Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 3
Rekisstjórnin ræðir þyrlumál Landheðgisgæslunnar: LÍKLEGAST ER AÐ FRÖNSKU ÞYRLURNAR VERÐI KEYPTAR — verið er að kanna möguleika á samstarf i Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar ■ Fyrirhuguð þyrlukaup Landhelgis- gæslunnar voru m.a. tii umræðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, og sam- kvæmt heimildum Tímans þá mun nefnd sú sem vinnur að könnun á mismunandi þyrlutegundum, verð - getu - og gæða- samanburði vera þeirrar skoðunar að frönsku þyrlurnar sem Gunnar Asgeirs- son er með umboð fyrir séu hentugastar, en í öðru sæti listans eru Síkorskíþyrl- urnar bandarísku. Ríkisstjórnin mun ekki hafa tekið neina endanlega afstöðu til þess hvaða þyrlugerð verði keypt, heldur var ákveðið að skoða betur flugvélaþörf Landhelgisgæslunnar í heild sinni, og þá um leið möguleika á samstarfi Flugmálastjórnar og Land- helgisgæslunnar, en slíkt samstarf hefur lengi verið til umræðu án þess að nokkuð hafi frekar orðið úr framkvæmdum á því sviði. Nú virðist samkvæmt heimildum Tímans vera meiri grundvöllur fyrir slíku samstarfi, enda hefur komið á daginn að Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur lýst sig mjög fylgjandi slíku samstarfi. Engin ákvörð- un var tekin á fundi ríkisstjórnarinnar, heldur var málinu frestað. Líklegt má telja að niðurstaðan verði sú að frönsku þyrlurnar verði keyp.tar. þar sem þær að mati nefndarinnar eru lægstar í verði, hafa nokkra mikilvæga kosti, eins og þann að þær geta mjög auðveldlega athafnað sig frá litlu varð- skipunum okkar, það er hægt að leggja blöðin aftur og spaðinn að aftan er þannig gerður, að þótt hann bili, þá geta þyrlúrnar flogið áfram. Auk þess eru þær sagðar talsvert sparneytnari en Sík- orskíþyrlurnar sem eru í öðru sæti hjá nefndinni, en hún er aðeins stærri en þær frönsku, eyðir talsvert meira, en ber einnig talsvert meira. Telur nefndin því að hún sé talsvert dýrari í rekstri en franska þyrlan. -AB ■ Bláfjallanefnd fékk verðlaun Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu fyrir vel unnin störf á sviði umhverfismála á árinu 1983. Er þetta í fyrsta skipti sem slík verðiaun eru veitt en ætlunin er að veita þau árlega héðan í frá, fyrst og fremst til að vekja athygli fólks á mikilvægi umhverfismála í og við þéttbýlið á suð-vesturhorni landsins. Elín Pálmadóttir, formaður Bláfjalla- nefndar, veitti verðlaununum, skúlptúr eftir Hallstein Sigurðar- son, viðtöku fyrir hönd nefndar- innar. Tímamynd Árni Sæberg. Bjargrádasjódur: Ríkisábyrgd upp á þrjá- tíu milljónir ■ Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- veitt. um í gær að veita ríkisábyrgð upp á 30 Steingrímur Hermannsson forsætis- milljónir króna til Bjargráðasjóðs, vegna ráðherra, upplýsti Tímann í gær, í þessu lántöku sjóðsins vegna fóðurerfiðleika sambandi að nú á næstunni yrði flutt landbúnaðarins, en fram til þessa hefur breytingartillaga við lánsfjárlögin í sam- talsverður ágreiningur ríkt í ríkisstjórn- ræmi við þessa ákvörðun ríkisstjórnar- inni um þetta mál, þar sem Albert innar að veita Bjargráðasjóði ríkis- Guðmundsson, fjármálaráðherra, hefur ábyrgð upp á 30 milljónir króna. staðið gegn því að slík ríkisábyrgð værí -AB Yfirvinnubannið: „Vona að það leys- ist án vandræða" — segir for- sætisráðherra ■ „Ég er nú að vona að samningavið- ræðurnar í Vestmannaeyjum leysist þannig að ekki þurfi að fylgja þeirri lausn nein meiriháttar vandræði," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra í samtali við Tímann í gær. Forsætisráðherra sagði jafnframt: „Fiskvinnslunni er það Ijóst að hún fær ekki meiri gengisbreytingu til þess að standa undir auknum kostnaði og það hefur vafalaust sín áhrif á þessar við- ræður.“ -AB Ársþing FÍI ■ Ársþing Félags íslenskra iðnrekenda verður haldið að Hótel Loftleiðum næst- komandi þriðjudag. Pingið hefst klukk- an 10:30 með ræðu Víglundar Þorsteins- sonar formanns F.Í.I., en því næst er ræða Sverris Hermannssonar iðnaðar- ráðherra. Af öðrum dagskrárliðum má nefna að Sigurgeir Jónsson aðstoðar- bankastjóri ræðir orku og stóriðju, sér- stökum tíma er varið til umræðna um vöruþróun og markaðssetningu og undir lok þingsins mún Pétur Eiríksson ræða orkuverð til iðnaðar. Hressir og traustir fréttaritarar óskast Nútíminn hf. óskar eftir hressum og traustum fréttariturum um land allt. Þurfa að geta tekið myndir. Greiðslur fyrir hvert verk. Umsóknir skal senda til Nútímans h.f. Síðumúla 15, Reykjavík, og skulu þær ekki berast seinna en 1. apríl n.k. Starfandi fréttaritarar Tímans, er óska að halda störfum áfram sem slíkir sendi einnig bréf þar að lútandi fyrir sama tíma. Nútíminn h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.