Tíminn - 13.03.1984, Qupperneq 5

Tíminn - 13.03.1984, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGÍIR 13. M\ftS 1984 fréttir I ■ Hellisey VE-503 var smíðuð í Þýskalandi árið 1956, stálskip 75 lestir að stærð, og hafði verið í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í Vestmannaeyjum í eitt ár. Tímamynd: Jón Bjömsson. mjög illa farinn, alblóðugur á fótum og höndum og greinilega örmagna. Hann var aðeins klæddur þunnri peysu, skyrtu og gallabuxum. Honum tókst í fyrstu ekki að gera sig skiljanlegan en ég hafði strax samband við lögregluna og meðan beðið var eftir henni reyndi ég að spjalla við Guðlaug. Ég skildi eitt og eitt orð og náði meðal annars nafninu á bátnum, sem dugði mér til að átta mig á hvernig komið var,“ sagði Atli. Víðtæk leit Víðtæk leit hófst um leið og vitað var hvað átt hafði sér stað. Leitarmenn frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, Hjálp- arsveit skáta og lögreglunni auk nem- enda Stýrimannaskólans gengu fjörur og leituðu í Nýja hrauninu til að ganga úr skugga um hvort fleiri skipverjar hefðu komist í land. Einnig leituðu margir bátar í grennd við þann stað sem talið var að Hellisey hefði sokkið. Fljótlega fannst olíubrák á sjónum og einnig brak sem talið er vera úr Hellisey. Klukkan 10 í gærmorgun fannst flak skipsins á dýptarmælum leitarskipa. Að sögn Kristins Sigurðssonar, formanns Björg- unarfélags Vestmannaeyja, liggur það á 99 metra dýpi sunnan á Leddinu. Hann sagði það vafalaust að þar lægi flakið því sífellt væri að koma upp brak og loftból- ur yfir staðnum. Þá maraði eitthvað í sjónum á 20 metra dýpi og er talið að það sé trollið, sem enn sé fast við skipið. Ekkert fannst í landi þrátt fyrir ítar- lega leit. Allar fjörur á austanverðri eynni voru gengnar og hraunið fínkempt, að sögn Kristins. Þá fóru björgunarsveitarmenn á slöngubátum meðfram Heimaey. Leit var haldið áfram fram í myrkur og til stóð að hefja hana að nýju um leið og birti í dag. ■ „Það er óskiljanlegt hvernig maðurinn hefur farið að þessu“, sagði Atli Elíasson, en Guðlaugur bankaði upp á hjá honum kl. 7 í gærmorgun, og varð þá fyrst uppvíst að sjóslys hefði orðið. Tímamyndir Róbert. Eyjum. Hann var mjög þrekaður eftir þetta einstæða afrek auk þess sem hann var illa farinn á höndum og fótum eftir gönguna yfir hraunið. Ekki tókst að ná af honum tali í gær, en í samtali við Tímann í gærkvöld, sagði Friðþór Guð- laugsson, faðir hans, að honum liði vel miðað við aðstæður. Hann kvað Guð- laug hafa greint frá því hvernig slysið átti sér stað, en samkvæmt fyrirmælum út- gerðarinnar yrði ekki greint frá fram- burði hans opinberlega fyrr cn að aflokn- um sjóprófum. Sigurður Einarsson, forstjóri Hrað- frystistöðvarinnar, sem gerði út Hellis- eyna, sagði að sjópróf vegna slyssins færu fram í Eyjum jafnskjótt og heilsa Guðlaugs leyfði. Hellisey VE 503 var 75 tonna stálbát- ur, smíðaður árið 1956. Hann hefur verið í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í eitt ár og var hann keyptur þangað frá Stykkishólmi. -Sjó Sökk fyrirvaralaust Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað og verður ekkert um það fullyrt fyrr en sjópróf verða haldin. Þó telja menn sýnt að trollið hafi festst í botni og hnykkur verið svo mikill að skipið hafi farið á hliðina og síðan sokkið. Gott veður var þegar slysið átti sér stað og lítill sjór þannig að því getur ekki hafa verið um að kenna. En eins og áður sagði, er hraunbotn í Leddinu, og er svæðið frægt fyrir það að sjómenn missa á því veiðarfæri sín. Talið er að nafnið á því sé til komið vegna þess að franskir fiskimenn sem fiskuðu á íslandsmiðum á liðnum öldum, höfðu blýsökkur, „ledd“ sem gjarnan festust í botninum og týndust. Líðan Guðlaugs eftir atvikum góð Guðlaugur, sem var stýrimaður á Helliseynni, liggur nú á Sjúkrahúsinu í „Slík er öll mín frekja” — Helgi Hóseason heldur áfram baráttu sinni fyrir ad fá skírn sína ógilta ■ Helgi Hóseasson lætur hvergi deigan síga í baráttu sinni fyrir að fá skírn sína ógilta. í gærmorgun hitti Ijnsmyndari Tímans Helga, þar sem hann bauð til kaups yfirlýsingu sína um skjalafals „ríkisstjórnar íslenskra óþokka" á per- sónuheimild hans í þjóðskrá og kirkju- bók. Krafa Helga er að í þjóðskrá verði skráð; „Helgi Hóseasson ónýtti skírnar- sáttmála sinn í Dómkirkjunni í Reykja- vík 16. október 1966.“ „Slík er öll inín frekja“, segir Helgi í yfirlýsingu sinni. Þá segir í yfirlýsingu Helga: „Kryssl- ingar véluðu mig barn, svo til blautan úr móðurkviði og annað sinn þrettán ára, til að viðurkenna að lygasaga um aftur- geinginn galdrara annars vegar og jákvæð, algeing siðfræði hins vegar, væru öhjákvæmilega eitt og hið sama. Slík höfuð forheimskun á mér er stór reísivcrður og endemlega lúalegur glæpur; fyrir hann ákæri ég hið seka samfélag." -b Björgunarsveitin á Keflavíkurflugvelli: Hefur bjargað 200 mannslífum ■ Jolly Green Giant-björgunarsveit- irnar á Keflavíkurflugvelli hafa nú bjarg- að 200 mannslífum síðan þær komu til landsins í nóvember 1971. Því 200asta var bjargað þann 8. mars, þegar 93 ára gamall bóndi var fluttur frá Laugarholti í Sjaldfannardal. Gamli maðurinn þjáðist af lungna- bólgu og hjartaáfalli. Til að leiðbeina þyrlunni kveiktu nágrannarogfjölskylda mannsins bál. Þyrlan lenti síðan á Reykjavíkurflugvelli og var sjúklingur- inn fluttur á Landspítalann. Björgunarsveitin hefur flogið meira en 250 ferðir á þeim tólf árum sem hún hefur haft aðsetur hér á landi, og bjargað 200 mannslífum. Af þessum 200 eru 125 íslendingar, 21 Bandaríkjamað- ur, 18 Færeyingar, 8 Vestur-Þjóðverjar, 7 Sovétmenn, 6 Danir, 5 Bretar og Grænlendingar, 2 Finnar og 1 frá Kan- ada, Póllandi og Austur-Þýskalandi. Flestum var bjargað árið 1973, 45, en þar af voru 33 vegna Vcstmannaeyja- gossins. Næstflestum var bjargað 1975, Hagfræðideild Seðlabankans: 26. Af landi hefur 107 verið bjargað, 14 úr lofti og 79 af sjó. -ÁDJ ■ Áhöfnin sem bjargaði 201). mannslíf- inu. Mynd: Jeff Wood. ■ Hinn aldni baráttumaður Helgi Hós- easson er enn að. Tímamynd Sverrir. Nýr forstöðu- maður ráðinn ■ Eiríkur Guðnason viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn í starf for- stöðuinanns hagfræðideildar Seðla- bankans frá 1. mars 1984. Tekur hann við því starfi af Bjarna Braga Jónssyni hagfræðingi, sem nýlega var ráðinn aðstoðarbankastjóri við bankann. Eiríkur er fæddur 3. apríl 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1965 og við- skiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1970. Eiríkur hefur síðan starfað við hagfræðideild Seðlabankans, einkum að peningamálúm og hefur haft með höndum forstöðu á því sviði frá 1977. Rocky Horror í Klúbbnum ■ Helgina 15. 16. og 17. mars verður Rocky-Horror helgi í Klúbbnum. 20 manna dans- og söngvahópur verður með sérsamið atriði sem byggt er á bíómyndinni Rocky Horror Picture- show. Um undirleikinn sér hljómsveitin Toppmenn. í fréttatilkynningu segir að þarna sé á ferðinni mjög vandað og mikið verk sem kosúið ..hafi óhemju vinnu. Að söngleiknum loknum munu Topp- menn leika fyrir dansi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.