Tíminn - 25.03.1984, Side 9

Tíminn - 25.03.1984, Side 9
menn og málefni Viðnámið gegn verðbólgunm nýtur stuðnings þjóðarinnar hyggja meira að því, sem sameinar, en hinu, sem sundrar. Hótun Mbl. Þessi viðvörunarorð eru ekki sízt sögð í tilefni af því, að í síðasta Reykjavíkurbréfi Mbl. gat að lesa þá hótun, að yrði ekki strax fallizt á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til sam- vinnufélaganna, myndi hann snúa sér annað og reyna að komá umræddri stefnu sinni fram á þann hátt. Sá, sem slíku hótar, telur sig bersýni- ■ Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Góður vitnisburður um þjóðina Það kom ekki á óvart, að niðurstaða nýlegrar skoðanakönnunar DV leiddi í Ijós, að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar nýtur fylgis mikils meiri- hluta þjóðarinnar, þótt hún hafi orðið að grípa til ráðstafana, sem viður- kenndu þá kjaraskerðingu, sem orðin var á síðastliðnu vori, þegar stjórnar- skiptin urðu. Það blasti við, þegar stjórnin kom til valda, að launin þyrftu að hækka um meira en tuttugu prósent, ef bæta ætti þá kjaraskerðingu, sem orðin var. Slík kauphækkun hefði orðið öðrum en hálaunamönnunum verri en engin, því að í kjölfarið hefði farið stórkostlega aukin verðbólga og stórvaxandi at- vinnuleysi. Engir möguleikar voru fyrir hendi til raunhæfra kjarabóta, þar sem fiskveið- arnar voru að dragast saman og ekki var lengur hægt að lifa umfram efni með frekari lántökum erlendis. Það hefði leitt til efnalegs hruns og ósjálf- stæðis. Við því mátti búast, að þær hörðu efnahagsráðstafanir, sem nauðsynlegt reyndist að grípa til, myndu fá misjafna dóma, þar sem þær þrengdu að mörgum. Við það bættist svo, að fjórir stjórnmálaflokkar kepptust við að ófrægja þær eftir megni. Það er góður vitnisburður um þjóð- ina, að hún hefur ekki látið blekkjast. Hún hefur tekið ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar með fullum skilningi. Það sýna þeir kjarasamningar, sem náðust milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins, en þeir hafa nú verið samþykktir óbreyttir eða lítið breyttir af meginþorra verkalýðs- félaga í landinu. Eftir þá niðurstöðu kom niðurstaða skoðanakönnunar DV ekki á óvart. Þótt oft sé hæpið að treysta skoðana- könnunum, bendir afstaðan til kjara- samninganna ótvírætt til þess, að treysta megi niðurstöðum umræddrar skoðanakönnunar. Ríkisstjórninni vottað traust Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur verið vottað traust með framangreindum hætti. Það er óum- deilanlegt. Þetta er viðurkenning á því, að hún hefur tekið verðbólgumálin föstum tökum. Árangurinn er þegar orðinn í samræmi við það. Verðbólgan er kom- in niður í 10% í stað þess, að hún stefndi í 130% við stjórnarskiptin. Vextir hafa verið stórlega lækkaðir. Gengi krónunnar hefur verið nokkurn veginn stöðugt. Dregið hefur úr við- skiptahallanum við útlönd. En þótt þessi árangur hafi náðst að sinni, er mikið starf óunnið. Það þarf að tryggja að þessi árangur haldist. Hann getur tapazt fyrr en varir, ef ekki verður áfram gætt festu og fyrirhyggju. Stjórnarandstaðan er enn við það heygarðshornið, að það sé hennar hagur, að þessar aðgerðir mistakist. Hér er hugsað meira um eigin hag en þjóðarhag. Eitt frumskilyrði þess, að fullur árangur náist, er ekki sízt það, að áfram haldist sæmileg samstaða stjórn- arflokkanna um hjöðnun verðbólg- unnar. Nú er ekki tími til þess, að þessir gömlu andstæðingar taki til við að glíma um ýmislegt það, sem hefur valdið ágreiningi milli þeirra. Lausn þeirra ágreiningsefna verður að bíða betri tíma. Nú verður að lega eiga hauk í horni, þar sem er Alþýðubandalagið. Það er ekki nýtt hjá ritstjórum Morgunblaðsins, að það komi í Ijós beint og óbeint, að þeir hafa trú á samvinnu við Alþýðubandalagið. Enn munu margir mirmast skrifa þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar haustið 1978, þar sem þeir boðuðu samvinnu Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagsins og töldu alls ekki þörf á því að láta Alþýðuflokkinn vera með. Vel má vera, að meira búi á bak við þessa hótun Mbl. en margir gera sér Ijóst í fljótu bragði. Það mun þá koma í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn metur nú annað meira en að áfram verði unnið að hjöðnun verðbólgunnar og grundvöllur lagður að blómlegu at- vinnulífi og batnandi lífskjörum á þann hátt. Sjálfstæðisflokkurinn mæti það þannig meira að fjandskapast við sam- vinnuhreyfinguna en að vinna að lausn efnahagsmálanna. Framsóknarflokkurinn mun ekki standa gegn trúlofun Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandalagsins, ef hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í þá átt. Ekki þarf Sjálfstæðisflokkurinn að óttast, að slíkar fyrirætlanir strandi á Alþýðubandalaginu. Það er tilbúið í sængina. Lagabreytingar hjá Alþýðubandalaginu Það þarf ekki skoðanakönnun hjá DV til að leiða það í Ijós, að Alþýðu- bandalagið stendur nú höllum fæti. Svo áberandi er vaxandi klofningur innan þess á fleiri sviðum, að flokkur- inn er bersýnilega að veikjast. Hin háværa og ófrjóa stjórnarandstaða bætir ekki heldur stöðu þess. Klofningurinn í Alþýðubandalaginu hefur verið að koma æ betur í Ijós síðustu misseri. Flokkurinnhefurverið að skiptast í tvær fylkingar. Annars vegar hafa verið ýmsir helztu verka- lýðsleiðtogar flokksins og eldri for- ustumenn, eins og Lúðvík Jósepsson. Hins vegar hefur verið hópur þeirra, sem telja sig til menntamanna, og hefur dregið nafn af því. Menntamánnahópurinn hefur verið mun róttækari en fyrrnefndi hópurinn og í raun ekki langt milli hans og Fylkingarinnar, sem. hefur verið eins konar sértrúarsöfnuður kommúnista. Eftir stjómarskiptin á síðastliðnu vori, töldu forustumenn mennta- mannahópsins, að nauðsynlegt væri að reyna að stækka Alþýðubandalagið á þann veg, að ýmsir sértrúarhópar eins og Fylkingin gætu starfað innan þess, án þess að þurfa að leggja starfsemi sína niður. Fordæmið hafði Ólafur Ragnar frá Bretlandi, þar sem Trotsky- sinnum hefur verið heimilt að starfa í Verkamannaflokknum. í framhaldi af þessari niðurstöðu var hafizt handa um að breyta lögum Alþýðubandalagsins á þann veg, að auðvelt yrði fyrir Fylkinguna og önnur slík félög að starfa innan Alþýðu-- bandalagsins. Slík lagabreyting var samþykkt á landsfundi Alþýðubanda- lagsins á síðastliðnu hausti, þótt Lúð- vík Jósepsson og fleiri reyndari menn þess vöruðu við henni. Fylkingin lét ekki lengi bíða að ganga í Alþýðubandalagið eftir að þessi lagabreyting kom til fram- kvæmda. Hún hefur nú gengið í Alþýðubandalagið og sameinazt menntamannahópnum. Klofningurinn um kjarasamningana Um líkt leyti og Fylkingin gekk í Alþýðubandalagið hófust miklar deil- ur milli menntamannahópsins og hinna hófsamari manna flokksins um af- stöðuna til væntanlegra kjarasamn- inga. Ásmundur Stefánsson og margir aðrir verkalýðsleiðtogar lögðu áherzlu á að ná eins miklu og unnt væri, miðað við erfitt efnahagsástand og hættu á atvinnuleysi. Ólafur Ragnar Grímssön og Svavar Gestsson vildu hins vegar láta stjórnast af hagsmunum stjórnar- andstöðunnar og nota kjarasamninga- málið til að koma í veg fyrir, að ríkisstjórnin næði tökum á verðbólg- unni. Þessi ágreiningur hefur að sinni leitt til mikils klofnings í Alþýðubandalag- inu. Meirihluti verkalýðsleiðtoganna undir forustu Ásmundar Stefánssoríár stóð að hinum nýgerðu kjarasamning- um. Ólafur Ragnar Grímsson og Svav- ar Gestsson hafa hamazt gegn þeim og beitt Þjóðviljanum í áróðri sínum. í Dagsbrún tókst þeim a koma fram vilja sínum, þegar Fylkingarmaðurinn Pétur Tyrfingsson náði forustunni af Guðmundi J. Guðmundssyni og fékk félagið til að fella kjarasamningana andstætt því, að Guðmundur J. ætlaði aðeins að fá þeim frestað meðan reynt væri að koma fram breytingum. Lagabreytingarnar, innganga Fylk- ingarinnar og klofningurinn um kjara- samningana hafa samanlagt valdið slíkri ólgu í Alþýðubandalaginu, að forustuliðið sér nú hvergi til lands, nema þá helzt það að ganga í brúðar- sæng með Sjálfstæðisflokknum, þar sem ýmsir virðast bíða eftir þeim. Söluskatturinn Þjóðhagsstofnun hefur nýlega at- hugað innheimtu ríkistekna á árinu 1983. Samkvæmt tekjuáætlun, sem gerð var í desember síðastliðnum, hefur innheimzt 44 milljónum króna meira í beinum sköttum en áætlunin gerði ráð fyrir. Hins vegar innheimtist 75 milljónum króna minna af óbeinum sköttum en áætlað var. Innheimta óbeinna skatta reyndist þannig verulega undir áætlun, enda þótt tekjur af innflutningi reyndust meiri en áætlað var. Það, sem varð þess valdandi, að heildartekjur af óbeinum sköttum lækkuðu samt, var lakari afkoma Áfengis- og tóbaksverzl- unar ríkisins en gert var ráð fyrir og lakari innheimta söluskatts. Þjóðhagsstofnun vekur athygli á þeirri staðreynd, að söluskattsskyld velta virðist hafa dregizt talsvert meira saman en svarar almennum veltubreyt- ingum. Tekjur af söluskatti urðu því minni en búizt var við. Þjóðhagsstofnun telur það athygl- isvert, að á síðasta ári hafi orðið verulegur munur á þessum tveimur stærðum, söluskattsskyldri veltu og heildarveltu. Þjóðhagsstofnun álítur, að þessi munur verði varla að fullu skýrður með því, að söluskattsskyld vörukaup og þjónusta t>é næmari fyrir breytingum tekna en önnur útgjöld. Af þessum upplýsingum Þjóðhags- stofnunar verður naumast dregin önnur ályktun ea. sú, að innheimtu söluskatts sé ekki nægilega vel framfylgt. Sá orðrómur hefur lengi haldizt, að söluskattur innheimtist lakar en aðrir skattar. Þar hafi ýmis undanbrögð átt sér stað, sem færi fram hjá innheimt- unni. Framangreindar upplýsingar Þjóð- hagsstofnunar ættu vissulega að verða hvatning til þess, að innheimta sölu- skattsins verði hert. Þegar ramminn var sprengdur Nokkru áður en bæjar- og sveitarfé- lög fóru að fjalla um útsvarsálagningu á þessu ári, birti Þjóðhagsstofnun glögga útreikninga, sem sýndu fram á, að ekki væri nauðsynlegt fyrir þessa aðila að nota eins háa prósentuálagn- ingu og áður. Ástæðan væri sú, að verulega hefði dregið úr verðbólgu og eitt frumskilyrði þess, að það gæti haldizt áfram væri að draga úr útsvars- álagningunni. Stærsta bæjarfélagið, Reykjavík, sem raunverulega mótar stefnu bæjar- og sveitarfélaganna í þessum efnum, hafði þessa viðvörun að engu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði og borgarstjórn ákvað að hækka útsvarsálagningu frá fyrra ári um 42%, enda þótt ekki væri reiknað með nema 22.5% hækkun á útgjöldun- unt miðað við fyrra ár. Samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar þýðir þetta aukna skatt- byrði, miðað við fyrra ár, sem nemur sextán þúsundum króna á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í höfuðborg- inni. En þetta er ekki öll sagan. Nær öll gjöld þjónustustofnana borgarinnar hafa verið hækkuð umfram augljósar þarfir. Þannig voru gjöld Hitaveitunn- ar hækkuð um 25%, enda þótt sér- fræðingar viðskitpamálaráðherra hefðu reiknað út, að þau þyrftu ekki að hækka nema um 10-12%. Það var þessi mikla umframskatt- lagning borgarstjórnarmeirihlutans t Reykjavík, sem átti mestan þátt í því að sprengja 4% rammann, sem hafði verið settur í fjarlögin. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.