Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1984, Blaðsíða 4
4 fréttir WtXlÚWOL FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Rannsókn að mestu lokið í Lagarfoss- og Karlsefnismálunum: STERKIR FJARMALAMENN VIRÐASJ EKKI HAFA VERIÐ MEÐ f SPIUNU — Þeir sem tengjast málunum hafa nær allir komið áður við sögu hjá fíkniefnalögreglunni ■ Kannsókn fíkniefnalögreglunnar í svukölluöum Lagarfoss- og Karisefnis- málum er nú að mestu lokið og verða málin send ríkissaksóknara til umfjöllun- ar á næstunni. Ekkert hefur komið fram við rannsókn þessara mála sem bendir til þess að sterkir fjármálamenn hafi staðið á bak við smygl eiturlyfjanna í þessum málum hcldur þvert á móti flestir eða nær allir sem tengjast þcssum málum eru gamlir kunningjar tiknicfnalögreglunnar og hafa komið við sögu hjá henni áður. í Karlsefnismálinu, þar sem um var að ræða smygl, á um 11 kg. af hassi, voru kaupin fjármögnuð með lánum frá vin- um og kunningjum þeirra sem stóðu að smyglinu og síðan var ákveðinn aðili fenginn til að flytja efnið hingað til lands og átti sá jafnframt hluta af efninu. I Lagarfossmálinu var um svipaö munstur að ræða en þar var um að ræða smygl á um 5 kg. af hassi auk 250 gr. af amfetamíni og 20 gr. af kókaíni. Þar átti flutningsaðili ekki hluta af efninu heldur tók að sér flutninginn fyrir ákveðna greiðslu. Að sögn Guðjóns Steinars Marteins- sonar fulltrúa hjá fíkniefnalögreglunni var efnið í báðum málunum sennilega keypt í Hollandi og þar þarf ckki neinar óskapar upphæöir til kaupa á því. Talið er að efnið í Lagarfossmálinu hafi kostað um 300 þúsund kr. en óljósara er um verðið í Karlsefnismálinu þar sem í því virðist hafa verið um það að ræða að kaupendurnir hafi fengið hluta efnisins að láni en ekki er fjarri að áætla að efnið í því máli hafi kostað um hálfa milljón kr. Guðjón sagði að ljóst væri að mennirnir sem tengjast þessum málum hafi m.a. aflað sér fjármagnsins til kaupanna með ólöglegum hætti... „menn nálgast ekki þann gjaldeyri sem um er að ræða nema með ólöglegum hætti", sagði hann en rannsókn málsins beindist m.a, að þeim viðskiptum. Hérlendis er svartur markaður mcð erlendan gjaldeyri og vitað er af mönnum sem versla á honum. Sagði Guðjón að þótt um hærri upphæðir hafi verið að ræða í þessum málum en algengt sé að verslað sé með hérlendis hefði verið um svipað munstur að ræða og í rannsókninni hefðu menn gengist við því að hafa selt þeim sem smygluðu inn efnunum gjaldeyri án þess að hafa vitað til hverra hota hann færi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Tíminn hefur aflað sér er um mjög fáa aðila að ræða sem hægt var að fá slíkt gjaldeyrismagn hjá og var hann seldur með hálfgerðum okurlánakjörum. Er við spurðum Guðjón nánar út í þær sögur sem gengu hér manna í millum um hina sterku fjármálamenn sem áttu aó hafa staðið að baki smyglinu í báðum málunum sagði hann að hið háa endur- söluverð efnanna hérlendis hefði ruglað menn í ríminu. Munurinn á verði efn- anna hér heima og ytra getur í sumum tilfellum orðið allt að tífaldur og jafn- framt geta menn náð verðinu ótrúlega langt niður ytra ef verslað er með mikið magn í einu. „Veltan hjá þessum mönnum cr fljót að koma. Sem dæmi má nefna að maður getur farið í eina litla ferð, svona hálft til eitt kg. og er hann hefur selt það er hann í sjálfu sér kominn með fjármagn til að fjármagna stóra sendingu", sagði Guðjón. Framboðið ekki eins mikið og menn telja Guðjón taldi að þessi tvö mál, Lagar- foss- og Karlsefnismálið gæfu ekki nein- ar vísbendingar í þá átt að framboð hefði aukist á þessum efnum hérlendis. „Eina örugga vísbendingin sem við höfum frá síðasta ári er hið háa endur- söluverð þessara efna hér heima. Sam- kvæmt því er magnið ekki að aukast. Hér ræður lögmálið um framboð og eftirspurn og verðið hcfur stöðugt haldist hátt og hækkar jafnframt jafnt og þétt“, sagði Guðjón. í máli hans kom ennfremur fram að ekkert benti til þess að þeir sem stund- uðu verslun með fíkniefni hefðu með sér samtök um að halda verðinu uppi. Þvert á móti í þessum viðskiptum væru nokkr- ar kjarnaklíkur sem legðu mismunandi mikið undir í cinu. „Ef verðið lækkar hinsvegar eða Leidsögumenn unnu mál sitt fyrir Félagsdómi: Eiga forgang hjá ferða- skrifstofum til leiðsögu- starfa ■ Kveðinn hcfur verið upp dómur í máli sem Alþýðusamband Islands höfð- aði, fyrir hönd Félags leiðsögumanna, gegn Ferðaskrifstofu Guðnmndar Jónas- sonar h f. Málið snérist aðallega um forgang félagsmanna Félags leiðsögumanna til starfa við leiðsögustörf hjá ferðaskrif- stofunum en í þriðju grein gagnkvæms kjarasamnings þessara aðila kveður skýrt á um þennan forgang. Efndir hafa ekki farið eftir af hálfu sumra ferðaskrifstof- anna og því var tálið nauðsynlegt, af hálfu Félags leiðsögumanna, að láta reyna á þetta ákvæði samningsins fyrir dómstólunum og taka af allan vafa um það. Niðurstaða Félagsdóms í ofangreindu máli var sú að Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar hf. var dæmd brotleg við 3. gr. kjarasamningsins. Dómnum þótti ekki efni standa til að dæma ferðaskrifstofuna til greiðslu sektar og felldi málskostnað niður. Tildrög málsins eru þau að ferðaskrif- stofan réð Halldóru Jónsdóttur sem leiðsögumann í tjaldferð nr. 59 dagana 23. ágúst til 3. september 1982 en Halldóra er ekki meðlimur í Félagi leiðsögumanna. Af gögnum þessa máls var hinsvegar Ijóst að ferðaskrifstofan átti völ á leiðsögumönnum innan félags- ins í þessa ferð. ísland og Ástralía taka upp stjórnmála- samband ■ Ríkisstjómir íslands og Ástralíu hafa tekið upp stjórnmálasamband. Ríkisstjórn Ástralíu hefur skipað Ant- hony Frederic Dingle til þess að vera sendiherra með aðsetur í Kaupmanna- höfn. stendur í stað um lengri tíma er ástæða til að óttast að meira magn sé í umferð en endranær. Sú staða hefur hinsvegar aldrei komið upp, verð hefur aldrei lækkað heldur hækkar jafnt og þétt“, sagði Guðjón og taldi hann að fullyrðing- ar manna um hið gagnstæða og umræða um það hefðu gengið út í öfgar hvað þetta varðaði. ■ Katrín Sigurðardóttir og Þuríður Pálsdóttir í hlutverkum mæðgnanna í Miðlinum eftir Menotti. ■ I kvöld verður 20. sýning á óperunni La traviata hjá íslensku óperunni, en nú eru aðeins fáar sýningar eftir. Rakarinn í Sevilla verður sýnd bæði á laugardags- og sunnudagskvöld, en aðsókn að þess-i ari vinsælu gamanóperu hefur verið afar góð. í næstu viku koma svo óperur Menott- is, Síminn og Miðillinn aftur upp hjá óperunni eftir nokkurt hlé vegna þrengsla í húsinu. Með Nóaflóðinu eru því fimm óperur í gangi samtímis hjá íslensku óperunni. Framfærsluvísitalan: Hækkaði umO.65% ■ Vísitala framfærslukostnaðar hækk- aði um 0,65% frá því í janúarbyrjun þar til í febrúarbyrjun og vísitala vöru og þjónustu jafn mikið á sama tíma sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Hækkun framfærsluvísitölunnar síðasta ársfjórðung, þ.e. frá því í byrjun nóvem- ber s.l. nemur 2,62%. Það jafngildir 10,9% hækkun á heilu ári. Matvöruliður vísitölunnar hefur að- eins hækkað um 0,7% á síðustu þrem mánuðum. Á þessu tímabili hafa ávextir .lækkað um 5% og aðrar matvörur en innlendar landbúnaðarafurðir, fiskur og brauð hafa lækkað um 2,6% að meðal- tali. Mjólk.feitmeti og egg hafa hækkað að meðaltali um 1%, fiskur um 0,5% brauðvörur um 1,4% og kjötvörur um 4% á þessum 3 mánuðum. Þeir liðir sem lang mest hafa hækkað í verði þessa 3 mánuði eru tóbak um 13,4% og hiti og rafmagn einnig um 13,4%. Áfengi, kaffi og gosdrykkir hafa hækkað um 5,8% og föt og skófatnaður um 4,9%. Aðrir liðir vísitölunnar hafa hækkað um 2% og niður í ekki neitt, þessa 3 mánuði, nóvember, desember og janúar. -HEI Utflutningur á vikri og gjalli: Verðmætis- aukningin varð um 518% milli ára ■ Útflutningur á fósturjörðinni (vikri og gjalli) jókst um 518% að verðmæti á s.l. ári, eða úr röskum 5,2 millj'. 1982 upp í tæpar 32,4 milljónir króna á síðasta ári. Alls voru í fyrra flutt út 45.335 tonn af vikri og gjalli miðað við 17.525 tonn árið 1982. Aukningin milli ára er því 159% að magni til. -HEI -JGK FYRIRSPURN A ALÞINGIUM NAUÐGUNARKÆRUR í TÍÐ RLR ■ Meðal fyrirspurna sem lagðar hafa vcrið fram á Alþingi er ein sem beint er til dómsmálaráðherra og hann beðinn um að gefa yfirlit á nauðgunum síðan Rannsóknarlögregla ríkisins var stofnuð. Það er Kristín Halldórsdóttir sem leggur fyrirspurnina fram og er hún í fimm liðum: 1. Hversu oft hefur verið kært fyrir nauðgun síðan Rannsóknarlögregla ríkisins var sett á stofn árið 1977? 2.. Hve margar kærur hafa leitt til ákæru? 3. Hve margar kærur hafa verið felldar niður vegna skorts á sönnunum? 4. Hve mörgum málum hefur lokið með sátt og hve háar upphæðir er um að ræða í hverju tilviki? 5. Hve margar ákærur hafa leitt til dóms á ofangreindu tímabili, og hver hefur refsing orðið í hverju tilviki? -OÓ Rannsoknin tók hátt í fjóra mánuði. Rannsóknin í Lagarfoss- og Karlsefn- ismálunum tók hátt í fjóra mánuði og var mjög umfangsmikil en aldrei áður í sögu fíkniefnalögreglunnar hefur verið lagt hald á jafnmikið magn fíkniefna í einu en áður hefur verið upplýst um smygl á meira magni en þá var um það að ræða að búið var að dreifa því innanlands. Ásgeir Friðjónsson sakadómari, sagði í samtali við Tímann að nú væri verið að fella inn í málin ýmis smáatriði sem tengdust þeim, áður en málið yrði sent áfram til ríkissaksóknara, en vegna hugs- anlegra tengsla milli málanna voru mál- skjöl sameinuð í einn bunka. Taldi Ásgeir líkur á því að fleiri en einn aðili tengdist báðum málunum en það væri saksóknara að ákveða hvernig hann tæki á því. -FRI ■ Hassið sem gerí var upptækt í Karlsefnismálinu. Timamynd: Robert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.