Tíminn - 13.03.1984, Síða 18

Tíminn - 13.03.1984, Síða 18
22 EtmmidL ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 19M fréttir | ■ Sundmcnn Aspar 10 AURA SUNDMÓT ASPAR ■ íþróttafélagið Ösp heldur áheitamót í Sundhöllinni við Barónsstíg 3. apríl kl. 20.00. Mótið fer þannig fram að sundmenn, foreldrar eða velunnarar fé- lagsins safna áhcitum á sundmenn félags- ins. Einstaklingar, félög eða fyrírtæki sem gefa áheit, skuldbinda sig til að greiða 10 aura til félagsins fyrir hvern metra sem sundmcnn þess synda á 20 mínútum. Efsyntcr 15 kílómctra greiðir viðkomandi 150 kr. til félagsins. Ekki er búist við að upphæðin fari yfir 170 kr. Iþróttafélagið Ösp er félag í tengslum við Öskjuhltðarskóla. í félaginu eru bæði þroskaheftir og hreyfihamlaðir. Félagið leggur stund á fimm íþrótta- greinar: Frjálsar íþróttir, borðtennis, knattspyrnu, sund og boccia. Um 70 manns stunda æfingar hjá félaginu. Strönd í Medallandi: ÓMERKTUR flU- REFUR SKOTINN! ■ Nýlega var alirefur skotinn við bxinn Strönd í Meðallandi. Það var bóndinn á bænum, Loftur Runólfsson sem skaut refinn, sem var ómcrktur. Að sögn Sveins Einarssonar veiði- stjóra eiga alirefir að vera merktir, en þessi var það ekki. Því lítur út fyrir að þctta hafi verið yrðlingur sem sloppið hafi í sumar, því yrðlingar cru ekki merktir fyrr en á haustin. Það sem merkilegast er við þennan atburð er hve langt rcfurinn hefur farið, því næstu refabú við Meðalland eru í Rangárvalla- sýslu og á Hornafirði. Ekkert er þó vitað hvaðan refurinn kom. eins og áður segir. Á síðustu árum hafa á annan tug alirefa verið skotnir eftir að hafa sloppið. íslenskir refir taka mjög vel á móti alirefum og má nefna að í vor voru tvö grcni unnin á Suðurlandi, annað með alilæðu og villtu karldýri, en hitt með alikarli og villtu kvendýri. Frjósemi refa er mikil, og í fyrrnefnda búinu voru 13 yrðlingar. Yfirleitt eru alirefir spakari en villtir og auðveldara að ná þeim. Sveinn vildi benda refabændum á að huga betur að því að halda refum sínum innan girðingar, því það kostar mikið fé að vinna á refum. -ÁDJ Loðdýrabændur í Eyjafirði: FÓÐIIRSTÖDIN DflLVÍK ST0FNUÐ UM HELGINA ■ Loðdýrabændur ■ Eyjafirði og ná- grenni stofnuðu nýlega með sér sameig- inlega fóðurverksmiðju sem hlaut nafnið Fóðurstöðin Dalvík. Um er að ræða samvinnufélag 18 loðdýrabænda beggja vegna Eyjafjarðar, og nágrannasveitum í Þingeyjarsýslu, sem aðsetur hefur á Dalvík. Áætlað er að þarna verði fram- leidd 3000 tonn af loðdýrafóðri á ári sem siðan verður dreift til bænda á svæðinu með fóðurtankbíl. Þessar upplýsingar fengust hjá Ulfari Arasyni á Klöpp, Svalbarðsströnd sem er formaður fyrir fóðurstöðinni. „Stofnun þessa fyrirtækis ætti að auð- velda mjög nvjum aðilum að fara út í þennan rekstur og gæti því orðið til fjölgunar loðdýrabænda á svæðinu", sagði Úlfar. „Hingað til hefur fóöur- framleiðslan verið í höndum ‘tveggja aðila hvor sínum megin tjarðar. Þegar svo Kaldbakur sem séö hefui um framleiðsl- una austan megin fjarðar ákvað að hætta með sína starfsemi í vor var farið af stað með stofnun þessa fyrirtækis. Þetta verð- ur mun hagkvæmara vegna sparnaðar í tækjakosti. Tækjakostur þessarar verk- smiðju sem mun framleiða 3000 tonn á ári verður sá sami og þarf fyrir verk- smiðju sem framleiðir 1000 tonn", sagði Úlfar Arason. Reiknað er með að Fóð- urstöðin taki til starfa í vor og hætta þá báðar þær verksmiðjur1 sem nú eru starfandi á svæðinu. -b Búnaðarþing: Fordæmir áróður og róg- burð gegn landbúnaði ■ Rúnaöarþing fordæmir órökstuddan áróöur sumra fjölmiðla gegn grundvall- aratvinnuvegum þjóöarinnar, einkum landbúnaöi og sjávarútvegi. Þá segir orörétt í ályktun þingsins um þessi mál: „Búnaðarþing varar viö áhrifum af slík- um rógi, sem cinkennir blaðaskrif ákveðinna aðila, sem virðast m.a. vera aðferð þeirra til að sclja vöru sína. Þessi áróður eykur tortryggni og úlfúð milli landshluta. Því fjölþættar, sem þjóðfélagið verður og fleiri stunda þjónustu og milliliða- störf, því meira ríður á, að gagnkvæmur skilningur ríki milli þjóðfélagshópa. Þá varðar það mestu að fólk missi ekki sjónar á því, hver er grundvöllur fyrir tilveru þjóðarinnar í landinu." -b. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS KELONAHOLTI - IIO REYKJAVÍK - SlMI 83200 Námskeið í iðnaði Fræðslumiðstöð iðnaðarins vekur athygli á eftirtöldum námskeiðum á næstunni. Málmiðnaður: Vökvakerfi 60 stunda námskeið um uppbyggingu vökvakerfa, viðhald, bilanaleit og viðgerðir. Hefst: 15. mars, kl. 18:00, í Iðnskólanum í Reykjavík. Þátttökugjald: kr. 3.500 Innritun í síma: 26240, Iðnskólinn í Reykjavík. Ryðfrítt stál og ál 75-80 stunda námskeið í suðu og efnisfræði, 55 stundir verklegar æfingar í MIG/MAG og TIC - suðu. Hefst: 5. apríl, kl. 17:00, í Iðnskólanum í Reykjavík. Þátttökugjald: kr. 5.000.- Innritun í síma: 83200/165. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Fræsing I 30 - 40 stunda undirstöðunámskeið í fræsingu. Hefst: 28. apríl, kl. 8:30, á skólaverkstæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þátttökugjald: kr. 2.000,- Innritun í síma: 83200/165. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Loftstýringar 40 stunda undirstöðunámskeið um loftstýrikerfi. Haldið: I vor (nánar auglýst síðar), í Vélskóla íslands í Reykjavík. Þátttökugjald: kr. 2.500. Innritun í síma 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Byggingariðnaður: Viðgerðir á steypuskemmdum 60 stunda námskeið um eðli og orsakir steypuskemmda, viðgerðir og áætlanagerð. Hefst: 27. mars, kl. 8:30, á Rannsóknastofnun byggingaiðnað- arins, Keldnaholti. Þátttökugjald kr. 5.500,- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Útveggjaklæðningar 30-40 stunda námskeið um val og frágang útveggjaklæðn- inga.markað og kostnað. Hefst: 03. apríl, kl. 16:00, á Rannsóknastofnun byggingaiðn- aðarins, Keldnaholti. Þátttökugjald: kr. 3.000,- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Niðurlögn steinsteypu 1 dags námskeið. Hefst: 16. mars, kl. 8:30, á Rannsóknastofnun byggingaiðnað- arins, Keldnaholti. Þátttökugjald: kr. 700.- Innritun í síma: 83200/165, hja Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Viðgerðir á gömlum timburhúsum 16 stunda námskeið. Haldið: 27.-28. apríl, í Stykkishólmi. Þátttökugjald: Auglýst síðar. Innritun: Hjá Byggingaþjónustunni í Reykjavík. Málningarefni 30 stunda námskeið í hagnýtum efnisfræðum fyrir málara. Hefst: 28. mars kl. 16:00, í Skipholti 70. Þátttökugjald: kr. 2.500. Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Loftræsti- og hitakerfi 25 stunda námskeið um viðhald og rekstur loftræsti- og hitakerfa. Haldið: 2. 3 og 4. maí, í Borgartúni 6. Þátttökugjald: kr. 2.500.- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Virðisgreining 12 stunda námskeið um leiðir til kostnaðarlækkunar með virðisgreiningu. Haldið: 14. og 15. maí, frá kl. 13:00 -18:00, í Borgaretúni 6. Þátttökugjald: kr. 1.000,- Innritun í síma: 83200/165, Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Plast og málmgluggar Helluhrauni 6 Hafnarfirði sími 53788 Viö minnum á aö þaö þarf ekki fúa- varnarefni á okkar framleiðslu. f\r Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma ^_að venjast breyttum aðstæðum ;:pvFÖRUM VARLEGA! 'T . - ||UMFERÐAR Kvikmyndir SALUR 1 Frumsýnir stórmyndina Tron Frábær ný stórmynd um striðs og video-leiki lull af tæknibrellum og stereo-hljóðum. Tron fer með þig i tölvustriðsleik og sýnir þér inn i undraheim sem ekki hefur sést áður. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, David Warner, Cindy Morgan, Bruce Boxleitner. Leikstjóri: Steven Lis- berger Myndin er í Dolby Sterio og sýnd í 4ra rása Starscope Sýnd kl. 5,7,9,og11 SALUR2 Byggð á sögu eftir lan Fleming. Leikstjóri: Guy Hamllton Sýnd kl. 5,7.15,9.10 og 11.15 Goldfinger JAMES B0ND IS BACK IN ACTION! EVERYTHING HE TOUCHES '.; Q'S*? TURNS TO EXCITEMENT!!! SEAN CONNERY.^... oor' GOLIÍF'INGFR SALUR3 CUJO Splunkuný og jafnframt stórkosileg mynd gerð eftir sögu Stephen King. Bókin um Cujo helur verið gefin út i milljónum eintaka viðs vegar um heim og er mest selda bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir þá sem una góðum og vel gerðum spennumyndum Aðahlutverk: Dee Wallace, Christopher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pinatauro Leikstjóri: Lewis Teague Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9, og 11 Hækkað verð SALUR4 Segðu aldrei aftur aldrei Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Klm Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvln Kershner. Myndin er tekin í Dolby Sterio. Sýnd kl. 5 og 10 Daginn eftir Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo- beth Williams, John Cullum, John Lithgow. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Sýnd kl. 7.30

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.