Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Wmrnm 13 skák Texti: Jón Guðni Skýringar: Jóhann Örn Sigurjónsson 2. umferð: Jóhann og Helgi efst ir af íslendingunum ■ Eftir aðra umferð Reykjavíkur- skákmótsins eru Alburt og Reshesvsky frá Bandaríkjunum, Schiissler frá Svíþjóð, Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson með tvo vinninga, og fteiri geta bæst í þann hóp eftir að biðskákir hafa verið tefldar á morgun, m.a. kunningjakona okkar frá Búnaðar- bankamótinu á dögunum, Pia Cramling, sem á biðskák við Gylfa Þórhallsson úr fyrstu umferð og vann Braga Halldórsson í gærkvöldi. Það er því líklegt að ofangreindir meistarar raðist saman meðeinhverjum hætti í 3. umferðinni, sem tefld er í dag. Snúum okkur þá að annarri umferð- inni. Hetjan frá því í fyrradag, gamla kempan, Benóný Benediktsson stóð fyrir þó nokkrum tilþrifum í skák sinni við Bandaríkjameistarann Christian- sen í gærkvöldi. Benóný tefldi lítt eftir bókunum og eftir 1S. leik Benónýs var komin upp þessi staða: Hvítt: Benóný Svart: Christiansen abcdefgh Skákin tefldist nú þannig: 18.. Rxg2 19. Dh6 Ef svartur drepur drottninguna kemur Rf6t og svarta drottningin fellur. Svartur lék jn í ... 19.f6 20. !'.fg5?! 20. .. fxg5 21. Dxg7 Dxg7 22. Bxg7 Hxe4 23. Kxg2 Be2 24. Hxe2 Hxe2 25. Bd4 He4 ... og Benóný er skiptamun undir og með vonlausa stöðu. Hann þæfðist við um stund, en gaf svo skákina. Friðrik Ólafsson fékk óþægilegri stöðu í skákinni við Helga Ólafsson og féll á tíma eftir æsilegt tímahrak í verri stöðu þótt um einhver gagnfæri hafi verið að ræða. Jóhann Hjartarson sýndi það í gærkvöldi að sigur hans á Búnaðarbankamótinu var engin tilvilj- un er hann vann einn af sterkustu skákmönnum mótsins Vestur-Þjóð- verjannEric Lobron. Maður á kannske ekki lengur að tala um óvænt úrslit þegar íslendingarnir ná góðum árangri gegn útlendu meisturunum, en Yuri Balashov varð að sætta sig við annað jafnteflið í röð gegn íslendingi og nú gegn Karli Þorsteins, sem hefur þar með náð jafntefli gegn tveim af sterk- ustu útlendingunum, en í fyrradag gerði hann jafntefli við Christiansen eins og menn rnuna. Balashov er með sterkustu skákmönnum Sovétríkjanna og hefur lengi verið einn af helstu aðstoðarmönnum Karpovs. Kannske heimsmeistarinn ætti að bjóða þeim Benóný og Karli í æfingabúðir til sín til að brýna vopnin fyrir komandi heimsmeistaraeinvígi. Þá má enn geta þess að Benedikt Jónasson gerði jafn- tefli við hinn kunna enska meistara Murray Chandler. Annars einkenndist umferðin í gær- kvöldi af gífurlegu tímahraki kepp- enda og í lokin höfðu starfsmenn ekki við að færa mennina til á sýningartöfl- unum og áhorfendur urðu að láta sér nægja að hlusta á klukkubarsmíðina. Annars er aðstaða áhorfenda ekki til að hrópa húrra fyrir og einungis er unnt að sýna lítinn hluta þeirra skáka sem tefldar eru. Ekki veit ég hvað sovéski stórmeistarinn Geller hefur hugsað í gærkvöldi, en varla á hann því að venjast að vera slík hornkerling á skákmótum, að ekki þyki taka því að sýna skákir hans á sýningartöflum, en hann vann í gærkvöldi fallegan sigur yfir Bandaríkjamanninum Búrger. Af öðrum skákum er vert að geta þess að skák Margeirs og Zaltmans fór í bið eftir brjálæðislegt tímahrak og skák Guðmundar og Höi frá Dannrörku endaði í jafntefli. en báðir voru þeir Guðmundur og Margeir á tímabili taldir með betra en andstæðingarnir. Vera má að tímahrakið hafi slegið þá út af laginu, en á Reykjavíkurmótinu þarf að leika 45 leiki á 2'h klukkustund í stað 40 leikja sem venjulegt er. ■ Við biðjumst velvirðingar á því að í blaðinu í gær var stöðumynd ekki rétt af biðstöðunni í skák Sævars Bjarna- sonar og Gellers. Rétt er myndin svona. 3 2 1 Skákin fór aftur í bið í gær, en ekki tókst okkur að fá uppgefna stöðuna hjá mótsstjórn. Hins vegar er Sævar sagður eiga einhverja vinningsmögu- leika og öruggt jafntefli. XI. REYKJAVIKUR SKÁKMÓTIÐN 'W 'W 'W 'W 'W 'W ^♦♦♦♦♦♦. ^♦♦♦♦. Úrslitin í gærkvöldi: H. Schússler- R. Byrne 1:0 Jóhann Hjartarson - E. Lobron 1:0 Pálmi Pétursson - L. Alburt 0:1 DeFirmian - Knezevic Biðskák Friðrik Ólafsson - Helgi Ólafsson 1:0 T. Wedberg - L. Schneider 1:0 L. Gutman-King Biðskák G uömundur Sigurjónsson - C. Höi Vr.'h Margeir Pétursson - Zaltsman Biðskák S. Reshevsky - Róbert Harðarson 1:0 P. Ostermayer - Ágúst Karlsson 1:0 E.Geller-Burger 1:0 Benóný Benediktsson - L. Christiansen 0:1 Karl Þorsteins-Y. Balashov 'AM Benedikt Jónasson - M. Chandler VzM Elvar Guðmundsson - Þröstur Bergmann Vn'/i Jón L. Árnason - Sævar Bjarnason Biðskák L. Shamkovich-Gylfi Þórhallsson 1:0 Pia Cramling - Bragi Halldórsson 1:0 Taylor-A.Omstein 0:1 Ree - Ásgeir P. Árnason 1:0 McCambridge - K. Tielemann 1:0 Guðmundur Halldórsson - Haukur Angantýsson 0:1 J. Hector- Haraldur Haraldsson 1:0 Arnór Björnsson - Dan Hansson 0:1 Mayer- Hilmar Karlsson Biðskák Lárus Jóhannesson - J. Nykopp Biðskák Halldór G. Einarsson - Bragi Kristjánsson 'h-.'h Björgvin Jónsson - Leifur J ósteinsson Biðskák Magnús Sólmundarson - Andri Áss Grétarsson 1:0 ■ Efim Geller er líklega ásamt Reshevsky og Friðrik Ólafssyni þekktastur þeirra meistara sem nú taka þátt í Reykjavíkurmótinu. Margir Islendingar munu minnast hans frá því að hann var aðstoðarmaður Spasskýs í heimsmeistaraein- víginu í Reykjavík 1972. Það var ekki að ófyrirsynju að hann var kvaddur til þess starfa, því fáir eða engir skákmeistarar munu hafa náð jafngóðum árangri gegn Hvítur: Róbert Harðarson Svartur: H. Ree Frönsk vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rf-d7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Rg-f3 (Þetta er að verða vinsælt. Pia lék þessu gegn Jóhanni Hjartarsyni á Búnaðarbankamótinu og fékk gott tafl.) 7. . Be7 8. 0-0 g57’ 9. dxc5 Rxc5 (Leiðir til erfiðrar stöðu fyrir svartan. 9.. Rdxe5 var hinn eðlilegi leikur.) 10. Bc2 g4 11. Rd4 Rxc5 12. f4! (Opnar hvítum sóknarlínur.) 12.. gxf3 c.p. 13. R2xf3 Rg6 14. De2 b6 (Hótar 15. . Ba6, eða hvað?) 15. Bh6! (Leikið eftir nær klukkustundar umhugsun. Fram- haldið sýnir að hvítur hefur ekki eytt þeim tíma til einskis.) 15. . Ba6 16. De3 Bxfl 17. Hxfl Dc7 18. b4 Rd7 19. Rb5 Dc6? (Einkennilegur leikur sem gefur hvítum kost á afgerandi leikvinn- ingi.) 20. Rf-d4 Db7 Robert Fischer og einmitt Geller. 21. Hxf7! (Þessa fallegu fórn getur svartur ekki þegið. Ef 21. . Kxf7 22. Dxeót Ke8 23. Rd6| og drottningin fellur.) 21. . c5 22. Hxe7t! (Hvítur er búinn að fá upp óskastöðuna, en svartur situr í svikamyllunni. Ef nú 22. . Rxe7 23. Rd6t og enn er það slök staða drottningarinnar á b7 sem úr- slitum ræður.) 22.. Kxe7 23. Dg5t Rf6 24. Bxg6 exd4 25. De5t Kd8 26. Dxf6t De7 27. Dxh8t Gefið. Ótrúlegt en satt, þetta er fyrsti stórmeistarinn sem Róbert teflir kappskák við á æfinni! Hvítur: Friðrik Ólafsson Svartur: Holger Meyer Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Be7 (Þessari leikjaröð er ætlað að deyfa hvassasta broddinn í uppskiptaafbrigðinu, sem upp gæti komið eftir 3. . Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5. Ef nú 4. Rf3 Rf6, og hvítur hefur ekki möguleikann Re2, eins og í hinu hefðbundna uppskipta- afbrigði.) 4. Rf3 Rf6 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Be2 (I 9. einvígis- skák Kortsnojs : Karpovs 1978, var leikið 8. Dc2 Rc6 9. Hdl Da5 10. a3.) 8.. dxc4 9. Bxc4 a6 10. 0-0 b5 11. Bd3 (Ef 11. Bb3 b4 og svartur hefur gott tafl.) 11.. Bb7 12. Hcl Rb-d7 13. De2 Del 14. Bg5 Hf-d8 15. Be4 Bxe4 16. Rxe4 Bb6 17. Hc6 Db4!7 (Svartur er að verða undir í baráttunni, og ákveð- ur því að hleypa taflinu upp með þessum djarfa leik.) 18. Rxf6t gxf619. Tímamynd Árni Sæberg Bh4 Ha-c8 20. a3 De4 21. Hd6 Kf8 22. Hf-dl Hc2 23. Del Ke7 24. h3 (Ekki 24. Hxb6 Rxb6 25. Bxfót Kxf6 26. Hxd8 Hxb2 og svartur hefur hættulega sókn.) 24. . Bc7 25. H6-d4 Dc6 26. Db4t Ke8 (Annar möguleiki var 26. . Dc5.) 27. Hg4 Rf8 28. Hxd8t Bxd8 29. Rd4 Hclt 30. Kh2 Dc7t 31. Bg3 De7 32. Dd2 Hc5 33. Hg8 Bc7 34. Bxc7 Dxc7t 35. f4 Ke7 (Staða svarta kóngs- ins er heldur ótrygg á miðborðinu, og það ræður úrslitum í miklu tímahraki keppenda.) 36. Db4 a5 37. Del Rg6? (Hyggst losa riddarann, en fríar í stað þess hvíta hrókinn.) 38. Ha8! (Nú hrynur staða svarts, eftir langa og hetjulega vörn.) 38.. b4 39. axb4 axb4 40. Dxb4 Kd7 41.Da4t og svartur sem ekki kemst hjá liðs tapi, gafst upp. Jóhann Örn Sigurjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.