Tíminn - 25.03.1984, Side 2

Tíminn - 25.03.1984, Side 2
2 SUNNUDAGUR 25. MARS 19M Flugleiðir keyptu eldsneyti fyrir 900 milljónir ■ Flugleiðir keyptu á liðnu ári elds- neyti fyrir 900 milljónir króna, sam- kvæmt því sem Guðmundur W. Vil- hjálmsson forstöðumaður eldsneytis og innkaupadeildar Flugleiða upplýsir í viðtali við Við sem fljúgum. Guðmundur segir m.a.: „Við keyptum um 29 milljónir gallona (nálægt 110 milljónum lítra) af eldsneyti árið 1983. Meðalverð var um 99 cent fyrir hvert gallon og því höfum við þurft að greiða um 29 milljónir dollara fyrir þessi kaup, eða sem svarar nær 900 milljónum króna.“ Bítlaborgin Safn tileinkað The Beatles opnað með vorinu i heimaborg þeirra, Liverpool ■ Nú er verið að leggja síðustu hönd á byggingu safns og uppsetningu sýningar til heiurs frægustu popphljómsveit allra tíma, The Beatles og er ráðgert að safnið vcrði opnað með vorinu, en í þcssar framkvæmdir hefur verið varið um 2 milljónum sterlingspunda. Safnið er staðsett í miðborg Liverpool við Seel Street og er búist við geysilega miklum fjöida ferðamanna til Liverpool í sumar í tilefni þessa. Safnið gerír sögu Bítlanna skil, allt frá árinu 1956 og frásagnir og minningar eru samtengdar með kvik- myndum, vídeómyndum, Ijósmyndum, og að sjálfsögðu tónlist goðanna. Liverpool liggur liðlega 300 kílómetra norðvestur af London, en Liverpoolbúar gera sér hugmyndir um að einlægir Bítlaaðdáendur, sem á annað borð eru komnir til Bretaveldis láti slíka vega- lengd ekki á sig fá, heldur streymi til Liverpool og skoði þetta merka safn. Það verður reyndar nóg um að vera í Liverpool í sumar, því Alþjóðlega garð- hátíðin, (International Garden Festival) verður að þessu sinni þar í borg, en hátíðin verður opnuð af Elísabetu Breta- drottningu þann 2. maí nk. og stendur hún fram í miðjan október í haust. ■ Myndin fallega af Aldeyjarfossi er sjálfsagt ekki svipur hjá sjón í svart-hvítu, en ég læt hana samt sem áður fylgja með. Mikil og falleg íslandskynning í þýska tímaritinu Bunte: 'SríífK & U ísland fær gríðarlega mikla og fallega landkynningu í þýska tímaritinu Bunte nú fyrir skömmu, þar sem hvorki meira né minna en sex litprentaðar opnur frá íslandi'eru birtar, ásamt mjög svo já- kvæðri umfjöllun þýska Ijósmyndarans og blaðamannsins Klaus D. Francke. Auðvitað er ekki hægt að gera lit- myndunum fallegu nokkur skil í svart- hvítri umfjöllun hér í Tímanum, en þær eru afskaplega fallegar og þegar þær eru skoðaðar, þá sannast máltækið: glöggt er gests augað. Til að mynda er myndin af Aldeyjarfossi í Skjálfanda með falleg- ustu myndum af þeim tignarlega fossi sem ég hef augum litið. Á fyrstu opnunni, þar sem birtist mynd frá Nýjadal tekin í kvöldsólinni, þegar ferðalangar eru að koma sér fyrir segir blaðamaðurinn eitthvað á þessa leið: Sumarfrí við upphaf veraldar. Heyrir þú þeim hópi til sem hefur fengii sig fullsaddan af hvítum sólarströndun og vill því leita hins upprunalega? Ef svi er, skaltu setja stefnuna á ísland, landii við heimskautsbaug, sem enn lítur ú eins og það gerði fyrir milljónum ára Þar berjast eldur og ís enn um yfirhönd UmaJAn Acnas BraaadAtUr Á faralds- fæti Alþjóðleg skíðaganga í Bláfjöllum: Lava Loppet 7. april n.k. Við sem fljúgum, komið út: Flugleiðir greiddu hátt í 400 milljónir í laun á liðnu ári ■ Lava Loppet, alþjóðleg skíða- ganga fyrir almenning fer fram í Bláfjöllum 7. apríl nk. samkvæmt því sem kemur fram í nýjasta tölublaöi af Við sem fljúgum. Gangan er öllum opin sem náð hafa 16 ára aldri og á meðal þátttakcnda verða erlendir göngukappar sem taka þátt í skíða- göngum sem þessum víðs vegar um heim. I tengslum við göngu þessa munu Flugleiðir bjóða flugferðir til Reykjavíkur á mjög hagstæðum kjörum. ■ Fyrsta tölublað þessa árs af Við sem fljúgum, blaði fyrir farþega Flugleiða er komið út, og cr það bæði efnismikið, fjölbrcytt og skemmtilegt. Þar kennir margra grasa, svo sem viðtals við Erling Aspelund, framkvæmdastjóra stjórnunar- sviðs Flugleiöa, viðtals við Guðmund W. Vilhjálmsson, forstöðumanns elds- neytis- og innkaupadeildar Flugleiða, fjölda viðtala við ýmsa ferðaskrifstofu- menn um horfurnar í sumar og ferðaá- ætlanir, viðtals við fyrsta íslcndinginn sem gisti á Hótcl Loftleiöum, frétta af ýmsum veitingastöðum í Reykjavíkur- borg sem tekið hafa upp einhverja nýbreytni í rekstri sínum o.fl. o.fl. Lítum aðeins á viðtalið við Erling Aspelund framkvæmdastjóra stjórnun- arsviðs Flugleiða: „Starfsfólk Flugleiða um síðustu ára- mót var 1.225 að tölu. Langflestir hér á landi eða 1.058, en erlendis 167. Þessi starfsmannafjöldi er í samtals 38 stéttar- féiögum og fjöldi launaflokka er um 600 að tölu. Launagreiðslur námu á síðasta ári að meðaltali rúmlega milljón krónum á dag, eða hátt í 400 milljónir yfir árið.“ Síðar gerir Erling bílaleigu félagsins að umræðuefni og segir þar m.a. að Bílaleigan hafi fest kaup á 40 nýjum Volkswagen Golf 1984, þannig að á sumri komandi verði 95 bílar í rekstri hjá félaginu sem skiptist þannig að það verði 63 VVV Golf, 22 VW Jetta, átta jeppar og 2 litlir hópferðabílar. Þeir sem standa að Lava Loppet auk Flugleiða eru Ferðaskrifstofan Úrval. Reykjavíkurborg og Skíða- samband Íslands. Þessi alþjóðlega ganga var í fyrsta sinn haldin í fyrra og voru þá 200 þátttakendur, sem komu gagngert hingað til lands til þess að taka þátt í göngunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.