Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 1
Dagskrá rfkisf jölmiðlanna — Sjá bls. 13 FJðLBREYTTARA OG BETRA BLAD! Föstudagur 16. mars 1984 65. tölublað - 68. árgangur Siðumúla 15-Pósthólf 370Reykjavik-Rrtstjorn86300- Augtysingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöidsimar 86387 og 86306 Borgarstjórn og menntamálaráðherra: STANDA EKKII VEGI FYRIR NIÐURRIFI FJALAKATTARINS Borgarstjóri óskar þó viðræðna við ráðuneytið um málið ■ Mcnntamálarúðhcrra lýsti því yfir við borgarstjórann í Reykjavík að ekkert fé væri til í ráðuneytinu til kaupa á Fjala- kettinum eða til að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu hans. Þessi skilaboð bar Davíð Odds- son borgarstjóri borgarfulltrúum á fundi borgarstjórnar í gær- kvöldi, þar sem Fjalakötturinn var rétt einu sinni á dagskrá. Eftir fundinn í gær liggja því fyrir yfirlýsingar bæði frá ríki og borg að kaup á þessu umdeilda húsi og endurnýjun þess sé þess- um aðilum ofviða. Borgarstjóri benti einnig á að ekki væri að vænta mikils stuðnings frá ríkinu við endurnýjun Fjalakattarins ef það væri haft í huga að miðað við það fjármagn sem Þjóðminja- safn hefur í dag tii endurnýjunar gamalla húsa myndi það taka safnið 70 ár að gera upp Fjala- köttinn. Eftir fundinn í gær stendur því bygginganefnd Reykjavíkur frammi fyrir því að svara fyrir- spurn eiganda Fjaiakattarins um það hvort honum sé heimilt að rífa húsið. Virðist sem bygginga- nefnd hafi ekki neitt það í höndunum sem geri henni kleift annað en að svara eigandanum játandi, þótt enginn borgarfull- trúi hafi lýst því yfir að hann telji að Fjalakötturinn eigi að víkja. Þvert á móti virðast þeir ekki hafa sætt sig við þá tilhugsun, því að samþykkt var að æskja formlegra viðræðna um málið við ráðherra og fela borgarráði að tilnefna í þær viðræður tvo borgarfulltrúa borgarstjóra til fulltingis. -JGK Sjá bls. 2 Sverri heimilað að selja hlutabréf ríkisins í Iðnaðarbankanum: □GENDUM BANK- ANS BOfMN ÞAU Á 26 MILUÓNIR ■ Sverrir Hermannsson iðnað- arráðherra hefur nú fengið heim- ild ríkisstjórnarinnar fyrir því að hann leiti eftir kaupum á hluta- bréfum ríkisins í Iðnaðarbankan- FUNDAÐ FRAM Á NÓTT í EYJUM — yfirvinnubann gæti skoilið á i dag ■ Samningafundur í deilu verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum og atvinnurek- enda á staðnum stóð enn laust eftir miðnættið í gærkvöldi og var alls óvíst hvort samningar næðust í nótt. Þó voru deilu- aðilar sammála um að eitthvað hefði þokast í átt að samkomu- lagi. Sem kunnugt er hafa verka- lýðsfélögin boðað yfirvinnu- barin klukkan 17 í dag cf samningar nást ekki fyrir þann tímg. um, og á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun kynnti iðnaðarráð- herra hvernig hann hyggst standa að þeirri sölu, en samkvæmt heimildum Tímans þá hyggst iðnaðarráðherra bjóða núver- andi eigendum Iðnaðarbankans forkaupsrétt að bréfunum. Nafnverð hlutabréfa ríkisins er nú 10 milljónir 391 þúsund krónur, en þau hafa verið metin á 25 milljónir og 800 þúsund krónur, og mun iðnaðarráðherra ætla að bjóða eigendum Iðnaðar- bankans að ganga inn í það matsverð, en samkvæmt heim- ildum Tímans þá fullvissaði iðn- aðarráðherra samráðherra sína á ríkisstjórnarfundinum í gær- morgun um að ríkið fengi með slíkum viðskiptum mjög gott verð fyrir hlutabréf sín, og að svo búnu var það samþykkt í ríkisstjórninni að heimila iðnað- arráðherra þessa sölu. Það má því búast við því á næstunni að Félag íslenskra iðn- rekenda muni kaupa mikinn hluta þessara hlutabréfa ríkisins í Iðnaðarbankanum, þar sem FÍI er stærsti hluthafinn í Iðnað- arbankanum. -AB Sandey komin á réttan kjöl Stúdentaráðskosningarnar: SAMA SKIPTING Á MILLIAÐILA — Vaka og vinstri menn fengu sex fulltrúa hvor en Umbótasinnar þrjá ■ Starfsmönnum Björgun- ar hf. tókst að koma Sandey II, sem hvolfdi við austur- enda Engeyjar í haust sem leið með þeim afleiðingum að fjórir sjómenn fórust, á réttan kjöl í gær. Búist er við að í dag verði skipið dregið inn í Elliðavog, en þar hefur Björgun hf. athafnasvæði. ■ Úrslit kosninga til stúdenta- ráðs og fulltrúa stúdenta til Háskólaráðs voru nær óbreytt frá í fyrra, en þær fóru fram í gær. Niðurstaðan varð sú, að vinstri menn fengu fimm menn í stúdcntaráð og einn í Háskóla- ráð, Vaka það sama, en Um- bótasinnar þrjá menn í stúdent- aráð og engan í Háskólaráð. Átkvæði féllu þannig, að vinstri menn fengu 786 atkvæði, eða 38,8% sem er um einu prósenti meira en í fyrra, Vaka fékk 716 atkvæði, eða 35,3%, sama hlutfall og í fyrra og Um- bótasinnar fengu 462 atkvæði, sem er 22,8% og örlítið minna hlutfall en í fyrra. Síðastliðið ár hafa vinstri menn og Umbótasinnar myndað meirihluta í stúdentaráði. Nú gengu allar fylkingarnar með óbundnar hendur til kosning- anna og er því allsendis óvíst hverjir mynda meirihluta í ráð- inu. Eins og kunnugt er, er aðeins helmingur stúdentaráðs kosinn ár hvert, það er að segja 15 fuiltrúar af 30. Fyrir kosningarn- ar var ráðið skipað 13 vinstri mönnum, 11 Vökumönnum og 6 umbótasinnum, en í þessum kosningum misstu vinstri menn einn fulltrúa yfir til Vöku þannig að hvort félagið hefur á að skipa 12 mönnum og Umbótasinnar eiga eftir sem áður 6 fulltrúa.Sjó Að sögn Kristins Guð- brandssonar, forstjóra Björgunar, er ómögulegt að segja enn sem komið er nokkuð um möguleikana á því að hægt verði að nota skipið framar. Hann sagði, að gengið yrði úr skugga um það á næstu dögum. -Sjó Tímamynd: Ámi Sæberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.