Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUÁR 1984 fréttir Samvirmuferðir-Landsýn kynna sumaráætlun: DÆMIERU UM13% VERB- LÆKKUN FRA í FYRRA rBókanir aldrei meiri/segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri ■ „Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þetta er í fyrsta skipti í sögu ferðaskrifstofa hér á landi sem verð á einstaka ferðum lækkar á milli sumra. Undanfarin Ijögur ár að minnsta kosti hefur verð á ferðum hækkað um að meðaltali 80% frá ári til árs, en nú sjáum við dæmi um allt frá 3 til 13% lækkun á fargjöidum hjá okkur,“ sagði Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, á blaðamannafundi þar sem ferðaskrifstofan kynnti sumar- áætlun sína í gær. Á fundinum kom fram, að sumar- ferðir Samvinnuferða-Landsýnar í ár eru allar á lægra verði eða óbreyttu frá því á síðast liðnu sumri. Verð á Riminiferðum lækkar mest, eða um 13 af hundraði, sumarhúsavera í Danmörku lækkar um 11 af hundr- aði. Þá hefur afsláttur til aðildarfé- iaga hækkað úr 1.200 krónum í 1.600 krónur fyrir hvern aðildarfélaga, maka hans og börn á aldrinum 2ja til 12 ára. í verðlista sem fylgir sumar- bæklingnum 1984 eru tekin dæmi um ferðakostnað fjögurra manna fjöl- skyldu sem njóta aðildarfélagsafslátt- ar. Kostnaður á hvern farþega til Rimini er 16.500 krónur, til sæluhúsa í Hollandi rétt tæpar 13.000 krónur, sumarhúsa í Danmörku 11.900 krónur. í öllum tilfellum er miðað við 3ja vikna ferðir. Á blaðamannafundinum í gær, var Helgi spurður hverju hann þakkaði þessa þróun. Hann sagði að þar hjálpaðist að ýmislegt, s.s. mikil aðsókn í ferðir á vegum skrif- stofunnar, lækkun verðbólgu hér á landi og sú staðreynd að gjaldmiðlar í Evrópu hefðu verið stöðugir. Hann sagði að þrátt fyrir þá staðreynd að samdráttur væri víða í samfélaginu hefðu bókanir hjá skrif- stofunni aldrei verið meiri en nú. Hann benti á að þegar væri uppselt í nokkrar ferðir til Hollands. „Við þorum varla að trúa þeim vísbend- ingum á sumarið sem þegar eru komnar fram, en eftirspurn gefur til kynna að þetta verði besta ár í sögu fyrirtækisins," sagði Helgi. -Sjó ■ Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Auglýsingaþjónustunnar, og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar, kynntu sumaráætlunina á blaðamannafundi í gær. Tímamynd GE Samvinnuferðir - Landsýn: ÞEGAR UPP- SELT í EINSTAKA FERÐIR ■ í nýrri ferðaáætlun Samvinnu- ferða-Landsýnar fyrir árið 1984 eru kynntar ijöimargar hópferðir til fjölda áfangastaða í Eyrópu og raun- ar fleiri heimsálfum. Á nteðal helstu nýjunga má nefna nýjan áfangastað i Hollandi, sæluhúsin i Kampervenn- en. Þar er um að ræða stipuð hus og svipaða aðstöðu og boðið var upp á í Eemhof í fyrra, en Kempervennen- svæðið er þó talsvert stærra og sund- laugin þar er til dæmis talin ein stærsta innisundlaug i Evrópu. Ferðir til Eemhof eru einnig á dagskránni og eru nokkrar þeirra þegar fullbók- aðar. í Júgóslavíu er auk Portoroz boðið upp á nýjan áfangastað, Dubrovnik sem gjarnan er nefndur Perla Adria- hafsins. Þá er boðið upp á gistingu í stórglæsilegum sumaróðölum víða í Evrópu, meðal annars á frönsku Rivierunni, í Portúgal, á Costa Brava og víðar. Síðast en ekki sist er lögð áhersla á þjónustu við þá sem vilja aka um Evrópu. Þeir sem kaupa „Flug og Bíl“ hjá S-L fá margvíslegt veganesti sem ekki hefur boðist áður, meðai annars tvær vegahandbækur með ótal gagnlegum upplýsingum um akstursleiðir og fleira. -Sjó. Ný tækni við veiðar á kúfiski: „Gæti gert veið- arnar arðbærar" segir Finnur Ingólfsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra ■ Sjávarútvegsráðuneytið, í samvinnu við fleiri aðila, kannar nú möguleika á að hefja veiðar og vinnslu á kúfiski í mun stærri stíl en hingað til hefur verið gert. Binda menn miklar vonir við nýja veiði- tækni og er talað um að hefja tilrauna- veiðar með vorinu. „Það er margt sem bendir til að markaðsmöguleikar fyrir kúfisk séu nokkuð miklir núna. Það sem hins vegar stendur þessum veiðum fyrir þrifum er, að veiðarfærið, sem við íslendingar höfum notað hingað til, það er að segja plógurinn, skemmir allt of mikið af skelinni, eða milli 70 og 80% af því sem næst upp úr sjónum. Þess vegna verður að fást miklu hærra verð fyrir þessa afurð en hingað til hefur boðist. Takist okkur hins vegar að nýta skelina betur er alls ekki útilokað að veiðarnar verði arðbærar," sagði Finnur Ingólfsson, að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra og formaður nefndar sem fjallar um þessi mál, í samtali við Tímann. Finnur sagði, að Bandaríkjamenn hefðu um nokkurt skeið notað sjóþrýsti- dælur til að veiða skelina. Þær hefðu gefið mjög góða raun og skilað um eða yfir 80% af henni heilli. Ef við tækjum þetta tæki í okkar þjónustu, væri ljóst, að hægt væri að ná miklu meiri verð- mætum á hvert skip, sem veiðarnar stundar. Þá sagði Finnur, að síðustu ár, hefðu bandarískir fiskimenn fyllt kúfiskkvót- ann við strendur Bandaríkjanna. Þess vegna væri líklegt að nú væri nokkurt svigrúm á Bandaríkjamarkaði. -Sjó Hross valda usla á Suðurlandsvegi ■ Vegna fannfergisins undanfarið hafa hross átt greiða leið yfir girðingar og Hvað er að gerast í íslenskum bókmenntum? ■ Félag bókmenntafræðinema við Háskóla íslands stendur fyrir umræðu- fundi um íslenskar bókmenntir, fimmtu- daginn 16. febrúar í Félagsstofnun stú- denta kl. 20.30. Matthías Viðar Sæmundsson bók- menntafræðingur, Silja Aðalsteinsdótt- ir, bókmenntafræðingur, Einar Kárason rithöfundur og Sigurrós Erlingsdóttir flytja framsöguerindi á fundinum en síðan verða frjálsar umræður. skurði við Suðurlandsveg og valdið stór- hættu á veginum. Töluvert hefur verið um það undanfarið að ökumenn hafi ekið á hesta á Suðurlandsvegi og drepið þá og stórskemmt bifreiðar sínar. „Þetta er meiriháttar vandamál" sagði Valgeir Guðmundsson lögreglumaður á Hvolsvelli í samtali við Tímann" og við getum í rauninni ekkert gert annað en hvatt ökumenn til að sýna varkárni og bændur til að reyna að koma í veg fyrir að hestar þeirra komist út á vegina, t.d. með því að færa þá til eða breyta gjafatíma þeirra, til að halda þeim heima við á kvöldin en þá er hættan mest." Valgeir sagði að'mest hefði borið á hrossahópunum austan við Hvolsvöll, vestan við Hellu og í nánd við Selfoss. GSH Samvinnubankinn á Selfossi mun frá og með fimmtudeginum 16. febrúar nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND VŒ)S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.