Tíminn - 25.03.1984, Page 22

Tíminn - 25.03.1984, Page 22
SUNNUDAGUR 25. MARS 19M Simple Minds TimamyndirÁDJ Góðir tónleikar í Safari fimmtudags kvöld nuí Umsjón: Arni Daníel Júlíusson ■ Björk Guðmundsdóttir ■ Björk Guðmundsdóttir söngvari í Tappa tíkarass og Kukli ætlar að höfða mál á hendur Steinari h/f vegna ólöglegrar birtingar á lögum með henni. A safnplötunni á Stutt- buxum sem kom út fyrir nokkru síðan var lagið Afi, sem tekið var af plötu Björgvins Gíslasonar, Örugg- lega, kynnt undir nafni Bjarkar.Hún vill ekki sætta sig við það, þvi hún hafi aðeins verið session-mann- eskja hjá Björgvin á viðkomandi plötu. Fylgir þessi málshöfðun á ■ San Fransisco blús band eftir málshöfðun Megasar af svip- uðu tagi. Björk hafði ýmislegt ófagurt um Stein- ar að segja þegar ég hitti hana á förnum vegi nýlega, en hún greindi einnig frá gleðilegri tíðindum, sem sé þeim að hljómsveitin Kukl hyggur á eina fjóra tónleika á næstunni. Meðal þeirra eru tónleikar á mjög óvenjulegum stað, og kemur það í Ijós síðar hvaða staður það er, og einnig tónleikar í Félagsstofnun stúdenta með Gramm-genginu, Von- brigðum, íkarusi og fleirum. ÁDJ San Fransisco blús í Sigtúni ■ Þann 1. apríl n.k. mun San Fransisco blús bandið halda hljóm- leika i Sigtúni. Það er rúmjega ár síðan blúsband lék síðast á íslandi. Það var Mississippi Delta blús band- ið sem þá lék og hafði heimsótt okkur ári fyrr fyrst blushl jomsveita. Þeir félagar í San Fransisco blús bandinu eru ekki alveg ókunnir íslandi því gítaristinn og söngvarinn Craig Flort- on kom hingað með Mississippi Delta blús bandinu fyrir tveimur árum og bassaleikarinn Larry James fyrir rúmu ári. Craig Horton er frá Arkansas og eru tengsl hans við hinn hefðbundna blús sterk. Hann byrjaði níu ára gamall að leika á gítar við guðsþjónustur. Undan- farin ár hefur hann búið í San Fransisco og hann var einn af stofnendum San Fransisco blús bandsins. Hann samdi m.a. söng blúsinn Icelandic Woman á fyrstu skífu hljómsveitarinnar. Warren Cushenberry, leikur einnig á gítar og syngur. Hann er frá Louisiana. Meðal blúsmanna er hann hefur leikið með og hljóðritað má nefna Slim Harpo og Guitar Slim. Þetta er í fyrsta skipti sem hann heimsækir Evrópu. Gene „Bird Legs" Pittman, leikur á munnhörpu og syngur. Hann hefur lengi verið með eigin hljómsveit í San Frans- isco. Hann blæs í munnhörpuna í anda Sonny Boy Williamson og SonnyTerris. Larry Young, bassaleikari og söngvari kom hingað fyrir rúmu ári eins og minnst hefur verið á en þetta er fyrsta Evrópu- ferð trommuleikarans Robert Denegals. Blúsáhugi hefur vcrið mikill hérlendis og aðsókn að þeim hljómleikum er Mississippi Delta blús bandið hélt var mjög góð. Jassvakning hefur því tekið Sigtún á leigu, en sá staður hentar ágætlega fyrir jafn kröftugt blúsband og San Fransisco blús bandið er. Miðaverði hefur einnig verið stillt í hóf. Verð er aðeins 250 krónur miðinn eða u.þ.b. helmingur þess er kostað hefur inn á blúshljómleika hérlendis. Það voru Dúkkulísurnar sem hófu skrallið. Hljómsveitin er skipuð fimm kvenmönnum, m.a. bassaleikara sem hefur unnið sér það til frægðar að vera boðið í Grýlurnar en afþakkað. Hún kunni tökin á hljóðfærinu, stúlkan sú, sem og þær hinar. Gítarleikarinn lék skemmtilega þétt og fyllti vel upp í hljóðmyndina, trommarinn var ekkert sérstök en stóð þó fyrir sínu. Hljóm- borðsleikur góður. Söngurinn var skemmtilegur, háar stúlknaraddir sem undirstrikuðu æsinginn í músíkinni mjög vel. Dúkkulísurnar flytja þétt og taktfast popp-rokk, ekki ólíkt Go-Go’s eða Blondie. Lögin eru öll svipuð, keyrð hratt áfram og með léttum melódíum. í sjálfu sér gera Dúkkulísurnar mjög vel það sem þær eru að gera, en þó finnst mér vanta herslumuninn til þessaðþær geti talist verulega góð hljómsveit. Ég veit ekki hvað það er, hvort þær vantar öryggi eða fjölbreyttari lagasmíöar, en mér fannst ekki nógu mikil reisn yfir flutningnum. Maður hlakkar samt til að heyra plötuna sem von er á frá þeim. Næstar á dagskrá voru Djellý-systur úr Kópavogi og voru þær mun síðri en Dúkkulísurnar. Tónlist þeirra er eigin- lega ekki neitt neitt, einhverskonar rokk, sem hvorki er flutt af miklum krafti né sannfæringu. Lagasmíðar eru ekki sterkasta hlið hljómsveitarinnar, reyndar efast ég um að hljómsveitin hafi nokkra sterka hlið. Ef þær stöllur ætla sér eitthvað verða þær að taka sér tak og byrja upp á nýtt. Jú, reyndar hafa þær eina sterka hlið, en það er söngkonan, sem er sérlega skemmtileg týpa. Og þá kom loks síðasta hljómsveitin Dá. Það er ný hljómsveit, í henni eru m.a. þeir Haugar fyrrverandi Heimir og Helgi. Söngkonan er Hanna Steina, konan hans Mikka í Frökkunum, og systir Diddúar í Spilverkinu. Hanna Steina er meiriháttar söngkona og sviðs- manneskja og virkaði mjög sannfærandi. Tónlist Dásins er þung og mögnuð með yfirgnæfandi bassa og trommuleik. Þetta er nýbylgjutónlist af ætt Killing Joke og jafnvel jassáhrif í bland. Annars er erfitt að lýsa tónlistinni, maður hefur ekki heyrt svona lagað áður. Ólíklegt er að hljómsveit þessi nái miklum vinsældum meðal aðdáenda léttari dægurtónlistar og höfðar fremur til þeirra sem liggja í þungri músík. En þetta var tvímælalaust besta hljómsveit kvöldsins og á framtíð fyrir sér. í heild voru þetta mjög skemmtilegir hljómleikar, þarna brá fyrir ferskum andblæ í annars aðgerðalitlu rokklífi landsins. -ÁDJ ■ Á fimmtudagskvöld voru kvennarokkhljómleikar SATT í Safari. Þar spiluðu tvær kvennarokksveitir, Dúkkulísurnar og Djellý-systur, og ein hljómsveit sem hafði einn kvenmann innanborðs en að öðru leyti var hún skipuð karlmönnum. Hét hún Dá. Áhorfendur voru hæfilega margir, ekki of troðið og ekki of margt. Kvörtun min í síðasta Nútíma hafði greinilega borið árangur, nýr bar hafði bæst við í þægilegri fjarlægð frá dansgólfinu. Ferskur andblær - nýir straumar !»■ ■ Hljómsveitin Simple Minds hefur lengi verið ein ^ traustasta hljómsveit Breta. Platan Sparkle in the Kain er sjötta LP-plata hljómsvcitarinnar, ef frá er talin ein safnplata. Síöasta plata hljómsveitarinnar nefnist New Gold Dream og voru flestir sammála um að það væri besta verk hljómsveitarinnar til þessa. Hljómlist Simple Minds hefur yfirleitt verið þung, með langdrcgnum taktflækjum og vandlegu samspili hljóðfæra. Á New Gold Dream brá fyrir fcgurri melódíum en áður, en á Sparkle in the Rain er gamla Simple Minds að mestu horfin og i staöinn er komiö léttar og fjörugra rokk. Hugmyndirnar eru einfaldari en áður og útfærslan ekki eins flókin. Trommuleikur- inn er meira áberandi og öðruvisi hugmyndir á ferð. Tvö af lögum plötunnar hafa veríð geHn út á smáskífum, Speed Your Love To Me og Waterfront, en þau standa engan vcginn uþp úr. Öll lög plötunnar eru áhugaverð, en á fyrri plötunum vildu koma fyrir dauðir kaflar og lélcg lög. Þótt ég segi að tónlistin sé orðin léttari og Qörugri þá táknar það cngan veginn að hljómsveitin sé oröin eitthvað poppband. Ég veit satl að segja ekki hvort þessi plata er betri en sú sem kom á undan, enda er erfitt að fylgja eftir eins góðri plötu og New Gold Dream. Fyrst og fremst er tónlistin öðruvísi, ekki eins glæsileg kannski, en fullt eins vönduð. Með plötunni sýna Simple Minds að þeir eiga cnn nýjar hugmyndir ■ sarpinum, þeir eru ennþá ferskir, allavega að mestu leyti. Og það er enginn vaH á því að hljómsveitin er með þeim bestu á árinu 1984. Dúkkulísurnar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.