Tíminn - 13.03.1984, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984
fréttir
ÓLÍKLEGT AÐ ÞORSKKVÓTINN
VERÐI AUKINN A NÆSTUNNI
— þrátt fyrir skoðanir sjómanna um aukna þorskgengd við landið
■ Þótt það sjónarmið hafi komið fram
hjá sjómönnum að undanförnu að mun
meiri þorskur sé nú í sjónum en áxtiað
var í haust, m.a. hefur komið fram sú
skoðun Guðjóns Kristjánssonar for-
manns Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands, að um 300 þúsund tonn af
þorski séu við Vestfirði nú, þá er ekki
líklegt að þorskveiðikvótinn verði auk-
inn á næstunni, samkvæmt því sem
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra upplýsti Tímann í gær, enda segir
ráðherra að ekkert liggi fyrir enn sem sé
sönnun þess að þorskstofninn sé stærri
en áætlað hefur verið.
„Að mati fiskifræðinga í haust. þá var
talið að heildarþorskstofninn væri á milli
11 og 1200 þúsund tonn, en í þeirri stærð
er stofninn talinn mjög veikur," sagði
Halldór Ásgrímsson er Tíminn ræddi
þetta mál við hann í gær, „en hins vegar
þá liggur það alveg Ijóst fyrir, að þegar
þorskstofninn cr þó þetta stór, þá eru
alltaf líkur á því að það komi töluverðar
aflahrotur. Við skulum vona að þorsk-
stofninn sé stærri en hann var talinn vera
sl. haust, en á þessu stigi liggja ekki fyrir
neinar niðurstöður þess efnis."
Halldór sagði að áfram yrði haldið að
vinna að mati á þorskstofninum, og
sagðist hann vonast eftir því að niður-
stöður lægju snemma fyrir, þannig að
hægt væri að endurskoða fyrri ákvarðan-
ir. „Það er hins vcgar engin ástæða til
þess," sagði Halldór, „að gefa á þessu
stigi miklar vonir um að stofninn sé
stærri en spáð hafði verið."
Halldór sagðist hafa lagt áherslu á það
við Hafrannsóknarstofnun að allt yrði
gert til þess að flýta því að niðurstöður
um athugun á stofnstærðinni lægju fyrir
sem fyrst. Venjulega hefði slíkt mat
legið fyrir á miðju ári, en Halldór sagðist
telja það of seint, og sagðist hann því
gera sér vonir um að einhver niðurstaða
um þetta efni lægi fyrir í næsta mánuði.
-AB.
Þ 'ú ekur með sólskinsbros á vör í sólskinsbílnum
8 ^ IINGVAR HELGASON HF. Il| Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.
Ríkisábyrgð
fyrir
Arnarflug í
athugun
■ Fjármálaráðherra hefur mælt fyrir
frumvarpi um ríkisábyrgð á láni fyrir
Arnarflug. Nemur ríkisábyrgðin 1.5
millj. dollara. Arnarflug hefur átt við
örðugleika að etja undanfarið og síðustu
tvö árin hefur rekstrargrundvöllur fyrir-
tækisins verið slæmur. Fjármálaráðherra
kvað forráðamenn Arnarflugs telja að
hægt verði að snúa dæminu við á næstu
árum og vonaðist hann til að þeir gætu
sett ábyrgð fyrir ríkisábyrgðinni á næstu
mánuðum.
Stefán Benediktsson kvað nauðsyn-
legt að nefndarmenn í fjárhags- og
viðskiptanefnd efri deildar fengju rekstr-
aráætlun Arnarflugs til að gera upp
við sig hvort ríkisábyrgð væri gerleg.
Hann taldi eðlilegt að félagið fengi
ábyrgðina ef rekstraráætlunin gæfi tilefni
til að ætla að það gæti unnið sig út úr
erfiðleikunum á næstu tveim árum.
Ekið á dreng
í Keflavík
■ Ekið var á 10 ára gamlan dreng á
reiðhjóli í Keflavík í gær. Hann var
fluttur á sjúkrahús og voru meiðsl hans
ekki fullkönnuð þegar blaðið ræddi við
Keflavíkurlögregluna í gær, en ljóst er
að hann mun hafa brotnað á vinstra
herðablaði.
-JGK
Sunny þýðir sólríkur og þess vegna köllum við hjá
Ingvari Helgasyni hf. Nissan Sunny sólskinsbíl-
inn. Sólskinsbíllinn á líka ríkulega skilið syo fál-
legt nafn. Ekki bara af því að hann er óumdeilan-
lega mjög fallegur bíll, heldur líka vegna þess að
hann er tæknilega einhver fullkomnasti bíll sem
almenningur á völ á að eignast. Sólskinsbíllinn er
framhjóladrifinn, 5-gíra með 1500 cc ohc vél sem
vakið hefur mikla undrun og aðdáun fyrir snerpu
(84 hestöfl) og sparneytni (4,8 1 á hundraðið á 90
km hraða).
Bíllinn er með fullkominni sjálfstæðri gorma-
fjöðrun á öllum hjólum og 17,5 cm undir lægsta
punkt, sem gerir bæði skíðaferðirnar og sumar-
ferðalögin skemmtileg og pottþétt. Láttu þitt
eigið ímyndunarafl ráða ferðinni við að velja þér
bíl nákvæmlega samkvæmt þínum eigin óskum
því að sólskinsbíllinri er til í 14 gerðum.
Við tökum allar gerðir eldri bíla upp í nýja.
SÓLSKINSBÍLLINN
Lokun símstöðvarinnar á Selfossi:
Brestur í öryggis-
netinu á Suðurlandi?
■ Er öryggismálum á Suðurlandi stefnt
í voða vegna lokunar símstöðvarinnar á
Selfossi? Fyrirspurn um þetta efni var
beint til Guðjóns Petersen forstjóra
Almannavarna á fundi sem FÍB hélt á
Selfossi um helgina.
„Fyrirspurnin kom fram vegna þessað
stöðin er orðin alsjálfvirk og ekki lengur
um handvirka afgreiðslu að ræða," sagði
Guðjón í samtali við Tímann. „Það er
sem sagt ekki um minnkun á þjónustu að
ræða. Ég talaði við póst- og símamála-
stjóra vegna þessa rriáls, og hann sagði
að það væri ekkert mál að fá símstöðina
opnaða ef til náttúruhamfara eða ann-
arra stóratburða kæmi. Sú hefur líka
orðið reyndin á annars staðar þar sem
ástand er eins.“
„Síðan er hins að geta að Almanna-
varnir hafa sitt eigið fjarskiptakerfi á
svæðinu, svo að ekki þurfi að treysta á
yfirhlaðið símakerfi í neyðartilvikum.
Hér er um að ræða þéttriðið net FM
stöðva, það cru 11 stöðvar í Árnessýslu,
11 í Rangárvallasýslu og sami fjöldi eða
fleiri í Vestur-Skaftafellssýslu. Einnig
höfum við þrjár endurvarpsstöðvar sem
hafa sjálfstæða rafgeyma ef rafmagn
bregst.“
Guðjón vildi einnig koma á framfæri
ábendingu um notkun bíla í neyðartil-
vikum. „Ef hús skaddast eða hrynja þá
er bíllinn næsta skjól. Þar er hiti og
rafmagn óháð rafkerfi byggðanna, og
þar er hægt að fylgjast með tilkynningum
■ Frá fundi FÍB á Selfossi á sunnudag. Tímamynd: G.E.
í útvarpi. Siðan eru þeir náttúrlega um. komin 90 ár frá því það gerðist síðast.
flutningstæki í neyðartilvikum." „Það getur enginn svarað því. Suður- pað má segja að þetta geti orðið hvenær
Að lokunt var Guðjón spurður að því landið er svæði sem leysir út orku að sem er,“
hvenær von væri á Suðurlandsskjálftan- meðaltali á 50 ára fresti, og það eru -ÁDJ
IMISSAN SUNNY: