Tíminn - 15.02.1984, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
17
■ Sem fyllingu á pizzu má nota næstum
því hvað sem er, en nokkur atriði eru þó
nauðsynleg. í botninn þarf brauðdeig, í
fyllingunni er að jafnaði tómatar í
einhverju formi og kryddjurtir, auk
annars, og ofan á er alltaf settur ostur.
Pizza kitlar ekki aðeins bragðlaukana,
heldur gleður líka augað og er yfirleitt
ekki freklega dýr.
Berið pizzuna alltaf fram heita, beint
úr ofninum, og með henni hrásalat og
aukalegan rifinn ost í sér skál, svo að
hver geti bætt við osti eftir eigin smekk.
Grunndeig í pizzu
30 g ger
i/4 I vatn
1 tsk. salt
1-2 msk. olía
u.þ.b. 450 g. hveiti
Leysið mulið gerið upp í volgu vatni,
bætið salti, olíu og meirihluta hveitisins
út í og hrærið kröftuglega með trésleif,
eða blandið saman í hrærivélinni með
hnoðkrókunum. Hnoðið meira hveiti
upp í deigið með höndunum, þar til
deigið er samfellt og loðir ekki við.
Hnoðið það nú vel breiðið yfir hreint
stykki og látið bíða á hlýjum stað í u.þ.b.
30 mín. á meðan deigið er að lyfta sér.
Stráið hveiti á borðplötu og leggið
deigið þar á. Hnotið aðeins. Breiðið
deigið út, formið getur verið t.d. stór
ferhyrningur, eða kringlótt. Einnig má
skipta því niður í smærri skammta.
Leggið útbreitt deigið á smjörpappír
á bökunarplötu, brjótið upp á brúnirnar,
svo að fyllingin fljóti ekki út um allt við
baksturinn. Með hverri uppskrift hér á
eftir er gefin upp fylling og bökunartími.
umsjón: B.St. K.L.
heim ilistím in n
Skinku-tómata pizza (nægir handa 3-4)
Vi skammtur grunndeig
2 msk. tómatamauk
u.þ.b. 200 g soðin skinka eða
hamborgarhryggur eða London lamb
Vi rauð paprika
4-5 tómatar
salt, svartur pipar
basilikum, merian
1 msk. ólífuolía
rifínn ostur
Breiðið deigið út í kringlótta lögun og
brjótið upp á kantana, eða leggið það í
kringlótt form úr álþynnu. Breiðið tóm-
atamauk á deigbotninn og leggið litla
niðurskorna teninga af skinku og hreins-
aðri papriku þar ofan á.
Þvoið tómatana, skerið þá í sneiðar og
leggið þétt saman ofan á skinkubitana.
Stráið yfir salti, gróft möluðum pipar og
nýjum eða þurrkuðum kryddjurtum.
Ýrið olíu yfir pizzuna og hyljið tómat-
sneiðarnar með osti. Bakið í u.þ.b. 20
mín. við 225-250° hita á miðriminni í
ofninum.
Sveppa-lauk pizza (nægir fvrir 3-4)
Vi skammtur grunndeig
reykt medisterpylsa
1 msk. olía
1-2 tsk. sinnep
125-250 g sveppir
Vi græn paprika
2 litlir laukar
eða 1 grannur blaðlaukur (púrra)
salt, pipar, steinselja
rifinn ostur
Breiðið deigið út í kringlótta lögun
og brjótið upp á kantinn, eða breiðið
það út í form úr álþynnu. Blandið
saman .olíu og sinnepi og breiðið
þunnt lag á deigbotninn. Leggið þunn-
ar sneiðar af pylsunni þar ofan á og
ýrið afganginum af olíunni og sinnep-
inu yfir.
Hreinsið sveppina og skerið í sneið-
ar, hreinsið paprikuna og skerið í
smábita. Skerið laukana í hringi eða
sneiðið blaðlaukinn þunnt niður, ef
þið notið hann heldur.
Leggið grænmetið á pylsusneiðarn-
ar og stráið yfir salti, pipar, ofurlítilli
hakkaðri steinselju og rifnum osti.
Bakið við 225° í 20-25 mín. á miðrim-
inni í ofninum.
Afbrigði
í staðinn fyrir sinnep og olíu má
breiða á pizzuna tómatmaukið, sem
kryddað hefur verið með karrý og
sítrónusafa. Einnig má blanda litlum
" ’“'s' ■ •*g™ w'"í’Sg"»r,S íssfÆs*—*»
tómatbitum saman við grænmetisfyll- ...... t s
b V kiotkraftmum og rauðvim, ef það er
tnguna.
Pizza Bolognese (nægir fyrir 5-6)
1 skammtur grunndeig
5-6 skalotlaukar
2 msk. olía
1 msk. smjör
Vi kg nautahakk
2 stilkar sellerí
1- 2 stk. hvítlaukur
2 dl. sterkur kjötkraftur
eða kjötkraftur að hálfu
og þurrt rauðvín að hálfu
2- 3 msk. sterkt tómatamauk
salt, pipar
5-6 fullþroskaðir tómatar
eða 1 stór dós niðursoðnir húðflettir
tómatar
basilikum, merian
eða oregano og rosmarin
svartar ólífur
rifinn ostur
Breiðið deigið út og leggið það í stórt
ofnfast fat eða form úr sterkri álþynnu,
penslað með ofurlítilli olíu.
Steikið gróft hakkaðan laukinn þar til
guliinn í 1 msk. olíu og 1 msk. smjöri.
Bætið nautahakkinu út í og hrærið í með
grófum trégaffli.
Steikið við góðan hita, þar til ofurlítið
brúnað og aðskilið.
Minnkið hitann og bætið út í þunnt
skornu selléríinu, krömdum hvítlauk,
komið sér vel, efsmekkurinn
tekið með, tómatamaukinu og ofurlitlu
salti og pipar. Ef notast er við niður-
soðna tómata, má gjarna nota smávegis
af safanum í stað kjötkraftsins.
Látið malla í 20 mín. og hafið ekki lok
yfir. Hrærið í öðru hverju. Bragðbætið
með salti, pipar og kryddjurtum, nýjum
eða þurrkuðum. Ef notaðir eru nýir
tómatar, eru þeir settir undir' sjóðheitt
vatn, síðan dýft í ískalt vatn og þá
afhýddir. Skerið þá í tvennt. Séu notaðir
niðursoðnir tómatar, ér safinn látinn
renna af þeim og þeir síðan skornir til
helminga.
Setjið kjötblönduna nú á deigbotninn
og stingið hálfum tómötunum í fiana,
þannig að bogni hlutinn standi upp úr.
Dreifið færri eða fleiri svörtum, stein-
lausum ólífum yfir og hyljið síðan með
rifnum osti. Penslið deigbrúnina með
olíu og ýrið ofurlítilli olíu yfir ostinn.
Bakið pizzuna í 25-30 mín. við 200° á
miðriminni í ofninum.
Smápizzur (fyrir 5-6 manns)
1 skammtur grunndeig
3 msk. tómatamauk
3-4 skalotlaukar
300-400 g. soðin skinka
eða annað reykt kjöt
>/2 rauð og Vi græn paprika
Sjá aðrar hugmyndir með uppskrift-
inni
Breiðið deigið út og skerið út 5-6 litlar
kringlóttar kökur, t.d. eftir útlínum
fylgidisks. Leggið deigið á smjörpapp-
írsklædda bökunarplötu og brettið upp
á brúnirnar. Dreifið tómatmauki á deig-
botnana.
Skerið reykta kjötið í mjög litla bita,
eða saxið það niður með hníf. Þvoið
paprikurnar, hreinsið úr þeim kjarnana
og skerið þær síðan niður í litla bita.
Hreinsið laukana, saxið þá'niður með
hníf og blandið saman við kjötið og
paprikuna. Breiðið fyllinguna yfir deig-
botnana.
Olífupizza
Hyljið fyllinguna með niðursneiddum
ólífum. Stráið ofurlitlu salti og svolítið
meira af gróft möluðum svörtum pipar
yfir, ásamt möluðum hvítlauk og krydd-
jurtum. Stráið vænu lagi.af rifnum osti
yfir og ýrið ofurlítilli oh'u yfir, ef vill.
Bakið í 20-25 mín við 225-250° hita á
miðriminni í ofninum.
Tómatapizza
Hyljið hverja smápizzu með 3-4
stórum, þunnum sneiðum af vel þrosk-
uðum tómötum. Stráið salti og gróft
möluðum svörtum pipar yfir. ásamt
hvítlauknum, basilikum ogsvolitlu merian
eða oregano. Ýrið olíu yfir og dreifið síðan
þunnu lagi af rifnum osti þar yfir. Bakist
á sama hátt og ólífupizzan. Gott er að
bera tram laukhringi, sveppi, gular og
grænar baunir, ólífur og karsa, blandað
saman við olíu-edkislög, með þessari
pizzu, auk hrásalatsins og aukalega rifna
ostinum.
Grænmetispizza
Breiðið yfir fyllinguna fínt niður-
skornu grænmeti, hráu eða lítið soðnu,
s.s. lauk, baunum, gulrótum, blóm-
káli, grænum baunum, agúrkum,
o.s.frv. Stráið salti og pipar yfir og ýrið
yfir sítrónusafa og oltu, sem blandað er
saman í jöfnum hlutföllum. Sneiðið
niður ost og leggið yfir grænmetið.
Bakist eins og ólífupizza.
Tilbrigði
Auðvitað má breyta fyllingunni í
smápizzurnar eftir viid. T.d. má nefna
gróftsaxaða spægipylsu, steikta kjúkl-
ingalifur, túnfisk, kræklinga, harðsoðin
egg með söxuðum ansjósum o.s.frv.
Einnig má auðveldlega nota ýmsa al-
genga kjötafganga í fyllinguna. Blandið
þá gjarna saman við lauk, hvítlauk,
tómötum, ólífum og öðru grænmeti og
kryddjurtum, sem henta hverju sinni.
Hyljið ávallt mcð osti, rifnum eða niður-
sneiddum, nema í þeim tilfellum, sem
þið notið fisk eða skeldýr. Þá á ost-
abragðið ekki vel við.