Tíminn - 25.03.1984, Side 21

Tíminn - 25.03.1984, Side 21
SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 Þvinguð fórn í „Schacknytt" greinir sá cr tapaði eftirfarandi skák frá því, að tapið hafi komið í lokaumferð opna skák- mótsins í Malmö, og hafi hvorugur aðili haft eftir nokkru að keppa. Nema heiðrinum, að sjálfsögðu! Drottningarfórnir þykja alltaf nokk- uð sérstakar, og þar fyrir utan á skákin sér athyglisverðan formála. Hvítur var fullur bjartsýni, því svart- ur tefldi hægfara byrjun. Hann hljóp beint inn í mótsóknina, en hefði betur athugað sinn gang. Hann bein- línis þvingaði svartan til að fórna. Carleson : Carlsson 1. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. e3 e6 5. Rf3 Rb-d7 6. Dc2 Be7 (Hér er Bd6 talið kröftugra. En í þessari stöðu er Be7 betra en 6. Bd3, Be7 þegar drottningin síðar meir fer frá dl til e2.) 7. b3 0-0 8. Bd3 b6 9. 0-0 Bb7 10. Bb2 Hc8 11, Ha-dl Dc7 12. Re5 Hf-d8 13. f4 c5 14. f5? (Villt. Betra var De2. Aftur á móti gefur 14. Rb5 Db8 15. Rxd7 Hxd7 16. dxc5 Bxc5 hvítum ekki neitt. í fyrstu kemur svartur beint inn í útreikninga hvíts...) 14.. . cxd4! 15. exd4 Rxe5! 16. dxe5 Rg4 17. Rb5. (Nú gæfi 17. . Db8 18. fxeóhvítum vinnandi sókn. Dc5t er svarað með Bd4, og þar með er hótunin Re3 úr sögunni.) 17. . Dc5t! 18. Bd4 dxc4! 19^ Bxc5 Bxc5t 20. Khl cxd3 (Svart- ur vill bera meira úr býtum, en fengist með 20. . Re3 21. bxc4.) 21. Hxd3 Re3 22. Hxe3 Bxe3 23. De2 Hd2! (Að öðrum kosti stöðvar Rd6 sóknina.) 24. Dxe3 Hc-c2 (Lítur vel út, en 24. .1 Hxg2 hefði líka unnið. T.d. 25. Hf3 Hcc2 26. Rd6 Bd5 27. fxeó Hg-d2 eða 27. . Hg-e2. Eða 26. Rd4 sem leiðir til sömu stöðu og í skákinni. Eftir .25. Hgl Hxg2 26. Hxg2 Hxg2 getur hvítur ekki bjargað drottningu sinni. Einnig er 25. Dg5 Bxg2t 26. Kgl Bxfl 27. De7 Bxb5 snjallt afbrigði, biskupinn gætir alls, einnig völdunarinnar á e8.) 25. Rd4 Hxg2 26. Hf3 (Eða 26. Rxc2 Hg3t) 26. . Hxh2t 27. Kgl Hc-g2t 28. Kfl Ba6t Hvítur gafst upp. Gildra frá '78 Rc6 5. 0-0 d5 6. c4 dxc4 7. Da4 Bd7 8. Dxc4 (Hér er einnig leikið dxc5, og þá er talið vafasamt fyrir svartan að tefla upp á peðsvinning með Ra5.) 8. . cxd4 9. Rxd4 Hc8 10. Rc3 Rxd4 11. Dxd4 Bc5 12. Dh4 Bc613. Bxc6t Hxc6 14. Hdl Db6 (Allir virka þessir leikir mjög eðlilegir, en svartur varð að breyta út af fyrr í skákinni. Eins og „við allir vitum“ kemur nú: Englendingurinn Geoff Lawton kom manna mest á óvart á AS 1904 skákmótinu, þó honum tækist ekki að ná alþjóðlegum meistaratitli. í síðustu umferð nægði honum jafn- tefli gegn tékkneska stórmeistaran- um Plachetka sem var gjörsamlega heillum horfinn og hafði enga skák unnið í mótinu. Lawton hefur hressi- legan skakstíl og lætur ekki tískuaf- brigði byrjanafræðinnar reyra sig niður. Pó var bagalegt að hann skyldi ekki kunna skil á tveim skákum frá Olympíuskákmótinu í Buenos Aires 1978. Pær birtust í fjöld skákrita og þó ég hafi ekki blöðin frá árslokum 1978 við hendina, er ég viss um að söguna getur að finna í Extrablaðinu. Eftirfarandi skák er sem sagt nokkurs konar upptugga. Plachetka : Lawton Kjatalan 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 c5 4. Bg2 15. Bh6! (Fyrst leikið hjá Portisch : Radulov og nokkrum dögum síðar hjá Ribli : Ljubojevic. Ljubo hafði ekki rannsakað mótsritið og viður- eign Ungverjalands: Búlgaríu hafði sýnilega ekki vakið áhuga hans. Á þennan hátt fékk ungverska liðið tvo mikilvæga vinninga út á þetta, og unnu sigur á Olympíumótinu, eins og kunnugt er. . Þetta er í einasta skiptið sem Rússarnir hafa upplifað að verða í öðru sæti, allt frá því að þeir hófu þátttöku árið 1952. Radul- ov stóð höllum fæti eftir 15. . gxh6 16. Dxf6 0-0 17. Re4, og Ljubo eftir 15. . Bf8 16. Hd2 e5 17. Be3.) 15. . Bf8 16. Hd3 e5 17. Be3 Da6 18. Rd5 Rxd5 19. Hxd5 f6 (Mótsritið gefur þessa sniðugu leið, 19.. Bd6 20. Hdl 0-0 21. b4! b5 22. a4 og hvítur vinnur mann.) 20. Dg4 Hc7 21. Ha-dl Dc6 22. Hd8t Kf7 23. Hcl Gefið. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skak Danmörk: Hansen ógnar Larsen ■ Um þrjátíu ára skeið hefur Bent Larsen verið öflugasti skákmaður Dan- merkur. Hann varð fyrst skákmeistari Danmerkur 1954, og sama ár tefldi hann á 1. borði fyrir Danmörku á Olympíusk- ákmótinu í Hollandi. Larsen tefldi allar umferðirnar og fékk 13 '/: vinning af 19 mögulegum. 71%. Tveim árum síðar bætti hann enn um betur, á Olympíusk- ákmótinu í Moskvu. Þar varð Larsen efsti allra 1. borðs manna í A-riðli, með 70% vinningshlutfall, og jafnvel heims- meistarinn Botvinnik réði ek^ci við slíka keyrslu. Eftir þetta var Larsen út.nefndur stórmeistari, og hefur jafnan verið þar í röð þeirra allra fremstu. Það er fyrst nú sem danskur skákmaður þykir farinn að ógna veldi Larsens. Sá heitir Curt Hansen, tvítugur að aldri og hcfur náð prýðilegum árangri undanfarið. Hann er núverandi skákmeistari Norðurlanda og á því nióti náði hann einmitt áfanga að stórmeistaratitli. Bent Larsen hefur fylgst grannt með framförum þessa landa síns og margoft birt skákir eftir hann í skákdálkum sínunt og hælt pilti óspart. Þeirri hugmynd skaut síðan úpp kollin- um, að gaman væri að sjá þessa tvo fremstu skákmenn Danmerkur reyna með sér í einvígi, og að undirlagi dönsku blaðanna var keppninni komið á. Ekki var þó um fullan umhugsunartíma að ræða, heldur hafði hvor keppandi '/: klukkustund fyrir skákina og voru tefld- ar tvær skákir. Úrslit urðu nokkuð óvænt, því Hansen sigraði 2:0. í fyrri skákinni missti Larsen peð á klaufalegan hátt, og það dugði Hansen til sigurs í heldur dauflegri skák. Seinni skákin varð hinsvegar all stormasöm. Larsen fékk betra tafl í byrjun, og jók yfirburð- ina jafnt og þétt, uns hann var kominn með léttunnið tafl. Til viðbótar var mikið tímahrak farið að angra Hansen, og hefði því eftirleikurinn átt að verða Larsen auðveldur. En meistarinn missti gjörsamlega tökin á stöðunni, hver af- leikurinn rak annan, uns hámarkinu var náð með hróksafleik. Fjörug skák, þó hinn stutti umhugsunartími hafi sett sitt mark á verkið. Hvítur: Bent Larsen ' Svartur: Curt Hansen Reti 1. RÍ3 d5 2. c4 e6 3. b3 Rf6 4. Bb2 c5 5. e3 Rc6 6. cxd5 exd5 7. Bb5 (Hvítur vill eðlilega halda niðri d5-d4, auk þess sem biskupinn þjónar engu sérstöku hlut- verki hér.) 7. . Bd6 8. 0-0 0-0 9. Bxc6 bxc6 10. d3 (Larsen hefur dálæti á stöðum sem þessari, og fáir standa honunt þar á sporði.) 10.. He8 11. Rb-d2 Bf5 12. De2 h6 (Hér var 12. . c4 athyglisverður ntöguleiki. T.d. 13. dxc4 dxc4 14. Rxc4 Bd3ogef 15. Dxd3? Bxh2fogdrottning- in fellur.) 13. Hf-dl De7 14. Ha-cl Ha-b8 15. h3 Hb6 (Byrjunin á furðu- ferðalagi hróksins.) (16. Bal Bh7 17. Rfl Rd7 18. Db2 Rf6 19. Dd2 Ha6 (Til þess að koma í veg fyrir Da5?) 20. Bc3 Hb8 21. Db2!? (Gefur svörtum kost á skiftamunsvinningi, en hvítur metur sín færi álitleg, og teflir óhræddur á tvær hættur.) 21. . c4 22. Bxf6 gxf6 23. dxc4 Ba3 24. Dd2 Bxcl 25. Hxcl Hd8? (Betra var 25. . dxc4, því hróksleikurinn er í raun atleikur sem hefði átt að leiða til taps.) 26. c5! (Þar með er hrókurinn á a6 kyrfilega geymdur.) 26. . Be4 27. Rd4 Kh7 28. De2 Db7 29. a4 Hg8 30. Rg3 Bg6 31. h4 Dc8 32. Df3 Dd8 33. h5 Be4 34. Rxe4 dxe4 35. Dxe4t Kh8 (Hér var farið að saxast á umhugsunartímann, hvítur átti eftir tíu mínútur, en svartur aðeins fjórar, og situr auk þess í töpuðu tafli.) 36. Rf5 Hg5 37. Rxh6 Dd7 38. Dc4 Kg7 39. Dxa6 (Hér hefði verið eðlilegast að svartur gæfist upp, en í tímahrakinu gefst ein- faldlega ekki tími til þcss.) 39. . Dh3 40. Dfl? (40. Dxc6 sem einnig valdar mátið á g2 hefði unnið lctt.) 40. . Dxh5 41. g3 Dxh6 (Þessari stöðu á varla að vera hægt að leika niður, en Larsen tekst það.) 42. Dg2 (Með annað augað á c6.) 42.. Hd5 43. b4 (Trúlega hefði 43. Dxd5 unniö.) 43. . Dh5 44. g4 (Óþörf veiking. En Larsen virðist ntissa öll tök í tímahraki hvíts.) 44. . De5 45. b5 Db2 46. Hn Hxc5 47. bxc6 Dc2 48. Df3 Hxc6 49. a5 Hc5 50. a6 Da4 52. Kg2 Hg5 53. Kg3 Dxa6 54. Df4?? (Þessi leikur kórónar afleikjaröðina.) 54. . Dxfl og hvítur gafst upp. • • Jóhann Orn Sigurjónsson skrifar ^ Svæðisfundir á Norðausturlandi Kaupfélögin á Norðausturlandi halda svæðisfundi með stjórnarformanni og forstjóra Sambandsins. Fundirnir verða á Hótel KEA, Akureyri laugar- daginn 31. mars kl. 13.30, fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Sval- barðseyrar og í Félagsheimilinu á Húsavík, sunnudaginn 1. apríl kl. 13.30, fyrir Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Norður-Þingeyinga. FUNDAREFNI: 1. Avarp Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins 2. Viðfangsefni Sambandsins Frummælandi: Erlendur Einarsson, forstjóri 3. Samvinnustarf á svæðinu Frummælandi á Akureyri: Valgerður Sverrisdóttir, húsfreyja Frummælandi á Húsavík: Björn Benediktsson, oddviti 4. Önnur mál - almennar umræður Félagsmenn kaupfélaganna og annað áhugafólk um samvinnustarf er hvatt til að koma á fundina. Kaupfélag Eyfirðinga Kaupfélag Þingeyinga Kaupfélag Svalbarðseyrar Kaupfélag Norður-Þingeyinga

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.