Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 15. ÁPRÍL 1984 13 ■ Þeir eldri halla sér einkum að Mondale. ■ Sagt er að það sé „ungt fólk á uppleið“ sem Hart höfðar ekki síst til. ■ Jesse Jackson veifar til stuðningsmanna sinna að kappræðunum í Columbia-bókasafninu loknum. enginn veikleiki væri fyrir hendi. En umræðan féll brátt í skiljanlegri farveg. Viðlag kvöldsins reyndist sungið af Mondale og Hart til skiptis, og fela í sér árásir og gagnárásir þeirra hvors á annan, sumar töluvert persónulegar. Yfirleitt var það Mondale sem skaut fyrst. Hann sakaði Hart t.d. um hálfvolg- an stuðning við frystingu kjarnavopna- framleiðslu, og um að halda á lofti sjö ósamrýmanlegum stefnum í afvopnun- armálum. Hart svaraði með því að segja Mondale hafa mistekist á fjögurra ára ferli sínum sem varaforseta við að koma nokkrum afvopnunarsamningi í höfn, og um að hafa stutt smíði MX eldflaugar- innar (Mondale segist í einkaviðræðum við Carter hafa lýst sig mótfallinn smíð- inni); ekki eina dæmið um slíka dulda andstöðu hans. Og hitinn náði hámarki þegar umræð- an barst að Mið-Amcríku. Mondale sakaði Hart um fölsun þegar hann í sjónvarpsauglýsingum legði tregðu sína við að hverfa umsvifalaust á brott með herlið frá Honduras út sem tengsl við stefnu Reagans. „Af hverju heldur þú því fram að ég hafi í hyggju að fá bandarísk ungmenni drepin," sagði hann og krafðist þess að auglýsingarnar yrðu dregnar til baka. En Hart lét sér ekki bregða og sagði að sumir hefðu enn ekki lært þá lexíu frá Vietnam að hernaðarí- hlutun dygði ekki alltaf í þriðja heimin- um og hann bætti við: „Hvers vegna hefur þú látið í ljós efasemdir um stuðning minn við afvopnun og borgara- réttindi fyrir minnihlutahópa þegar þú veist að skuldbinding mtn í þessum málum er ekki síðri en þín eigin?“ Sérstaða Jackson Þeir félagar virtust ákafir í að koma sárum hvor á annan, og í ákafanum gleyma Jackson oft á tíðum. En Jackson vissi hvemig hann átti að nota sér aðstöðuna og skildi þá Hart og Mondale nokkrum sinnum hreinlega í sundur með dramatískum handasveiflum þegar hæst lét í þeim, við góðar undirtektir áhorfenda; hann vildi greinilega láta líta svo út sem hann væri hinn nýi friðarstillir í flokknum. En um leið sneiddi hann að þeim báðum og sagði þá láta svona vegna þess hve í raun stefna þeirra væri lík; þá greindi aðeins á um hve hratt ætti að fara í málum; hann, Jackson, byði hins vegar upp á nýja stefnu. í þessu efni hefur Jackson rétt fyrir sér. Á-meðan Mondale og Hart sátu samtímis á þingi þá greiddu þeir í 86% tilfella atkvæði á sama veg. Að svo miklu leyti sem deila þeirra nú snýst um málefni, þá er það um ákveðnar útgáfur af tillögum, en ekki um grundvallaraf- stöðu til meiriháttar mála; þeir eyða jafnvel miklu púðri á hvenær, en ekki hvort, keppinauturinn tók þessa eða hina afstöðuna. Jesse Jackson, stendur aftur á móti gegn hinum tveimur í mörgum málum. Hann lýsti sig t.d. fylgjandi afnámi opinberrar stefnu Bandaríkjanna um fyrstu not kjarnorkuvopna í Evrópu, á meðan hinir sögðust aðeins vilja efna til slíkrar stefnubreytingar að lokinni styrk- ingu hefðbundinna vopna NATO í álfunni. Hann kvaðst fylgjandi ríkiseftir- liti með skotvopnum, en hinir ekki. Hann sagðist vilja taka fyrir frekari leyfisveitingar til bandarískra fyrirtækja vegna rekstrar í Suður-Afríku, þangað til aðskilnaðarstefnan hefði verið lögð niður, en hinir tóku ekki undir. Og síðast en ekki síst lýsti Jackson sig fylgjandi stofnun „heimalands" Palestínu- manna á vesturbakka Jórdanar, en hart og Mondale lýstu sig mótfallna. Síðastnefnda atriðið, og kynni Jack- sons við ýmsa leiðtoga Araba, er grunn- urinn að erfiðum samskiptum hans við ameríska gyðinga; þessir erfiðleikar kunna að bitna á honum í New York, þar sem 25-30% kjósenda eru af gyð- ingaættum. Skrýtnasti kafli yfirstand- andi kosningabaráttu snerti einmitt þessi viðkvæmu samskipti; eða þegar Jackson, eini fulltrúi kynþáttaminnihluta í fram- boði, varð að viðurkenna og biðjast afsökunar á að hafa í einkasamræðum notað niðrandi orð, hymies, um gyðinga í New York. Hver vann Það hefur væntanlega litla merkingu að ætla að dæma um hver hafi farið með sigur af hólmi úr kappræðunni; fyrir- framsamúð hlaut að blandast inn í slíkan dómsúrskurð og ennfremur mat á per- sónuleikum allt eins og málafylgju. En í þeim sal þar sem ég sat i hópi 500 stúdenta til að fylgjast með umræðunni virtist dómurinn nokkuð afdráttarlaus og vera hafinn yfir fyrirfram stuðning. I skyndikönnun að lokinni glímunni kom í ljós að meirihluti viðstaddra töldu Jackson hafa sigrað, rúmlega þriðjungur lýsti Hart sem sigurvegara; Mondale var efstur á blaði hjá sárafáum. Þessa niðurstöðu er erfitt að skýra með beinum tilvísunum í það sem sagt var í umræðunni. Pólitískir fréttaskýrendur hafa í blöðum síðan á miðvikudag gert mikið úr því að Mondale hafi í kappræð- unni tekist að halda Hart lengstaf í varnarstöðu; með því hafi hann haldið Hart frá uppáhaldsumræðuefnum ■ Ábyrgðarsvipurínn leynir sér ekki á andliti Hart en mörgum þykir sem stefnumunur sé ekki mikill hjá þeim Mondale. (Ljósmynd Jónas Guðmundsson). sínum, svo sem þemanu um nýjar hug- myndir og nýja forystu, og jafnframt gcrt sjálfum sér auðveldara um vik að undirstrika eigin stefnu og ágæti. Þar sem baráttan um útnefningu stendur á milli þessara tveggja og þeir áttu mest undir góðri frammistöðu komið, þá hafa þessir skriffinnar viljað dæma varafor- setanum fyrrverandi sigurinn. En Mondale á við persónuleikavanda- mál að etja, sem sérstaklega skemmir fyrir honum meðal yngra fólks. Hans sterkasta fylgi cr meðal eldra fólks, þcirra sem komnir cru á sjötugsaldur og enn eldri. Hart er aftur á móti meira að skapi fólks á aldrinum 20 til 40 ára; það hefur meira að segja verið búið til nýtt orð, „yumpies", sem bókstaflega stend- ur fyrir ungt sérþjálfað fólk á upplcið, yfir sterkasta kjarnann á bak við vel- gengni Harts í kosningabaráttunni til þessa. Og hafi ntaöur þurft á að halda staðfcstingu á vinsældum Harts á meðal yngra fólks þá fékkst hún með góðum kjörum þegar Hart birtist í salnum þar scm við höfðum horft á kappræðuna strax aðhcnni lokinni. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Maður hafði það á tilfinningunni að öryggisvörðunum, sem stóðu í hverju horni, þætti nóg um. Hart var sýnilega hátt stemmdur eftir glímuna, hélt stutta stemmningarræðu, sem hlaut einnig háværar undirtektir, og stökk síðan fram af senunni til að taka í hendurnar á nokkrum aðdáendum, en hvarf síðan að vörmu spori á braut. Jackson lét ennfremursjá sig nokkrum mínútum síðar, og var mjög vel tekið. ■ Margir áheyrenda töldu Jackson vera sigurvegara kappræðnanna. Mynd- ina tók Jónas Guðmundsson á fundin- um. Hann kom hins vegar á óvart með því að halda lágværa og yfirvegaða tölu, sem hlaut engu að síður góðar undirtektir. Mondale hafði ekki fyrir því að líta inn. Þaö var athyglisvcrt að heyra hvernig Hart og Jackson breyttu málflutningi sínum lítið eitt fyrir framan þennan hóp frá því sem þeir höfðu uppi fyrir þjóðinni klukkutíma áður. Jackson lét íþaðskína að hann vildi ekki aöeins stöðva leyf- isveitingar til bandarísks atvinnurekstrar í Suöur-Afríku, heldur hreinlega fyrir- skipa þeim fyrirtækjum sem þegar halda uppi rekstri þar að koma sér hcim. Hart lýsti því yfir að „vandamálið í þriðja heiminum er ekki kommúnismi, heldur fátækt." Hver vinnur? Enn kunna að vera tvcir - jafnvel þrír - ntánuðir þar til ljóst verður hver hlýtur útnefningu Demókrataflokksinstilfram- boðs í haust. M.enn grcinir nokkuð á um hvaða áhrif þessi langa og harðvítuga barátta um útnefninguna ntuni hafa á sigurlíkur flokksins gegn Reagan í nóv- ember. Sumir scgja að hún sé til góðs, dragi athyglina frá forsetanum og auki áhugann fyrir Demókrötum. Aðrir halda því fram að hún opni sár, sem muni blæða fram á haust og vcikja hinn endanlega frambjóöanda á móti Rcag- an; þeir ininna á slag Reagans og Fords unt útnefningu Rcpublikana árið 1976, sem var undanfari ósigurs Fords gegn Cartcr síðar á árinu. Hvcr áhrifin verða á eininguna innan Demókrataflokksins sjálfs er ennfremur spádómsatriði. Tom Wicker, dálkahöf- undur hjá New York Times, hefur af þcssu áhyggjur í blaðinu í dag. Hann segir að kappræðan á miðvikudag hafi vegna gagnkvæmra ásakana Harts og Mondales í veigamiklum málum skilið eftir „pólitískt blóð á gólfinu"; það sem vcrra væri þá hefðu orðaskiptin bent til vaxandi persónulegrar óvildar á milii þeirra félaga. Báðir væru þeir fulltrúar fyrir sterk öfl, sem þyrftu að vinna saman í kosningunum í haust til að flokkurinn ætti möguleika; þessari ein- ingu yrði e.t.v. ekki komið á nema með því móti að þeir Hart og Mondale yrðu báðir í framboði, til forscta og varafor- seta. Mondale myndi vart sætta sig við að verða varaforsetaefni á nýjan leik. E.t.v. tekst honum með þrautsegju og stuðn- ingi flokksforustunnar að ná útnefningu. Síðustu skoðanakannanir benda til að fylgi þeirra Harts meðal Demokrata í landinu í heild sé um þessar mundir mjög álíka. En á leiðinni heim að loknu þessu skemmtilega kappræðukvöldi hafði ég í fyrsta skipti trú á að Hart eygði góða möguleika á efri helmingi framboðs Demokrata í haust. New York 30. mars ■ Meðal stúdenta á Hart sér marga stuðningsmenn, en hann heilsar hér upp á nokkra þeirra að umræðunum loknum. (Ljósmynd Jónas Guðmundsson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.