Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar 191)7 75 51 & 7 80 30 Varahiutir Mikið urval Sendum um land allt Abyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T* w abriel HÖGGDEYFAR w QJvarahlutir s“ði Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Föstudagur 16. mars 1984 Hugmynd á aðalfundi Umferðarlæknisfræðifélags Islands: „SVARTAN KASSA” í ALLA BÍIA TR MÆUNGAR A AKSTURSHRADA SUMARBUSTAÐUR BRANN ■ Gamall sumarbústaður í Rjúpnadal brann til ösku í gær. Sumarbústaðurinn hefur staðið ónotaður í þrjú ár og var orðinn illa farinn. Grunur leikur á að hópur unglinga, sem var þarna í nágrenninu þegar eldurinn kom upp, hafi kveikt í bústaðnum. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að bústaðnum um kl. 15.00 í gær en þá var hann alelda og var látinn brenna niður. Vakt var síðan höfð við bústaðinn fram eftir degi. - GSH. — Kostar um þúsund krónur og gæti orðið mikilvægt gagn lögreglu og dómstóla við umferðarslys ■ Að koma fyrir lítilli tölvu með hraðaskráningartæki í hvern bíl hér á landi, þannig að hraðaferill hvers bfls, með 10 sek. bilum, geymdist í minni tölvunnar og lögreglan gæti hvenær sem er lesið af tækinu og séð á hvaða hraða bíllinn hafi verið, t.d. þegar slys ber að höndum, er hugmynd sem Páll Theódórsson, eðlisfræðingur varpaði fram á aðalfundi Llm- ferðarlæknisfræðifélags íslands í gær. Líkti hann þessum hlut við „svarta kassann“, sein allir þekkja i sambandi við flugvélar sem einmitt þykir hvað mest áríðandi tækið í sambandi við rannsóknir flugslysa. Páll kvaðst ekki vera í vafa um áð þáttur of mikils hraða í umferðarslysum sé miklu meiri en skýrslur segi til um, þótt erfitt sé að sanna þá fullyrðingu. Nú yrði eingöngu að styðjast við það sem menn segðu varðandi öku- hraða í hverju slysatilviki, því oft gæti verið erfitt að ákvarða hann á hemlaförum og öðru slíku t.d. í hálku. Tæknilega séð sagði Páll slík- an „svartan kassa“ sem væri á stærð við eldspýtustokk, ekki flóknara en litla vasatölvu og miðað við fjöldaframleiðslu, þ.e. að tækið yrði í hverjum bíl, þyrfti það varla að kosta meira en í kringum eitt þúsund króiiur. Varðandi notkun upplýsinga þeirra er tækið gefur sagði Páll þær í fyrsta lagi mikilvægar fyrir lögreglu og dómsvöld sem úr- skurða þurfi í hverju umferðar- slysi. í öðru lagi væru þær mikil- vægar fyrir aðila sem vinna við að greina orsök umferðarslysa. I þriðja lagi hlytu upplýsingarnar að vera áhugaverðar fyrir trygg- ingafélögin. í fjórða lagi ættu þetta að vera öflug tæki til að aðstoða lögregluna við að halda niðri of miklum umferðarhraða, þar sem hægt yrði að ganga að hvaða bíl sem væri og kanna á hvaða hraða hánn hafi verið t.d. síðasta klukkutímann. Og í 6. lagi áhrifin á ökumenn sjálfa, þ.e. að þeir vita að alltaf er hægt að komast að því hvernig þeir hafa ekið. Páll kvað Ijóst að fyrirstöðu kynni að gæta ef skylda ætti alla til að hafa slíkt tæki í bílum sínum - þar hafi menn reynsluna í sambandi við bílbeltin. Sjálf- sagt yrðu skiptar skoðanir á því hvort menn vilji gera lögreglunni svo mjög hægara um vik að framfylgja lögum um hámarks- hraða. í því sambandi gæti t.d. komið til greina að lögreglan mætti eingöngu athuga tækið í slysatilfellum. Almenn notkun tækisins kæmi heldur vart til Blaðbera ^ vantar í Alfheima Síðumúla 15 Sími86300 fyrir nema með lögbindingu, ellegar þá að tryggingafélög gæfu þeim sérstakan afslátt sem hefðu tækin í bílum sínum. -HEl Forstöðumaður Borgarskipulags: Þ0RVALDURS. RÁÐINNMEÐ 12 ATKVÆÐUM ■ Borgarstjórn samþykkti í gær ráðningu Þorvalds S. Þor- valdssonar, arkitekts, í emb- ætti forstöðumanns borgar- skipulags með tólf samhljóða atkvæðum, en allir fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn sálu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Kristján Benediklsson gerði grein fyrir afstöðu full- trúa Framsóknarflokksins. Hann lýsti trausti á hinn nýja forstöðumann en kvað best fara á að meirihlutinn bæri einn ábyrgð á þessum manna- skiptum sem nú ættu sér stað hjá borgarskipulagi vegna allr- ar forsögu málsins. Þá var cinnig samþykkt ein- róma að viðhöfðu nafnakalli að fela fráfarandi forstöðu- mann i borgarskipulags að hafa yfirumsjón með deiliskipulagi gamla miðbæjarins. Harðar umræður urðu um það mál. Fulltrúar allra minnihluta- flokkanna lýstu því yfir að þeir tcldu að Guðrún Jónsdóttir hefði að ósekju verið hrakin úr starfi forstöðumanns borgar- skipulags. Nánar verður gerð grein fyr- ir umræðunum í blaðinu á morgun. -JGK/Sjó dropar Arni gat ekki kennt ■ Hamagangur kosningahur- áttu stúdenta var með slíkum endemum að vart þótti kennslu- fært á háskólalóðinni á kjördag. Fyrir framan aðal- byggingu skólans höfðu um- bótasinnar komið sér fyrir í bíl með gjallarhorni á toppgrind- inni. Inni í farartækinu sátu svo hróðugir frambjóðcndurn- ir og iásu úr áróðursplöggum sínum. Þá þegar einn umbinn las upp skammir á Morgun- blaðið og Þjóðviljann fyrir af- skipti sín af kosningabarátt- unni, brast þolinmæði eins stundakennara í. bókmennta- fræðinni. Hann strunsaöi því út úr aðalbyggingunni og ásak- aðiáróðursbullurnar fyrir að hafa eyðilagt korter af fyrir- lestri sínum. Þaðfylgirsögunni að umræddur kennari var Árni Bcrgmann ritstjóri Þjóðvilj- Skýringin er fundin ■ Sinnaskipti Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins varð- andi sölu á svokölluðu „snuffi“ hafa vakið nokkra athygli. Fyr- ir örfáum árum var þetta eftir- sótta „mcntholtóhak" tekiö af markaði hér á landi og hætt að flytja það inn á þeirri forsendu að börn og unglingar sæktu svo í það og fjöldi grunnskólanema tæki í neflð daglega. Nú segist forstjóri einkasölunnar hafa sett það á markað að nýju vegna fjölda áskorana frá „snuffmönnum“, sem hafi bor- ið sig aumlega yfir að þurfa að sækja nautnaefnið sitt til út- landa. Heimildir Dropa herma hins vegar að ástæðan fyrir sinna- skiptunum sé allt önnur og miklu rökréttari. Þau hafl átt sér stað með símtali úr fjár- málaráðuneytinu en þar trónir Albert Guðmundsson á toppn- um eins og kunnugt er, en það er einmitt heildverslun hans sem hefur umboð fyrir „NO 99 SNUFF“ og það er eina teg- undin sem komin er á markað enn sem komið er. Enda eðli- legt þar sem umboðsmenn ann- arra tegunda höfðu ekki hug- mynd um að til stæði að aflétta sölubanninu. Krummi . . . ... nú þarf bara að útvega Berta gott bjórumboð... ■gnH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.