Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 1
Hámarksáiagning afnumin af matvörum — Sjá bls. 5 FJUBREYTTARA OG BEIRA BLAÐ! Fimmtudagur 16. febrúar 1984 40. tölublað - 68. árgangur Siðumula 15 — Postholf 370Reykjavik —Ritstjorn 86300-Augiysingar 18300- Atgreiðsla og askritt 86300 - Kvóidsimar 86387 og 86306 GREITTÖT5Ö MILUÓN- IR KRÓNA A ÞESSII ARI — á móti 120 milljónum á öllu síðasta ári ■ Atvinnuleysistryggingasjúð- ur hefur greitt út hátt í 50 milljónir króna í atvinnuleysis- bætur þann hálfa annan mánuð sem af er þessu ári, en allt árið 1982 námu bótagreiðslursamtals tæpuin 120 millj. kr., samkvæmt upplýsingum Eyjólfs K. Jóns- sonar, forstöðumanns sjóðsins. Atvinnulausir á síðasta ári voru um 1.200 að meðaltali allt árið, en um 3.900 að meðaltali nú í janúar. Spurður hvort ekki væri farið að grynnka í kassanum (eins og í fleiri góðum kössum) sagði Eyj- ólfur þó ekki skort á iausafé hjá sjóðnum, ekki í bili a.m.k. Það ' byggist þó á því að sjóðurinn hef- ur frá ársbyrjun 1982 orðið að hætta að kaupa skuldabréf af Bygg- ingarsjóði ríkisins, en þau eigi hann að kaupa fyrir helminginn af tekjum sínum, þ.e.a.s. allt fram- lag ríkissjóðs til sjóðsins. Með því móti hafi lausafjárstaða sjóðsinsstaðiðáendumásl. ári. Eyjólfur kvað sjóðinn einnig með stóran bagga, sem er hlut- deild hans í svonefndum eftir- launum aldraðra, sem hann hafi alltaf staðið við greiðslur á. í ár sagði hann gert ráð fyrir að sú upphæð verði um 90 milljónir króna. Haldi svo mikið atvinnuleysi áfram, sem verið hefur, kvað Eyjólfur það þýða að sjóðurinn yrði að losa unt eitthvað af eignum sínum, til að fá u.eira lausafé til ráðstöfnnar. Fjái nnni sjóðsins sagðihann að langmestu leyti bundnaí skuidabréium hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, sem hann yrði þá að fá greidd. Að svo stöddu kvað Eyjólfur þó ekki horfur á láusafjárskorti næstu vikurnar a.m.k. Tekjur sínar fær atvinnuleysis- tryggingasjóður frá atvinnurek- endum sent greiða 1% af byrjun- arlaunum samkvæmt 8. taxta Verkamannasambandsins fyrir hverja vinnuviku hvers starfs- manna þeirra. Sveitarfélög greiða jafn hátt framlag og ríkis- sjóður síðan jafnhátt framlag og hinir aðilarnir til samans. - HEl ■ Tveir íslendingar eru með tvo vinninga eftir tvær umferðir á Reykjavíkurskákmótinu, þeir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson. Staðan erannars óljós vegna fjölda biðskáka. Af mark- verðum úrslitum í gærkvöldi má nefna að Helgi Ólafsson vann Friðrik Ólafsson, Jóhann vann Lobron frá V-Þýskalandi, Bene- dikt Jónasson gerði jafntefli við Englendinginn Chandler og Karl Þorsteins gerði jafntefli við rúss- neska stórmeistarann Balashov. 3. umferðin hefst á Hótel Loft- leiðum kl. 17.00 í dag. Sjá bls. 13 IB Vegagerðarmenn á Hvols- velli unnu í gær að viðgerð á I varnargarðinum við Stóra Dímon, en garðurinn brasl | þcgar klakastífla kom í Marka- Ifljót á sunnudaginn. Suður- landsveguc er enn ófær eftir að | fljótið gróf hann í sundur vest- ■ an við bæinn Brú. Tímamynd Árni Sæberg Sjá nánar á bls.2 Ohappið á Keflavíkur- flugvelli: Þriðjungur flugbraut- arinnar að baki þegar vélin lenti V. Vegna óhappsins á Keflavíkurflugvelli þar sem DC-8 þota Flugleiða fór 30 m út fyrir flug- braut þá sem hún lenti á hefur Flugmálastjórn sent frá sér Iréttatil- kynningu en unnið er að rannsókn þessa máls. Flugmálstjórn segir að þotan hafi, að sögn margra sjónar- votta, lent við eða innar en 7000 feta merki tlugbrautar- innar. þ.e. um 9(M) m inn á brautinni og voru þá eftir 2150 m at brautinni og nægði það ekki til að stöðva þotuna. Um kl. 16.23 voru bremsu- skilyrði á flugbrautinni mæld og rcyndust þau vera þessi: 0,30, 6,39 og 0,40 það er sæmi- leg til góð bremsuskilyrði. Þcssar upplýsingar voru gefnar flugstjóra þotunnar og því bætt við að brautin væri að frjósa. Samkvæmt flugrekstrarbók Flugleiða fyrir DC-8 á undir venjulegum kringumstæðum ekki að reyna flugtak eða lend- ingu ef bremsuskilyrði eru lægri en 0,25. Þotan lendir svo kl. 16.33 og kl. 16.45 voru bremsuskilyrðin mæld á ný og reyndust þau hafa versnað frá fyrri mælingu ogvoru: 0,28.0,29 og0,3()eða sæmileg til léleg bremsuskil- yrði. Pétur Einarsson flugmála- stjóri sagði í samtali við Ttm- ann að rannsókn þcssa atburð- ar stæði enn yfir og næst yrðu kannaðar segulbandsupptökur með samtölum úr flugstjórn- arklefa sem væri eiginlega lokastig rannsóknarinnar. Pét- ur sagði að einnig ætti eftir að kanna hvort þotan hefði komið of hátt inn til lendingar og á of miklum hraða. - FRI KLÝFUR DAGSBRIlN SIG ÚT ÚR SAMFLOU ■ „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Dags- brún verði í samfloti með öðrum eða ekki í hugsanlegum samning- um. En við erum löngu búnir að lýsa því yfir að við þurfum að fá fram breytingar á okkar samn- ingum og höfum marg ítrekað við Vinnuveitendasambandið að við viljum ræða við þá um ýmiss sérmál, sem þeir hafa ekki sinnt. En þeir taka þá bara afleiðingun- um af því blessaðir11, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, spurður hvort rétt væri að Dagsbrún hygðist semja sér á báti en ekki taka þátt í samningum með Al- þýðusambandinu. „Við teljum mjög á okkur hallað og viljum fá hliðstæð ákvæði í samninga og ýmiss félög hafa. Við sjáum ekki að það sé einhver barátta gegn verðbólg- unni að hafa Dagsbrún lægri en önnur félög. Unum því ekki að menn geti bara gengið í önnur félög og fengið þá hærra kaup,“ sagði Guðmundur. Hann sagði menn t.d. vinna í sömu vinnu- flokkum þar sem hluti flokksins væri opinberir starfsmenn og hefðu þá verulegra hærra kaup. Sá hluti flokksins sem væru Dagsbrúnarmenn væri þá á mun lægra kaupi, jafnvel þótt þeir væru búnir að vinna lengur. Svipað ætti sér stað varðandi sum hliðstæð störf Dagsbrún- armanna og félaga innan Verslun- armannafélags Reykjavíkur. „Á þessu viljum við fá leiðrétt- ingu og ef VSÍ kýs að ræða ekki við okkur um þessi atriði þá verða þeir bara að taka afleiðing- um þess,“ sagði Guðmundur. Hann kvað stjórnarmenn Dags- brúnar mundu leggjast gegn því að skrifað yrði undir samninga nema að þessar leiðréttingar nái fram að ganga. Tók hann fram að þetta væri ekki nein framúr- stefna hjá Dagsbrún eða ágrein- ingur við ASÍ. ASÍ? Spurður um afstöðu annarra félaga innan Verkamannasam- bandsins (il samflots 'agði Guðmundur aðiþað kæmi í Ijós á fundi sem haldinn verður í Verkamannasambandinu á laug- ardag. En ýmiss félög úti á landi hafi betri samninga en Dagsbrún og betri aðstöðu til samninga. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.