Tíminn - 27.03.1984, Page 10

Tíminn - 27.03.1984, Page 10
T ölvu- sýning á veg- um IBM ■ IBM á íslandi heldur sýningu á búnaði sínum og þjónustu í húsakynnum fyrirtækisins við Skaftahlíð og í Tónabæ dagana 28. mars til 1. apríl næst kom- andi. Sýning þessi verður að hluta til sögulegs eðlis, þannig að unnt verður að sjá í hnotskurn þá geysilega öru þróun sem átt heíur sér stað á tölvusviðinu undanfarin ár og áratugi. Einnig verða á sýningunni kynntar nýjustu tækninýjungar og er sýningin jafnt sniðin fyrir þá sem hafa þekkingu á tölvum og aðra sem aldrei hafa nærri þeim komið. 1 HAGNAÐUR ■ Þrátt fyrir að kaupskipafloti heimsins hafl minnkað nokkuð á nýliðnu ári liggur Ijöldi skipa bundinn við bryggju verkefnalaus víðs vegar um heiminn. Kaupskipafloti heimsins árið 1983: HJA ELKEM ■ Hagnaður Elkem-samsteypunnar norsku, sem meðal annars á stóran hlut í járnblendiverksmiðjunni á Grundar- tanga, var 236 milljónir norskra króna, eða um 900 milljónir íslenskra króna, í fyrra. Árið 1982 tapaði samsteypan 308 milljónum norskum, og þar af var gengistap um 80 milljónir. í ársreikningum samsteypunnar kem- ur fram að þrátt fyrir sæmilega afkomu megi búast við því að afkoman á þessu ári verði enn betri. Því til stuðnings er nefnt að fyrstu fjóra mánuðina í fyrra var tap á rekstrinum, næstu fjóra nokkur hagnaður og á síðasta þriðjungi ársins verulegur hagnaður. Minnkaði um tvaer milljónir tonna — en hafði verið í ■ í fyrsla skipti frá því á árum síðari heimstyrjaldarinnar minnkaði kaupskipafloti jarðarbúa á árinu 1983.1 upphafi ársins var hann rétt tæplega 425 milljónir tonna en um síðast liðin áramót var hann kominn niður í 422,6 milljónir tonna, þannig að minnkunin var rúmlega 2 milljónir tonna. vexti frá stríðslokum Landsvirkjun: Tæplega 22 milljóna halli á fyrirtækinu Svo undarlega sem það kann að hljóma í ljósi þess sem að ofan greinir jókst eftirspurn eftir nýjum skipum í fyrra þvert ofan í spár sérfræðinga um þróun skipasmíða í heiminum. Ráðist var í nýbyggingar, sem samanlagt eiga að bera um 20 milljónir tonna, en sambærileg tala frá árinu 1982 var 11,2 milljón'r tonna, samkvæmt ársskýrslu Lloyd’s tryggingafélagsins. Sérfræðingar bjuggust við að flestar kaupskipaútgerðir myndu frekar kaupa notuð skip en ný á árinu sem var að líða. Staðreyndin varð hins vegar önnur og á því hafa verið nefndar margar skýringar. meðal annars sú að útgerðirnar fengu alls kyns ívilnanir fyrir að velja ný skip og gátu því þegar upp var staðið fengið þau á frekar lágu verði. Einnig er það óumdeilt að ný skip hafa marga kosti fram yfir eldri skip, þó að þau séu aðeins tveggja til þriggja ára, til dæmis hvað varðar olíueyðslu, en þróunin er sú, að skip verða sífellt sparneytnari. Hvað sem öðru líður hafa ekki átt sér stað neinar.breytingar á ást ndi kaup- skipaútgerðar í heiminum: staðreyndin er sú að hann er of stór og fjöldi tiltölulega nýrra og fullkominna skipa liggja bundin við bryggju meirihluta ársins verkefnalaus. sem er aðeins brot af því sem var 1982 Farrýma- skipting hjá Flug- leiðum — farþegar á „Saga class“ fá meira rými og betri þjónustu ■ Rekstrarhalli Landsvirkjunarvarum 21,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt upplýsingum sem er að finna í ársreikn- ■ Flugleiðir hafa að undanförnu gert ýmsar ráðstafanir til að auka markaðs- sókn austan hafs og vestan. Nú síðast hefur verið ákveðið að ráða sölu- og markaðsfulltrúa í Suður- og Vesturríkj- um Bandaríkjanna frá 1. apríl næst komandi. Til þessa starfs var valinn Símon Pálsson, deildarstjóri í markaðssviði. Hann mun hafa aðsetur í Charlotte í Norður-Carolina, en starfssvæði hans nær yfir Vestur-Virginia, Kentucky, Tennesee, Georgia auk Norður og suður-Carolina. Þetta starf kemur í kjölfar samninga sem Flugleiðir hafa gert við bandarjska félagið Piedmont um sérfargjöld frá þessum ríkjum til Baltimore, en þaðan fljúga Flugleiðir til Evrópu. Flugleiða- menn teljá að með þessari ráðstöfun nái þeir enn betri markaðsstöðu í Banda- ríkjunum. Símon Pálsson hefur starfað um langt ingi fyritækisins. Þrátt fyrir þetta rek- strartap breyttist afkoma fyrirtækisins mjög til batnaðar sé miðað við afkomuna árabil hjá Flugleiðum bæði hér á landi og erlendis. ■ Markaðsfulltrúinn nýi, Símon Pálsson, mun hafa aðsetur í Charlotte í Norður-Carolina. á árinu 1982, en þá var rekstrarhallinn yfir 150 milljónir. Rekstrartekjur Landsvirkjunar á ár- inu námu alls 1.529,1 milljón króna og jukust um 183,6% frá 1982. Tekjur almenningsrafveitna hækkuðu um 200,1%, sem auk verðhækkana á árinu stafar af 21,4% söluaukningu. Þessi söluaukning kemur að verulegur leyti til af sameiningu Laxárvirkjunar og Lands- virkjunar 1. júlí 1983 og vegna samnings um orkukaup frá Kröfluvirkjun. Tekjur af sölu til stóriðju hækkuðu um 148% en salan jókst að magni um 5,6%. Auk hækkunar tekna frá ÍSAL og Áburðaverksmiðjunni vegna gengis- breytinga hækkaði raforkuverðið á árinu í áföngum úr 6,475 mills í 9,5 mills. Orkuverð til Járnblendifélagsins var óbreytt allt árið í nokkrum aurum en hækkaði verulega talið í tslenskum krón- um vegna gengisbreytinga auk þess sem sala til félagsins jókst um 20% á árinu. Langtímalán Landsvirkjunar jukust á ári um 6.325 milljónir og námu alls 12. 153,7 milljónum í árslok. Hækkun eldri lána vegna gengisbreytinga nam 4.759 milljónu en nýjar lántökur 1.785 milljónum króna. Eigið fé Landsvirkjunar hækkaði um 2.796,8 milljónir. Þar af námu framlög eigenda 290,9 milljónum og framlagt eigið fé Laxárvirkjunar 266,9 milljónum en að öðru leyti stafar hækkunin af endurmati eigna að frádregnum rek- strarhalla ársins. ■ Farrýmisskipting verður tekin upp í áætlunarvélum Flugleiða á Evrópu- leiðum frá 1. apríl næst komandi. Far- þegar, sem ferðast á hæsta fargjaldi sitja fremst í vélunum í aðskildu farrými, sem hefur hlotið nafnið SAGA CLASS. Á flugvöllum erlendis nota þeir „Busin- ess Class" borð þeirra flugfélaga, sent annast afgreiðslu Flugleiðafarþega. Farþegum SAGA CLASS er heimilt að hafa meðferðis farangur allt að 30 kg að þyngd án aukagjalds. Farþegarými verður ekki skipt á flug- leiðum til Bandaríkjanna né heldur til Luxemborgar, Parísar, Franfurt og Va- agar. Ekki verður á neinn hátt dregið úr þjónustu við aðra farþega Flugleiða þótt farrýmisskipting komi til framkvæmda. Flest áætlunarflugfélög á Vesturlöndum hafa tekið upp farrýmaskiptingu í vélum sínum og mörg þeirra hafa þrjú farrými. Erlendis verður hið nýja farrými Flug- leiða nefnt „Saga Business Class" til að undirstrika að hér er ekki um 1. farrými að ræða. Flugleiðir: Markaðsfulltrúi í Suðurríkjum U.S.A.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.