Tíminn - 13.03.1984, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984
17
ar, aö þessari iist? Hversu fjarlægt er
þetta hvað öðru. En sem betur fer
skynjum við þó enn þörfina fyrir sam-
ræmi og fegurð, og þeirri þörf svalar um
stund - falleg ballettsýning. Ég læt
kunnáttumönnum eftir að dæma um
stöðu þeirrar listar hjá okkur, almennt,
en íslenska bellettinum hljótum við að
samfagna með vel heppnaða sýningu og
stórhuga, og óska honum góðs gengis.
skorta á að söngurinn væri nógu fjörugur
og kraftmikili, en lögin eru helsta prýði
leiksins. Efnið sjálft er sveitasæluróman-
tík.Ástarsagan er sú í stuttu máli að
djarfur og myndarlegur kúreki Krulli
syngur um dýrð dagsins. Elskan hans
Lára er eftirsótt en að vísu þegar í
upphafi hrifin af honum. Vinnumaður á
bænum, durtur mikill, sýnist munu verða
skæður keppinautur. Annað ungt fólk er
hér einnig að draga sig saman eins og
gengur. Að lokum hefur tekist að þvæla
öllum í hjónaband og vinnumanninum
leiðinlega er sagt upp. Hann birtist þó að
lokum þegar fóikið er að syngja fagnað-
aróð um hina frjóu jörð, Oklahoma.
Þeim lendir saman, honum og kúrekan-
um, sem lýkur svo að kúrekinn verður
skúrkinum að bana, í sjálfsvörn auðvit-
að. Af þessu hlýst minniháttar reki-
stefna, en Krulli og Lára eru í brúðkaups-
veislu svo ekki má láta dauða eins
vinnuþýs spilla henni. Úti er ævintýri.
Ég býst við að alvörugefnir rýnendur
hafi sitthvað við þennan boðskap að
athuga, því boðskapur felst auðvitað í
þessu, hvað sem líður „rósrauðum
skýjum blekkingarinnar11 sem leikstjóri
talar um. En fáumst ekki um það.
Allir þátttakendur sýningarinnar
lögðu sig fram og unga fólkið í aðalhlut-
verkunum kom vel fyrir, án þess að
neinn skæri sig úr svo að áberandi væri...
Mest mæddi á elskendunum sem Hall-
dóra Björnsdóttir og Hilmar Jónsson
léku. Auk þeirra má nefna Jónu Guð-
rúnu Jónsdóttur, Ólaf H. Samúelsson og
Ingibjörgu Svövu Þórsdóttur. Sú síðast-
nefnda vakti einkum athygli mína fyrir
skemmtilegan og kankvísan leik. Hljóm-
sveit er að tjaldabaki og stjórnar henni
Ríkharður Örn Pálsson, en Halla Mar-
grét Ámadóttir hefur samið dansa og
stjórnar þeim.
Á undan sýningu var flutt Skrapa rots-
predikun að fornum herranætursið. Hún
endar á útleggingu þar sem farið er með
heimsósóma nokkurn, talað um bomb-
una, valdatafl stórvelda, ótta, hatur og
mannvonsku sem ráði heiminum, allt
þetta gamalkunna: „En hvað gerið þið
þá? Jú, þið komið hingað skælbrosandi
í sparifötum til þess að horfa á ódýran
farsa sem ekkert skilur eftir sig nema
tóm. Því segi ég: Eina vitsmunaveran
sem enn finnst á íslandi er íslenska
sauðkindin."
Það var nú svo. Eiginlega finnst mér
leikurinn hálfgerður antiklímax eftir
svona ræðu. En öneitanlega er það
frumleg írónía að lesa svona yfir áhorf-
endum áður en farið er með þá út í
hveitiekrur Oklahoma.
— fannst heil á húfi og vel á sig komin á fimmta
tímanum aðfaranótt mánudagsins
■ Leit stóð vfir allan sunnudagseftir-
miðdaginn s.l. og lengi fram eftir nóttu
að konu sem hafði farið á skíðum frá
skálanum í Bláfjöllum rétt eftir hádegið
og hugðist vera komin til baka um
kaffileytið. Konan fannst síðan heil á
húfi á fimmta tímanum um nóttina og
hafði henni ekki orðið meint af volkinu.
Veður breyttist mjög til hins verra
skömrnu eftir að konan lagði af stað en
Ixgði með kvöldinu og var gott leitarveð-
ur um nóttina.
„Konan brást eins skynsamlega við og
hægt var er hún uppgötvaði að hún var
orðin vilít,“ sagði Magnús Einarsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við
blaðið í gær. „Hún tók af sér skíðin reisti
þau upp og fann sér afdrep fyrir verðinu.
Síðan hélt hún sig á þessum stað, þar til
hún fannst og hafði gætt þess að hreyfa
sig nóg til þess að halda á sér hita. Það
varð ekki merkt að henni hefði orðið
meint en farið var með hana á slysadeild-
ina til öryggis," sagði Magnús.
„Björgunarsveitirnar unnu frábært
starf eins og oft áður og sýndu að þar eru
menn sem kunna til verka og eru vel
búnir tækjum. Hins vegar má þetta
verða til að brýna fyrir fólki að búa sig
út með áttavita og létt Ijósfæri, þegar
það fer í skíðagöngur þarna efra því að
veðrið getur breyst á svipstundu og uppi
í Bláfjöllum er fólk komið upp á öræfi,“
sagði Magnús Einarsson ennfremur.
-JGK
■ Lagt af stað frá skálanum.
Snjóslcðamir komu í góðar þarfir.