Tíminn - 27.03.1984, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1984
♦'* *Jv
fréttir
Vélsledaeigendur undirbúa stofnun landsfélags:
STOFNFDNDURINN HflLD-
INN A HALENDINU MIÐJU
■ „Ég tcl það öruggt að þetta verði í
fyrsta skipti sem landsfélag á borð við
það sem við erum að undirbúa sé stofnað
uppi á hálendi eða því sem næst á
landinu miðju. En hugmyndin með
þessu er sú að allir eigi jafn langa leið á
stofnfundinn fyrir utan náttúrulega það
að við höfum allir gaman af því að
ferðast á sleðum uppi í óbyggðum,“
sagði Vilhelm Agústsson, vélsleðaáhug-
amaður á Akureyri, í samtali við Tímann
í gær.
Vilhelm, ásamt fleiri áhugamönnum
um vélsleðaíþróttir á Akureyri, hefur
undanfarið verið að undirbúa stofnun
landssamtaka vélsleðaáhugamanna. Nú
hefur verið ákveðið að halda fund áhuga-
manna um þessa íþrótt í Nýjadal, sem
er í Jökuldölum í sunnanverðum
Tungnafellsjökli,7. apríl næst komandi.
„Eg veit ekki hvað verður margt
þarna. Það ræðst að sjálfsögðu mikið af
veðri. En þegar hafa hátt á þriðja
hundrað vélsleðaeigendur sett sig í
samband við okkur og lýst áhuga sínum
á að mæta. Enn er tími til stefnu svo að
fleiri gætubæst í hópinn," sagði Vilhelm.
Hann sagði að sameiginleg hagsmuna-
mál vélsleðaeigenda væru að sjálfsögðu
hálendi sem búið væri að merkja, það er
að segja að menn vissu ekki um allar þær
leiðir sem vélsleðamenn hefðu varðað í
gengum árin. Úr því væri hægt að bæta
með útgáfu fréttabréfs, sem innihéldi
upplýsingar um slíkt.
mörg. Hann nefndi sérstaklega að nú
væru lúxustollar á vélsleðum og það gæti
vel orðið verkefni félagsins-að berjast
fyrir því að þeir yrðu afnumdir. Þá sagði
hann að margir hefðu talað um að
upplýsingar skorti um leiðir uppi á
A fundinum í Nýjadal verður vegleg
dagskrá og meðal annars verða kynntar
nýjungar í björgunartækni, innflytjend-
ur vélsleða kynna sína vöru og fleira.
-Sjó,
Fyrsta biðskýlið í Borgarnesi
■ Fyrsta biðskýlið í Borgarnesi var
nýlega sett upp við Borgarbraut, og er
það ætlað skúlabömum þar í grennd til að
bíða í eftir skúlabílnum. Munu krakk-
arnir hafa fagnað þessu framtaki, enda
oft verið kuldalegt fyrir þau að bíða á
berangri í myrkri og misjöfnum veðrum
t.d. nú síðari hluta vetrar. í ráði er að
setja upp tvö önnur slík skýli á næstunni.
Skýli þetta er hannað af Ingölfi Mar-
geirssyni, byggingatæknifræðingi.
Rammi þess var smíðaður hjá áhaldahúsi
bæjarins, klæðningin framleidd og form-
uð af Vírnet h.f. og botnplata steypt
hjá Loftorku s.f.
Tímamynd Kagnheiður.
Mezzoforte:
í 14. sæti
vinsældarlist-
ans í Noregi
■ Mez/oforte heldur áfram aðgerð-
um sínum erlcndis. Það er nýjast að
frétta að hljómsveitin er á hljómleika-
ferð í Þýskalandi og stendur hún til 5.
aprfl. Uppselt hefur verið á flesta
hljómleika þeirra í Þýskalandi. Eftir
að ÞýskalandsreLsu lýkur hcldur
hljómsveitin norður á bóginn, og held-
ur þar nokkra hljómleika. Bæta þurfti
við einum tónleikum í Kaupmannahöfn
vegna mikillar aðsóknar.
Heldur hefur gengið illa hjá Mezzo-
fortc að fylgja eftir laginu sem þeir
gerðu vinsælt, Garden Party, með
öðru vinsælu lagi. Ný tilraun vargerð
í fcbrúar og iagið Midnight Sun gefið
út, en það náði ekki inn á lista í
Bretlandi, nema diskólistann. Hins-
vegar hefur gengið öilu betur með
stóru plötuna Observations (Yfirsýn),
a.m.k. t Þýskalandi og Skandinavíu. í
Þýskalandi kontst platan inn á topp 50,
í 14. sætið í Noregi í útgáfuvikunni og
í 25. sætið í Dantnörku. Áætluð er
útgáfa á þessarri plötu fljótlega í
Japan. Hollandi, Belgíu og víðar í
Evrópu á næstunni.
í apríl á svo aö gera nýja tiiraun til
að fylgja Garden Party eftir, en þá á
að gefa út lagið Spring Fcver (Heima
er best) á lítillt. plötu í Bretlandi.
-ADJ.
ORUGGASTA OG BESTA VALIÐ
FISLÉTTUR, FRÍSKUR BENSÍNSPARI
SEM LEYNIR ÁSÉR.
MICRA ÖRYGGIO FELST Í: gæðum og endingu sem Nissan verksmiðjurnar einar geta tryggt og gull-
tryggðri endursölu og ó verði sem er það langbesta sem nokkur keppinautanna getur boðið ó bilum sem
eiga að heita sambærilegir.
INGVAR HELGASON HF
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.