Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. MARS 1984 7 Fæddi barn í þyrlu í 1000 m hæð ■ - „Hún litla dóttir mín fæddist við himinshlið“, segir Susan Farlow í Barstow í Flor- ida, þegar hún er spurð um hvar hún hafi fætt barn sitt, - hvort hún hafi verið á spítala eða fætt heima. Reyndar var ætlunin hjá Susan að fæða barnið á fæðingardeild. Hún var komin tæpa 7 mánuði á leið, svo ekki höfðu verið gerðar ráðstafanir fyrir flutning á sjúkrahúsið. Súsan átti 2 böm fyrir, og þegar þau fæddust gekk allt eðlilega. Þennan dag voru þau hjón og börnin að búa sig í grillveislu hjá kunningjum sínum, en allt í einu varð Susan veik og kallað var í heimilislækninn. Næsta skref var að komast til sjúkra- hússins í heimabæ okkar. Þar beið þá eftir þeim sjúkrabfll, því að ekki þótti ráðlegt að fæða barnið þar, því það fæddist svo langt fyrir tímann. „Þeir vildu flytja mig á fæð- ingardeildina Loma Linda, en það var um 100 km akstur," sagði Susan. „Farið var af stað með vælandi sírenur, en veðrið var mjög slæmt, svo ekki var hægt að aka hratt. Þegar við vorum um það bil hálfnuð, þá fóru verkirnir að versna og hjúkrunarkonan sem var með mér í bflnum sá að það leið að fæðingu. Þá var haft samband við þyrlu, - og það næsta sem ég vissi var að sjúkrakarfan með mér í var í flughasti flutt inn í þyrluna.“ Eftir eins og flmm mínútur, rétt þegar þyrlan var komin í loftið hrópaði Susan: „Barnið er að koma“ og svo fæddist barnið rétt þegar þyrlan var á ná 1000 m hæð. Nú varð uppi fótur og fit, því barnið var fætt, en var svo líflít- ið, að það grét ekki, en loks eftir nokkrar mínútur tókst hjúkrun- arkonunni að lífga hana við, og allir í þyrlunni glöddust þegar veikburða gráturinn heyrðist um vélina. Telpan var tæpar 7 merk- ur og var skírð Huey - eftir þyrlunni sem hún fæddist í! ■ Susan og litla dóttir hennar, Huey, sem skírð var í höfuðið á þyrlunni. saumað og litað. Síðan var sam- keppni í framhaldsdeildum Heppuskóla og Nesjaskóla, þar sem krakkarnir teiknuðu fyrir- myndir að baktjöldum, þannig að þau eiga þátt í vinnunni líka. Það hafa eiginlega allir verið virkjaðir“. Það er töluverð leikhúshefð á Höfn er það ekki? Jú, hér er til dæmis Gísli Arason, sem hefur mikla leik- reynslu að baki. Hann leikur Gottskálk gamla, og síðan er Ingunn Jensdóttir sem leikur Rósu dóttur hans, síðan má nefna Hauk Þorvaldsson, margir kannast við hljómsveit Hauks Þorvaldssonar, hann leikurFinn, tilvonandi elskhuga, Ingvar Þórðarson og Þorsteinn Sigur- bergsson leika tvo. útlendinga, Svía og Norðmann.. það er svolítið háð á þessa trændur okkar. Guðni Björgúlfsson leikur krimma, eiginmanna Rósu, hann sleppur út úr fangelsi við og við. Hvað með tónlistina, er hún samin af heimamönnum? Nei, tónlistin er stolin og stæld en leikarnir semja hver sína söngtexta, en Arnþór Jónsson leikur undir á harmóniku. Elsti leikarinn er 75 ára, Vilborg Val- geirsdóttir, en sá yngsti er 15 ára, þannig að það er ekkert kynslóðabil og fólkið sem sinnir þessu er í alls konar störfum flestir búnir að Ijúka 12 tíma vinnudegi þegar æfingar hefjast“. Þið gerið auðvitað ráð fyrir mörgum sýningum og mikilli aðsókn? Já, að sjálfsögðu. Við munum m.a. vera með miðnætursýning- ar, sem hefjast klukkan 23.00. Þannig að fólk hefur tíma til búa sig í leikhúsið ci'.ir að gegningum lýkur. Það má vel vera áð við hugsum okkur eitthvað til hreyf- ings með sýninguna, en það er dýrt og verður að ráðast. - JGK. erlent yfirlit ■ UM HELGINA hófst í Lausanne í Sviss sáttafundur hinna stríðandi afla í Líbanon. Tilgangur fundarins er í fyrsta Iagi að koma á vopnahlé í Líban- on, en í öðru lagi að koma á nýrri stjórnarskipun, sem sé meira í samræmi við nútímann eða réttara sagt skiptingu íbúa í trúarflokka en sú, sem nú gildir. Það er ekki talið vonlaust, að samkomulag geti náðst um vopnahlé, en óvarlegt þykir að gera ráð fyrir, að það haldist lengur en meðan ráðstefnan stendur yfir. ■ Helzta von G emayels forseta er að Assad Sýrlandsforseti reynist honum hjálplegur, en hann hefur veruleg áhrif á leiðtoga múhameðs- trúarmanna í Líbanon. Sáttahorfur eru litlar á fundinum í Lausanne — Skipting Líbanons helzt líklega áfram Ástæðan er sú, að lítil trú er á því, að samkomulag náist um nýja stórnarskipan. Þegar Líbanon hlaut sjálfstæði 1943 eftir stutt yfirráð Frakka, náðist samkomulag um það fyrirkomu- lag, að forsetinn og yfirhershöfð- inginn yrðu jafnan úr hópi krist- inna manna, en forsætisráðherr- ann úr hópi súnni-múhameðs- trúarmanna og forseti þingsins úr hópi shíta-múhameðstrúar- manna. Þá skyldu kristnir menn fá meirihiuta á þingi. Sú regla var þar lögð til grundvallar, að kristnir menn fengu 6 þingmenn af hverjum 11. Þetta samkomulag var byggt á því, að samkvæmt manntali frá 1934 var talið að kristnir menn væru fleiri en múhameðstrúar- menn. Þetta var þó dregið í efa, en Frakkar studdu kristna menn og varð því skipulagið þeim í hag, eins og að framan greinir. Nú er viðurkennt af öllum, að múhameðstrúarmenn séu orðnir stórum fjölmennari en kristnir. Yfirleitt er talið, að þeir séu rúmlega 60% af íbúum Líbanons. í samræmi við þetta krefjast þeir gerbreytingar á stjórnar- skipulaginu og horfið verði frá þeirri skiptingu í helztu valda- stöðum ríkisins, sem verið hefur í gildi síðan 1943. ÞÓTT íbúar Líbanons skiptist aðallega í tvo trúarflokka, eru trúarflokkarnir eða trúarbrotin miklu fleiri. Þannig skiptast mú- hameðstrúarmenn í ekki færri en fimm hópa. Shítar eru taldir fjölmennastir eða nær 30% íbú- anna, en þeir eru taldir rúmar 3 milljónir. Næst á eftir shítum koma súnnítar og síðan Drúsar, sem eru taldir um 90-100 þúsund. Auk þess eru tvær smærri trúar- deildir, auk lítilla sérhópa. Kristnir menn skiptast í ekki færri en eilefu hópa. Stærsta hópinn mynda svokallaðir marónítar, en a.m.k. um hálf milljón íbúanna telst til þeirra. Meðal þeirra hefur risið upp öflug hreyfing, falangistar, sem hefur vopnuðum sveitum á að skipa. Stofnandi hreyfingar fal- angista var Pierre Gemayel, fað- ir Amins Gemayels, núv. for- seta. Næsta fjölmennastur mun vera hópur grísk-katólskra, sem telur um 200 þúsund manns. en ■ Drúsa-leiðtoginn Walid Jumblatt hefur undanfarið látið mikið til sm taka. þar næst koma rómversk kat- ólskir, sem flestir eru af grískum ættum. Loks eru mótmælendur um 10 þúsund og margir aðrir smáflokkar. Flestir hópar kristinna manna hafa myndað samtök, líbönsku fylkinguna, og kemur hún fram fyrir hönd þeirra á sáttafundin- um í Lausanne. Aðalfulltrúar hennar þar eru Camille Cham- oun (85 ára), fyrrv. forseti, og Piérre Gemayel (78ára), Cham- oun er formaður líbönsku fylk- ingarinnar. Utan líbönsku fylkingarinnar eru svo samtök kristinna manna undir forustu Suleiman Franjieh (73 ára), fyrrum forseta. Fylgis- menn hans eru aðallega í Norður-Líbanon, en fylgismenn þeirra Chamouns og Gemayels eru aðallega í Beirút og miðhluta landsins. Milli þeirra Chamouns og Gemayels annars vegar og Fra- njiehs hins vegar hefur lengi ríkt eins konarstyrjaldarástand. Fyr- ir nokkrum misserum lét Bashir, sonur Gemayels, myrða son Fra- njiehs, ásamt konu hans og barni. Ef til vill hefur það verið hefnd fyrir þann verknað, að Bashir Gemayel var myrtur í september 1982, en hann var þá nýorðinn forseti. Amin bróðir hans varð eftirmaður hans. Á SÁTTAFUNDINUM í Lau- sanne hefur Franjieh myndað bandalag með súnnítaleiðtogan- Þórarinn Þorarinsson, ritstiori skrifar um Rashid Karami fyrrv. forsæt- isráðherra og Drúsaleiðtoganum Wallid Jumblatt. í óbeinum tengslum við þá er leiðtogi shíta, Nabih Berri. Shítar búa aðallega í suður- hluta landsins, meðal annars á því svæði, scm nú er hernumið af ísrael. Drúsar búa einnig fyrir sunnan Beirút og hafa því land- fræðilega góða stöðu til árása á borgina. Hersveitir Jumblatts og Berris ráða í dag mestum hluta Vestur- Beirút og fjöllunum suðaustur af borginni. Auk þeirra, sem eru nefndir hér að framan, eiga tveir aðrir; leiðtogar múhameðstrúarmanna sæti á ráðstefnunni. Það eru þeir Saeb Alam, sem er súnníti, og Adel Osseiran, sem er shíti. Áhrif þeirra eru talin minni en Jumblatts og Berris, því að þcir hafa ekki hcr á bak við sig. Báðir hafa þeir Jumblatt og Berri haft náið samband við Sýrlendinga. Auk þess leikur grunur á, að Bei ri liafi einkum samband við Khomeini leið- toga írans, enda eru þcir báðir shítar. Þaö er kratu þeirra Jumblatts og Berris að hætt verði að skipta aðalembættum ríkisins milli kristinna manna og múhameðs- trúarmanna, eins og viðgengizt hefur síðan 1943. Jumblatt hefur þó hreyft þeirri hugmynd, að forseti verði aðeins kosinn til eins árs í senn og verði hann úr hópi kristinna annað árið, en hópi múhameðstrúarmanna hitt árið. Líbanska fylkingin, sem er undir stjórn Chamouns og Pierr- es Gemayel, eins og áður segir, lýsir sig reiðubúna til að fallast á breytta stjórnarskipun, en vill að hún byggist á fylkjum, sem hafi víðtæka sérstjórn, og verði trú- arfriður tryggður með því móti. Engar líkur þykja til þess að sinni, að samkomulag náist um nýja stjórnarskipun. Flestir ótt- ast því, að ráðstefnan muni fyrr en síðar fara út um þúfur og hætta verði þá á að vopnuð átök taki við, ef þau verða ekki hafin áður. Meðan stríðandi fylkingar í Líbanon ná ekki samkomulagi munu hvorki Sýrlendingar né ísraeismenn kveðja heri sína heim. Skipting Líbanons getur orðið langvarandi og jafnvel var- anleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.