Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 16. MARS 1984 15 krossgáta myndasögur 7 2 3 ■ ■ S P 4 n c? u '2 /3 /V 15 ■ ■ ■ L 4294 Lárétt 1) Ötull 5) Gól 7) Elska 9) Hrós 11) Bókstafur 12) Eins 13) Nafars 15) ílát 16) Hljóðfæri 18) Stjórnar Lóðrétt 1) Kærir 2) Beita 3) Tónn 4) Hár 6) Hindrar 8) Nýgræðingur 10) Ýta fram 14) Sverta 15) Söngfólk 17) Á heima Ráðning á gátu No. 4293 Lárétt 1) Ofsjón 5) Æja 7) Jól 9) Rák 11) Ar 12) La 13) Rif 15) Alt 16) Álf 18) Stilli Lóðrétt 1) ofjarl 2) Sæl 3) JJ 4) Óar 6) Skatti 8) Óri 10) Áll 14) Fát 15) Afi 17) LI. bridge ■ Nokkrir austurspilarar í 67. spil í tvímenning Bridgehátíðar, fengu tæki- færi á skemmtilegri vörn, sem þó hvergi fannst. Norður S. 010983 H.AK9 T. D62 L.G3 Vestur S. G76 H.864 T. 975 L.D952 Austur S. A42 H.DG32 T. AG8 L.864 Suður S. K5 H.1075 T. K1042 L.AK107 Við öll borð voru spiluð 3 grönd í NS, yfirleitt í suður. Sumsstaðar spilaði vest- ur út tígli eða laufi og þá var eftirleikur- inn auðveldur hjá sagnhafa að fá 10 eða 11 slagi. En við önnur borð fann vestur hjartaútspilið. Það gerði t.d. svíinn Leif Svenzon eftir þessar sagnir NS: Norður Suður 1 T 1S 1 Gr 2L 2Gr 3Gr 1 tígull og síðan 1 grand suðurs sýndu jafna hendi með 11-13 punktum. 2 lauf var biðsögn og 2 grönd suðurs sýndi nákvæmlega skiptinguna 2-3-4-4. Hjarta- útspil vesturs var því nokkuð sjálfsagt. Sagnhafi lét hjartatíuna í borði í fyrsta slag og austur tók á gosa og spilaði hjarta tilbaka. Sagnhafi spilaði næst spaða á kónginn heima og síðan aftur spaða á áttuna í borði sem austur tók á ás og spilaði þriðja hjartanu. Nú gat sagnhafi ekki fengið fleiri en 9 slagi og vörnin fékk fyrir það 29 stig af 42 mögulegum. En þó vörn AV væri þokkaleg missti austur af tækifæri til að gera sagnhafa enn erfiðara fyrir. Með því að stinga strax upp spaðaás þegar sagnhafi spilar spaðanum úr borði, verður sagnhafi að gera uppvið sig hvort hann lætur lítinn spaða heima eða hendir kóngnum í. Ef hann hendir kóngnum í vinnur hann spilið slétt eins og það liggur en geri hann það ekki fer hann einn niður. Og það eru líkur fyrir því að suður reikni með, þegar austur stingur upp spaðaás, að hann geri það vegna þess að hann eigi AG staka í spaða. Og þá er voðinn vís. Austur gat allavega séð, eftir sagnirnar hér að ofan, að áhættan við að stinga upp spaðaásnum, var hverfandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.