Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 Frakkarnir kveðja veturinn Frakkarnir ■ Propaganda. Suzanne, Andreas, Claudia, Ralf. Propaganda, nýjasta stjarna Zang Tumb Tuum fyrirtækisins ■ Nýtt fyrirtæki hefur á skömmum tíma náð fóstfestu í breska tónlistar- iðnaðinum. Heitir það Zang Tumb Tuum, og eru aðaleigendur þess þeir Trevor Horn, sem frægur er af sam- starfi sínu við Dollar, ABC og Malc- olm McLaren, en Horn er upptöku- stjóri að atvinnu, og Paul Morley, sem er frægastur fyrir skrif sín í tónlistarblaðið NME. Yfirlýst mark- mið þeirra var að hræra upp í breskri tonlist. Þetta tókst þeim að nokkru, þegar hljómsveitin Frankie Goes To Hollywood náði efsta sæti vinsældar- listans með lag sitt Relax og sat þar i fimm vikur. En breskum útvarps- mönnum þótti lagið of kynferðislegt, og var það bannað í öllum útvarps- stöðvum og í sjónvarpi og er enn. Zang Tumb Tuum hefur fleira á prjónunum. Nýlega gáfu þeir út litla plötu með hljómsveitinni Art Of Noise, og einnig hafa þeir ráðið þýsku hljómsveit- ina Propaganda til starfa. Það er eigin- lega Propaganda sem er aðalefni þess- arar greinar. Propaganda er skipuð tveimur stúlk- um og tveimur piltum, eins og ABBA. Þetta eru þau Claudia Bruchen, Su- zanne Freytag, Ralf Dörper og Andreas Thein. Claudia og Suzanne voru áður í léttri hljómsveit sem hét Topolinos (ít- alska fyrir Mikka mús), sem átti lag á þýskri samansafnsplötu (líklega Neue Deutsche Welle). Ralf Dörper var hins vegar í hljómsveitinni Die Krupps, sem var í svipuðum anda og stál- og loftbora- sveitin Einsturtzende Neubauten. Síðar gaf hann út plötu í Bretlandi sem hét „Eraserhaed." Síðan hljómsveitin undirritaði samn- ing við ZTT hefur komið út lítil plata með henni, sem nefnist Dr. Mabuse. Lagið er um þýskan karakter, sem kvikmynda- gerðarmaðurinn Fritz Lang skapaði á sínum tíma, fyrir valdatöku nasista. Suzanne Brucher segir: „Við settum Dr. Mabuse inn í nútímann. Á þessum tíma var hann viðvörun við fasismanum, en í þessu samhengi gæti hann verið bissn- ismaður. Okkur finnst það sorglegt að i stað evrópskrar menningar hefur orðið amerísk menning. Það eina sem fólk veit um Þýskaland er Stríðið, en fyrir það var mikil listahreyfing í Þýskalandi, þar voru miklir listamenn, hönnuðir og kvikmyndagerðarmenn. Propaganda leitar á þessi miö.“ Ralf Dörper segir: „í Þýskalandi þurfa allir að vera mjög venjulegir og hefð- bundnir. Við ætlum að sanna að hægt sé að hafa frumlegar hugmyndir og samt verða vinsæll. Við viljum verða vinsæl í Bretlandi, en jafnframt sýna Þjóðverjum og þýskum tónlistarfyrirtækj- um að þýsk hljómsveit geti orðið bæði vinsæl og góö og haft líka nýja afstöðu til tónlistar." Ralf er spurður af því hvort Nena hafi ekki verið mikil vonbrigði. „Jú, vissulega. Það eina sem hún hefur gert er að sýna þýskum hljóm- plötufyrirtækjum hve auðvelt er að selja gamlar amerískar og enskar hugmyndir. Nena er mjög amerísk. En ef það hefur í för með sér að fleiri þýskar hljómsveitir komast á samning þá er það gott. Ég vona aðeins að réttu hljómsveitirnar veröi fyrir valinu.“ „Stundum finnst mér að við séum alls ekki tónlistarfólk. Við höfum annað sjón- arhorn á tónlist. Tónlistarmaður er náungi sem situr heima hjá sér með gítar. Við vinnum hins vegar að fullunn- inni framleiðslu, framleiðslu til að breiða út hugmyndir okkar. Við sameinum andstæðurnar - tæknina og pönkhug- myndafræðina um að gera það sjálfur — og búum þannig til nýjungar. Brátt mun verða til ný kynslóð tónlistarmanna, krakkar sem alist hafa upp við tölvur og tölvuleiki. Eftir tvö ár munu verða til tæki, ódýr tæki, sem gera það sama og fullkomnustu stúdíó gera núna. Hugmynd- in um tónlistarmanninn er útdauð, það eru hugmyndirnar sem lifa." -ÁDJ ■ Frakkarnir munu kveðja veturinn með miklu fjöri og ánægju á Hótel Borg miðvikudaginn 18. apríl. Ýmsir Frakkar hafa verið uppteknir upp á síðkastið, Mikki hefur veriö í stúdíói meö Baðvörðunum og Geiri, Bjöggi, Steini og Þorleifur hafa verið að aðstoða Bubba Morthens með Ný spor, bæði á hljómleikum og í stúd- íói. En nú fara Frakkarnir af staö aftur. Dansleikur verður haldinn í Tess í Hafnarfirði föstudaginn 13. (sem sagt búinn) og koma Frakkarnir síðan fram á rokkhátíð í Garðabæ í endaðan apríl. Hljómsveitin hyggst einnig fara í stúdíó fljótlega og hljóðrita nýtt efni. Óljóst er ennþá með útgefanda. -ÁDJ Kukl Kukl Tónleikar: Bnmm ■ Nú í apríl ætlar hljómsveitin Kukl að halda nokkra tónleika á höfuð- borgarsvæðinu. Alllangt er síðan hljómsveitin spilaði á hljómleikum hér á landi. Þó að hljótt hafi verið frá þeirra herbúðum hef ur aðgerðaleysið ekki hrjáð Kukl. Hafa þau spilað á tónleikum í Englandi í upphafi árs og þá var tekin upp ný stúdíóplata. Nefnist sú plata Augað og kemur hún út í Evrópu í maí. Tónleikar Kukl í apríl verða þeirra einu þangað til síðari hluta sumars er þau halda í hljómleikaferð um alla Evrópu, svo til. Á tónleikunum nú mun Kukl spila það efni sem gefur að heyra á nýju plötu þeirra. Kukl spilar í Nýlista- safninu við Vatnsstíg þann 18. apríl. Laugardaginn 21. apríl halda þau mikla tónleika í Félagsstofnun stúdenta. Möguleiki er á að einum tónleikum eða dansleik verði bætt við yfir páskahelg- ina. Gestir Kukls á þessum hljómleikum verða mismunandi en þar á meðal verða: Slagverkur, Dá, P.P. Djöfuls ég, Lojpippos og Spojsippus auk fleiri atriða. Stefnt er að, að gera alla þessa tónleika sem eftirminnilegasta á alla vísu og • gera þetta ár að gleöilegri skemmtun. Verði verður stillt í hóf. - ÁDJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.