Tíminn - 25.03.1984, Side 27

Tíminn - 25.03.1984, Side 27
SUNNUDAGUR 25. MARS 1984 ft r* ■ Fyrir all mörgum árum sat hún eitt sinn fyir hjá Playboy. Hún kveðst hafa notið þess á sinn hátt, — „erum við ekki öll hegómleg?" spyr hún. nú koma gestirnir. Þeir eru klæddir sínu besta skarti og þeir hafa einkum verið valdir eftir efnum þeirra. Kennslukonan hellir þurru víni í glös allra viðstaddra og það er flutt dálítil ræða. Svo byrja viðskiptin. Fyrstu mynd- ina hreppir ungur heimamaður úr bænum, en fyrir sautján árum stóð hann úti í regninu og beið eftir eiginhandar- áritun leikkonunnar. Hann kaupir hér mynd fyrir 4800 mörk. Fimm kaupendur bjóðast í viðbót að hinum stóru og litríku myndurn, sem allar eru málaðar að sumri. Gamlir aðdáendur sjá draum sinn rætast þegar þeir fá að stilla sér upp við hliðina á átrúnaðargoði sínu og kærastan smellir af þeim mynd. Elke segir: „Sá sem ætlar að hafa myndir mínar hjá sér er hvort sem er með part af mér sjálfri hjá sér." Um kvöldið kemur í Ijós að salan hefur gengið vel. Salan nemur um það bil tuttugu þúsund mörkum. En sýningin á cftir að standa í viku. Það er ekki svo slæntt. Einkum ef tillit cr tekið til þess að í haust kann ágóðinn af leiksýningum að verða með minna móti, vegna skorts á eftirspurn. ■ Þau Tom eru hér á tali vð Roberto Blanco í samkvæmi. Hún þráir ekkert heitar en eiga barn með Tom, en það er eitt af því fáa sem henni hefur ekki tekist. Hún hefur nægt versluna vit til þess að halda öllum kostnaði í lágmarki. Hótelstjórnin gerði sér grein fyrir því auglýsingagildi sem nafn hennar hefur og salinn og herbergið fékk h rn því á hagstæðum kjörum. Hún gerir mörg góð viðskipti með listaverkunum. Þar sýnir hún hvorki neina feimni eða hik. í Chicago greiddi hún viðtalstíma sína við lækni nokkurn með málverki. „Það er bara svona," segir hún. „Þarna er einhver sem verslar með skartgripi eða föt. Þú ferð til hans og segir: „Ég er hérna með góða mynd, en ég vil fá eitthvað fyrir hana, til dæmis fallegan stein.““ Hún á líka gnótt steina. bæði stóra og smáa. Þá geymir hún í banka, líkt og íkorni vetrarforða sinn. Skartgripi sína. sem hún ber sjaldan, sækir hún einfald- lega í bankann. þegar hún þarf þeirra með. Þeir eru jafnvirði tíu milljóna ísl. króna. Hún hreinsar þá reglulega með tannbursta ogfægir þá með mjúkum klút og leggur þá síðan aftur á svarta pluss- klæðið sem hún geymir þá á. Þegar hún sér sólina skína á það og hugsar um öll „karötin" hitnar henni um hjartarætur. Óttinn við tilveruna verður minni. Um hríð finnst henni efnahagslegri stöðu sinni ekki mjög ógnað. „Ög hvað sem öðru líður þá eru fjórar manneskjur talsvert háðar mér,“ segir hún. Nú er tveggja daga hvíld í Marloffstein við Eriangen. Þar býr 72ja ára gömul inóðir hennar og til þess að vernda gömlu konuna fyrir áreitni ágengra leigusala þá hefur hún búið um hana í þægilegri íbúð þar sem ekki skortir neitt af neinu. Meðan móðir hennar stendur og eldar hleypur Elke upp úr baðinu og gerir dálitlar leikfimiæfingar. Æfingar- nar ásamt tennis á einkavelli stuðla að því að halda henni í góðri þjálfun. Hún getur látið barminn hreyfast upp og niður eins og tvo bolta. Þegar hún býður einhverjum í tedrykkju, er líka litið við á veitingaskálanum. „Meðan ég var með Joe," segir hún, „þá lét ég mynda mig nakta fyrir „Playboy." Mér fannst gaman að því. Ég er svolítill Narcissus í mér, en eru það ekki allir?“ En ekki mun von á nýjum nektar- myndum bráðlega. Aðeins fáeinum til einkanota, til þess að fylgjast með á- standinu. En líka þegar hana langar mjög til þess. „Á Spáni, þegar við komum upp úr sjónum og allir eru svo hamingjusamir, þá getur það verið gaman, - áður en aldurinn færist yfir og allt verður svo ömurlegt." Þrátt fyrir ráðleggingar læknisins um að hún skuli hlífa röddinni, vegna bólg- unnar, þá talar hún bæði hátt og hratt. Þegar hún hlær hristist allt húsið. Húsið hristist líka oft, því hún hlær mikið. Hið líflega andlit hennar er á stöðugri hreyf- ingu. Hún patar mikið með höndunum en stingur þeim á milli í vasana á víðu peysunni sinni. En í morgun gerði hún fleira en að | sofa. Hún hljóp í morgunþokunni ásamt Tom, vini sínum. leitaði að grenitré í skóginum til þess að láta á gröf föður síns og óð í tjörninni. Heim kom hún með nokkra rauðkolamola utan af akrin- um. Söfnunarnáttúra hennar á sér sínar orsakir. Þegar sem barn tók hún upp kartöflur með móður sinni á haustin og safnaði sveppum og kamillublöðum. Þeir smáaurar sem fyrir þetta fengust komu að góðu gagni. Faðir hennar, sem var prestur. hafði látist er hún var á barnsaldri. Lífeyrir móður hennar nægði rétt aðeins fyrir leigunni á tveimur þakherbergjum. „Ef maður missti brauðsneiðina sem maður fékk með sér í skólann í hrossaskítshrúgu, þá tók maður hana bara upp og skóf af henni,“ segir hún. Því er henni tamt að reyna að nota fémuni sína skynsamlega og varlega, þótt hún eigi milljónavirði í bönkum. Raunar ætlar hún að hafa gæsasteik á borðum í kvöld, en kolanna aflaði hún sjálf. Síminn hringir, einmitt þegar hún ætlar að fara að bræða feitina. Það er tímaritið „Bild" sem er í símanum - í þriðja sinn. Þeir vilja birta um hana greinaflokk í blaðinu. Greinarnar eiga að vera um árin hcnnar í Hollywood, hjartnæm frásögn um hina vammlausu prestsdóttur. „En samt væri gaman að koma að tveimur eða þremur smá-ást- arævintýrum?" Þar sem Elke detta engin slík „ævintýri" í hug, þá reyna þeir hjá „Bild" að hressa upp á minni hennar. Hvernig var með þá Newman og Sach? Þeir bjóða 110 þúsund mörk, ef hún vill minnast einhvers í þessa veru. „Nei, takk,“ segir Elke. „Það var aldrei um neitt slíkt að ræða. Reyndar þekkti ég Sach, vingjarnlegan og menntaðan mann. Ég söng fyrir hann þýsk þjóðlög. Annað var það ekki.“ Hún gefur lokasvarið: „Ég hefði eins getað farið uppí með Gerald Ford, bresku drottningunni eða krónprinsin- um á Haiti. Mér þykir það leitt pening- anna vegna, en svona var það nú bara." Henni er ekki sérstaklega vel við blöðin. „Þeir hafa elt okkur eins og veiðidýr í fjögur ár," segir hún. Þarna hafði hún náð í þennan unga niann, hann Tom, eftir 16 ára farsælt hjónahand í Hollywood, en hún kynntist Tom er hann var ljósamaður við eina sýninga hennar. Blöðin runnu á lyktina. Móður hennar var ekki hlíft. Menn drógu faðerni dóttur hennar í efa. Blaðamenn sátu um hótelherbergið og sviðið þar sem leikflokkurinn var aðstörfum. „Þeir voru alls staðar. Þetta var andstyggi- legt." Um kvöldið hringir maður hennar til hennar: „Hvenær kemur þú? Allt er tilbúið ogfötin þín eru í lagi." Húnsegir: „Ertu kvefaður? Tekurðu vítamíntöfl- urnar?." En ekki líður á löngu þar til hún er komin upp á háa C. „Þú crt óþolandi," segir hún. „Hver er þessi ungfrú Murphy?" Ékki svo að skilja að henni sé ekki sama um þótt eiginmaðurinn hafi fengið sér nýja vinkonu til viðbótar þeirri sem fyrir var. En hins vegar er það of mikið af svo góðu ef þessi ungfrú Sommer hefur látið mynda sig með hundunum þeirra fimm við sundlaugina. Hún hefur fyrir löngu gert upp sín mál gagnvart rithöfundinum Joe. Þau skildu ekki, cn búa hins vegar aðskilin. „Heyrðu," sagði ég við hann. „Þú hefur búið ásamt mér í lóágæt ár. En það hafa vcrið þér betri ár en mér, þar sem ég varð að afla peninganna handa okkur, meðan þú skrifaðir þessar bækur þínar. Þú átt þrjú börn af fyrra hjónabandi, en ég á ekkert. Ég hef ekki notið lífsins jafn mikið." 27 Hún veit að þessum kyrrláta og tilfinn- inganæma manni á hún andlegan þroska sinn að þakka. Hún reyndi í staðinn að kenna honum að hlægja og gráta í staðinn og láta tilfinningar sínar í ljósi. „Ég spurði hann hvort hann hefði nokk- urn tíma öskrað á börnin sín og hótað að rota þau ef þau þegðu ekki. Hafði hann nokkru sinni kastað einhverjum hlutum í gólfið og eyðilagt eitthvað? Það hafði hann aldrei gert. Þessu breytti hún. Að sex mánuðum liðnum flaug tómatapressan fram hjá henni og á eftir kom síminn og bækur heimilisins. Dyr og gluggar voru brotnir. Hann lumbraöi þó aldrei á henni. íremur stökk hann út í sundlaugina. alklæddur og með bindi um hálsinn. Þetta var hávaðasamt en gott hjónaband. Það cina sem hún gat aldrei laðað fram hjá honum var rómantíkin. Hann var ónæmur fyrir öllum uppátækjum. Þegar hann átti í hlut gat aldrei orðið um að ræða neinar gönguferðir í tunglsljósi eða hlaup úti í rigningunni, hvað þá að borðað væri undir pálmatrjánum. í Honolulu hugðist hún leigja sér bát. „Komdu. við skulum róa smá spöl, við eruni nú á Hawaii." En hann svaraði: „Guð minn góður, þurfum við þess." Sanit var farið í róðurinn. Á himninum Ijómaði tunglið. „Sjáðu, hvað þetta er fallegt!" í hansaugum varþettahátindur vitleysunnar. Á.cftir fann ég að eitthvað innan í mér var brostið." Tom var allt öðru vísi. Ekkert regn var of kalt handa honum. Engin þoka of þétt. „Við förum út að hlaupa í öllu óþverraveðri. Við lítum inn í hesthús og hlöður og tínum sveppi." Staldrað er við í Múnchen. „Kvöld- blaðið" hefur boðið Elke á góðgerða- starfsemi-dansleik í Zirkus Krone. Ásarnt fimmtán „stjörnum" úr kvik- mynduin og íþróttum kemur hún nú fram fyrir 2(K)0 áhorfendur og átta myndavélar sjónvarpsins. Hér er ekki um neina ágóðavon að ræða. Hér er það bara heiðurinn af að vera með og sá tilgangur að hjálpa listafólki í erfið- leikum. Svo er þetta auglýsing. Helst hefði hún viljað koma fram með einhver dýr, en hún hefurbæði setið fíla og skemmt með sæljónum í þessum sama sirkus. En þess í stað veröur hún nú að taka tillit til þess hve naumt henni er skammtaður tími. „Ég er að koma rakleitt frá Búdapest og hef svo ógurlcga mikið að gera, því á morgun fer ég til Los Angeles." Hún lætur sér því nægja að koma fram í trúðsgervi. Það er mcira að segja aðeins minna trúðshlutverkið sem hún tekur að sér því það stærra hefur verið ætlað einum félaga hennar. Hún réynir nú ýmsa búninga fyrir tveggja mínútna „show".,,Lokaþáttinn æfir hún ekki. Hún kann upp á hár að láta hamskiptin gerast, - ttúðurinn kast- ar gervinu og á sviðinu stendur Elke Sommers. En annars er atriöið fólgið í því að trúðurinn hittir unga stúlku uppi við Ijósastaur og labbar sig út með staurinn í stað stúikunnar. Ljósastaurinn veldur dálitlum vanda. Sviðsmeistarinn hefur komið með fjöru- tíu ktlóa staur og hann segir að hún muni fara létt með að bara hann út. beri hún sig rétt að því. Hún krypur niður á knén og byrjar að taka á. Hún roðnar og æðar á hálsinum þrútna. Hún tekur á uns knén titra. Henni hefur aldrei blöskrað að verða að beita ítrustu kröftum.-ogaðhættaöllu. Hún ber líka nokkur ör eftir sum ævintýra sinna og sýnir þau gjarna sem merkilega minjagripi. Einu sinni klessu- keyrði hún Porsche bifreið sína þegar hún var að læra kappakstur á kapp- akstursbrautinni í Núrnberg. Vorið 1983 varð hún fyrsta konan sem ók þrýstil- oftsbíl úti á eyðimerkursléttum. Ekið var á 270 kílóinetra hraða og framendi ' bílsins lyftist meter upp í loftið. Þegar átti að bremsa lá við að illa færi því tvær fallhlífar sem draga áttu úr ferðinni brunnu upp og varð það loks sú þriðja sem virkaði. Þarna munaði litlu að Elke bæri flciri minjar eftir en örin ein. Eftir sýninguna heldur Luggi Wald- lcitner, kvikmyndafraleiðandinn, boð fyrir þátttakendur. Elke mætir í svörtum gullsaumuðum kjól. Salurinn er skreytt- ur með hvítu og bláu. Hún situr við aðalborðið gegnt Luggi og talar um alla heima og geima, - um vínsúpuna við einn og um son annars, sem nú gegnir hcrþjónustu. Þegar annað umræðuefni þrýtur talar hún bara um sjálfa sig, - enda af nógu að taka.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.