Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 16. MARS 1984
fréttir
Blár ópal
kominn á
markað-
inn aftur
Sjópróf fóru fram í Vestmannaeyjum í gær:
HELUSEYNNI HVOLFDI
Á ÖRFÁIIM SEKÚNDUM
— Þrír skipverjar komust á kjöl, en Guðlaugur
var sá eini sem náði landi
■ Helliscy VE 503 hvolfdi á örfáum
sckúndum, þegar skipverjar voru að
rcyna að losa trollið úr festu, samkvæmt
framburði Guðlaugs Friðþjófssonar
stýrimanns í sjóprófunum vegna slyssins
sem haldin voru í Vestmannaeyjum í
gær.
Sjóprófin voru haldin á Sjúkrahúsinu
■ „Áhugi kaupendanna er svo mikill
að það kæmi mér á óvart ef við ættum
ekki cftir að eiga við þá töluverð við-
skipti í framtíðinni. Þetta hyrjaði í fyrra
og nú kaupa þeir fjórfalt það magn sem
við seldum þeim þá," sagði Orn Gústafs-
son, markaðsstjóri Iðnaðardeildar Sam-
bandsins á Akureyri, sem nýlega gekk
frá samningum um sölu á mokkaskinni
fyrir 23 milljónir króna til Bandaríkj-
anna og ciga skinnin að aihendast á
næstu 18 mánuðum.
Örn sagði, að í rauninni væri Banda-
þar sem Guðlaugur liggur en hann
komst einn lífs af þegar Hellisey sökk.
Fjórir skipverjar fórust. Guðlaugi sagð-
ist svo frá við sjóprófin að hann hefði
verið í koju en farið upp á dekk um kl.
21.40 á sunnudagskvöld. Þá var áhöfnin
öll uppi á dekki að reyna að losa trollið
úr festu á Leddinu. Þá tókst þannig til
ríkjamarkaður nýr fyrir íslensk mokka-
skinn. Hann kvaðst vonast til að sölur á
hann myndu aukast því að til mikils væri
að vinna þar sem um væri að ræða
stærsta markað heims.
„Þessi samningur er sérstaklega góður
fyrir það að skinnin sem við erum að
selja eru ekki í hæsta gæðaflokki og
hingað til hefur verið erfitt að losna við
þau fyrir sæmilegt verð. Hins vegar
henta þessi skinn Bandaríkjamönnunum
mjög vel“, sagði Örn.
-Sjó
að bátnum hvolfdi á fjórum til fimm
sekúndum.
Guðlaugur komst á kjöl bátsins ásamt
skipstjóranum og 2. vélstjóra, þar voru
þeir í rúman hálftíma meðan báturinn
var að sökkva undan þeim en þeir
lögðust síðan til sunds en Guðlaugur var
sá eini sem komst til lands, um 5
kílómetra vegalengd. Hann kom að
landi sunnan við Prestavík í nýja hraun-
inu og gekk þaðan til byggða, um 2ja
kílómetra vegalengd.
Guðlaugur var sá eini sem kallaður
var til yfirheyrslu í sjóprófunum. Hann
liggur enn á Sjúkrahúsinu í Vestmanna-
eyjum og er talið að hann verði þar
nokkurn tíma meðan sár á fótum hans
eru að gróa. Að öðru leyti er Guðlaugur
við þoklcalega heilsu.
Jón Ragnar Þorsteinsson, aðalfulltrúi
bæjarfógetans í Vestmannaeyjum
stjórnaði sjóprófunum í gær. Hann
sagði, í samtali við Tíntann, að sú
afstaða hefði verið tekin að ekki væri
ástæða til að yfirheyra fleiri vegna slyss-
insen gagnasöfnun erekki lokið að fullu.
-GSH
■ Blár dpal kemur nú á markaðinn á
ný eftir nær tveggja ára hlé. Fram-
leiðslu bláa dpalsins var hætt vegna
þess að bragðefnainnihald sælgætisins
var yfir æskilegum mörkum. Með
stöðugum tilraunum hcfur nú tekist að
ná fram sama bragði þrátt fyrir mun
minna magn bragðefna. Þannig er nú
klóroform magn bláa ópalsins aðeins
1,4% meðan leyfilegt magn er sam-
kvæmt reglugerð 2%.
Bandaríkjamenn:
Kaupa fjórfalt
magn af mokka
skinnum midað
vid sídasta ár
■ Starfsmenn Sælgætisgerðarinnar Opal eru hér að pakka nýja, bláa ópalnum. Með
tilraunum og vöruþróun hefur tekist að halda sama bragði og áður, þótt dregið hafi
vettð mjög úr bragðefnainnihaldi.
Aukning á farþegum
var 100% milli ára
■ Rúmlega 100% fjölgun farþega er í
áætlunarflugi Arnarflugs til Amsterdam
milli ára ef bornir eru saman febrúar-
mánuðir 1983 og '84. Þannig voru far-
þegar á þessari leið 1137 í síðasta
mánuði en aðeins 550 í sama mánuði
1983. Á sama tímabili er aukning vöru-
flutninga 154%. Þessar upplýsingar
fcngust í nýútkomnu fréttabrcfi Arnar-
flugs en þar er því ennfremur spáð að
þessi þróun haldi áfram. Stór hluti
þessarar aukningar hlíst af fjölgun hol-
lenskra ferðamanna til landsins en í
byrjun árs var hún 100% miðað við sama
tíma í fyrra.
í sumar verður Arnarflug með áætlun-
arferðir til Amsterdam, Zúrich og Dúss-
eldorf auk leiguflugs fyrir erlenda og
innlenda aðila. Ráðgert hafði verið að
farnar yrðu tvær ferðir í viku milli
íslands og Amsterdam í apríl og maí en
nú hefur verið ákveðið að þær verði
þrjár í apríl.
Ríki og borg lýsa sig þess vanmegnug að kaupa og gera upp Fjalaköttinn:
BUISTERVIÐftÐ BYGGINGANEFND
HBMIU NHNIRMFID Á NÆSTUNNI
— samhliða hefjast viðræður borgar og ráðuneytisins um leiðir til að bjarga húsinu
■ Svo sem fram hefur komið áður hér í blaðinu hefur legiö fyrir bygginganefnd
Reykjavíkur frá í haust fyrirspurn frá Þorkeli Valdimarssyni eiganda Fjalakattarins
í Reykjavík um það hvort honum væri heimilt að rífa húsið, eða hvort Reykjavíkur-
borg vildi kaupa það með endurnýjun í huga. Borgarráði barst fyrirspurn frá
bygginganefnd á sínum tíma um málið og samþykkti meiríhluti ráðsins svarbréf, sem
kom fyrir borgarstjórn í gær til staðfestingar. Samþykkti meirihluti borgarstjórnar að
gera svar meirihluta borgarráðs að sínu með lítils háttar viðbót.
Svarið til bygginganefndar er í sem
skemmstu máli á þá leið að það myndi
kosta borgina u.þ.b. 44.milljónir króna
að kaupa Fjalaköttinn og við það bættist
að kostnaður við endurnýjun myndi
verða á bilinu 12-20 milljónir samkvæmt
athugunum sem borgin hefur látið gera.
Slíkt sé borgarsjóði ofviða eins og sakir
standa. Þá segir í svarinu að það standi
Þjóðminjasafni og/eða menntamála-
ráðuneytinu nær að taka ákvörðun um
framtíð hússins. Borgarstjóri bar borg-
arfulltrúum jafnframt þau skilaboð frá
menntamálaráðherra að ekki væri til fé
hjá ráðuneytinu til að leggja í Fjalakatt-
arpúkkið. Benti borgarstjóri jafnframt
á að miðað við að það fé sem Þjóðminja-
safnið hefur nú úr að spila myndi það
taka safnið 70 ár að endurnýja Fjalakött-
inn og myndi það þó ekki sinna öðrum
endurnýjunarverkefnum á meðan.
Borgarstjóri lagði áherslu á að með
þessu væri borgarstjórn ekki að taka
ákvörðun um að rífa Fjalaköttinn, að-
eins að gera bygginganefnd grein fyrir
stöðu málsins í borgarstjórn og hjá
ríkinu. Hann sagði að þegar menn
ræddu um framtíð Fjalakattarins yrðu
menn að hafa í huga að borgin stæði
frammi fyrir fleiri óleystum vandamálum
af sama toga, ekki hefði enn tekist að
koma því svo fyrir að borgin eignaðist
Aðalstræti 10, elsta hús innan borgar-
markanna en við hæfi hefði verið að á
200 ára afmæli borgarinnar hefði hún
eignast það hús og endurnýjað en ekki
hefði unt það náðst samningar. Ekki
hefði verið tekin ákvörðun um hvað ætti
að gera við gamla Lindargötuskólann né
Bjarnaborgina, en verndun hvers þessa
húss fyrir sig kostaði umtalsverða fjár-
muni og yrði að skoða þessi mál í einu
lagi. Davíð bar upp viðbót við áðurnefnt
svar borgarráðs þar sem bent er á að í
deiliskipulagi fyrir Kvosina væri ekki
gert ráð fyrir að Fjalakötturinn hyrfi. Enn
fremur stóð hann að samþykkt tiliögu
um að óskað yrði formlegra viðræðna
við menntamálaráðuneytið um þetta
mál, þar sem hann ásamt tveim borgar-
fulltrúum, einum úr meirihluta og öðrum
úr minnihluta færu með umboð borgar-
ráðs.
Gerður Steinþórsdóttir lagði áherslu
á að þúsundir manna hefðu lýst yfir vilja
til þess að Fjalakötturinn verði varðveitt-
ur og auk þess fjölmörg félagasamtök.
Hún sagði að íslendingar ættu fátt sýni-
legra sögulegra minja og hefðu illa efni á
að farga þeim sem til væru. Ýmsar
tillögur lægju einnig fyrir um nýtingu
hússins að endurnýjun lokinni og mörg
félagasamtök væru reiðubúin til að
leggja sitt af mörkum til málsins. I sama
streng tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
sem sagði hús menningararfleifð ekki
síður en bækur og það væri sambærilegt
að eyðileggja þá arfleifð og að éta
handritin, nema hvað það fólk sem á
ölduni áður lagði sér til munns skinn-
handrit hefði verið hungrað fólk. Hún
minnti á að með deiliskipulagi fyrir
Kvosina opnuðust samningsmöguleikar
við eiganda Fjalakattarins, m.a. í formi
makaskipta á lóðum. Þótt samningar við
Þorkel Valdimarsson hefðu ekki tekist
fram til þessa liti hún svo á að slíkir
samningar væru mögulegir ef vilji allra
aðila sem málið snerti væri raunverulega
fyrir hendi.
Sigurður E. Guðmundsson minnti á
að það hefði ekki tekið Vilmund heitinn
Gylfason langan tíma að leysa áratuga
deilumál varðandi framtíð Bernhöfts-
torfu. Það hefði hann gert með samningum
við áhugamenn sem vildu taka það verk
að sér og nú vildu allir hafa kveðið þá
Lilju sem endurnýjun Torfunnar var.
Hið sama ætti við í þessu máli að taka
yrði með í reikninginn atorku þeirra
áhugamanna sem vildu vinna að málinu.
Borgarstjóri talaði aftur og ítrekaði
að borgarstjórn væri aðeins að svara
bréfi frá bygginganefnd varðandi stöðu
málsins nú samkvæmt beiðni nefndar-
innar. Framhald málsins væri undir ýmsu
komið, en ef eitthvað kæmi fram sem
breytti stöðunni frá því sem nú væri
fengi bygginganefnd aftur tækifæri til að
fjalla um málið, svo og borgarstjórn.
Bygginganefnd stendur því frammi
fyrir að þurfa að svara Þorkeli Valdi-
marssyni hið fyrsta, enda liggur fyrir
krafa frá lögmanni hans um tafarlaus
svör svo sem frant hefur komið hér í
blaðinu, svo og yfirlýsing um að hann
áskilji sér bótarétt fyrir allan frekari
drátt málsins og það tjón sem hann hefur
þegar orðið fyrir vegna áralangra tafa á
ákvörðunum um framtíð Fjalakattarins.
Samkvæmt því sem orðið er verður erfitt
að hugsa sér annað en að bygginganefnd
svari beiðni Þorkels um leyfi til niðurrifs
játandi nú á næstunni. Hvort niðurrif
Fjalakattarins fer fram á næstunnr er
annað mál, fjölmargir aðilar virðast vilja
leggja mikið í sölurnar til að svo fari ekki
og enginn borgarfulltrúi hefur lýst sig
samþykkan niðurrifi.
-JGK
Lýðháskólinn í
Skálholti:
MEÐ
FÖSTUVÖKU
■ Á sunnudagskvöldið verður haldin
Föstuvaka í Hafnarfjarðarkirkju, og
munu nemendur og kennarar Lýðhá-
skólans í Skálholti annast efni vökunn-
ar að mestu leyti. Rektor skólans Gylfi
Jónsson flytur ræðu en nemendur sýna
leiki, syngja og spila undir stjóm Odds
Albertssonar eins af kennurum
skólans. Vakan hefst klukkan 20:30 og
er það von aðstandenda að þeir megi
verða margir sem eiga uppbyggilega
og blessunarríka stund í kirkjunni
þessa kvöldstund.