Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 2
'SUNNUDAGUK 15. APRÍL 1984 ■ Þar sem peningar eru oft af skornum skammti er reynt að drýgja málninguna sem keypt er í borginni með maísmjöli og vatni. ■ Garðsveggirnir eru ekki síður skreyttir en húsin sjálf og oft má sjá hreint ótrúlegt samspil: lita og forma í þessari fornu listgrein Ndebel kvennanna. Að mála bæinn rauðan ■ Frá örófi alda hafa menn skreytt híbýli sín með ýmsu móti og gera cnn. í sögunni rekumst við á fræg dæmi um slíkar skreytingar þar sem mikið kapp hefur verið lagt á þessa hlið tilveru okkar. Annars staðar hefur skrautið orðið að víkja fyrir brauðstrit- inu eða einfaldlega þvi að menn hafa verið að berjast við að halda í sér lífinu og lítið annað hefur komist að. Það er þó eins og alltaf hafi verið til sú þörf að fegra umhverfið mcð einhverju móti og þrátt fyrir harða lifsbaráttu hafi skrautinu alltaf verið gcfið ákvcðið rúm í tilverunni. Það að krota á veggi hefur stundum vcrið kallað list fátæka mannsins cn aðrir sjá slíkar myndir i ijósi þjóðfélagslegra átaka og segja að veggskrift sé aðferð hinna kúguðu til að koma hugmyndum sínum til skila. Með tilkomu spray-brúsanna fóru ungmenni á Vesturlöndum að láta til sín taka við að mála umhverfi sitt og þótti mörgum nóg um. Þannig hafa ncöanjarðarlestir og brautarstöðvar orðið mikiö fyrir baröinu á slíkum skreytingamönnum og enginn veggur óhultur þegar þeir eru annars vegar. Upphaf- lega var litið á þetta eingöngu sem hið mesta vandamál og óþrif af versta tagi. Þó fór svo að ýmsir þóttust sjá athyglisveröa hluti í veggmyndum af þvi tagi sem hér um ræðir og á síöustu árum má fara að tala um að slík myndmótun sé komin í tísku. Það eru þó hæglátari skreytingamenn sem hér eru fyrst og fremst til uinfjöllunar og skilaboð þeirra eru nokkuð með öðru inóti cn þcirra sem standa á hrautarpöllum í New York og úða yfír lestirnar litum úr spray-brúsum. Hér eru á ferðinni skreytingar frá Suður-Afríku sem fínna má hjá Ndebele ættbálknum sem aðallega byggir umhverfi Pretóriu. Á mcðal Ndebele fólksins er mikið lagt upp úr því að veggir húsa séu sem skrautlegastir og það er í verkahring kvennanna að sjá um þá hlið málanna. Karlarnir dveljast langtímum saman fjarri heimilum sínum við vinnu annað hvort inni í nærliggjandi liorgum eða þá niðri í námunum, sem víða eru á þessu svæði. Konurnar sjá um heimilishaldið, hús- dýrin, akrana og börnin auk þess sem þær mála hús sín svo listalega scm raun ber vitni. Hér er reyndar unt ævaforna siðvenju að ræða og upphaflega voru notaðir litir sem sóttir voru beint til náttúrunnar og blandaðir og búnir til með þetta fyrir augum. Eftir að menningin svo kallaða hélt innreið sína ber meira og meira á því að aðkeypt málning sé notuð í stað jurtalitanna og þykir konunum hin nýja málninggefa sterkari og skarpari liti en hinir hefðbundnu jurtalitir þeirra. Málað á hverju ári Á meðan á regntímanum stendur skolast málning- in og litirnir smám saman af húsunum Ndebele- manna þar sem leirinn dregur í sig raka og veðrast fljótt. Þegar regninu slotar í lok janúar fara konurnar á kreik að útvega sér liti og þegar fer að þorna, sem gerist tiltölulega fljótt í hitunum, byrja þær að mála eins og þær hafa gert í gegnum tíðina. List þessi gengur mann fram af manni og um 13 ára aldur fá stúlkurnar kennslu í skreytingalistinni og mæðurnar kenna þeim á svipaðan hátt og þeim var á sínum tíma kennt af sínum mæðrum. Munstrin eru öll með hefðbundnum hætti og eru sögð h afa lítið breyst í gegnum tíðina. Mikið er um alls kyns tákn í myndunum þar sem sérstök tákn eru fyrir sól, tungl, gras o.s.fr. Mörg hinna mismunandi munstra tákna regnbogann en Ndebele-menn trúa því að regnbog- inn búi yfir miklu afli sem komi fram í eldingunni og þetta afl vilja þeir temja með myndum sínum. Þannig er regnboginn eins konar tákn fyrir þetta afl og hann er mjög víða að finna í myndum kvennanna. Litir myndanna eru líka táknrænir og þannig táknar rauður litur að sú kona sem hann málar vilji fá að tendra sinn cigin eld eða með öðrum orðum að gifta sig og stofna til fjölskyldu. Listiðnaður af ýmsu tagi Það eru ekki aðeins húsin sem konurnar fást við að skreyta því meðal þeirra hefur þróast sérkennileg vefnaðarlist sem er mjög í sama anda og myndirnar á húsum þeirra. Þær fást og við skartgripagerð af ýmsu tagi og einnig þar verður vart svipaðra forma og lita. Það er þó svo að mikil áhersla er lögð á það að endurtaka ekki sama formið heldur breyta sífellt til. Þó að list Ndebele-kvennanna sé einstæð og hafi sín sterku sérkenni rekumst við á svipaðar venjur víða í Afríku t.d. meðal Hausafólksins í Nigeríu og Sotho ættflokksins í Suður-Afríku. I rauninni er hægt að finna veggmálverk af einhverju tagi í öllum heimsálfum og segir það nokkuð um þá skreytinga- þörf sem mannskepnan virðist búa yfir. Gamlar venjur á undanhaldi Þó að sú list sem hér hefur verið reifuð eigi sér langa sögu meðal Ndebele-fólksins er þó margt sem bendir til þess að hún sé á undanhaldi. Samfélag þeirra er ekki eins einangrað og það áður var og það hefur orðið fyrir ýmsum utanaðkomandi áhrifum sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Gamlar sið- venjur brotnar upp og konurnar hafa farið að sækja vinnu út fyrir þorp sín rétt eins og menn þeirra. Ferðamönnum hefur einnig fjölgað á þessu svæði og kemur það vafalaust til af því að fólki þykir fróðlegt að heimsækja þessi litríku þorp auk þess sem listiðnaður kvennanna, teppi þeirra og skartgripir, eru eftirsóttur varningur. Enginn veit hvaða áhrif slíkur ágangur kann að hafa. Allt er breytingum undirorpið cn vafalaust höldum við áfram að vera skrautgjörn eins og við höfum alltaf verið og vonandi halda Ndebele-konurnar áfram að mála hús sín eftir að stytt hefur upp. ■ í margs konar listiðnaði kvennanna svo sem í skartgripum þeirra og vefnaði má greina samskonar munstur og liti og á veggjunt húsanna. ■ Ný kynslóð vex úr grasi. Heldur hún áfram að mála að hætti forfeðranna eða: koma veggskreytingar til með að vera aðeins hluti af því liðna,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.