Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 10
fiþróttir umsjón: Samúel Orn Erlingsson Svíi fékk lyfjaleyfi ■ Sænski ísknattlciks leikmaðurinn Pcter 'Gradin, sem haldinn er astma, hefur fengið leyfi læknayfirvalda á Olympíuleikunum í Sarajevo, til að nota lyfið Vetolin. Lyf þetta er á svörtum lista, en án þess getur Gratin ekki verið. Gratin er cin aðaldriffjöður sænska landsliðsins í ísknattleik á OL. -BL Ajax á eftir ungum Dana ■ Hollenska stórliðið Ajax hefur nú mikinn áhuga á því að fá í sínar raðir danska unglingalandsliðsmanninn Hen- rik Larsen. Larscn mun leika með fc- lögum sínum í danska landsliðinu í úrslitum Evrópukeppni unglingalands- liða sent fram fer í Sovctríkjunum í maí í vor. Forráðantenn Ajax sáu til kappans er hann lék á unglingamóti í Amsterdam fyrir sköinmu. -BL Deildakeppnin í borðtennis: Víkingar lögðu KR ■ Víkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR-inga að velli í 1. dcildarkeppn- inni í borðtennis á dögunum. KR-ingar höfðu þá ekki tapað leik í áraraðir, eða frá 1977. Úrslitin urðu annars þessi: KR-B-Víkingur-A . . KR-B-Vikingur-B . . Víkingur-A-Örninn-A KR-A-Víkingur-A . . Víkingur-B-KR-A . . Örnmn-A-KR-B . . . Vtkingur-A-KR-B . . Örninn-A-KR-A . . . Staðan í 1. deild er nú þessi 2-6 6-1 5- 5 2-6 0-6 6- 4 6-1 0-6 KR-A Víkingur-A Örninn-A . . KR-B . . . . Víkingur-B . 7 6 0 1 38-11 12 stig .7 5 1 1 35-16 11 stig .5 3 11 23-19 7 stig .7 1 0 6 19-37 2 stig 6 0 0 6 4-36 0 stig KR-ingum nægir jafntefli úr síðasta leik sínum í deildinni til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn, yrði það þá i 9. sinn í röð sem þeim tekst að vinna í 1. deild karla. Um síðustu helgi fóru fram 5 leikir í 1. dcild kvenna og urðu úrslit þeiw sem hér segir: Örninn-A-Víkingur..............3-0 Örninn-B-UMSB-B................1-3 Örninn-A-UMSB-C................3-0 Víkingur-UMSB-A................0-3 Örninn-B-Víkingur..............3-2 Staðan í 1. deild kvenna er nú sú, að A-lið UMSB er með 12 stig, en A-lið Arnarins fylgir fast á eftir með 10 stig. -BL. FH-Þór Ve. í bikarnum ■ Dregið hefur verið í bikarkeppni HS! eftirtalin lió drógust saman: Þór Ve.-FH Breiðablik-KR Keflavík-KA Afturelding-Grótta Haukar-Valur HK/Fram-Stjarnan Reynir Sandg.-Þróttur Akranes-Víkingur Athyglisverðasti lcikurinn er vafalaust leikur efsta liðsins í I. deild og efsta liðsins Í2. dcild, leikur Pórs,Vestmanna- eyjum og FH, sem lcikinn vcrður í Vestmannaeyjum. -BL Ellert B. Schram, formaður KSI: EKKERT JÍKVBHD í landsliðsþjálfaramálum - ræðum við Barnwell í dag - ekki verður ráðinn landsliðsþjálfari í fast starf ■ „Þetta eru bara þreifingar, þegar góður maður kentur til landsins eins og við höldum að þessi maður sé, þá viljum við tala við hann og heyra í honum hljóðið“, sagði Ellert B. Scliram formað- ur Knattspyrnusambands íslands í sam- tali við Tímann í gær. Ellert var inntur eftir því hvort KSÍ mundi hefja viðræður við John Barnwell, Englending sem er fyrrum framkvæmdastjóri hjá Wolves í 1. dcildinni ensku, og síðan hjá AEK í Aþenu í Grikklandi, en hann kom til landsins á vegum Knattspyrnufélagsins Vais í gær. Ellert sagði einnig að Valur réði Barnwell sem þjálfara algerlega óháð því hvort Knattspyrnusamband Islands mundi ráða hann eða ekki. „Við ætlum að tala við Barnwell á morgun (í dag -innsk-) en það er allt óbundið og með öllum fyrirvörum. Við erum að athuga okkar gang og leita okkur að manni til að stýra landsliðinu," sagði Ellert. - Hefur verið rætt frekar um það innan stjórnar KSI hvernig starfi lands- liðsþjálfara verði háttað í framtíðinni, og eins til hve langs tíma hann yrði ráðinn? „Það sem hefur legið fyrir er það að við höfum ekki hugsað okkur að ráða mann uppá sömu býti og undanfarin ár, það er ekki mann sem er á föstum launum og í föstu starfi hjá KSÍ, heldur ætlum við að taka mann sem hefur það verkefni að stýra liðinu í þeim leikjum sem eru á dagskrá." - Nú er keppni að hefjast í undan- keppni HM í sumar, hefur ekkert flogið fyrir að ráða landsliðsþjálfara eða stjóm- anda til lengri tíma, þannig að undirbún- ingstími sé lengri og starfið um leið markvissara? „Ef við horfumst bara í augu við þá staðreynd, að að minnsta kosti helming- urinn af þeim mönnum sem koma til greina í landslið leika erlendis, og það hve keppnistímabilið hjá okkur er áskip- að, þá gefst afar takmarkaður tími til landsliðsæfinga. Þegar þetta tvennt fer saman þykir okkur það óskynsamlegt, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega að vera með mann á föstum launum yfir lengri tíma sem ekki gæti komið því í ■ Ellert B. Schram. kring að halda uppi samæfingum eða líta á menn sem hér koma til greina í landslið. Þess vegna höldum við að það sé betri kostur fyrir okkur að semja við einhvern mann, hvort sem hann er útlendingur eða íslendingur og jafnvel hvort það er einn eða fleiri, til þess að taka að sér þjálfun og val á landsliðinu fyrir þessa leiki upp á þau býti að það sé samið um að annast verði um undirbún- ing þessara leikja, en ekki verið öllum stundum í starfi, því maðurinn getur fyrirsjáanlega lítið aðhafst milli leikja.“ - Vcrður þannig maður ráðinn til lengri tíma en sumarsins, og verður hann með fleiri lið en A-landsliðið, t.d. u-21 landsliðið? „Það sem liggur fyrir núna, er að Jóhannes Atlason Iandsliðsþjálfari hefur ákveðið að hætta, og við höfum verið að leita að manni, þeim besta sem völ er á, einum eða fleiri. Ef við gerum samning við einhvern eða einhverja, þá reynum við að fá viðkomandi til að taka að sér Iiðið í þessari HM keppni, sem stendur í tvö ár, og þá bæði A-landsliðið og 21 ársliðið. Það hangir allt á sömu spýtunni. Hvort það tekst er annað mál, en þetta hangir allt á sömu spýtunni." - Það er þá allt opið enn varðandi ráðningu landsliðsþjálfara, og hvort það verður útlendingur eða íslendingur? „Já. Við höfum tekið okkur góðan tíma í þetta , því fyrsti leikur er ekki fyrr en 20. júní. Við höfum viljað átta okkur -á hvaða menn eru raunverulega hér í landinu hjá félögunum, og hverjir gefa kost á sér. Við höfum viljað sjá hverjir gætu verið heppilegir í þetta, og eins hvort hægt væri að kalla menn hingað heim, sem þekkja til hér. Þettahefurallt verið í athugun og við höfum ekkert viljað rasa um ráð fram. Nú gerist það að Valsmenn hafa gert þessum manni boð, John Barnwell, um að koma og starfa hjá þeim. Þetta er þekktur maður með mikla reynslu, og hefur getið sér gott orð. Við viljum athuga þennan möguleika eins og alla aðra.“ - Hefur þessi Barnwell náð góðum árangri, nú skilst mér að hann hafi verið rekinn frá þessum tveimur félögum sem hann hefur þjálfað fyrir? „Já hann var hjá Wolverhampton, og stóð sig mjög vel þar. Hann var látinn fara þaðan, ég held að liðið hafi nú ekki verið fallið þegar hann var látinn fara, en það stefndi sjálfsagt í það. Hins vegar hefur hann fengið eftir því sem mér er sagt, bestu meðmæli. Hann kemur sem sagt vel til greina, hann hefur mikla reynslu í 1. deildinni í Englandi, hefur bestu meðmæli sem völ er á frá sínu heimalandi, hvað sem líður hans árangri með liði sínu. Ég þekki satt að segja ekki hvað gerðist í Grikklandi, en þetta er nú „hasarbisness" að vera framkvæmda- stjóri hjá svona liðum og þeir hafa nú margir fokið þó þeir teljist góðir.“ - Er það skilyrði að verðandi lands- liðsþjálfari verði 1. deildarþjálfari? „Nei, það er ekkert skilyrði? - Er það dæmi yfirstíganlegt hjá Val að greiða þessum manni, John Barnwell, ef þið ráðið hann ekki, og er það yfirstíganlegt hjá ykkur að fá þennan mann, ef Valur ræður hann ekki? „Ef Valur ræður hann ekki tel ég ólíklegt að við ræðum nánar við hann. Það liggur bara fyrir að ef Valur er að bera víurnar í hann, og þeir semja alveg sjálfstætt við manninn, þá er hann kandi- dat eins og aðrir. Valur ræður þennan mann alveg sjálfstætt, það hefur ekki hin minnstu áhrif þar á hvort við ráðum hann eða ekki, ekki svo ég viti til,“ sagði Ellert B. Schram. -SÖE 1 4 ■ m »**■ tl 'II lÍIBÍ Hörður Sigmarsson náði ekki að skora þama þrátt fyrir góða tilburði. Tímamynd Ámi Sæberg. UVERP00L mfeuums? — í sumar í boði ad svo verði ■ Miklar líkur eru á að enska sfórliðið Liverpool komi hingað til lands í sumar, og leiki hér einn eða tvo leiki við KR. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk hjá Gunnari Guðmundssyni hjá knattspymudeild KR, standa nú við- ræður yfir um þetta og hefur Liverpool gefið KR upp einn æskilegan leikdag 12. ágúst. „Þessar urmræður eru komnar nokk- uð langt, en samningar hafa þó ekki tekist. Þeir hafa gefið grænt Ijós á 12. ágúst. og úr því það er þá tel ég miklar líkur á að jjeir komi“, sagði Gunnar. KR - Ifkur á Liverpool kemur hingað í tilefni 85 ára afmælis KR. Þá eru 20 ár liðin frá því bæði liðin léku fyrst í Evrópukeppni. Málið hefur vcrið í deiglunni í nokkurn tíma, KR skrifaði Liverpool bréf í fyrravor, og þá gat Liverpool ckki svarað fyrr en að hausti. Málið hefur síðan verið rætt breflega, og komst skriður á það, þegar Hólmbert Friðjónsson þjálf- ari KR, Steinþór Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri KR og Sigþór Sigurjóns- son liðsstjóri KR fóru til Liverpool og dvöldust þar og fylgdust með æfingum hjá liðinu í nokkurn tíma á dögunum. -SÖE Meistararnir unnu Walsall ■ Englandsmcistarar Liverpool unnu í fyrradag lið Walsall í undanúrslitum mjólkurbikarsins með tveimur mörkum gegn engu. Er Liverpool þar með komið í úrslit keppninnar fjórða árið í röð. Livcrpool réð gangi leiksins og átti sigurinn fyllilega skilið. Á 14. mínútu tók Liverpool forystu með marki ian Rush, er þetta 31. mark Rush í vetur. Hann skallaði í markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá David Hodgson. Á 50. mínútu skoraði Ronnie Whelan annað mark fyrir Liverpool 2-0. Þótt leikmenn Walsall gerðu harða hríð að marki Liverpool undir lok leiksins þá tókst þeim ekki að skora og sigur Liverpool var í höfn. í úrslitunum leikur Liverpool við Everton eða Aston Villa. Leikur Liverpool og Walsall var annar leikur Iiðanna í undanúrslitum. í fyrri leiknum varð jafntefli 2-2. Áhorfendur á síðari leiknum sem leikinn var á heimavelli Walsall voru 22 þúsund. sem er met í sögu félagsins. -BL. Enskur sigur í dansi ■ Enska parið Jayne I orvill og Crist- oper Dean unnu glæsilegan sigur í ísdansi á OL í Sarajevo í gær. Þau fengu 12 sinnum hæstu einkunn, en sú einkunr. hefur aldrei áður verið gefin á OL. í öðru sæti varð sovéskt par og sömuleiðis í þriðja sæti. _jj| MEÐAL ■ í efri röð b-lið TBR sem sigraði í 1. deild. Talið frá vinstri: Jóhann, Indriði, Wang, Inga, Þórdís og Sigfús. í neðri röð a-lið TBR sem hafnaði í 2. sæti. Talið frá vinstri: Broddi, Þorsteinn, Guðmundur, Kristín B., Kristín M. og Haraldur. B-lið TBR var sterkast Deildakeppnin í badminton: og A-liðið var í öðru sæti ■ Deildakeppni Badmintonsam- bands íslands fór .fram um síðustu helgi. í 1. deild léku 6 lið, úrslit urðu þau að b-lið TBR bar sigur úr býtum. Liðið vann alla sína leiki og hlaut 10 stig af 10 mögulegum. I öðru sæti varð a-lið TBR með 8 stig, ÍA-a varð í 3. sæti með 6 stig, c-lið TBR varð í fjórða sæti með 4 stig, a-lið KR varð i 5. sæti með 2 stig og 6. sæti urðu Valsarar, sem fengu ekkert stig og falla því í 2. deild. í b-liði TBR léku eftirtaldír leik- menn: Þórdís Edwald, Inga Kjartans- dóttir, Wang Junjie, Jóhann Kjartans- son, Sigfús Ægir Árnason og Indriði Björnsson. í a-lið TBR léku: Kristín Magnúsdóttir, Kristín B. Kristjáns- dóttir, Broddi Kristjánsson, Þorsteinn P. Hængsson, Guðmundur Adolfsson, Pétur Hjálmtýsson og Haraldur Kornelíusson. í 2. deild léku 9 lið í tveim riðlum. Efst í hvorum riðli urðu e-lið TBR og b-lið IA. Þáu léku því til úrslita um hvort liðið kæmist í 1. deild að ári. í þeirri viðureign varð jafntefli og verða liðin því að leika annan leik um 1. deildar sætið. Röð næstu liða í 2. deild varð þessi: 3. KR-b, TBR-d, 5. Víking- ur, 6. Selfoss, 7. BH (Badmintonfélag Hafnarfj.) 8. TBV (Vestmannaeyj- um). -BL. sigruðu Hauka 28-25 ■ Möguleikar Þróttara að komast í úrslitakeppnina um Islandsmeist- aratitilinn í handknattleik hafa auk- ist, eftir sigur Þróttar á Haukum úr Hafnarfirði í gærkvöldi. Þróttararnir sigruðu með þriggja marka mun 28-25. Haukarnir voru aðeins yfír í byrjun. Svo komust Þróttarar yfir og áttu Haukarnir þá aðeins eftir að jafna undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Það voru Ingimar Haraldsson og Sigurjón Sigurðsson úr Haukum sem skoruðu fyrstu mörkin í gærkvöldi. Birgir Sigurðsson minnkaði muninn en Gísli Óskarsson bætti við tveimur í viðbót fyrir Þróttara. En Hafnfirð- ingarnir voru ekki af baki dottnir og það voru Snorri Leifsson og Ingimar Haraldsson sem komu þeim yfir aftur. Gísli og Jens brutu vonir Haukanna niður með. mörkum sínum. Eftir þetta komust þeir ekki yfir, einungis jafnt nokkrum sinnum. Eins og áður var sagt var staðan jöfn í hálfleik, 12-12. I upphafi síðari hálfleiks var leikurinn áfram jafn þrátt fyrir að Þróttarar væru yftr allan hálfleikinn. Minnkuðu Haukarnir muninn mcst niður í eitt mark. Mesti munur var fjögur mörk, 26-22. Leikurinn end- aði með þriggja marka sigri Þróttara. 28-25. Það var Sigurjón Sigurðsson sem minnkaði muninn um eitt mark með marki beint úr aukakasti eftir að lciktíma lauk. Með sigri í þessum leik hafa Þrótt- arar tryggt sér góða möguleika til að leika í úrslitakeppninni en þeir eru nú með 13 stig. Síðasti leikur þeirra verður við Stjörnuna í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöld. Stjarnan STAÐAN Haukar-Þróttur FH ........ 13 13 0 0 383 Valur .... 13 9 1 3 291- Vikingur .13 7 0 6 305- Þróttur ... 13 5 3 5 282- Stjarnan.. 13 6 1 6 265- KR ........ 13 5 2 6 177-: Haukar ... 13 2 1 10 232-: KA ........ 13 0 2 10 232 239 26 260 19 282 14 300 13 294 13 235 12 325 5 325 2 er með jafn mörg stig eða 13. KR hefur I? og 'á einn leik eftir, á Aknreyri við KA. Ef Stjarnan og Þronu. .„ia jafntefli, Valur vinnur Víking og KR sigrar KA eru fjögur lið jöfn með 14 stig. Besti mtiðiir leiksins í gærkvöldi var Páll Ólafsson. Skoraði Páll 10 mörk. Konráð Jónsson og Gísli Ósk- arsson stóðu sig einnig ágætlega. Páll Björgvinsson var traustur að venju, enda stjórnar hann öllum leik liðsins. Hjá Haukum voru Hörður Sigmars- son og Ingimar Haraldsson bestu menn. Mörk Haukaskoruðu: HörðurSig- marsson 7(3), Ingimar Haraldsson 5, Sigurjón Sigurðsson 3, Snorri Leifs- son 3, Guðmundur Haraldsson 2, Pétur Guðnason 2, Sigurgeir Mart- einsson 1, Jón Hauksson 1 og Jón Örn Stefánsson 1. Mörk Þróttara skoruðu: Páll Ólafsson 10(4), Konráð Jónsson 7, Gísli Óskarsson 6(2), Lárus Lárus- son 2, Birgir Sigurðsson 1, Jens Jensson 1 og Páll Björgvinsson 1. Leikinn dæmdu Þórður Sigurðsson og Þorsteinn Einarsson. -BH. Jeppesen lenti í bílslysi ■ Danski landsliðsmaðurinn hér á árum áður, Bjame Jeppesen, sem er íslenskum handknattleiksmönnum að góðu kunnur, lenti í alvarlegu bílslysi fyrir skömntu. Lenti bifreið Jeppesens í samstuði við annan bíl og ökumaður þess bílsfórst. Jeppesen slapp lítt meidd- ur en fékk taugaáfall. -BL. Klaus Allofs Til Diisseldorf? - framkvæmdastjórinn vill fá hann Frá Gislu Á. Gunnlaugssyni íþrnttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Talið er nú hugsanlegt, að Klaus Allofs, einn sterkasti leikmaður 1 FC Köln, geti vcrið á förum frá liðinu, og jafnvel til liðs Atla Eðvaldssonar, Fort- una Dússeldorf. Vitað er, að forseti Dússeldorniðsins vill gjarnan fá þennan týnda son heim á ný. þrátt fyrir að Kremer þjálfari sé ekki sérlega upprifinn af hugmyndinni. Flestir höfðu reiknað með því, að Köln yrði í hópi efstu liða í Búndeslíg- unni í ár, eins og undanfarin ár, en allt hcfur gengið á afturfótunum hjá liðinu í vetur. Michels þjálfari var látinn taka pokann sinn snemrna í haust og fram- kvæmdastjórinn Löhr gcrður að þjálf- ara, en allt kom fyrir ekki, uns Köln lagði Fortuna Dússeldorf að velli nú á dögunum. Enn á liðið því fjarlægan möguleika á aö ná UEFA sæti, þó hann sé frekar í minna lagi. GÁG/SÖE „Við áttum skilið að vinna U ■ „Það er ekki rétt að ég hafi sagt að Kaflvíkingar hafi átt skilið að vinna“, sagði Gunnar Þorvarðarson körfubolta- kappi í Njarðvík í samtali við Tímann eftir helgina, vegna ummæla scm höfð voru cftir honum í laugardagsblaöi Tím- ans cftir leik Njarðvíkinga og Keflvík- inga á föstudag. „Égsagði að baráttunn- ar vcgna hafi Keflvíkingar átt skilið að vinna, en við vorum betri og þess vegna áttum auðvitað við skiliö aö vinna“, sagði Gunnar. Tóp/SÖE ÍR vanní kvennakörfu -hefur yfirburðastöðu í deildinni ■ ÍR vann Hauka í 1. deild kvenna í körfuknattleik á mánudagskvöld. Loka- tölurnar 42-37, eftir að IR var yfir allan tímann. Stigahæstar hjá ÍR voru Auður Rafnsdóttir og Thelma Björnsdóttir með 10 stig hvor. Hjá Haukum skoruðu Sólcy Indriðadóttir mest 10 stig en Svanhildur skoraði 9. Tveir lcikir aðrir áttu að vera um síðustu helgi í kvennakörfunni. Snæfell átti að leika við KRog Njarðvík. Sökum erfiðleika varðandi færð og yfirstandandi prófa hjá sumurn leikmönnum Snæfells gaf Snæfell leikina. Staðan í kvennadeildinni er því þessi: ÍR .......... 15 13 2 729-601 26 ÍS........... 13 9 4 586-517 18 Haukar........ 13 7 6 592-443 14 Njarðvík...... 14 6 8 462-532 12 KR........... 13 3 10 407-547 6 Snæfell....... 13 3 10 344-443 6 -BL/SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.