Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. APRIL 1984 r ► Eftir Jónas Guðmundsson, hagfræðing ■ Walter Mondale og Jesse Jackson vilja hér báðir í senn beina spurningu til Gary Hart. A kappræðufundi með Mondale, Hart og Jackson Fjórir tækjavagnar frá CBS sjónvarpsstöðinni gáfu glöggt til kynna á mánudagsmorgun að eitthvað merkilegt væri í aðsigi. Og það leið ekki á löngu þar til fréttin barst út um skólasvæðið: forsetakandidatar Demokrataflokksins höfðu þegið boð um að koma hingað í Columbia eftir tvo daga til kappræðna um landsmál, heimsmál, og eigið ágæti - kappræðna sem sjónvarpað yrði um öll Bandaríkin. Heimafólk - og sömulciðis þessi bréf- ritari Tímans - tóku þessum tíðindum sem vinningi í happdrætti. Allir áttu svosem aðgang að næsta þrotlausu et'ni í blöðum, tímaritum, útvarpi og sjón- varpi, um þá líflegu kosningabaráttu sem Demókratar höfðu haldið uppi síðustu vikurnar, cn ekkert af því jafnaðist á við það tækifæri sem nú bauðst; nú gátu menn a.m.k. virt þessar hetjur betur fyrir sér milliliðalaust, og í besta falli orðið vitni að atburði sem markaði spor í kosningabaráttuna. bcssi sjónvarpsumræða var að vísu ekki sú fyrsta, heldur sú sjötta, sem efnt var til frá því að forkosningarnar komust á dagskrá; en þetta var sú fyrsta sem ein af stóru sjónvarpsstöðvunum annaðist, og einnig sú fyrsta frá því að fjöldi frambjóðenda datt niður í þrjá. Nú yrðu því fleiri áhorfendur en áður, og áreynsl- an fyrir hvern frambjóðenda meiri. En það var fleira sem jók mikilvægi kapp- ræðunnar. Innan fárra daga - 3. apríl - færu New York forkosningarnar fram, stærstu forkosningarnar til þessa; New York sendir 250 fulltrúa á flokksþingið í San Fransisco í sumar, ríflega tíunda hluta þess sem þarf til að hljóta útnefn- ingu flokksins. Sigur í New York - og í Pensylvaniu viku seinna - gat hæglega leitt til lykta það þrátefli sem Gary Hart og Walter F. Mondale höfðu teflt að undanförnu, gefið öðrum hvorum þeirra sigurbyr í öðrum fylkjum. New York gaf Jesse Jackson cnnfremur citt af hans bestu tækifærum til að sanna pólitíska eðlis- þyngd sína. Pað var því ekkert undarlegt að allir frambjóðendurnir þrír voru mættir á réttum tíma í Columbia-bókasafnið á miðvikudagskvöld. Árásir á víxl Umræðan hófst með dálítið undar- legum játningum. Stjórnandi hennar, Dan Rather frá CBS, hafði beðið þre- menningana að nefna sínar veikustu hliðar. Mondale, sem frá því að hann byrjaði sína kosningabaráttu hefur talið sér mest til ágætis alla þá reynslu sem hann hefur aflað sér, hélt því nú fram að _ sér ylli mestum erfiðleikum hvað hann hefði verið lengi í pólitík. Jackson, sem hlotið hefur lof fyrir áhrifamikla ræðu- mcnnsku og litríka framkomu, taldi sér ganga verst að túlka þann málstað sem hann bcrðist fyrir. Það var eins og menn vildu allt í einu snúa hlutunum við; svörin hafa líklega átt að tákna að ■ Gary Hartá sér verulegar sigurlíkur í baráttunni. Fréttaritari Tímans í Bandaríkjunum segir frá orðaviðskiptum frambjóðendanna í bókasafni Columbiaháskóia, en sjónvarpsstöðin CBS efndi til umræðnanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.