Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 11
10
•’i il I1.!U!l *
FÖSTUDAGUR 16. MARS 1984
FÖSTIJDAGUR 16. MARS 1984
11
■ Atli Hilmarsson skorar eitt 9 marka sinna gí|n!*Sovétmönuum i g*r. Alli átti
frábæran leik, skoraði 6 mörk úr gullfallegunt langskotnm mcð uppstökki, -tvö al'
línunni cftir scndingar frá Kristjáni Arasyni í skyndisóknum, og cinu skoti laumaði
hann undir vörnina af löngu fieri. Atli cr nú í miklu og.góðu forrni, og fátt var um
svör hjá Sovétinönnum cr hann rcif sig allt i einu upp og skaut.
íþróttir
URSLITA-
KEPPNIN
HEFST UM
NÆSTU HELGI
í 1. DEILD
- hefst í 3. deild í kvöld
■ Úrslitakeppnin í 1. deild karla i
handknattleik, efri og neðri hluta hefst
um næstu helgi. Þá hefst einnig úrslita-
keppni í efri hluta 2. deildar. Keppni í
neðri hluta 2. deildar er þegar hafin, en
úrslitakeppni efstu liða 3. deildar hefst í
kvöld.
Úrslitakeppnin í 1. deildefri ogneðri,
og efri hluta 2. deildar verður á fjórurn
helgum í röð, 23-25. mars, 30. mars-1.
apríl, 6-8.apríl og 13-15. apríl. í efri
hluta 1. deildar er 1. umferð í Seljaskóla,
önnur umferð í Digranesi, 3. umferð í'
Laugardalshöll og fjórða umferð í Hafn-.
arfirði. í neðri hlutanum er fyrsta
umferð á Akureyri, önnur umferð í
Hafnarfirði, þriðja umferð í Seljaskóla
og fjórða umferð í Laugardalshöll. í efri
hluta 2. deildar er fyrsta umferð í
Vestmannaeyjum, önnur umferð í Sel-
tjarnarnesi, þriðja umferð í Digranesi
og fjórða umferð í Seljaskóla.
í neðri hluta 2. deildar lýkur fyrstu
umferð í kvöld í Sandgerði, önnur
umferð er dagana 19.-21. mars í Selja-
skóla, þriðja umferö er í Digranesi
27-29. mars, og fjórða umfcrð í Selja-
skóla 2-4. apríl.
í efri hluta 3. deildar eru tvær umferðir
leiknar. í kvöld klukkan 21.30 keppa
Ármann og Þór, strax á eftir landsleik
íslands og Sovétríkjanna. Klukkan 22.45
keppa í A og Týr. Keppni hefst klukkan
15.15 á Akureyri á morgun, og klukkan
13.30 á sunnudag. Síðari umferðin verð-
ur leikin einhvers staðar dagana 23-25.
mars, það er um næstu helgi. - SÖE.
HK-ÍS í BLAKI
- í kvöld í Digranesi
■ í kvöld eru fjórir leikir á íslandsmót-
inu í hlaki. Völsungur leikur við Þrótt í
Ydölum klukkan 20.00, en sá leikur er í 1.
deild kvciina, sem og lcikur KA og
Víkings í Glerárskóla í kvöld klukkan
20.30. í 1. deild karla leika HK og ÍS, og
hefst sá leikur klukkan 21.50 í Digranesi
í Kópavogi. Þetta er þriðja viðureign
þessara fclaga í deildinni, og hefur HK
tvisvar haft sigur. ÍS er komið í úrslit
bikarkeppninnar, og hefur hug á að
hefna taplcikjanna frá fyrr í vetur gegn
HK, sem er nýverið búið að tryggja sér
annað sætið í deildinni, sæti sem ÍS hefur
í allmörg ár haft „einkarétt" á. - í
annarri deild karla keppa í kvöld Sam-
hygð og Breiðablik á Sclfossi klukkan
20.40. - SÖE.
KAUPIR KÖLN
SCHATZ-
SCHNEIDER?
- mikið um félagaskipti í
þýskum blöðum
■ Frá Gísla Á Gunnlaugssyni iþrótlafrétta-
manni Tímans í V-Þýskalandi:
■ Mikið er nú talað um félagaskipti
hjá leikmönnum þýsku liðanna í þýskum
blöðum, félagaskipti sem munu eiga sér
stað í vor, svo fremi sem viðkomandi
fréttir standast.
Nú er talað um að 1 .FC Köln muni að
líkindum kaupa markaskorarann Dieter
Schatzschncider frá Hamburger Sport
Verein, en HSV keypti í fyrravor þennan
mesta markaskorara annarrar deildar
þá. Þrátt fyrir að Schatzschneider hafi
skorað grimmt fyrir HSV í vetur, er það
ekki talið nóg, og hann er ekki talinn
falla nógu vel að liðinu. Er hann nú
fallinn út úr liðinu, var ekki í byrjunar-
liðinu um síðustu helgi.
Jafnframt cru orðaðir við Kölnarliðið
tveir leikmenn Dortmund, þeir Klotz og
Keser, sem er tyrkneskur landsliðsmað-
ur. - GÁG/SÖE.
Plymouth íenska bikarnum:
HEHIR AIDRH
KOMST IfNGRA
— sigraði Derby 1-0 f fyrrakvöld
■ Plymouth Argyle, enska þriðju-
deildarliðið í knattspyrnu, náði því sem
það hefur lengst náð á ferlinum í
fyrrakvöld, er liðið sigraði Derby County,
annarrardeildarliðið, í átta liða úrslitum
ensku hikarkeppninnar í knattspymu.
Leikurinn fór fram á Baseball Ground,
heimavelli Derby, en liðin gerðu jafntefli
D'Strákarnir "!
■íéku með j
!hjartanu“ (
!- sagði Bogdan landsliðsþjálfarí ■
| ■ „Strákarnir léku með hjartanu, I
Iaf öllum mætti og ég er mjög ánægð- I
ur með þá“, sagði Bogdan Kowal- *
I czyk landsþjálfari eftir leikinn í gær |
1 gegn Sovétmönnum. „Þetta var sjö- .
| undi leikur okkar á stuttum tíma, og |
I það hefur verið mikið álag á drengj- |
I unum undanfarið. Þeir stóðu sig með .
Iprýði gegn besta landsliði heims“, |
sagði Bogdan.
| „Sovétmenn ero með besta lið ■
Iheims í dag, að mínu mati eru það |
einungis Rúmenar sem geta sigrað
I þá. - Við stöndum ekki nálægt því |
" eins sterkir þegar við komum til leiks ■
I eins og þessir menn. Munurinn á I
Iokkar mönnum og Sovétmönnunum I
er til dæmis sá, að eftir leik fara þeir ■
| til læknis síns og nuddara, og hvíla I
Isig svo vel á eftir, en okkar menn fara I
nánast beint í vinnuna.
Hvernig leggjast komandi leikir I
í fyrstu viðureign sinni á Home Park í
Plymouth á laugardaginn var.
Plymouth sigraði í leiknum 1-0. Mark-
ið skoraði Andy Rogers á 18. mínútu
beint úr hornspymu. Skömmu síðar
skallaði Tommy Tynan í stöng hjá
Derby, og annan skalla í stöng
Plymouth síðar í leiknum. Derby átti fá
færi, ekkert gott nema í lokin þegar
Archie Gemmill var einn i vítateignum,
en ekkert varð úr. Derby var meira með
boltann í leiknum, en Plymouth átti
opnari færi, og sigurinn því verðskuldað-
ur.
Plymouth mætir Watford í undanúr-
slitum bikarkeppninnar. Þriðjudeildar-
liðið er ekki talið eiga mikla möguleika
í leiknum, en Watford er nú talið
sigurstranglegasta liðið í keppninni, eftir
að dregið var í fjögurra liða úrslitin. Það
lið sem vinnur þennan leik leikur gegn'
Southampton, Shcffield Wednesday eða
Everton, en hin tvö fyrrnefndu eiga,
ólokið viðureign sinni í 8 liða úrslitum
þegar þetta er skrifað. -SÖE
ísland Sovétríkin íkvöld:
AKUREVRINGAR
FÁ LÍKLEGA
LANDSLEIKINN
— spáin er „pottþétt”
umsjón: Samúd Öm Erlingssc i
■ „Það er pottþétt spá á morgun, og
lítur allt mjög vel út“, sögðu „fram-
kvæmdanefndarmenn“ Handknattleiks-
sambands Islands, sem hafa haft veg og
vanda af undirbúningi heimsóknar sov-
ésku heimsmeistaranna í handknattleik.
- Og hvort sem spáin er „pottþétt“ eða
eitthvað annað, eru líkur allmiklar á því
að Akureyringar fái sinn fyrsta landsleik
í handknattleik til sín í dag og það við
sjálfa heimsmeistarana, því spáin fyrir
daginn í dag eins og hún hljóðaði upp á
hægviðri og suðvestanátt í gær eftir því
sem heimildir Tímans hermdu.
Það er vonandi að Norðanmenn fái
sinn landsleik, allir muna sorg þeirra
vegna landsleiksins við Norðmenn á
dögunum, sem ekki komust norður,
STÓRKOSTLEGUR LEIKUR FRABÆRRA
er heimsmeistarar Sovétmanna sigruðu íslendinga 25-21fgærkvöld í Laugardalshöll
I
I „Sovétmennirnir hafa tvöfaldan
| kraft á við okkur, það er alveg Ijóst. |
■ Þeir hafa stóran hóp sterkra manna,
I en okkar hópur er einfaldlega ekki |
* nógu stór, okkur vantar fleiri leik- ■
| menn sem vilja og geta lagt það á sig I
Isem þessir drengir gera.“
- Verða einhverjar breytingar'
■ gerðar á íslenska landsliðinu fyrir |
■ leikina á morgun og hinn?
„Það er ekki Ijóst enn, en raunin |
_ er sú að við getum varla gert nokkrar ■
| breytingar. Einu breytingarnar sem I
Igætu átt sér stað eru að Jakob I
Sigurðsson og Brynjar Kvaran kæmu *
I inn. Ég get ekkert sagt um hvort það |
1 verður nú,“ sagði Bogdan. -SÖE ■
L. ■■ ■■■ ■ ■■■ mb mm mm ■!
■ Sovétmenn sigruðu íslendinga í gærkvöld 25-21 í frábærum leik, í Laugardalshöll.
Sovétmenn sýndu frábæra takta, en það gerðu íslendingar líka, og óhætt er að segja
að Bogdan landsliðsþjálfari sé á réttri leið með menn sína, á köflum höfðu íslendingar
yfirburði í leiknum, en frábxrt leikskipulag, eitursnögg hraðaupphlaup og yfirvegaður
leikur Sovétmanna gaf þeim sigur.
Oleg Gagin aðalskytta Sovétmanna
skoraði fyrsta mark leiksins, en Kristján
Arason jafnaði úr víti sem Páll Ólafsson
fiskaði laglega. Sovétmenn komust að
nýju yfir, 2-1, en Þorgils Óttar Mathie-
sen jafnaði eftir línusendingu Kristjáns
Arasonar. Atli kom íslandi svo yfir eftir
línusendingu Kristjáns, og eftir að Gagin
hafði klúðrað víti skoraði Atli með
glæsilegu langskoti 4-2. Sovétmenn náðu
að jafna eftir að Steinari Birgissyni og
Guðmundi Guðmundssyni var vikið af
leikvelli, Guðmundi fyrir afar klaufalegt
brot. Kristján skoraði með glæsilegu
langskoti, og Þorbjörn Jensson skoraði
6-4 eftir línusendingu Kristjáns. Sovét-
menn minnkuðu muninn í 5-6, en Atli
skoraði með þrumufleyg 7-5. Síðan
gerðu íslendingar tvisvar afdrifarík
mistök, sem kostuðu þá fjögurra marka j
forystu, fyrst lét Sigurður Gunnarsson
verja vítakast sem Kristján fiskaði, og
síðan lét Páll verja hjá sér eftir frábæra
línusendingu Kristjáns. Sovétmenn
héngu í fslendingum, Kristján skoraði
8-6, og Atli 9-7 „sirkusmark" við áköf
fagnaðarlæti eftir sendingu Kristjáns.
Þá misstu íslendingar Pál útaf, og Sovét-
menn jöfnuðu 9-9, og komust í 11-9. Atli
braust í gegn 10-11, en þrjú sovésk mörk
fylgdu. Kristján skoraði 11-14, og Stein-
ar 12-15, hálfleikur. Þessi lokakafli
Sovétmanna réði úrslitum leiksins.
í síðari hálfleik var þetta fjögurra til
tveggja marka munur á liðunum. Vörn
Sovétmanna varð ákafari, og sóknarað-
gerðir íslendinga nokkuð bitminni. Flest
mörk hálfleiksins skoruðu Atli Hilmars-;
son með frábærum langskotum og Þor-
gils Óttar Mathiesen eftir snilldarsending
ar Kristjáns Arasonar. Sovétmenn kom-
ust í 16-12, síðan 14-16, 14-18, 16-19,
19-22, 20-23 og 21-24. Sovétmenn áttU|
svo síðasta orðið með „sirkusmarki."
Úrslitakeppnin í körfuknattíeiknum:
KR4NGAR SKRIIfiU VAL
í ödrum leik liðanna, 87-71
■ Eftir stórsigur Valsmanna á KR-ing-
um á þriðjudagskvöld, áttu fáir von á að
sjá KR-inga leika sama leik eftir, aðeins
tveimur dögum síðar. KR-ingar voru
ekki sama sinnis þegar þeir mættu í
Hagaskóla í gxrkvöldi, tvíefldir með
þjálfara sinn í broddi fylkingar, Jón
Sigurðsson, og sigruðu Hlíðarendapilt-
anna með 16 stiga mun, 87-71. Staðan í
hálfleik var 38-29 Vesturbxjarliðinu í
vil. KR-ingar sem voru yfir allan leikinn
hafa þar með jafnað metin í undanúr-
slitum Islandsmótsins. Liðin þurfa að
leika þriðja leikinn sem verður úrslita-
leikur um að leika úrslitaleiki um Is-
landsmeistaratitilinn í körfuknattleik.
Leikurinn verður háður á sunnudag í
Seljaskóla og hefst kl. 20.00.
KR-ingar náðu strax forystu en Vals-
menn jöfnuðu og var það eina skiptið í
öllum Ieiknum. Forysta KR-inga var þó
aldrei meiri en 1-3 stig í upphafi og fram
yfir miðjan fyrri hálfleik. Úppúrmiðjum
fyrri hálfleik byrja KR-ingar að auka
forskot sitt, fyrst upp í 26-17 og var
munurinn níu stig í hálfleik, 38-29.
Flestir áttu von á Valsmönnum frísk-
ari til síðari hálfleiks en þeir gátu ekki
orðið við þeim óskum því KR-ingarj
héldu áfram að auka forskot sitt og var1
forysta KR-inga mest 17 stig, en fórmest
niður í 11 stig. Leikurinn endaði 87-71
eða með 16 stiga mun.
Allt lið KR sýndi góðan leik enda
stjórnaði Jón Sigurðsson liði sín eins og
herforingi í gærkvöldi jafnframt því að
leika mjög vel. Hjá Val voru það
Jóhannes Magnússon og Torfi Magnús-
son sem helst sýndu lit.
Stig KR skoruðu: Jón Sigurðsson 27,
Garðar Jóhannsson 17, Guðni Guðna-
son 14, Kristján Rafnsson 11, Páll Kol-
beinsson 8, Ágúst Líndal 6 og Birgir
Guðbjörnsson 4.
Stig Vals skoruðu: Jóhannes Magnús-
son 17, Torfi Magnússon 16, Jón Stein-
grímsson 8, Kristján Ágústsson 8, Tóm-
as Holton 8, Einar Ólafsson 8, Leifur
Gústafsson 4 og Björn Zöega 2.
Leikinn dæmdu Gunnar Valgeirsson
og Gunnar B. Guðmundsson.
- BH.
Langbestu menn ísienska liðsins voru
þeir Atli Hilmarsson sem skoraði 9
mörk, og Kristján Arason, sem gaf átta
frábærar línusendingar sem gáfu 7 mörk,
auk þess að skora fjögur falleg mörk í
fyrri hálfleik. Allir aðrir áttu góðan leik,
markverðirnir Einar Þorvarðarson og
Jens Einarsson léku af snilld, og átti Jens
hreint ótrúlega kafla í síðari hálf-
leiknum, en datt dálítið niður á milli.
Steinar Birgisson lék vörnina af snilld,
og kom vel út í sókn. Línumennirnir
Þorgils Óttar og fyrirliðinn Þorbjörn
Jensson voru góðir, en það sem helst
gladdi augað í þessum leik var frábær
samvinna þeirra Kristjáns og Óttars, og
bombumörk Atla.
Mörk íslands skoruðu: Atli Hilmars-.
son 9, Þorgils Óttar 5, Kristján Arason
4/1, Steinar Birgisson 2, og Þorbjörn ■
Jensson 1. Auk þeirra léku Guðmundur
Guðmundsson, Páll Ólafsson, Sigurður
Gunnarsson og Friðrik Guðmundsson,
sem kom inn í hópinn í gær, vegna
veikinda Jakobs Sigurðssonar sem lá í
rúminu með hita. Að auki voru mark-
verðirnir Einar sem varði 8 skot og Jens,
sem varði 8 skot svo og Guðmundur
Albertsson, sem ekki kom inn á.
Sovétmenn hafa á að skipa frábæru
liði, maskínu sem alltaf virðist geta bætt
við dampi. Mesta athygli í leiknum
vöktu markvörðurinn Jukov sem varði
alls 17 skot, þar af tvö víti, hinn eldfljóti
Karshakevic sem skoraði 5 mörk, þar af
fjögur úr hraðaupphlaupum, og hinn
eldfljóti Kauchikas, sem skoraði 5 mörk.
Þá vakti mikla athygli ungur nýliði í
liðinu, Amris Kípens, hann er vel á
þriðja metra á hæð og lék mest í
vörninni. Vörn Sovétmanna var í heild
svakaleg, og hæð miðjumannanna slík,
að með ólíkindum var. -SÖE
enda handknattleiksáhugi mikill norðan
heiða.
Handknattleikssamband íslands hefur
yfir að ráða einni af Fokkervéluin flug-
leiða, og munu bæði landsliðin ásamt
öðrum sem þeim tengjast fara norður
klukkan 16.00. Leikurinn á að hefjast
klukkan 19.30 í íþróttahöllinni. Síðan
verður Sovétmönnum boðið í mat
nyrðra, og síðan flogið heim annað
kvöld. Akureyringar ætla að hefja miða-
sölu klukkan 13.00.
Ekki munu Sovétmenn ætla mikið að
slappa af í ferðinni. Þeir ætla að hafa
æfingu hjá liðinu klukkan 10 árdegis í
dag, síðan fer liðið norður klukkan
16.00 og leikur klukkan 19.30, og til
Reykjavíkur í kvöld. -SÖE
„Fannst maður
dálrtið smár“
- sagði Þorbjöra fyrírliði
■ „Hvers vegna skyldi maður ekki
vera ánægður, það er ekki slæmt að
tapa með bara fjórum mörkum fyrir
heimsmeisturunum“, sagði Þorbjörn
Jensson, fyrirliði íslenska liðsins eftir
leikinn í gær. „Ekki neita ég því, að
maður fann sig dálítið smáan þaroa á
línunni í fangi þessara risa, ég var nú
bara í handarkrikanum á þessum
Kípens“, sagði Þorbjörn sem er |
stærsti línumaður á Islandi, liðlega
190 cm hár.
„Nú hafa þeir kynnst okkur, og
I vita að við erom verðugir andstæð-
ingar, og því bxta þeir áreiðanlega
við, en við getum vonandi bætt við
okkur líka. - Ég er ekki viss um að
við skilum betri árangri á morgun á
Akureyri, því það er nýtt hús fyrir
okkur, en ég á von á því að við náum
góðum leik hér á laugardaginn í
Höllinni, og ég vil bara hvetja fólk til
að koma, þá xttum við að geta tekið
á þeim“, sagði Þorbjörn Guðmunds-
son fyrirliði íslenska landsliðsins.
i —
Úrsiitakeppnin í körfuknattleiknum:
■ Ingimar Jónsson Njarðvíkingur skorar hjá Haukum, Ólafur Rafnsson til varnar.
Ingimar og félagar sigroðu í gær Haukana, og leika í úrslitum gegn annaðhvort KR
eða Val, sem leika þriðja og síðasta leik sinn í undanúrslitum á sunnudagskvöld.
Tímamynd Ámi Sxberg
■ Það var mikil stemmning í íþrótta-
húsi Hafnarfjarðar í gærkvöldi þegar
Haukar fengu Njarðvíkinga í heimsókn.
Gestirnir sigruðu með eins stigs mun
eftir framlengdan leik 94-93. Staðan
eftir venjulegan leiktíma var 85-85. Það
munaði miklu fyrir Hauka að missa
Pálmar Sigurðsson útaf, sem hafði verið
besti maður liðsins, þegar aðeins ein
mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
Leikurinn var mjög jafn í byrjun og
mátti sjá tölur eins og 6-4 fyrir Njarðvík
og síðan 10-10. Síðan tóku Haukar.
góðan sprett og náðu lyrst átta stiga
forystu 24-16 og síðan 30-20. Njarðvík-
ingum tókst þó að bæta sig og náðu eins
stigs forystu rétt fyrir leikhlé. Haukarnir
voru þó yfir í hléinu 43-42.
I síðari hálfleiknum náðu Njarðvíking-
ar forystu 50-47 og 63-55. Haukaroir
náðu síðan aftur að jafna 65-65. Liðin
skiptust síðan á að vera yfir og þegar
venjulegum leiktíma lauk var staðan
85-85. Pálmar Sigurðsson þurfti að yfir-
gefa leikvöllinn með fimm villur, rétt
fyrir lok venjulegs leiktima. Það kom
líka í Ijós í framlengingunni að Haukaro-
ir réðu ekki við Suðumesjamennina án
Pálmars og náðu Njarðvíkingar sjö stiga
forystu 94-87. Haukarnir náðu þó að
minnka muninn niður í eitt stig 94-93.
Sturla Örlygsson og Isak Tómasson,
NJARÐVIKI URSLIT
— sigrudu Hauka eftir framlengingu, 94-93
sem hafði fyrir leikinn verið sprautaður
niður vegna siæmsku í tám, sýndu bestan
1 leik í liði Njarðvíkur. Einnig voru Gunn-
ar Þorvarðarson og Ingimar Jónsson
góðir. Bestur hjá Haukum var Pálmar
Sigurðsson. Sveinn Sigurbergsson, Ólaf-
ur Rafnsson og Kristinn Kristjánsson
sýndu einnig ágxtan leik fyrir Hauka.
Stig Hauka skoruðu: Pálmar 28,
Sveinn 21, Hálfdán 16, Ólafur 14, Krist-
inn 10, Henning 2 og Reynir 2.
Stig Njarðvíkinga skoruðu: Sturla 23,
ísak 20, Gunnar 20, Ingimar 17, Ároi 10
og Kristinn 4.
Leikinn dæmdu Davíð Sveinsson og
Sigurður Valur Halldórsson og dxmdu
þeir ágætlega. -TÓP/BH
NILSS0N TIL
BENFICA?
- er þá þriðji Skandinavinn
sem leikur hjá Eriksson
Frá Gísla A. Gunnlaugssyni, iþróttufrétta-
manni Tímans i V-Þýskalandi:
■ í þýskuni blöðum hefur því verið
slegið föstu í vikunni. að Svfinn Thor-
björn Nilsson. sem undanfarin tvö ár
hefur leikið með Kaiserslautern, muni
halda til liðs við Benfica Lissabon í 'vor.
Hjá portúgalska liðinu Benfica er þjálf-
ari Svíinn Svcn-Göran Eriksson, en
hann þjálfaði IFK Gautaborg þegar liðið
varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.
Þá var Nilsson miðherji liðsins. Eftir
Evróputign Gautaborgar var Eriksson
keyptur til Benfica, og Nilsson til Kais-
erslautern.
Sven-Göran Eriksson hefur náð mjög
góðum árangri með Benfica Lissabon.
Liðið varð portúgalskur meistari á síð-
asta ári, og Evrópumeistari, sigraði í
UEFA-keppninni. Eriksson hefur safn-
að að sér norrænum leikmönnum, keypti
fljótlcga eftir að hann kom til Portúgals
miðvallarleikmanninn Glenn Strömberg
frá IFK Gautaborg, og síðan Danann
Michael Manniche í fyrra. -SÖE
ÚRSLITAKEPPNIN
ÁFRAMí KVÖLD
- HK er nú efst
■ HK er nú efst í úrslitakeppni neöri hluta
annarrar deildar í handknattleik, en tveir
þriðju hlutar fyrstu umferðar úrslitakeppn-
innar hafa veriö leiknir. Síðasta umferðin er
í kvöld í Sandgerði og þá leika HK og (R
klukkan 20.1K), og Fylkir og Reynir klukkan
21.15.
Úrslit í leikjunum i úrslitakeppninni hafa
verið þau, að fyrsta kvöldið vann HK Reyni
29-19, og Fylkir vann ÍR 19-13. I fyrrakvöld
sigraði svo ÍR Reyni 31-25, og Fylkir vann
HK 15-12
HK hefur nú 11 stig í keppninni, Fylkir og
ÍR hafa 10, og Reynir 5 stig. -SÖE
Danir voru
sattaðir í
Amsterdam
■ Danir, „superlandsholdet", eins og
þeir kalla sig sjálfir, steinlágu í vináttu-
leik í knattspyrou í Amsterdam í fyrra-
kvöld. Andstæðingarnir voru heima-
menn, Hollendingar, og unnu þeir súp-
erlandsliðið 6-0. Houtman 2, Van der
Gijp 2, Kieft og Hoekstra skoroðu mörk
Hollendinga.
Úrslit þessi vckja mikla athygli, því
Danir komust í úrslit Evrópukeppninnar
í knattkspyrnu, sem leikin verða í
Frakklandi í sumar, cn Hollendingar
ekkí. Danir báru frækið sigurorð af
Englendingum, Ungverjum og
Grikkjum, í baráttunni um úrslitasætið,
en Hollendingar töpuðu sínu sæti í
hendur Spánvcrja á elleftu stundu. Spán-
verjar komust í úrslit með því að skora
12 mörk gegn Möitubúum, og ná þannig
betra markahlutfalli en Hollendingar,
sem taldir voru með mun betra lið.
Munaði þar Hollendinga um stigið sem
íslendingar náðu af þeim á Laugardals-
velli. - En margir þóttust finna ólykt af
stórsigri Spánverja á Möltubúum. M.a.
sagði danskur landsliðsmaður að margt
hefði verið skrýtið í kringum þennan
lcik, og hann ekki skilið hvernig Möltu-
búar létu bjóða sér slæniar viðtökur og
illa meðferð á allan hátt fyrir leikinn á
Spáni. - En ég vil miklu frekar fá
Spánverja sem mótherja á EM en Hol-
lendinga, svo þetta kemur lítið við mig
- sagði sá danski. -SÖE