Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til Islands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan . . . 20/2 Jan ... 5/3 Jan . . . 19/3 Jan . ... 2/4 Rotterdam: Jan . . . 21/2 Jan . . . 6/3 Jan . . . 20/3 Jan .... 3/4 Antwerpen: Jan . . . 22/2 Jari . .. 7/3 Jan .. . 21/3 Jan ... 4/4 Hamborg: Jan . . 24/2 Jan . .. 9/3 Jan . . 23/3 Jan ... 6/4 Helsinki/Turku: Arnarfell . . 22/2 Helgafell . . 23/3 Larvik: Hvassafell . . 27/2 Hvassafell . . 12/3 Hvassafell . . 26/3 Hvassafell . . 13/2 Gautaborg: Hvassafell . . 16/2 Hvassafell . . 28/2 Hvassafell . . 13/3 Hvassafell . . 27/3 Kaupmannahöfn: Hvassafell . . 17/2 Hvassafell . . 29/2 Hvassafell . . 14/3 Hvassafell . . 28/3 Svendborg: Hvassafell . . 18/2 Helgafell . . 25/2 Hvassafell .. 1/3 Hvassafell . . 15/3 Árhus: Hvassafell . . 18/2 Helgafell . . 25/2 Hvassafell .. 1/3 Hvassafell . . 15/3 Falkenberg: Mælifell . . 20/2 Dísarfell . . 22/2 Gloucester Mass.: Skaftafell . . 23/2 Halifax, Canada: Skaftafell . . 24/2 1 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Caterpillar 6D og B Til sölu varahlutir I Caterpillar 6D og B. ' Ýmislegt í mótora, grjót-j spyrnur á 6B, o.m.fl. Einnig í Cat. 8D. Upplýsingar í síma 32101. fréttir Sjötta hvert heimili í landinu þar sem börn alast upp: HEFUR AÐBNS EUT FOR- EUn SEM FYHRI/MNU ■ Meira en sjötta hvert hcimili í landinu þar sem börn eru nú að alast upp hefur aðeins eitt foreldri sem fyrirvinnu. Heimili einstæðra foreldra með börn 15 ára eða yngri töldust 6.254 þann 1. des. s.l. (þar af 393 hjá einstæðum feðrum), samkvæmt upplýsingum Hagtíðinda. Alls voru böm á þessum aldri á 36.987 heimilum, þannig að heimili einstæðra foreldra eru tæp 17% af öllum þeim heimilum sem nú standa að uppeldi og framfærslu barnanna á Islandi. Frá 16 ára aldri teljast unglingarnir sem ein- staklingar í skýrsium Hagstofunnar. Um 8. hvert barn sem nú er að alast upp, eða alls 8.232 börn búa á heimilum með einstæðum foreldrum, en 58.481 barn á heimilum hjóna og fólks í óvígðri sambúð. Af öllum börnum 15 ára og yngri eru þannig 12,4% á framfæri einstæðra foreldra sinna. Hver einstæð móðir hefur að meðaltali 1,33 börn á framfæri sínu og hver einstæður faðir 1,31 barn að meðaltali. Á heimilum þeirra 26.569 hjóna sem hafa börn á framfæri sínu eru að meðal- tali 1,98 börn. Má því líta þannig á að hvort hjónanna um sig hafi 0,98 börn á framfæri, eða mun léttari framfærslu- byrði að meðaltali en einstæðir foreldr- ar. Hjá fólki í óvígðri sambúð er fram- færslan ennþá minni, eða 0,78 börn að meðaltali á hvert foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru heimili hjóna alls 44.951 í landinu í des. s.l., og þar af 18.382 með ekkert barn á framfæri sínu. Af heimilum hjónafólks eru því nær 41% barnlaus heimili. -HEI ■ Hluti þeirra kvenna sem skipa Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, á fundi með fréttamönnum í gær. Tímamynd Arni Sæberg Staðan í launamálum kvenna rædd víðs vegar um landið næstu helgi: „Mat á störfum kvenna augljóslega byggt á hefðum en ekki rökum“ ■ „Mat á störfum kvenna er augljús- lcga byggt á hcfðum en ekki rökum. Konum er því full alvara núna að taka þessi launamál sín fyrir núna og þess vegna verður nú gengist fyrir þessum fundum um allt land“, sagði Björg Einarsdóttir m.a. á blaðamannafundi sem Framkvæmdanefnd um launamál kvenna hélt í gær til að kynna fundi sem nefndin mun gangast fyrir á 8 stöðum á landinu næsta laugardag, 18. febr. Markmið fundanna er að ræða stöð- una í launamálum kvenna - sérstaklega launamisrétti kynjanna - leita leiða til úrbóta og hvetja konur til sameiginlegs átaks. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Stykkishólmi, ísa- firði, Akureyri, Vestmannaeyjum, Sel- fossi, Keflavík og á Egilsstöðum. Fund- irnir verða haldnir í samvinnu við stéttar- félög og/eða kvennasamtök og jafnréttis- nefndir á þessum stöðum. Fleiri slíkir fundir eru áformaðir um allt land síðar á árinu. „Konurnar héldu að launajafnrétti kvenna og karla væri í höfn með lög- unum um launajafnrétti frá árinu 1961. En það hafa greinilega verið fundnar aðrar leiðir til að viðhalda því“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, alþingism. m.a. á fundinum í gær. Framkvæmdanefndar- konur sögðu ljóst að þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á annan áratug hafi ekki dregið saman með konum og körlum í launamálum. Það sýni best að nauðsyn sé á sameiginlegu og markvissu átaki kvenna vilji þær rétta hlut sinn. Árangurinn komi ekki af sjálfu sér. Á fundinum komu fram margar slá- andi upplýsingar um ófjöfnuð þann sem enn er til staðar í launamálum karla og kvenna. Þegar litið er á tímakaup í dagvinnu kemur t.d. í ljós að í verka- mannavinnu hafa karlar 14% hærra tímakaup en konur, í afgreiðslustörfum 26% hærra og við skrifstofustörf 33% hærra. Einnig var bent á, að þótt meðal- laun kvenna á ársverk séu hæst hjá ógiftum konum 25-44 ára þá verði að leita í flokk ellilífeyrisþega, þ.e. 70-74 ára, til að finna einhverja hliðstæðu meðal giftra karla eða í hópa 15-19 ára unglinga og 65-69 ára karla ógiftra. Þetta séu þeir karlahópar sem launahæsti kvennahópurinn á vinnumarkaðinum eigi helst samleið með launalega Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, sem starfað hefur síðan í haust, er skipuð 19 konum úr.öllum stjórnmála- flokkum og fjölmörgum launþegasam- tökum og kvenfélögum. -HEI VERD A SVINA- KJÖTILÆKKAR UM 5% TIL FRAM LEIÐENDA ■ Stjórn Svínaræktarfélags íslands hefur sent frá sér tilkynningu um að verð á svínakjöti til framleiðenda hafi verið iækkað um 5% frá og með 3. febrúar s.l. með hliðsjón af markaðsástæðum. Benda þeir á að svínakjöt hafi ekki verið niðurgreitt af hinu opinbera. Svína- bændur verði því að lækka verð á afurðum sínum þegar svigrúm á markað- inum þrengist. Samkvæmt upplýsingum frá Afurða- sölu Sambandsins var skráð heildsölu- verð á heilum svínaskrokkum 144.60 kr. kílóið fyrir þessa lækkun og verð til framleiðenda 114.18 kr. á kíló. Síðar- nefnda verðið lækkar nú um 5% niður í 108,47 kr. kílóið. Slátur og dreifingar- kostnaður lækkar hins vegar ekki. Nýtt heildsöluverð hafði ekki verið reiknað út um miðjan dag í gær, hvorki hjá Afurðasölunni eða Sláturfélagi Suður- lands. Skýringu á frétt útvarpsins um 10% verðlækkun á svínakjöti var þá ekki hægt að fá hjá afurðasölufélögun- um, Verðlagsstofnun né þeim tveim framleiðendum sem Tíminn hafði tal af. -HEI Haskolatonleikar í dag: Blásarakvintett Reykjavíkur ■ Þriðju háskólatónleikarnir á síðara misseri verða haldnir í Norræna húsinu kl. 12.30 í dag. Að þessu sinni stendur Blásarakvin- tett Reykjavíkur fyrir tónlistinni og leikur eftir enska 19. aldar tónskáldið George Onslow og landa hans, sam- tímamótaskáldið Poul Patterson. í Blásarakvintett Reykjavíkur eru Bernard Wilkinson, Daði Kolbeins- son, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Joseph Ognibene. -JGK Edda Erlendsdóttir píanóleikari: FERNIR TÓNLEIKAR NORDANLANDS ■ Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur ferna tónleika á Norðurlandi nú í vikunni. Fyrstu tónleikarnir verða í dag i Sauðárkróki á vegum Tónlistarfélags- ins og Tónlistarskólans þar, á morgun verða tónleikar á Hvammstanga á vegum Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu, á föstúdag á Blönduósi á vegum Tónlistar- félags A-Húnvetninga og loks verða tónleikar á Akureyri á laugardaginn og það er Tónlistarfélagið á Akureyri, sem stendur fyrir þeim tónleikum. Á efnisskránni eru verk eftir Mendels- sohn, Schumann, Þorkel Sigurbjörns- son, Debussy og Chopin. -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.