Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H hedd Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 4 .1^ W abriel HÖGGDEYFAR riamarshöfða 1 \j Givarahlutir >tst|orn 86300 - Aujjlv.singar .18300— 4fgrs>,öf.!a d ■ Menn frá Bjnrgun hf. fóru með jarðýtur, spil og ýmislegt fleira út í Engey í gær. Munu þeir gera tilraun til að koma Sandey II á réttan kjöl um helgina. Tímamynd GE VIGDÍSGEFUR KOSTÁSÉRÍ FORSETAKJÖR „Get ekki sagt á þessu stigi hvað ég ætla að gera“, segir Albert Guðmundsson ■ Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands hefur ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik við forsetakjör nú í sumar og í frétt frá forsetaskrifstofunni segir m.a. í því tilefni: „Þeim tilmxl- um hefur verið beint til mín að ég gefi kost á mér við forseta- kjör, sem fram á að fara á komandi sumri, fyrir kjörtíma- bilið 1984-1988. Ég hef ákveðið að verða við þessum tilmælum." „Ég get ekkert sagt til um það á þessu stigi, hvað ég ætla að gera," sagði Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra er Tíminn spurði hann í gær hvort hann hefði gert upp hug sinn um það hvort hann gæfi kost á sér við forsetakjör nú í sumar, en mjög hefur verið látið að því liggja upp á Síðkastið að sá möguleiki kæmi sterklega til greina hjá Albert. Albert sagðist ekkert vita um það hvort hann myndi gefa út yfirlýsingu uni þetta efni á næstunni - það yrði bara að koma í Ijós. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari er enn einn fram- bjóðandi frá því í síðustu for- setakosningum , og Tíminn snéri sér einnig til hans í gær og spuröi hann hvort hann hefði hug á að gefa kost á sér á nýjan leik nú í sumar: „Það hefur nú ekki hvarflað að mér," sagði Guð- laugur og hló við , „slíkt er ekki cinu sinni til umræðu af minni hálfu.“ -AB _ KyoidS'rn«f «»;> v& Fimmtudagur 16. febrúar 1984 Menn frá Björgun hf. úti í Engey: Það er eins gott að vírarnir í flotkrananum haldi því að undir ýtunni var bara sjórinn á leiðinni út í Engey. Tímamyhd GE. Fyrirframgreiðsla skatta: FELLD NKHIR A ÖUR- UÐUM OG ÖRYRKIUM? Reyna að koma Sandey a kjol ■ „Það á að gera tilraun til að koma skipinu á réttan kjöl núua um helgina ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það er núna verið að koma ýmsum tækjum og tóluni, svo sem jarðýtum og spilum, út i eyna og tíminn fram að helgi verður notaður til undirbúnings," sagði Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar hf., eigandi Sandeyjar II sem hvolfdi við Engey í haust sem leið og hefur legiö á hvolfl við austurenda eyjarinnar síðan. Björgun hf. keypti skipið af tryggingarfélagi þess fyrir skömrnu. Um borð í því eru ýmis tæki, sem segja má að séu uppfinning þeirra Björgun- armanna, og hyggjast þeir að minnsta kosti bjarga þeim og nota í annað skip ef ekki tekst að koina Sandeynni á réttan kjöl. —Sjó. ■ Tekið verður til athugunar aö breyta reglugerð á þann veg að lækka eða fella niður fyrir- framgreiðslu skatta aldraðra og öryrkja. Það var Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, sem lofaði að taka mál þctta til athugunar á Alþingi í gær. Það voru Guðrún Helgadóttir og Kjartan Jóhannsson sem beindu spurningum til fjármála- ráðherra um hvort ekki væri eðlilegt að létta undir með elli- og örorkubótaþegum með því að draga úr eða fella niður fyrirframgreiðslur skatta hjá þessu fólki. Sem fyrr segir tók Albert vel í hugmyndina og sagði að fyrirframgreiðslunni mætti breyta með útgáfu reglugerðar þar um. Miklar umræður voru um skattamál í báðum deildum þingsins. í efri deild var fjallað um frumvarp rikisstjórnarinnar um skattafrádrátt vegna fjárfest- ingar í atvinnuskyni og var það mál, ásamt fylgifrumvarpi af- greitt til neðri deildar. í neðri deild var haldið áfram umræðu um skattafrumvarp það sem ákvarðar álagningarprós- entúna og var stefnt að því að afgreiða það úr deildinni á kvöld- fundi í gærkvöldi. ■ Erlingur Laufdal, sem rekur veitingastaðinn Nautið í Hafnar- firði hefur sótt um að fá leyfi til að byggja Mótel í Reykjavík í grennd við Háskóla fslands. Hugmynd hans er sú að mótelið Fyrir viku var framtalsfrestur framlengdur vegna þess að ekki var búið að afgreiða þetta frumvarp, 'en það er nú komið svo langt áleiðis að litlar líkur eru á að fresturinn verði enn framlengdur og því eru síðustu forvöð fyrir einstaklinga að skila framtölum sínum á morgun, föstudag. -OÓ þjóni ferðamönnum á sumrin en yrði bústaður stúdenta á vetrum. Borgarráð fékk umsókn hans í hendurnar á síðasta fundi sín- um og var henni vísað til skipu- lagsnefndar. -JCK Vlli BVGGIA Mðm f GRENND Vlfi HÍSKtllANN dropar Harður bisness ■ Ferðaskrifstofubransinn er harður skóli, þar sem frum- skógarlögmálin blíva, og eins manns dauði er annars manns brauð. Ferðaskrifstofan Úrval á nýjasta trixið á markaönum, en hún býður eip upp á þá þjónustu að senda farseðil, ferðatryggingu og gjaldeyri heim til viðskiptavinanna, svo þeir þurfi ekki að ómaka sig eftir þessu. Gott hjá þcim. Dropar vona hins vegar að samkeppnin fari ekki út i þær öfgar að á endanum bjóði feröa- skrifstofurnar upp á „stad- ista“ til að fa.r i l'erðalögin fyrir viðskiptavinina, til að fría þá við öllu ómakinu, nema greiðslunni. Vængstýfð- ur engill? ■ Það er auðvitaö ekkert gamanmál að tapa nærri hálfri milljón eins og Iðnaðarbanka- menn mega reyna ef ekki tekst að hafa upp á bankaræningjan- um. Hins vegar hafa menn hent gaman að lýsingunni á umræddum bankaræningja, sem fengin er samkvæmt upp- lýsingum hankastarfsmanna. Sérstaklega staldrar almenn- ingur við eftirfarandi kafla lýs- ingarinnar: „Allur mjósleginn, hokinn í herðum, með útstæð herðablöð. Göngulag sérkenni- legt, svona eins og Ijaörandi." Glöggskyggnir hafa komist að þeirri niðurstöðu, eftir stranga yfirlegu, að e.t.v. eigi jarðnesk líkamsvera ekki hlut að þessu máli, og segja líkleg- ast að um vængstýfðan engil sé að ræða, sbr. tilvitnuð orð „útstæð herðablöð“. Jafn- framt skýri það hið „fjaðrandi göngulag" sem bendi til þess að viðkomandi hafi ekki enn gleymt uppruna sínum. Sýnist því augljóst að yfirvöld verði að leita guðlegrar forsjár, til að komast fyrir uin hvort þessi möguleiki geti verið raunveru- leiki, eða skyldu eftirlitsmenn í „efra“ ekki eiga neina „góð- kunningja" eins og starfsbræð- ur þeirra hér „neðra“. Krummi . . . . fyrirgef oss vorar skuldir...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.