í handknattleik, um það hvaða
lið af þeim þremur, Þróttur, KR eða
Stjarnan kemst í úrslitakeppnina
um íslandsmeistaratitilinn. I kvöld
er einn þeirra fáu leikja sem eru
eftir í keppninni, Haukar keppa við
Þrótt í Hafnarfírði. Ætli Þróttarar
sér í úrslitakeppnina meðal fjögurra
efstu, verða þeir að vinna í kvöld,
en Haukar eru til alls vísir. Leikur-
inn hefst klukkan 20 í Hafnarfirði.
Eftirtaldir leikir eru eftir í 1.
deild: Haukar-Þróttur, KA-KR,
FH-Haukar, Þróttur-Stjarnan og
Víkingur-Valur.
Staðan í deildinni er nú þessi:
I
I
I
I
I
I
I
I
I
FH.......13 13
Valur .... 13 9
Víkingur . 13 7
Stjarnan .. 13 6
KR .......13 5
Þróttur .. . 12 4
Haukar... 12 2
0 383-239 26 I
3 291-260 19 ■
6 305-282 14
6 265-294 13
6 177-235 12
5 254-275 11
9 236-286 5
erlendu liði þá skuli hann tilkynna það
Körfuknattleikssambandi íslands."
Eins og skýrt var frá í Tímanum í gær
þá hafa KR-ingar ákveðið að kæra leik
þeirra við ÍR. en leiknum töpuðu KR-
ingar með eins stigs mun, 90-89. í
einhverjum besta leik vetrarins átti Pétur
Guðmundsson algjöran stórleik fyrir ÍR
og skoraði 44 stig. Er þetta í annað sinn
á skömmum tíma sem ÍR vinnur KR
með umræddum stigamun.
3. grein reglna um körfuknattleik
hljóðar þannig: „Ef leikmaður hyggst
leika með erlendu liði skal hann tilkynna
KKI um þá ákvörðun sína og er honum
ekki heimil keppni erlendis fyrr en KKÍ
hefur gefið út eða móttekið og samþykkt
tilkynningu um félagskiptin. Um ís-
lenska leikmenn sem leikið hafa með
erlendu liði gildir að þeir eru hlutgengir
að nýju hér á landi þegar KKÍ hefur
staðfest félagaskiptin. Um félagaskipti
íslenskra leikmanna sem leika með er-
lcndum liðum sent eru aðilar að FIBA
gilda sömu reglur og um þá sent leika
með íslenskum liðum. Verða slíkir leik-
menn löglegir strax að undangengnu
samþykki KKÍ, án nokkurra búsctuá-
kvæða og sé farið að reglum FIBA um
félagaskipti milli landa".
Pétur Pétursson skoraði um helg-
Fram lagdi
ÍS að velli
— Völsungur efstur á ný
í kvennablakinu
■ Framarar gerðu sér lítið fyrir í 1.
deild karla í blaki um síðustu helgi og
lögðu íþróttafélag Stúdenta í annað
sinn í vetur. Er nú svo komið að ÍS,
gamla stórveldið í blakinu er í fall-
hættu. Önnur tíðindi í blakinu urðu
helst þau, að Völsungur lagði Breiða-
blik í kvennaflokki norðan heiða og
KA vann mikilvægan sigur á Reynivík
í 2. deild á Norðurlandi.
ÍS vann fyrstu hrinuna gegn Frant
15-9 en Framarar tvær næstu 15-12 og
15-11. Fjórða hrina var söguleg, Fram-
arar komust í 14-10. en síðan urðu
mikil skoðanaskipti þeirra við dómara,
og komu gul og rauð spjöld upp á víxl.
Að lokum unnu Stúdentar 16-14, og
sextánda stigið var fengið út á rautt
spjald. í lokanrinunni höfðu Framarar
kælt sig, og unnu veröskuldaðan sigur.
15-12.
Þróttarar unnu Víking 3-1 nokkuð
örugglega. Úrslitin í hrinum urðu 15-
11, 15-3, 11-15 og 15-7.
Þróttur og Breiðablik fóru norður
og léku við KA og Völsung. Breiðablik
tapaöi-naumt fyrir Völsungi 3-2, en.
unnu KA 3-1. Þróttur tapaöi 1-3 í
ótrúlegum leik fyrir Völsungi. úrslit í
hrinum 15-3, 15-0, 3-15 og 15-3. Síðan
vann Þróttur KA 3-1.
í annarri deild karla nyrðra léku
aðalkeppinautarnir í riðlinum, KA og
Reynivík. KA hafði betur. vann 3-2 í
æsispennandi löngum og erfiðum leik.
leikurinn tók 133 mínútur.
Staðan í deildum og riðlum er nú
þessi:
1. deild karla:
Þróttur........... 12 12 0 36-10 24
HK ............... 11 8 3 25-18 16
ÍS ............... 10 3 7 20-25 6
Fram ............. 11 3 8 19-30 6
Víkingur.......... 10 19 14-28 2
1. deild kvcnna:
Völsungur........ 12 10 2 27-9 20
ÍS .............. 12 10 2 32-12 12
Breiðablik....... 14 8 6 31-33 16
Þróttur.......... 12 6 6 22-23 12
KA .............. 11 2 9 10-27 4
Vikingur......... 11 0 11 3-33 0
2. deild karla NV:
KA ................. 9 8 1 26-6 16
Reynivík............ 8 6 2 21-8 12
Skautafélag.......... 8 3 5 9-17 6
KA 2 ................ 9 0 9 2-27 0
2. deild karla SA:
Þróttur N............ 8 5 3 18-14 10
Samhygð.............. 7 4 3 14-10 8
HK2 ................ 8 4 4 16-14 8
Breiðablik........... 7 2 5 8-17 4
IBIKIL FMHjGUN þatttakenda
— og mörg ný efni á meistaramóti drengja, sveina, meyja og
la í frjálsum íþróttum
■ Mikil fjölgun varð á keppendum á
nýafstöðu meistaramóti svcina, drengja
meyja og stúlkna í frjálsum íþróttum.
Tók mótið nú um 7 tíma, en í fyrra tók
það aðeins um 3 klukkutíma. Sýnir þetta
berlega hvað umfang mótsins hefur auk-
ist mikið milli ára. Góður árangur náðist
í einstökum greinum og mörg ný efni
komu fram.
í 50 m hlaupi sveina sigraði áður
óþekktur frjálsíþróttamaður, Steinþór
Helgason frá Grindavík, er þar mikið
efni á ferðinni. Þess má geta að Steinþór
er ekki byrjandi í íþróttum, hann er í
drengjalandsliðinu í körfuknattleik og
leikur með meistaraflokki UMFG þó
hann sé aðeins í 4. aldursflokki. Þá er
hann einnig mjög góður knattspyrnu-
maður.
í 50 m hlaupi drengja vakti Bjarni
Jónsson athygli. hann hljóp á 6 sekúnd-
um sléttum. f langstökki drengja vakti
Arnór Sigurvinsson, nýr keppnismaður,
athygli. Þá skal nefna Gunnlaug Grettis-
son hástökkvara úr ÍR, sem er aðeins 17
ára gamall, en stökk engu að síður
1.95m. Þykir hann eitt mesta efni sem
fram hefur komið hér í hástökki í langan
tínia.
Úrslit á mótinu urðu annars sem hér
segir.
50 m hlaup sveina.
1. Steinþór Helgason UMFG 6,1 sek.
2. Friðrik Steinsson UMSS 6,2 sek
3. Ólafur Guðmundsson HSK 6,3 sek.
50m hlaup meyja
1. Helga Magnúsdóttir ÚÍA 6,8 sek.
2. Eva Sif Heimisdóttir ÍR 6,9 sek.
3. Súsanna Helgadóttir FH 6,9 sek.
50m hlaup drengja
1. Einar Gunnarsson UMSK 6,0 sek.
2. Bjarni Jónsson UMSS 6,0 sek.
3. Sigurjón Valmundsson UMSK 6,1 sek.
5(lm hlaup stúlkna
1. Svanhildur Kristjónsdóttir
UMSK 6,6, sek.
2. Aðalheiður Hjálmarsdóttir
Ármanni 6,8 sek.
3. Kolbrún Rut Stephens KR 6,9 sek.
50m grindahlaup meyja
1. Guðbjörg Svansdóttir fR 7,9 sek.
2. Sigríður Sigurðardóttir KR 8,2 sek.
3. Helga Magnúsdóttir ÚÍA 8,6 sek.
50 m grindahiaup stúlkna
1. Kolbrún Rut Stephens KR 8,0 sek.
50m grindahlaup drengja
1. Viggó Þórir Þórisson FH 7,2 sek.
2. Auðunn Guðjónsson HSK. 7,5 sek.
3. Jón B. Guðmundsson HSK 7,7 sek.
50nt grindahlaup sveina
1. Agnar Guðmundsson USAH 8,0 sek.
2. Gunnlaugur Karlsson HSK 8,1 sek.
3. Gísli Rúnar Gíslason |R 8,7 sek.
Langstökk drengja
1. Sigurjón Valmundsson UMSK. 6,79 m
2. Einar Gunnarsson UMSK 6,39m
3. Arnór Sigurvinsson Ármanni 6,34m
Langstökk sveina
1. Sigurður T. Valgeirsson UMSK 6.13m
2. Ólafur Guðmundsson HSK 5,86m
3. Gunnlaugur Karlsson HSK 5,80m
Langstökk meyja
1. Linda Björk Loftsdóttir FH 5,32m
2. Súsanna Helgadóttir FH 5,25m
3. Ingibjörg Pétursdóttir Armanni 5,00m
Langstökk stúlkna
1. Kolbrún Rut Stephens KR 5,34m
2. Linda B. Guðmundsdóttir HSK 5.26m
Hástökk meyja
1. Guðbjörg Svansdóttir ÍR l,62m
2. Ingibjörg Pétursdóttir Ármanni l,53m
3. Sigríður Sigurðardóttir KR l,50m
Þrístökk drengja án atrennu
1. Einar Guunarsson UMSK 9,()bm
2. Örn Kr. Arnarson HSK 8,69m
3. Bjarki Guðmundsson HSK 8,66m
Langstökk drengja, án atrennu
1. Einar Gunnarsson UMSK 3,06m
2. Auðunn Guðjónsson HSK 2,93m
3. Bjarki Guðmundsson HSK 2,90m
I.angstökk meyja. án atrennu
1. Hulda Helgadóttir HSK 2,49m
2. Ingibjörg Pétursdóttir Ármanni 2,47m
3. Sigríður Sigurðardóttir KR 2,46m
Hástökk sveina
1. Ólafur Guðmundsson HSK l,65m
2. Arnar Guðmundsson USAH l,65m
3. Guðmundur Ragnarsson USAH l,65m
Langstökk stúlkna, án atrennu
1. Kolbrún Rut Stephens KR 2,57 m
2. Berglind Erlendsdóttir UMSK 2,44m
3. Linda B. Guðmundsdótlii HSK 2,38m
Hástökk drengja, án atrennu
1. Einar Gunnarsson UMSK l,53m
2. Gunnlaugur Grettisson (R l,50m
3. Auðunn Guðjónsson HSK 1,45m
Hástökk sveina, án atrennu
1. Ólafur Guðmundsson HSK 1.40m
2. Agnar Guðmundsson USAH l,35m
3. Jón A. Magnússon HSK l,20m
Hástökk drengja
1. Gunnlaugur Grettisson ÍR l,95m
2. Jón B. Guðmundsson HSK l,80m
3. Orri Blöndal USAH t,75m
Kúluvarp drengja
1. Jón B. Guðmundsson HSK ll,40m
2. Örn KR. Arnarson HSK. 10,29m
3. Einar Gunnarsson UMSK 9,09m
Hástökk stúlkna
1. Kolbrún Rut Stephens KR l,59m
2. Sigríður Guðjónsdóttir HSK ! ,53m
Langstökk sveina, án atrennu
1. Ólafur B. Guðmundsson HSK 2,8(lm
2. Steinþór Helgason UMFG 2,78m
3. Gunnlaugur Karlsson HSK 2,63m
Þrístökk sveina, án atrennu
1. Ólafur Guðmundsson HSK 8,53m
2. Guðmundur Ragnarsson USAH 8,13m
3. Gísli Rúnar Gíslason ÍR 7,69m
-BL
PETUR SKORflÐI
FYRSTA MARKH)
— fyrir Antwerpen gegn Lierse
■ Pétur Pétursson, knattspyrnumaður
frá Akranesi sem leikur med Antwerpen
í Belgíu, hefur átt mjög góða leiki að
undanförnu með liði sínu í belgísku
meistarakeppninni. Pétur hefur skorað í
undanförnum þremur leikjum, og hefur
unnið sér traustan sess í liðinu. Pétur
skoraði um helgina fyrsta mark Ant-
werpen í leik gegn Lierse, en Antwerpen
vann lcikinn 3-0. Pétur leikur nú stöðu
miðherja að nýju, en hann hefur undan-
farin tæp tvö ár leikið sem tengiliður hjá
Antwerpen, en gat sér gott orð sem
miðframherji áður, bæði með ÍA, ís-
lenska landsliðinu og Feyenoord í Hol-
landi.
Úrslit leikja í Belgíu urðu þessi
Mechelen-Beerschot...........
Beringen-Anderlecht..........
Beveren-Kortrijk.............
FC Brugge-Seraint............
Waregem-CS Brugge............
Molenbeek-Waterschei.........
Standard Liege-FC Liege ..........0-2
Antwerpen-Lierse..................3-0
Lokeren-Gent....................2-1
Sævar Jónsson lék með CS Brugge í
1-2 tapleiknum gegn Waregem, og Lárus
Guðmundsson lék með Waterschei gegn
Holenbeek. Þar varðsteindautt jafntefli.
Staðan í Belgíu er nú þessi:
Beveren........ 22 5 1 1 45-23 37
Seraing ...... 22 13 4 5 44-24 30
Anderlecht .... 22 11 7 4 48-29 29
FC Brugge....... 22 10 8 4 39-24 28
Standand....... 22 11 5 6 34-23 27
Antwerpen .... 22 8 8 6 36-27 24
Mechelen........ 22 7 10 5 26-26 24
Waregem......... 22 9 5 8 32-28 23
CS Brugge...... 22 9 4 9 25-22 22
Waterschei .... 22 7 6 9 20-33 20
Lokeren......... 22 7 5 10 23-31 19
Kortryk ...... 22 6 7 9 23-29 19
Beerschot .... 22 5 9 8 29-41 19
FC Liege ..... 22 6 5 10 20-31 17
Lierse.......... 22 6 3 13 26-41 15
Molenbeek .... 22 3 9 10 20-31 15
Beringen....... 22 5 4 12 20-44 14
Ghent.......... 22 4 4 14 18-35 12
Þórsarar stiga-
lausir norður
— töpuðu naumt gegn Fram
og UMFG
■ Þór frá Akureyri tapaði tveimur
leikjum í suðurför sinni um helgina, en
þeir léku gegn Grindvíkingum og Fram
í 1. deildinni í körfu. Þórsarar, sem
aðeins mættu sjö til leikjanna vegna
mikilla meiðsla í herbúðum þeirra, voru
álitnir auðveld bráð fyrirfram, en þeir
börðust vel og áttu sigurmöguleika fram-
undir það síðasta í báðum leikjunum.
Lokastaðan gegn UMFG var 82-87, en
gegn Fram 77-84.
Þorvaldur Geirsson var stigahæstur
Framaranna með 29 stig en Guðmundur
Björnsson var með 17 stig fyrir Þór.
Eyjólfur Guðmundsson, þjálfari Grind-
víkinganna, var stigahæstur í sínu liði
gegn Þórsurunum með 27 stig, en Kon-
ráð Óskarsson var stigahæstur norðan-
manna með 24 stig.
-Sjó/gk. Akureyri
Hartwig
fer frá
Hamborg
- fr-a Gísla Á (lunnlaugssyni, íþróttafrétta-
manni Tímans í V-Þýskalandi:
■ Hinn kunni leikmaður, Jimmy Hart-
wig sent leikur mcð HSV í V-Þýskalandi,
sagði í blööum hér eftir helgina, að hann
mundi fara frá liöinu í vor.
Hartwig var settur' út úr liði Ham-
burger Sportverein vegna agabrots fyrir
lcik liðsinsgegn Leveiiusen um síðustu
helgi. Hartwig var ekki ánægður með
þetta, og lýsti því yfir í blöðunt á
mánudagsmorgun, að hann ætlaði að
fara frá iiðinu í vor. -GÁG/SÖE
Búlgarir unnu
■ C-keppninni í handknattleik lauk
um helgina á Ítalíu. Til úrslita um efsta
sætið léku Búlgarir og Finnar. Búlgarir
sigruðu 25-19. Holland varð í 3. sæti en
ísrael í 4. sæti. Þessar þjóðir keppa því
í B-keppninní í Noregi að úri. _bl
Ragnar
setti met
■ Sundmaðurinn stórefnilegi Ragnar
Guðmundsson, setti nytt Islandsmet í
400 m skriðsundi, í Árósum um helgina.
Tími Ragnars var 4:09,01 mín, Gamla
mctið átti Bjarni Björnsson, 4:10,64.
Þess má geta uð Ragnar er sonur hins
góðkunna sundþjálfara Guðmundar
Harðarsonar. -BL
Stökk-
drottningin
varð önnur
■ Bryndís Hólm, frjálsíþróttakona úr
ÍR, keppti nú um helgina á innanhús-
meistaramóti Noregs í frjálsum íþrótt-
um. Keppti Bryndís í langstökki og varð
önnur, stökk 5.96m eða aðeins þrem
scntimetrum frá íslandsmeti stnu. Þaö
var dönsk stúlka sem sigraði
stökkdrottninguna íslensku, Lisbeth
Pctersen, hún stökk 6,04m.
Þeir Jóhann Jóhannsson ÍR og Er-
lingur Jóhannsson, sem búscttur er í
Noregi og keppir fyrir Tjavle Ósló,
kcpptu í 100 metra hlaupi. Ttmi Jóhanns
var 11,35 sek. en tínii Erlings 11,50 sek.
Þcir komust hvorugur í úrsiit. -BL
Ársæll valinn
leikmaður
ársins
■ Ársæll Kristjánsson miðvörður
meistaraflokksliös Þröttar í knattspyrnu,
var á dögunum valinn knattspyrnumaður
ársins hjá félaginu. Ársæll leikur sem
miðvörður nteð liðinu, lék mjög vel á
síðasta ári, og átti þar með ríkan þátt í
að liðinu tókst að halda sæti sínu í 1.
deild. en liðið vann sig upp úr annarri
deild í hitteðfyrra. -SÖE
■ Ársæll Kristjánsson