Tíminn - 18.03.1984, Síða 10

Tíminn - 18.03.1984, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 ■ Fyrir skömmu voru tveir piltar frá Unglinga- heimili ríkisins í starfs- kynningu á Helgartíman- um og unnu þeir sem blaðamenn í nokkra daga og skrifuðu greinar. Var hér um að ræða lið í starfsemi Unglingaheimil- isins þar sem krökkunum er gefinn kostur á því að vinna ýmiss konar störf úti á hinum svokallaða vinnumarkaði.Þeir Yngvi Ómar og Arnar, en svo heita piltarnir, stóðu sig með prýði og reyndust kappsamir í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Til að gefa lesendum blaðsins kost á því að kynnast ofurlítið því sem fram fer á Unglinga- heimilinu fóru þeirfélag arnir og ræddu við einn starfsmanna þar, Ingvar Guðmundsson sálfræð- ing. Við spurðum Ingvar fyrst að því fyrir hverja Unglingaheimilið væri ætlað: „Þetta heimili er fyrir unglinga eins og nafnið ber með sér sem að einhverjum ástæðum geta ekki búið heima hjá sér eða eiga í erfiðleikum með að stunda sinn heimaskóla. Krakkarnir sem hér dveljast eru yfirleitt á aldrinum 13 til 16 ára þó svo að stundum séu gerðar undantekningar á því. Þannig hafa hér verið yngri krakkar og svo líka unglingar sem komnir eru yfir 16 ára aldur. „Græða krakkarnir eitthvað á því að vera hérna“? „Já ég bæði held og vona að þeir geri það! Það er ýmislegt sem fer hér fram sem krakkarnir geta lært af t.d. það að læra að umgangast annað fólk og svo það að vinna saman, sem getur bæði verið holt og Iærdómsríkt. „Hvert fara krakkarnir eftir dvöl sína á Unglingaheimilinu“? „Það er mjög misjafnt. Flestir fara heim til sín og aðrir í sveit eða á heimavistarskóla úti á landi. Annars er þetta eins og ég sagði voðalega misjafnt. Ég býst nú samt við því að flestir endi með því að flytjast heim til sín aftur. Nú er það svo að mörgum unglingum finnst erfitt að búa heima hjá sér og aðrir beinlínis geta það ekki af mörgum ástæðum. Við spurðum því Ingvar hvar unglingar gætu verið, sem ekki geta búið heima hjá sér. „Það er því miður ekki úr mörgu að velja í þannig tilvikum. Þó er t.d. þessi staður hérna hugsaður fyrir krakka í þannig aðstæðum. Nú, ef viðkomandi er fær um að fara í heimavistarskóla þá er úr ýmsu þar að velja og svo eru aðrir sem e.t.v. viija fara í sveit og þá er hægt að koma því fyrir. Fyrir utan þetta er ósköp lítið sem slíkum unglingum stendur til boða.“ „Hvernig eru samskiptin milli krakk- anna“? „Það getur nú stundum orðið æði stormasamt hérna enda gefur það auga leið þegar 10 hressir krakkar eru saman komnir á einum stað. Samskiptin eru með ýmsu móti. Það er bæði vinskapur og fjandskapur og allt þar á milli. Þetta er í rauninni alltaf að breytast eins og hjá fólki yfirleitt. „Er mikið um ofbeldi innan heimilis- ins.“? „Það er nú dálítið erfitt að svara þessari spurningu. Stundum getur orðið rimma en við forðumst öll handalögmál og reynum þess í stað að tala út um hlutina. Það verður þó að vera agi hér eins og annars staðar og flest vandamál í mannlegum samskiptum má leysa með því að tala út um hlutina." „Hvað er gert hér á daginn"? „Á veturna er það auðvitað skólinn sem hæst ber. Allir krakkarnir sem hér eru stunda skólann og námið tekur nteiri hluta dagsins. Á sumrin erum við með Á Unglingaheimilinu eru ekki bara bökuð vandræði eins og myndin sýnir. f sporum blaðamanna Tveir piltar af Unglingaheimili ríkisins í starfskynningu vinnuprógram þannig að hér er alltaf eitthvað að gerast. Eftir klukkan fjögur er frjálsara skipulag á hlutunum. Þá er reynt að gera eitthvað annað skemmti- legt, hitta kunningjana eða fara eitthvað. Um helgar er oft farið í smá ferðalög og eins og þið vitið förum við oft á skíði. Það er orðin nokkuð fastur liður 1 starfseminni." „Hvenær eiga krakkarnir að vera komin inn á kvöldin"? Á virkum dögum er miðað við að allir séu komnir inn klukkan ellefu. Þetta er svo dálítið frjálsara um helgar en þáeiga menn að vera komnir klukkan eitt.“ „Við hvað starfar þú innan heimilis- ins“? Ég vinn við allt mögulegt og tek þátt í daglegu starfi. Ég held uppi sambandi við vistunaraðila og tek þátt í fjölskyldu- fundum. Ég held líka fundi með ykkur krökkunum og reyni að leysa úr erfið- leikum sem upp koma.“ „Hvernig líkar þér starfið"? „Ég er nú búinn að vinna hér í rúm fjögur ár og það segir e.t.v. svolitla sögu. Ég býst við að ég væri hér ekki ef mér líkaði ekki starfið. Annars getur þetta verið upp og niður. Stundum koma tímabil sem geta verið þreytandi og svo leikur allt í lyndi þess á rnilli." ■ Slappað af eftir annasaman dag. Blaðamenn Helgartímans þeir Yngvi ÓmarogArnarerulengsttil vinstri en sálfræðingur Unglingaheimiiisins Ingvar Guðmundsson sem rætt var við er fyrir miðju.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.