Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 9
ÞEIM SEM GUÐ GEFUR EMBÆTTI... ■ Þeim sem guð gefur embætti gefur hann einnig vitið þótti góð latína hér áður fyrr og er það enn. Þessi kenning sannaðist rækilega þeg- ar háembættismenn á sviði fjármála og skattlagningar björguðu bankaskírtein- unum sælu undan skattskyldu. Lögskýr- endur Landsbanka og Seðlabanka skripluðu lítillega á orðalagi þegar þeir fóru yfir upprunalegan texta skírtein- anna, en það fór ekki framhjá haukfrán- um sjónum ríkisskattstjóra að ekki var allt með felldu og að tilbúningur og sala á svokölluðum Landsbankaskírteinum, væri sala á verðbréfum og félli því ekki undir sömu reglur um undanþágu frá skatti og sparifé. Þar af leiðandi voru skírteinin ekki eins auðseljanleg og farið var á skjön við þá verndarstefnu sem mörkuð er gagn- vart sparifjáreigendum. En nú kom vitið og þekkingin til sögunnar. Fulltrúar Landsbankans og ríkiskattstjóri settust á rökstóla og kom- ust að samkomulagi um með hvaða hætti orðalagi á skírteinunum yrði breytt til að Ijóst væri að um væri að ræða innláns- skírteini en ekki verðbréf. Lausn var fundin. í sviga á eftir Landsbankaskírteini er nú prentað inn- lánsskírteini og þar með er réttlætinu fullnægt og skattskyldu forðað. Ríkis- skattstjóri telur nú, segir í frétt frá bankanum, að skírteinin með þessu nýja orðalagi jafnist á við bankainnistæðu. Svona eru nú skattalögin einföld í túlkun þegar hugviti og þekkingu er beitt. allir eiginleikar skírteinanna eru hinir sömu og upphaflega var auglýst, sem sagt skattfrjáls. Með hárfínni skilgrein- ingu skilur hér á milli feigs og ófeigs. Ef óvandaðir strákar stæðu að verki gæti maður freistast til að kalla vinnu- brögð af þessu tagi hártogun. Skattalög eða guðfræði En hinir miklu lagabálkar um skatta eru nákvæmlega orðaðir, eins og lögum ber að vera. Hins vegar munu á stundum vera nokkrir erfiðleikar með að ráða fram úr merkingu þeirra og túlkun. Jafnvel geta skattalög upphafist á þau svið að vera meira í ætt við guðfræði en veraldlegt vafstur og mannasetningar. Eins og orðalagið „andi skattalaganna“ ber með sér, og eins þegar það er orðið túlkunaratriði hvort að baki þeim liggur þessi merking eða hin. Þegar svoleiðis kemur upp á er dýrmætt að til skuli menn sem kunna skil á orðinu og kunna að leggja út af því svo að réttlætið nái fram að ganga. I því dæmi sem hér er tilgreint um túlkun skattlaga sýnist svo sem hvorki ráðuneyti bankamála né fjármálaráðu- neytið hafi neitt til mála að leggja, hvorki er varðar útgáfu nýrrar tegundar verðbréfa, sem allt eins má nefna innlánsskírteini, vaxtaskilmála eða h-var skattfrelsismörk liggja. En allt blessast þetta prýðilega án afskipta ráðuneyta. Það er Alþingi sem setur skattalög og er óþreytandi við þá iðju að breyta þeim jafnt og þétt. Breytingar á skatta- og tollalögum og heimildarákvæði margs konar eru upprunnin hjá mörgum aðil- um, og eru stjórnvöld og þingmenn óþreytandi að taka upp á sína arma hin fjölskrúðugust erindi til breytinga á skattalögum í nafni réttlætisogjöfnuðar. Og svo er skattalögunum breytt og breytt, og enn er þeim breytt og aftur breytt. Síðan eru það tollalög með öllum sínum heimildarákvæðum og undan- þágum. Þar á ofan eru lög um margs kyns gjöld önnur, sem kennd eru við hin aðskiljanlegustu efni og flokkuð eftir kúnstarinnar reglum. Vandrataðir krákustigir Það orð leikur á að álagning og innheimta opinberra gjalda sé ekki eins auðveld í framkvæmd og löggjafinn virðist halda þegar hann er að flækja lagabálkana enn meira en orðið er. Sumir þingmenn halda því blákalt fram í opinberri umræðu að milljörðum sé skotið undan skatti. Lausnin á að vera hert eftirlit og strangari viðurlög við glæpastarfsemi af þessu tagi. Stðan halda sömu þingmenn áfram að flytja frum- vörp um breytingar á tekju- og eigna- skatti og frumvörp um heimildir til að veita undanþágur frá opinberri gjald- töku ýmis konar. Og skattamyrkviðið verður æ dekkra og vandrataðra. Það er þvf ekki að undra þótt mörgum verði villugjarnt um krákustigu skatta- laganna. Forsætisráðherra sagði af hreinskilni ekki alls fyrir löngu að hundruðum milljóna væri skotið undan söluskatt- skilum. Hér eru alvarlegar ásakanir á ferðinni og taldi Steingrímur Hermanns- son að með hertu eftirliti og betri skilum á söluskatti mætti jafnvel að talsverðu leyti fylla upp fjárlagagatið margfræga. En jafnframt sagði hann það sína skoðun að með því að einfalda lögin um söluskatt og draga úr undanþágum væri mögulegt að lækka söluskattsprósentuna og yrði skatturinn þá skilríkari og ættu tekjur ríkissjóðs síst að minnka af þeim sökum. Söluskatturinn er hvorki meira né minna en stærsta fjáröflunarleið ríkis- sjóðs. En með margítrekuðum breyting- um og undanþágum er innheimtan orðin svo flókin, og jafnvel illframkvæmanleg, að það er hægur vandi fyrir óvandaða menn að stinga hluta hans í eigin vasá. En hitt er varla skárra að það mun tæplega vinnandi vegur fyrir marga þeirra sem gert er að innheimta sölu- skattinn að halda honum til skila þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Ekki er auðveldari eftirleikurinn hjá þeim sem fylgjast eiga með því að söluskatturinn komist lögformlega til skila í ríkissjóð. Samhangandi og afturvirkt Þegar fjármálaráðherra fór að athuga hvort ekki mætti takmarka eitthvað heimildarákvæði varðandi söluskatt var hann heppinn að finna kókómólkina og aðrar bragðbættar mjólkurvörur. Heimildin var þegar í stað afnumin og nú veit enginn sitt rjúkandi ráð, því samkvæmt lögum eru matvæli undan- þegin söluskatti. Ekki nóg með það, aumingja kaupmennirnir sem versla með mjólkurvörur hafa nú áhyggjur af því að ef þeir þurfa að innheimta söluskatt af þessum vörutegundum verði einnig að greiða af þeim vörugjald. Svona standa málin en þau verða sjálfsagt leyst af viti og sérþekkingu. Frá því var sagt hér í blaðinu í vikunni að tvö fyrirtæki á Suðurlandi hafi fengið reikning frá skattstjóra og þau rukkuð um vörugjald aftur í tímann fyrir fram- leiðsluvöru sína. Þetta gjald höfðu iðn- fyrirtækin ekki vitað að átti að innheimta og þar af leiðandi ekki lagt það á framleiðsluvöru sína. Rekstrargrund- velli er kippt undan fyrirtækjunum og sjá eigendur þeirra ekki fram á annað en lokun. Enginn áttaði sig á að greiða ætti skattalögum, sem ber heitið Frumvarp þennan skatt fyrir en ratvís skattstjóri til laga um breytingu á lögum nr. 65 19. maí kom auga á að framleiðsla fyrirtækjanna 1982 um skattskyldu innlánsstofnana. er vörugjaldsskyld. En eins og önnur Honum mæltist vel að vanda og kom skattalög eru ákvæðin um vörugjald máli sínu til skila án þess að flækjast í margslungin og fer það eftir framleiðslu- orðskrúði embættismannanna sem tegundum hvort fyrirtæki slysast á að sömdu texann. Var á orðum hans að búa til og selja vörugjaldsskyldan varning skilja að létta ætti skattabyrði af inn- eða ekki og einnig fer eftir framleiðslu- lánsstofnunum, en svo eru bankar og tegundum hve hátt þetta gjald er. sparisjóðir nefndir á skattalagamáli. Fyrsta grein laganna orðast svo: Fært á sérstakan afskriftar- '„gr , ... , „3. gr. laganna orðist svo: reikning Utlánð í stað heimildar til niðurfræslu við- skiptaskulda í 2. málsl. 3. tl. 1. mgr. 31. Sem fyrr segir bætast skattalögum í gr. og 2. 0g 3. málsl. 2. mgr. 5. tl 74 gr sífellu nýjar skrautfjaðrir sem taka þeim iaga nr. 75/1981 er skattskyldum aðilum sem fyrir eru fram að orðskrúði og samkvæmt logum þessum hejmj|t að nakvæmm. Oftast munu það vera færa fjárhæð tj| gjajda . seiVakan af. embættismenn sem semja þessa texta skriftarelknjng utiana sem nemur,A% af enda bera þeir með sér að vera settir aukningu útlána og veittra ábyrgða á saman af gífurlegu viti og þekkingu. rekstrarárinu. Heildarfjárðhæð afskrifta- Fjármálaráðherra mælti s.l. miðviku- reiknings útlána skal þó aldrei nema dag fyrir enn einm skrautútgáfunm af hærrj fjárhæð en Wo af Frumvarp til laga um breyting á löguni nr. 65 19. maí 1982 um skattskyldu innlánsstofnana. (Lagt fyrir Alþingi á 106. löggjafarþingi 1983—84.) 1. gr. 3. gr. laganna orðisl svo: I stað heimildar til niðurfærslu viðskiptaskulda í 2. málsl. 3. tl. 1. mgr. 31. gr. og 2. og ‘Isl. 2. mgr. 5. tl. 74. gr. laga nr. 75/1981 er skattskyldum aðilum samkvæmt lögum þessu imilt að færa fjárhæð til gjalda í sérstakan afskriftareikning útlána sem nemur 'h% : ckningu útlána og veittra ábyrgða á rekstrarárinu. Heildarfjárhæð afskriftareiknings útlár al þó aldrei nema hærri fjárhæð en Vi% af heildarfjárhæð útlána og veittra ábyrgða slok. Fari afskriftareikningurinn eitthvert ár fram úr þessum mörkum skal mismunurin jast til tekna. 2. gr. Aftan við 4. gr. laganna bætist ný grein er Vérði 5. gr. þeirra og breytist röð anna ía til samræmis við það. Greinin orðist svo: >' nnlánsstofnanir með lægri heildarinnlán en 50 millj. kr. í lok næsta árs á undan tek undanþegnar skattgreiðslum samkvæmt lögum þessum, en skulu cngu að skyldar. nþága skv. 1. mgr. miðast við heildarinnlán 31. desember 1982 fiárhæð síðan breytast árlega í samræmi við útreikning verðbreytir gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, í fyrsta sinn m' '83 vegna skattlagningar tekna og eigna ársins 1984. m myndað hefur skattalegan varasjóð eða fengið fre ' 'mn er skattskyldur samkvæmt lögum þessm 1 varasjóður og frestaður söluhagn-' ■ tekna síðac’- Oddur Ólafsson skrifar heildarfjárhæð útlána og veittra ábyrgða í árslok. Fari afskriftareikningurinn eitt- hvert ár fram úr þessum mörkum skal mismunurinn teljast til tekna.“ Til að enginn velkist í vafa um hvað klásúlan þýðir fylgir greinargóð útskýr- ing og þar svífur andi skattlaganna væntanlega yfir vötnunum: Um 1. gr. „Eitt af fáum atriðum í almennu lögunum unt tekjuskatt og eignarskatt sem ekki gilda um innlánsstofnanir skv. lögum nr. 65/1982 er heimildin til 5% niðurfærslu útistandandi viðskipta- skulda. Liggja raunaraugljós rök til þess að hin almenna heimild tekjuskattslaga í þessu efni getur ekki átt við óbreytt vegna sérstaks eðlis bankastarfsemi. Engu að síður verður að telja það eðlilegt að gagnvart skattlagningu verði viður- kennd þörf innlánsstofnana á því að mynda afskriftareikning vegna útlána- áhættu. í áliti bankamálanefndar (sbr. fylgiskjal) er lagt til að þessi niðurfærslu- heimild verði miðuð viö aukningu útlána og veittra ábyrgða. Er í grein þessari lagt til aö þeim tillögum verði fylgt að því er varðar þann stofn er niðurfærslan rcikn- ast af, enda þótt sú aðferð að miða einurigis við hlutfall af aukningu á stofninum sé nokkuð óvenjuleg og falli ekki að þeim aðfcröum scm áður liafa verið notaðar í skattalögum (sbr. heimild laga nr. 75/1981 til 5% niður- færslu viðskiptaskulda og 10% niður- færslu vörubirgða.) Sé horft fram hjá fyrsta skattlagningarári verða fjárhags- leg áhrif niðurfærsluheimildarinnar reyndar hin sömu að ööru jöfnu hvort scm hún miðast við heildarfjárhæð út- lána og veittra ábyrgöa cða er bundin viö aukninguna cina. Mcð útlánum og veitt- um ábyrgðum í grcininni cr átt við allt það scm cignamcgin í cfnahagsrcikning- um innlánsstofnana felluralmcnnt undir útlánahugtakið, þ.c. yfirdráttarlán, afurða- og rckstrarlán.víxla, skuldabréf, verðtryggð lán, innlcystar ábyrgðir og endurlánað crlcnt lánsfé. Auk þess falla undir þetta áfallnir vcxtir á ofangreind útlán, enda þótt nokkur vcnja sé til að fella þá undir aðra cignaliði í efnahags- rcikningum innlánsstofnana. Auk þcss- ara liöa í efnahagsrcikningi reiknast gjald- færsla af aukningu veittra ábyrgða vegna viðskiptamanna, cn sú fjárhæð er jafnan tilgreind í ársreikningum innlánsstofnana utan efnahagsrciknings. í frumvarpinu cr lagt til að fjárhæð til færslu í sérstakan afskriftareikning sé miöuð við 0,5% af framangreindum stofni, en bankamálanefnd lagði til að miðað yrði viö 1%. Veröur að telja að tillaga frumvarpsins sé mun nær raun- vcrulcgri þörf vegna útlánaáhættu miöað við reynslu fyrri ára og þá niöurfærslu- prósentu sem ýmsar innlánsstofnanir hafa notað á undanförnum árum í rcikningum sínum. Við mat á þessu hlutfalli verður einnig að hafa í huga, að alls engin áhætta fyigir töluverðum hluta þeirra útlána og ábyrgða sem talin eru mcð í stofninum. Má þar nefna verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, skuldabréf ríkisins og annarra opinbcrra stofnana t.d. framkvæmdasjóð, útlán og ábyrgðir sem tryggð cru með ríkisábyrgð o.s.frv. í lok greinarinnar er loks kveðið á um skyldu til tekjufærslu ef heildarfjárhæð afskriftareiknings fer fram úr A% af heildarfjárhæð útlána og veittra ábyrgða í árslok. Ákvæði til bráðabirgða er nátengt þessari niðurfærsjuheimild. Áætlað er að heildarskattgreiðslur innlánsstofnana lækki um 5,3 millj. kr. á árinu 1983 ef ákvæði þessarar greinar verða að lögum.“ Hér er aðeins eitt lítið dæmi um skattalög og það vitræna orðalag sem þau eru samansett af. Þetta er áreiðan- lega skýrt og greinilegt fyrir þá sem skilja. Og ekki efast maður um að þingmennirnir 60 sem um málið fjalla og taka til þess afstöðu séu ekki fullkomlega vissir um hvað þeir eru að samþykkja eða hafna. Þeir höfuðsnillingar embættismanna- kerfisins sem setja skattalög saman geta allir sem einn tekið undir með skáldinu:! „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.