Tíminn - 25.03.1984, Page 5

Tíminn - 25.03.1984, Page 5
SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 fluttur til Danmerkur árið 1951 og þar fer hann á uppboð eftir að Rewentlow greifi varð gjaldþrota. Þá vill svo skemmtilega til að Jón heitinn í sælgætis- gerðinni Víking kaupir bílinn og flytur hann með sér til íslands og hafði hann í ein 10 ár á Guðnabakka í Borgarfirði þar sem hann átti laxveiðiá. Sonur Jónsseldi mér svo þennan merkilega bíl en ég segi ykkur ekki á hvað ég fékk hann" bætti Þorsteinn við glettnislega og dulítið góður með sig. Hann má líka vera það því að hér er um merkisgrip að ræða sem á sér sérkennilega sögu. Bíllinn er líka orðin kvikmyndastjarna því hann hefur „leikið" í kvikmyndum.m.a. Atómstöð- inni sem nýlega var frumsýnd. „Ég varð líka þess heiðurs aðnjótandi að fá að ná í dr. Kristján Eldjárn forseta, á bílnum þegar hann var við opnun bílasýningar- innar í Laugardalshöllinni. Hann var með bíladellu eins og fleiri góðir menn" hélt Þorsteinn áfram. Þegar útsendarar Helgartímans fengu leyfi til að fletta ábreiðunni af bílnum og skoða hann kom í ljós að hann er að öllu leyti eins og hann upphaflega var. Meira að segja fylgir honum varadekk sem aldrei hefur undir hann komið. í hvalbak bílsins er að finna ættarmerki Rewent- low ættarinnar og það er sýnilegt að vel hefur verið með hann farið. „Það er mjög gaman að aka bílnum þessa fáu daga á sumri sem ég tek hann út til að liðka hann“, heldur Þorsteinn áfram.„Hann er hátt á þriðja tonn að þyngd og með 12 sílendra vél, sem er geysiöflug. Fólk snýr sér gjarnan við þegar hann birtist og snýr sér svo aftur við rétt eins og það trúi ekki sínum eigin augum“. ■ Þorsteinn Baldursson eigandi bílsins. „Segi ykkur ekki á hvað ég fékk ’ann“. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og fá sér PALLAPÖKKUNAR VÉL frá PLASTOS H.F.,en best er auðvitað að kaupa hana strax. Hver skoltínn! Hálf sjálfvirk Al sjálfvirk HELSTU KOSTIR: ★ Vatnsheld pökkun ★ Bætt vörumeðferð - minni rýrnun ★ Auðveldari flutningar - lækkun flutningskostnaðar ★ Það er ekki hægt að pakka á ódýrari hátt, hvað efni og vinnu snertir. i Sýningarvél á staðnum _ ^ Plastpoka og prentun færðu hjá PljKlM lll 82655 1974 1984 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Þénið meira og vinnið erlendis t.d. U.S.A. Canada, Saudi Arabia, Venezuela o.fl. er óska að ráða til skemmri eða lengri tíma: Iðnaðar- menn, verkamenn, tæknimenn o.fl. Sendið 2 alþjóðleg svarmerki og fáið nánari upplýsingar. OVERSEAS, DEPT. 5032 701 Washington Street, Buffalo, New York, 14205, U.S.A. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! £ Hótelstarf Hjón eða tvo einstaklinga vantar til að sjá um rekstur sumarhótels að Laugarbóli Bjarnarfirði á komandi sumri. Upplýsingar gefa Baldur Sigurðsson Odda sími um Hólmavík og Ingólfur Andrésson sími 95-3242 á kvöldin. Umsóknir berist fyrir 7. apríl til Kaldrananes- hrepps Strandasýslu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.