Tíminn - 27.03.1984, Page 5

Tíminn - 27.03.1984, Page 5
Iðnaðarráðherra vill kosningar fljótlega „Hlýtur að vera persónuleg skoð- un ráðherrans" — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Þetta hlýtur að vera persónuleg skoðun iðnaðarráðherra, en ekki skoðun flokks hans,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra er Tíminn spurði hann í gær hvað hann vildi segja um þau orð Sverrís Hermannssonar iðnaðarráðherra í Helgarpóstinum þar sem hann sagðist vera því fylgjandi að kosið yrði fljótlega, ef ekki á næsta ári, þá áríð 1986. „Kjörtímabilið er 4 ár, og það á ekki að efna til kosninga áður en kjörtímabili er lokið nema að nauðsynlegt sé af einhverjum ástæðum, svo sem að upp sé komin stjórnarkreppa eða að ríkisstjórn- in komi ekki fram sínum málum eða eitthvað þessháttar," sagði forsætisráð- herra jafnframt og bætti við: „Það á því alls ekki að ganga út frá því fyrirfram að menn hafi kosningar vegna þess að þeir hafi gaman af slíku, eða eitthvað þess háttar." -AB „Ekkert komið upp á sem kall- ar á kosningar“ — segir Þor- steinn Pálsson ■ „Það hefur ekkert það komið upp á, sem kallar á kosningar, en hins vegar þá verða menn alltaf að vera reiðubúnir, ef þeir hlutir gerast sem gera kosningar nauðsynlegar," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins er Tíminn spurði hann í gær álits á þeim ummælum Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra ■ Bjöm Björnsson, Jón Þór Hannesson og Egill Evarðsson fóru til New York á norrænu kvikmyndakynninguna sem þar stendur yfir. Vom þeir félagar ánægðir með viðtökurnar sem Húsið fékk. Tímamynd Jónas S. Guðmundsson. Tvær íslenskar kvikmyndir á norrænni kvikmyndahátid í New York: „HELD AD SÖLUMÖGU- LEIKAR FARI SMAM SAMAN AÐ BJÓÐASF — segir Egill Edvardsson, leikstjóri Hússins í Helgarpóstinum að hann teldi að kosningar ættu að fara fljótlega fram, á næsta ári eða 1986. „Eins og sakir standa," sagði Þor- steinn, „hefur ekkert það komið upp á sem kallar á kosningar.“ -AB Frá iónasi Giiömiindssvni. frétlaritara Tím- ans í Bandaríkjunum: ■ Tvær íslenskar kvikmyndir, Húsið og Hrafninn flýgur, eru um þessar mundir til sýningar á norrænni kvik- myndakynningu í New York. Kynn- ingin er haldin á vegum New Yorker Films og American Scandinavian Fo- undation, og stendur í fjórar vikur. Fjórir aðstandendur Hússins brugðu sér til New York í tilefni „Sjáum hag í því að allt starfið sé á einni hendi“ — segir Vilhjalmur Þ. Vilhjálmsson hjá SÁÁ vegna umræðna um Afengisvarnardeild ■ Að undanförnu hefur verið rætt um að SÁÁ tæki yflr Áfengisvarnadcild Heiisuverndarstöðvarinnar. Vegna þess hafði Tíminn samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og spurðist fyrir um hvem- ig málin stæðu. -Það eru í gangi núna viðræður á milli Heilbrigðisráðs Reykjavíkur og SÁÁ um þetta mál. Reyndar fóru fram við- ræður um þetta mál árið 1977, en það var ákveðið að bíða og sjá hvernig málin þróuðust. Síðan eru liðin 6 eða 7 ár og núna eru þær komnaraf stað aftur. Þetta eru í sjálfu sérgagnvæmarviðræður, það eru ekki bara við sem viljum ræða þessi mál, heldur vilja borgaryfirvöld ræða við okkur líka.“ -Hvenær er búist við niðurstöðum? „Við höldum fundi öðru hvoru og ræðum þetta í rólegheitum. Það er ekki að vænta niðurstöðu á næstunni." -Nú hefur Áfengisvarnardeildin ekki verið samþykk þessu. „Það er ekki rétt. Að vísu hefur deildarstjórinn sett fram spurningarsem túlka má sem andstöðu, en starfs- mennirnir sem heild hafa ekki tekið afstöðu og ég veit um a.m.k. tvo af þeim sem eru samþykkir sameiningu.“ -Hvaða hag sjáið þið í að sameina þetta? „Þetta starf er mjög nátengt og aðal- kjarni starfs Áfengisvarnadeildar tengist því fólki sem er verið að meðhöndla á meðferðarstofnunum SÁÁ. Við sjáum hag í því að allt starfið sé á einni hendi, og að sá aðili sem sinni þessu, bæði fyrirbyggjandi starfi og meðferð, geti gert það með heildaryfirsýn og heildar- hagsmuni í huga. Það er alltaf hæta á því að þetta rekist á þegar tveir aðilar eru með sinn hvorn part. Hitt er annað mál ■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að samstarfið hefur verið mjög gott hingað til. Þetta er í sjálfu sér ekkert kappsmál, við 'viljum aðeins kanna málið og ef þetta gengur ekki, þá er það sársauka- laust af okkar hálfu." -ADJ kynningarinnar, og þar átti Tíminn stutt spjall við einn þeirra, Egil Eð- varðsson, leikstjóra. Hann var fyrst spurður hver væri tilgangurinn með þátttökunni? „Ég lít á hana sem lið í ákveðinni þróun, ekki bara fyrir þess- ar myndir, heldur fyrir íslenska kvik- myndagerð í heild. Við þurfum að komast í samband við aðila sem hafa áhrif á auglýsingu og dreifingu. Þá held ég að sölumöguleikar muni smám saman fara að bjóðast, en á þeim þurfum við að halda. Ég á von á frekari sölu á Húsinu, Hrafninum og jafnvel Atómstöðinni hér í Bandaríkj- unum a næstunni,“ sagði Egill. - Hvernig hefur ykkur gengið að koma Húsinu á framfæri? „Ég er mjög ánægður. Við höfum náð sambandi við fólk sem er að skoða myndina og skrifa um hana. Ég hef þegar séð skrif sem munu birtast í New York Tribuna og eru mjög vinsamleg. Vikuritið Villiage Voice ætlar einnig veit ég að birta dóm um myndina. Nú svo eru New Yorker Films, annar aðstandenda þessarar norrænu kynningar og eigandi fjöl- margra kvikmyndahúsa, með hana til skoðunar fyrir sig. Og síðan er orðið mjög sennilegt að Húsið fari á kvik- myndahátíð í Los Angeles. Þannig að við teljum förina hingað hafa verið mjög til góða fyrir okkur.“ - Nú er Húsið líklega sú íslensk kvikmynda sem bestan aðgang ætti að eiga að erlendum mörkuðum? „Ég held að svo sé. Þetta er kvik- mynd sem ekki krefst þess að áhorf- andinn þekki séríslenskan hugarheim og aðstæður. Hún segir sjálfstæða sögu og er tiltölulega aðgengileg. En ég vil gefa þessu tíma. Það er liðið ár frá frumsýningu og fyrir okkur sem gerðum myndina er hún liðin tíð - við viljum einbeita okkur að nýju verkefni. En við höfum samt ekki gefið upp alla von erlendis, við viljum gefa myndinni 2-3 ár til að verða eitthvað meira en hún er orðin. Því er bara að bíða og sjá.“ -Hvað með nýja verkefnið? „Ja, ég er að vinna að handriti, sem verður væntanlega lokið í haust. Það er líka „þriller", og enn magnaðri en Húsið, efnið er sótt í gamlar furðu- sögur. En þetta verður séríslenskari mynd en Húsið.“ Egill sagði að lokum að hann hefði notað tækifærið í New York til að skoða nýjar bandarískar ntyndir og orðið hrifnastur af Silkwood, mynd- inni um Karen Silkwood, sem lét lítið á dularfullan hátt fyrir nokkrum árum á meðan hún vann að uppljóstrunum á öryggisbrotum í kjarnorkuverði í Oklahoma. Skákmótið á Neskaupstað: Tvö jafn- telf i og 3 skákir í ■ Staðan í skákmótinu á Neskaupstað er nokkuð óljós cftir 7. umferð, vegna fjölda biðskáka. Helgi Ólafsson erefstur með 4'A vinning, 2. er Jóhann Hjartar- son með 4 vinninga og biðskák, 3. er Lombardy með 4 vinninga og 4. er Margeir Pétursson með 3 vinninga og tvær biðskákir. Þess ber að geta að þeir Margeir og Jóhann hafa teflt einni skák fleira en þeir Lombardy og Helgi Ólafs- son. í 7. umferð sem tefld var í gærkvöldi lauk tveim skákum snemma með jafn- tefli, þ.e. skák Helga Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar og skák Svíanna Schússlers og Wedbergs. Þrjár skákir, sem þóttu mjög skemmtilegar, fóru allar í bið og er staðan talin mjög tvísýn í þeim öllum. Þetta eru skákir: Guðmund- ar Sigurjónssonar og Dan Hansson, skák Margeirs Péturssonar og stórmeist- arans Knezevic og þriðja skákin var á milli Mc Cambridge og Róberts Harðar- sonar. Um helgina varð Benóní Benedikts- son að hætta þátttöku í mótinu vegna veikinda. Áttunda umferð verður tefld í dagkl. 17.00. -HEI.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.