Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 12
12
FOSTUDAGUR 16. MARS 1984
heimilistíminn
umsjón: B.St. og K.L.
■ Eygló Halldórsdóttir, sem að
þessu sinni segir okkur frá degi i
lifi sínu, valdi sér þá leið að taka
fridag til umfjöllunar, enda segir
hún sér hinar fáu fristundir, sem
hún á frá annasömu starfi, mjög
kærar. Eygló er fædd og uppalin
austur á Fljótsdalshéraði, en þeg-
ar hún var 15 ára að aldri fluttist
fjölskylda hennar til Akureyrar og
þar eru foreldrar hennar og tveir
bræður enn búsettir. Eygló hélt
hins vegar til Reykjavikur til náms
í lögf ræði að afloknu stúdentsprófi
á Akureyri og ílentist i höfuð-
borginni.
Eyglo er ritstjóri Lögbirtinga-
blaðsins og Stjórnartíðinda.
Þcgar þcss var óskað, að cg scgði
frá cinum dcgi í lífi mínu ákvað cg
strax aö vcljti til þcss Irídag, frcmur cn
vinnudag. Ekki vcgna þcss að starf
mitt sc lciðinlegt cða tilbreytingar-
laust, þvert á móti, heldur vegna þess
að í starl'i eins og mínu, þar sem álag
cr mikið, eru frístundirnar mér nijög
kærar og því enn Ijúfara að rifja þær
upp cn vinnustundirnar.
Ég fæ hálfgert
samviskubit
Ég vakna af sjálfsdáöum þcnnan
laugardagsmorgun. Það cr yndislcgt
að þurfa ekki að hlýða kalli vekjara-
klukkunnar eins og venjulega. Ég fer
snöggvast á fætur og gægist út um
gluggann. Veörið er óttalega grá-
myglulegt; rigning, þoka og töluveröur
hlástur. „Mikið á cg gott að þurfa ekki
aö fara út strax." hugsa ég um leið og
ég dreg gluggatjöldin vandlega fyrir
þessi ósköp, skríð undir sængina aftur
og kúri mig upp að mínum heittelsk-
aða.
® Eygló Halldórsdóttir hefur í mörg horn að líta í starfí sínu og kann því vel að meta þær fáu frístundir, sem gefast. Þær
notar hún líka vel. (Tímamynd GE)
það svelti sjálft heilu hungri og sé mun
verr á sig komið en börnin. Þvílík
óeigingirni mitt í neyðinni! Vinkona
mín segist hins vegar skilja það mæta-
vel. Þar skilur sennilega á milli okkar
að hún hefur reynslu af því að vera
móðir, en ekki ég. Ég skil heldur ekki
hvernig hægt er að lifa í landi þar sem
ekki hefur komið deigur dropi úr lofti
í heilt ár og allur gróður skrælnaður og
öskugrár, líkt og skógareldar hafi geis-
að. Bara að eitthvað af okkar hreina
og góða vatni væri komið til þeirra.
Eftir að hafa horft á svona þátt sann-
færist maöur enn betur unr það að
fleira er vcrðmæti en peningar.
„Ég get varla horft á svona þætti; það
liggur við að maður fái samviskubit."
segir vinkona mín. „Það er nú bara
gott," segi ég, „það er þá að minnsta
kosti einhver von um hjálp fyrir þctta
fólk. Það á sama tilverurétt og við, þó
að það sé ekki svo heppiö að vera fætt
á Islandi."
Ég verð alltaf svo kappsful! þegar ég
hugsa um eymd þessa fólks. Þá langar
mig mest til að bretta upp fyrir olboga
og gera eitthvað í málinu. En svo
finnst manni bara svo vonlaust að ein
og ein manneskja rétti hjálparhönd, á
meðan stórþjóðir hcims verja gífur-
legum fjármunum til smíði vítisv'éla,
sem eru til þess eins ætlaðar að eyða
því lífi sem aðrir eru að reyna að
viðhalda.
Jæja við erum komnar heim til mín
og ég kveð vinkonu mína og son
hennar, sem er reyndar sofnaður í
aftursæti bílsins - hann verður þá ekki
til trafala fyrir móður sína á leiðinni til
Keflavíkur.
...þá sjá allir!
Klukkan er orðin sex þegar ég kem
heim. Og ekki að því að spyrja, búið
„FRISTUNDIRNAR ERU MÉR MJÖG KÆRAR”
Dágóða stund skemmti ég mér við
að horfa á hann sofandi og reyni að
gcta mér þess til hvað hann sé að
dreyma.... en hann er cins og lokuð
bók, drcgur bara andann djúpt og er
Itinn alvarlegasti á svipinn.
Skyndilega rýfur barnsgrátur í næstu
íbúð þögnina og minnir mig á alla þá
foreldra scm geta ekki leyft sér að-
flatmaga svona fram undir hádegi eins
og við. Ég fæ hálfgert samviskubit og
ákveð að drífa mig á fætur.
Vitandi hvaö þaö er gott að vera
vakinn með kossi, smelli ég einum
laufléttum á vanga sambýlismanns
míns og býð honum góðan daginn.
„Eg nokkurt skíðavcður?" umlar hann
á nær óskiljanlcgu svefnrofamáli.
„Öðru nær," svara ég, „en hins vegar
er klukkan að verða elleíu."
Við erum varla fyrr komin á fætur
en allt fer í gang; dyrabjallan og
síminn hringja nær samtímis. Einhver
er að selja Lionspoka. Þar sem ég er
ekki á leiðinni til Afríku að veiða Ijón
í plastpoka, afþakka ég gott boð og fer
og svara í símann. Það er vinkona mín
úr Keflavík að boða komu sína. Við
ætlum að fara saman á fund. „Ég kem
svona klukkan tólf," segir hún.
Ég tek til einhvern hádegisverðar-
morgunmat handa okkur og þegar
vinkona mín kemur lít ég snöggvast á
klukkuna og sé að hún er á slaginu tólf.
„Það er naumast að þú ert stundvís,"
segi ég stríðnislega um leið og ég
hleypi henni inn. Hún er með glókoll-
inn sinn með sér, rúmlega ársgamlan
hnokka. Hann er varla búinn að sncrta
gólfið þegar hann er farinn aö kanna
tækjakost hcimilisins. Fyrst er þaö
sjónvarpið, þá hljómtækin og loks
síminn. Hann hefur sýnilega komist í
fcitt. því að hcima hjá honum er búið
að fjarlægja öll þessi tæki úr hans
seilingarhæð.
Eftir stutt spjall um daginn og veginn
yfir kaffiboila, slítum við símtólið af
drengnum og drífum okkur af stað.
Við þuríum fyrst að koma þeim stutta
í pössun hjá móðursystur sinni. Hann
er sem betur fer engin mannafæla og
því engum tárum úthellt þegar við
kveðjum, þvert á móti, hann bara
veifar og hlær.
Er fórn fyrir mæður
að vera heima hjá
börnum sínum?
Ég hef orð á því hvað það er mikið
fyrirtæki að fara mcð barnið í pössun.
Því fylgir heil ferðataska af bleium.
leikföng og kerra. „Oh, þetta venst,"
segir vinkona mín af sínu alkunna
æðruleysi. Talið berst að uppeldinu og
þeirri fórn sem ntargar mæður færa
vegna barna sinna, með því að vera
heima hjá þeim. í stað þess að nýta
menntun sína og hæfileika til að hasla
sér völl á vinnumarkaðinum eins og
þykir svo sjálfsagt að feður geri. En
sumir líta alls ekki á það sem fórn,
heldur skyldu sem fylgir því að eignast
barn. í þeirra hópi er vinkona mín.
henni er einkar lagið aö láta jákvæðu
hliðarnar á lífinu snúa upp.
Við rennum upp að Félagsstofnun
stúdenta. en þar á að halda fundinn.
Fundarefnið er reyndar mjög skemmti-
legt, þ.e. undirbúningur 10 ára stúdents-
afmælis okkar sem útskrifuðumst úr
Menntaskólanum á Akureyri árið
1974.
Bráðsnjallar hugmyndir
koma upp — en mega
auðvitað ekki
fara lengra
Þegar við komum í salinn eru þar
eitthvað á annan tug manna. í fyrstu
sýnist mér ég ekki þekkja marga og fer
að íhuga hvort sumir hafi ef til vill
tekið makana með sér. En þegar
„makarnir" heilsa mér með kumpán-
lcgu „hæi" (Gísla íslenskukennara
Jónssyni hefði nú ekki líkað svoleiðis
ávarp, en hvað með það, við erum nú
ekki alltaf að flíka öllu fíniríinu sem
hann kenndi okkur) renna á mig tvær
grímur. Þetta skyldi þó aldrei vera
skólasystkini mín, búin að raka af sér
skeggið og klippa hárið, komin með
gleraugu og sum þeirra byltingarsinn-
uðustu búin að týna svörtu alpahúfunni
sem var ómissandi á öllum manna-
mótum í MA fyrir rúmum 10 árum.
Það er ekki fyrr en fer að liðkast
aðeins um málbeinið hjá fólkinu, að
mér finnst ég vera komin „heim í
gamla hópinn minn, heim á fornar
slóðir." Gárungarnir cru alltaf samir
við sig, þótt húmorinn sé ef til vill
orðinn töluvert háþróaðri en á mennta-
skólaárunum. Ýmsar bráðsmellnar
hugmyndir komá upp varðandi gjöf til
skólans - en þær mcga auðvitað ekki
fara lengra.
Við ræðum svo dagskrána fram og
aftur og útnefnum 10 manna nefnd til
að undirbúa dagskrána í smáatriðum.
Um síðir kemur sendiboði úr hópi
stúdentanna sem eru búsettir á Akur-
eyri, með þær fréttir að þau sitji líka á
rökstólum fyrir norðan í dag. Við
sendum þeim að sjálfsögðu baráttu-
kveðjur og slítum okkar fundi, þegar
búið er að ákveða þann næsta.
Ég verð víst að viðurkenna að ég er
strax komin mcð fiðring í magann af
tilhlökkun, þótt enn séu 3 mánuðir til
stefnu. 10 ára stúdentsafmæli getur
ekki orðið annað en skemmtilegt.
Við vinkona mín göngum út léttar í
spori, með bros á vör og förum að
sækja draumaprinsinn hennar (þann
yngri).
Fleira er verðmæti
en peningar
Á leiðinni heim berst talið að sjón-
varpsþætti sem sýndur var í vikunni
um hungursneyð og þurrka sem herja
á íbúa Eþíópíu í Afríku. Ég furða mig
á því hvernig þetta fólk getur gefið
börnunum sínum síðasta bitann, þótt
að vaska upp og ryksuga. Það liggur
við að gamla kvenlega samviskubitið
fari að naga mig, en ég rek það strax í
burtu með því að undirbúa kvöldmat-
inn og jafna þannig metin. Mér finnst
líka mun skemmtilegra að elda, en að
laga til og ég er svo dæmalaust heppin
að sambýlismaður minn er iðinn við
hreingerningarnar á heimilinu, en
kemur helst ekki nálægt matseldinni.
Eftir kvöldmatinn og fréttirnar ák-
veðum við að skreppa í Mosfellssveit-
ina og heiisa upp á bróður minn og
fjölskyldu hans, sem er nýflutt í húsið
sitt. Það er ósvikinn flutningsstíll yfir
öllu hjá þeim ennþá, skáparnir eru
plastpokar og ferðatöskur og matseld-
in fer fram í þvottahúsinu.
„Mér finnst verst að það skuli ekki
vera komnar hurðir," segir litla frænka
mín, „það geta ekki komið neinir
gestir - af því að ef þeir ætla á
klósettið, þá sjá allir."
Þó ekki sé allt komið á sinn stað
ennþá, látum við okkur hafa það og
opnum flösku af kampavíni og skálum
fyrir nýja heimilinu þeirra.
Tíminn flýgur frá okkur og fyrr en
varir er komið fram yfir miðnætti. Við
kveðjum og höldum heim í Breiðholt-
ið.
Á leiðinni heim ræðum við ýmsa
möguleika á fasteignamarkaðinum,
kosti þeirra og galla, því við erum líka
að íhuga kaup á stærra húsnæði.
Þegar heim er komið endar þessi
dagur í lífi mínu eins og hann byrjaði.
í rúminu. Góðanótt.
Dagur í líf! Eyglóar Halldórsdóttur, ritstjóra Lögbirtingabladsins og Stjórnartíöinda