Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 10
ló fðStmtm SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 ■ Bandaríska popp-stjarnan Michacl Jackson lét gera hcimsins dýrustu videomynd, sem kostaði þrjár milljónir dollara. I>ar voru alls konar skrímsli notuð til þess að auglýsa plötuna hans, „Thriller". Platan seldist líka í 25 milljón eintökum, sem er met í sögu poppsins. F-iöi jwmnintiiti, SEM GETUR NÆSTnjM ALLT ■ Benno Dovermann á úrvalskonur á lager, - fagrar álitum, ungar, sjálfstæðar, gáfaðar og aðlaðandi. En það sem hann mest vantar eru karlmenn. Benno Doverntann þarf að útvega þá. En hann segir: „Eg er enginn góðgerðastofnun. Ég er enginn miðlari, heldur eru viðskiptamenn mínir sjálfir miðlarar." Eftir að Dovermann komst að því hve mikið svindl þrífast í kring um hjónabandsmiðlanir er hann harðorður í garð hvers kyns mútu-bralls. „í hjónabands- auglýsingunum er vanalega lofað gulli og grænum skógum og þar sem tölvur eru notaöar til þess að línna fólk sem á 97% saman sýnir sig oft er betur heima setið en af stað farið." Dovermann sest niður með viðskipta- vinum sínum, körlum eða konum, og la-tur þau segja frá sjálfum sér og reynslu sinni, vonum og draumum. Að samtal- inu er eitt vitni, sem ekki verður sakað um að leyna neinu né ýkja. Með aðstoð videotækis og upptökutækis er allt við- talið filmað og spólan loks sett upp í hillu ásanit skyndimynd úr polaroid-vél. Svo er ekki annað sem þarf að gera en láta viðskiptamennina skoðasafnið. Peir rekast kannski á andlitsmynd sem þeim líst á og þá er þeim sýnt viðtalið. Þeir sjá nú hugsanlegan lífsförunaut sinn, sjá andlit hans og heyra rödd hans og átta sig í næði á hvers konar persóna þetta er, kvíða og áreynslulaust. Fyrr en varir er hugsanlegt að allt „smelli saman." „Happy End“ Video-hjónamiðlunin varð strax svo vinsæl að Dovermann hefur nú flutt „Happy-End” hugmynd sína út urn allt landið og rekur 20 útibú. En bílaframleiðendurnir BMW hafa líka komið auga á kosti videosins. „Þeg- ar árið 1981 urðum við að þrefalda yiðskiptaþjónustu okkar," se^ir Lothar Weiland, forstjóri viðhaldsdeildarinnar. „Þetta sýndist fjárhagslega ófram- kvæmanlegt. Við urðum að kenna verk- stæðismönnum okkar um allan heim meðferð og viðhald dieselvéla, Eta-véla, rafeindavökvabúnaðar. rafeindainn- spýtingarbúnaðar o.s.frv. sem seint verður allt upp talið. Þetta hefði verið ómögulegt á annan hátt cn þann að senda viðkomandi þjónustustöðvum vidcospólur um efnið." BMW rekur reyndar stærstu videokennsluþjónustu heims og er kerfið tengt við sérstaka kennslutölvu. Engin bók, myndabækl- ingur eða leiðarvísir kæmi í staðinn fyrir þetta. Vöruhús á borð við Karstadt og Hort- en hafa sömuleiðis löngu hagnýtt sér þessa tækni. Nú er liðinn sá tími þcgar innkaupastjórar og deildarstjórar flykkt- ust í skörum á vörusýningar og tískusýn- ingar, til þess að átta sig á hlutunum og ráða ráðum sínum. Ferða og hótelkostn- aður hefur hrapað gífurlega, þar sem video-deildin hjá fyrirtækjunum tekur málið að sér. Nú geta stór verslunarfyrir- tæki fengið video-spólu með öllum helstu nýjungum innan þriggja daga frá því þau óska eftir því, ef svo ber undir. Með þessu fylgja leiðbeiningar um það hvernig á að setja upp sýningarbása fyrir hinar ýmsu vörutegundir, - kcrti, leik- föng eða mataráhöld. Þarna fást bg leiðbeiningar um það hvaða stefnu tísk- an mun taka í vor eða í haust. Það er ekki lengur forstjórinn einn sem fær upplýsingarnar, heldur allir sölu- mennirnir og afgreiðslufólkið. Einhver viðskiptamaður tekur upp á því að fara að kvarta yfir einhverju og annar er gripinn fyrir þjófnað.' Sá þriðji fær sendan heim til sín nýjan skáp sem er stærri en veggurinn sem hann á' að standa upp við. Video-þjónusta þeirra ■ Vegfarendur drepa tímann Iraman strætisvagni. Auglýsendur keppast um hjá Karstadt hefur leiðbeiningar um rétt viðbrögð í hvaða tilfelli sem vera skal. Allt svo einfalt Þannig hefur, næstum án þess að nokkur hafi vitað af, komið til sögu videomenning sem blómstrar í bönkum, verslun, tryggingastarfsemi, læknisþjón- ustu, lögreglu, her. dansstöðum o.s.frv. Svo er að sjá að með tilstyrk video-kerf- isins megi gera alla mögulega hluti. Nýjar hljómsveitir senda spólu með leik sínum til hljómplötuútgefenda og heims- við video-tæki meðan beðið er eftir að kynna vöru sína á þessum vettvangi. þekktir íþróttamenn fullkomna eigin tækni framan við skerminn. Svo er að sjá sem enginn geti komist fram hjá video-tækninni. Á hárgreiðslustofum, við húsgagnakaup, á göngugötum, á járnbrautarstöðvum „neyðast" menn til þess að horfa á video, - láta það hafa áhrif á sig, þvaðra yfir sér, fræða sig eða skemmta. Videoið gerir allt einfaldara en það áður var. Það er eins og töfradrykkurinn sem veitti Miraculix hinn gallverska styrk sinn. En drykkurinn sem gerði hann sterkan, gerir nútímamanninn hins vegarósjálfbjarga. Hann tekur þyt skóg- anna og nið hafsins heim með sér á spólu eftir vinnutíma, meira að segja einnig gullfiska sem lóna í kari sínu og snark- andi eld á arni. Foreldrarnir hafa minni tíma en nokkru sinni handa börnunum, i sem fyrir vikið geta laumast til að horfa á ýmislegt miður siðsamlegt efni í leynum. Komi fólk erlendis inn í verslun sem selur tæki til ýmissar heimaiðju, þá bregst ekki að í versluninni er sýnd án afláts mynd af einhverri nýrri borvél eða rafmagnshefli. Hver sá sent ætlar sér að ná markaði fyrir vöru sína, auglýsir með hjálp þessa miðils. Sumsstaðar hafa gömul happadrætti tekið upp á því að kynna leikreglurnar á video-spólum og árangurinn orðið sá að sala miða hefur aukist um 200 prósent. Fyrirtæki nokkurt sem selur kynding- artæki hafði löngum notað eldri sölu- tækni. Hver sölumaður hafði að jafnaði sinnt fimm viðskiptavinum á dag, alls 300 á hverjum ársfjórðungi. En nú tók fyrirtækið sig til og kynnti vöru sína með því að senda út video-spólur. Það var eins og við manninn mælt. Hver sölu- maður afgreiddi nú 800 viðskiptavini á ársfjórðungi og peningarnir streymdu í kassann. Ekki bara fallegir litir „Það er augljóst mál," segir fyrirtækjarráðgjafinn Jens Martens í Múnchen að í verslun er videoið ekkert stundarfyrirbæri eða skemmtiáhald. Videofilmurnar eru fjárfesting sem stuðlar að betri og varanlegri vörukynn- I ingu og skila sér margsinnis í meiri ' framleiðni og veltu." Videoið er hraðvirkt og ódýrt. Menn i geta farið að horfa á myndina strax að upptökunni lokinni. Filman fer ekki til spillis ef efnið úreldist, því alltaf má

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.