Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 f spegli tímans Undradrengur- inn í poppinu: MKHAEL JACKSON ■ í blööum um popp-tónlist og tónlistarfólk segir að Michael Jackson, sem nú cr 25 ára, sé rokk-stjarna níunda áratugarins. Hann hafi slegið öll met í plötu- sölu og á vinsældalistum. Michael var spurður hvað þyrfti til að verða rokkstjarna nr. 1 í heiminum. Hann svaraði, að fyrsta atriðið væri að gera góða hluti í músíkinni og láta tónlistina koma frá hjartanu. Michael hefur drengjalega rödd, og hann er hæglátur og ekki með neina „Muhamed Ali- stæla“ (Ég er mestur, bestur og allt það!), en vinsældir hans nú eru ótrúlegar. Síðasta stóra plata hans hefur selst um allan heim og í um 25 millj. eintökum. Hann hefur fengið öll hugsanleg verðlaun í sinni listgrein, og sagt er að hann verði mikið umtalað- ur í næstu Heimsmetabók Gu- inness. Nýlega varð Michael fyrir slysi, er hann var að leika í sjónvarpsmynd frá Coca Cola, en þá gaus upp eldur og komst í hár söngvarans og hann fckk brunasár. Þetta var ekki alvar- legt slys, því að með snarræði var slökkt í hári og fötum hans, en frásögn og myndir komu í blöðum um allan heim. Þegar hann sást næst opinberlega, var hann í fylgd ungu leikkonunnar Brooke Shields í samkvæmi New York. Þar var Michael hylltur sem rokk-kóngur. Reag- an forseti var þarna og óskaði honum til hamingju, og léf þess getið að hann og Nancy hlustuðu oft á plötur hans. Michael er afar blíður í lund og á mörg gæludýr, sem hann hefur mikið gaman af að hugsa um og tala um. „Það er miklu skemmtilegra að tala um lama- dýrin mín og nýju slöngurnar en strák eins og mig“, sagði hann þegar hann var beðinn að segja frá sjálfum sér. Michael var barnastjarna, hann kom fyrst fram fimm ára gamall. Hann segist ekki vita hversu lengi hann haldi áfram á sömu braut, en hefur áhuga á að læra meira á tækniatriðin og stjórna síðar meir sjálfur upp- tökum og öðru sem því fylgir. Michael er grænmetisæta og ■ Michael Jackson er stundum kallaður „Pétur Pan“ í poppinu, en ferill hans þykir svo ævintýra- legur. heldur sig við sérstaklega heilsu- samlega fæðu. Hann er mótfall- inn áfengi, eiturlyfjum og villtu líferni, og segir að það cyðileggi alla, en einkum þó listamenn. Hann er í söfnuði Votta Jehova. Þegar Michael var spurður, hvort hann ætlaði ekki að gifta sig og stofna heimili, því að hann segist hafa svo gaman af að umgangast börn, þá svaraði hann: „Ég veit það ekki, þetta er svo erfitt fyrir þá sem eru á toppinum í skemmtibransanum. Hver er tryggur vinur, - og hverjir eru aðeins aðdáendur? Ég er óör- uggur í sambandi við þessi mál, en vonandi lagast það. Ég er á móti kynlífi fyrir hjónabandið, og það er stundum gert grín að mér fyrir þessa afstöðu mína, - og ég er þá kallaður „Hreini sveinninn", og svo hlæja þeir.... Diana Ross - Michael segir að hún sé „varamamma“ sín. ■ Upp á síðkastið hefur Brooke Shields, hin fagra 19 ára leik- kona, oft sést með Michael Jack- son á leiksýningum og skemmti- stöðum. viðtal dagsins | ,5IXIRNMAUSK0MNR HNAENGMANRIFASIDÐU MMAHÉR" segir Jón Adolf Guöjónsson, nýráðinn bankastjóri Búnaðarbankans ■ „Ég hlakka til þess að takast á við þau mörgu verkefni sem bíða mín sem bankastjóri Búnaðar- bankans,“ sagði Jón Adolf Guðjónsson nýráðinn bankastjóri Búnaðarbankans í samtali við Tímann í gær, en frá ráðningu hans var gengið á fundi bankaráðs í gærmorgun. Jón Adolf er 44 ára, viðskiptaf ræðingur að mennt og hefur hann starf- að við Búnaðarbanka íslands frá því árið 1970 en hann hóf störf þar sem forstöðumaður hagdeildar bankans. Hann var ráðinn sem aðstoðarbanka- stjóri 1977 og er því gjör kunnugur öllum málefn- um og starfsháttum ankans. Tíminn spurði Jón Adolf hvort síðustu dagar hefðu ekki verið erfiðir fyrir hann, því mjög hefur dregist að málið fengi af- greiðslu í bankaráði Bún- aðarbankans, og sagði Jón Adolf þá: „Öll svona bið reynir auðvitað á taugarn- ar og er erfið, ég verð að segja það alveg eins og er. Auk þess þá er ég alls ekki vanur að standa í svona löguðu.“ -Jón Adolf var spurður hvað honum þætti um af- geiðslu bankaráðsins og svaraði hann þá: „Ég hef í sjálfu sér ekkert um hana ■ Jón Adolf Guðjónsson ný- ráðinn bankastjóri Búnaðar- banka íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.