Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 6
mmm
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
í spegli tfmans
■ Chamberlain sem
Cook: „Þetta varógnvekj-
andi lífsreynsla“
■ Listafólk úr Voronezhkórnum flytur
■ Hópur leikara og kvik-
myndatökumanna voru að
gera sjónvarpsmynd á stór-
um ísjaka nálægt eyðieyju
við strönd Grænlands. Ver-
ið var að kvikmynda síðustu
atriðin í mynd þar sem segir
frá kapphlaupi þeirra heim-
skautafaranna Cooks og
Pearys á norðurpólinn. Sag-
an gerist árið 1909.
Richard Chamberlain
leikur Cook. Hann varð
ungur frægur í „Doctor
Kildare-myndúnum“ og síð-
ar í „Shogun“ og mörgum
fleiri. Honum sagðist svo
frá eftir þetta atvik á ísjak-
anum,- „ Þetta var hræðileg
lífsreynsla. Við vorum öll í
dauðans greipum og eina
von okkar var þyrlan, sem
við áttum von á, en þegar
flugmaðurinn sá hvað ísjak-
inn var orðinn veigalítill
þorði hann ekki að lenda af
ótta við að sökkva jakanum
með öllum sem á honum
voru. Flugmaðurinn reyndi
þá að hífa fólkið upp í
þyrluna. Þyrlan varð að fara
4 ferðir til að ná öllum af
ísjakanum, og alltaf hélt
jakinn áfram að springa og
molna. Þá mátti ekki muna
mínútu, því að um leið og
síðasti maðurinn var dreg-
inn upp í þyrluna splundrað-
Leikarar í lífshættu
ÍSJAKINN SPRAKK 0G FÓR
ADMOLNA í SUNDUR UNDIR
KVIKM YN DATÖKU FÓLKINU
Mynd tekin úr björgunarþyrlunni þegar ísjakinn var að byrja að springa.
ist ísjakinn eins og við
sprengingu og allt dót og
farangur hvarf í íshafið!“
í myndinni „Kapphlaupið
á Norðurpólinn“ leikur Ric-
hard Chamberlain Freder-
ick A. Cook, sem var læknir
og fékk svo mikinn áhuga á
heimskautaferðum, að hann
strengdi þess heit, að verða
fyrstur manna til að komast
á Norðurpólinn.
Robert Peary, keppinaut-
ur Cooks, er leikinn af Rod
Steiger. Cook og Peary hófu
heimskautsferðina saman,
en síðan urðu þeir svarnir
óvinir og keppinautar.
V0R0NEZHK0RINN
FER TILINDLANDS
Lidía Strukova, einsöngvari i Voronezhkórnum syngur rússneska þjóðsöngva.
■ Rússneski þjóðlagakórinn í
Voronezh hefur haldið yfir átta
þúsund tónlcika á þeim 40 árum
sem hann licfur starfað. Kon-
stantin Massalitinov (1905-
1979), sovéskur kórstjórnandi,
tónskáld og þjóðlistamaður So-
vétríkjanna, var fyrsti stjórnandi
kórsins.
Massalitinov gerði allt sem
hann gat til að gera kór sinn
einstakan í sinni röð. Hann valdi
gáfaða flytjendur í hópum
áhugamanna og tónlistaskólum,
skrifaði niður og skipulagði
söngva fyrir kórinn.
Indland verður 28. erlenda
ríkið sem kór Voronezh heim-
sækir. Þessi vinsæli hópur frá
sveitaborg skammt fyrir sunnan
Moskvu færir áheyrendum i
Indlandi glaðlega söngva Voron-
ezhhéraðs, þjóðsöngva, hring-
dansa og nútíma alþýðusöngva
og dansa Rússlands.
TÓKFYRSTMTT
ISKAKMOTI9 ARA
— rætt við Samuel Reshevsky aldurs-
forsetann á Reykjavíkurmótinu í skák
■ „Nei, ég hef aldrei kom-
ið til Islands fyrr, en ég
þekki auðvitað Friðrik
Olafsson persónulega frá
fyrri dögum, raunar man ég
ekki hvort við höfum nokk-
urn tíma mæst við skák-
borðið,“ sagði Samuel Res-
hevsky, Bandaríkjamaður
af pólskum uppruna, aldurs-
forseti þcirra sem þátt taka
í Reykjavíkurmótinu í skák,
og líklega um lcið þekktast-
ur allra þátttakenda.
„Ég lærði að tefla þegar
ég var 5 ára,“ segir
Reshevsky, „og ég var 9 ára,
þegar ég tók þátt í fyrsta
skákmótinu, það var í New
York, en þá höfðu foreldrar
mínir flust vestur um haf
frá Póllandi, þar sem ég er
fæddur. Ég er pólskur gyð-
íngur, strangtrúaður gyð-
ingur og tefli aldrei á sabb-
atsdaginn (laugardögum).
Það veldur ekki miklum erf-
iðleikum í sambandi við
skipulagningu, en ég gef
ekki alls staðar fengið það
fæði, sem ég vil neyta vegna
trúar minnar og verð því að
taka það með mér.“
Reshevsky náði ef til vill
■ Samuel Reshevsky,
strangtrúaður gyðingur og
teflir þess vegna aldrei á
laugardögum.
f