Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 14
14
SUNNUDAGUR 15. APRIL 1984
SUl
KENNY OG HEIMUR HANS
Hann er tíu ára, - en helming líkamans vantar. Enn er hann
glaður og her sig vel, en hverjar verða móttökur
heimsins þegar hann eldist?
væri ekki sem skyldi með þriðja barnið,
þegar á meðgöngutímanum. Það hreyfði
sig alls ekki. „Þetta erbara lítill letingi,"
sagði læknirinn og róaði hana með þ.ví
að hjartslátturinn væri alveg eðlilegur.
Barnið átti að fæðast í lok nóvember,
en hríðarnir hófust fyrst hinn 7. desem-
ber og vöruðu í 28 stundir. Sharon var
dauða nær af þreytu. Þegar hún kom til
sjálfrar sín daginn eftir fæðingúna og
vildi sjá barnið, sagði læknirinn að
barnið væri aðeins rúmt kíló að þyngd
og yrði að vera í súrefniskassa nokkra
daga. Maður hennar og móðir gáfu
henni það svo smám saman í skyn að
barnið væri ekki heilbrigt.
Hvað að honum var skildi Sharon
Easterday loks er hún fékk þennan
örlitla böggul í hendur. A meðgöngutím-
anum hafði hryggurinn að neðanverðu
einhvern veginn hætt að vaxa og fæturnir
voru ófullburða og kræklóttir og blóðrás
um þá ónóg.
Langur tími leið áður en ungu hjónin
gátu sætt sig við þessi hörðu örlög. Þótt
læknarnir segðu að vansköpun þessi væri
sprottin af einhverju óskiljanlegu uppá-
tæki náttúrunnar, þá stoðaði það þau
ekki neitt. Eina huggunin var Kenny
sjálfur, sem alltaf var ánægður og bros-
andi og afar lystugur. Hann fékk þau
fljótt til að gleyma að hann hafði verið
svo stuttur í annan endann við fæð-
inguna. Móðir hans segir: „Hann var
fullur af baráttuanda frá því fyrsta."
Kenny var hálfs árs gamall, þegar lækn-
arnir við barnasjúkrahúsið í Pittsburg
ákváðu að gera á honum afar flókinn
uppskurð. Þeir námu fótinn burtu við
kné og notuðu hnéliðinn til þess að
lengja hina ófullkomnu hryggjarsúlu. Ef
vel tækist til ætti drengurinn þá með
tímanum að geta setið uppi og vera hlíft
við þeim örlögum að þurfa að liggja allt
sitt líf.
Aðgerðin heppnaðist. En allar vonir
■ Læknirinn hjálpar honum til við æfingarnar. Kenny er nauðsyn að um að læknavísindin gætu ef til vill
umhverfi hans muni ekki lita niður til hans alla tíð. afrekað eitthvað enn frekar urðu að
■ Kenny er órólegur. Það leynir sér ekki. Fyrir
skömmu kom hann heim með skólabílnum og
renndi sér niður útgöngutröppuna, sem hægt er að
leggja niður að götunni. Sharon móðir hans stóð í
eldhúsglugganum að vanda og fylgdist með því er
faðir hans, Jesse, tók á móti honum og bar hann í
hjólastólnum upp stigann, alls 18 þrep. Nú eru
ókunnir í heimsókn. I ofanálag er snjór úti og það
þýðir að hann getur ekki flutt sig upp á hjólabrettið
sitt og farið út að renna sér f ram og aftur um götuna.
Það er hans uppáhaldsiðja.
Rúllubrettið er helsta farartæki
Kennys og það sem hann hefur
mesta gleði af.
Litla stund cr hann þögull og hrcyfing-
arlaus með samanbitnar varir, cn loks
kemur hann auga á bróður sinn scm cr
að leika sér að nýju leikfangi. Þetta cr
hjólreiðabraut með hindrunum og í
hvert skipti sem menn rekast á hindrun
fá þeir frádrátt. Fjör í'ærist í augu
Kennys:„Hæ, ég skal vinna þig," segir
hann.
Hann setur bremsuna á hjólastólnum
fasta og grípur um báða armana á
stólnum. Svo réttir hann úr handleggjun-
um og - lítið á - líkaminn lyftist upp í
loftið og gnæfir yfir stólbakið. Svo
sveiflar hann sér niður á gólfið og lendir
standandi á lófunum.
Skyndilega er andlitið ekki svo lokað
lengur, heldur venjulegt kringlótt og
brosandi barnsandlit. Öll tortryggni er
horfin. Meðótrúlegum hraða bera hend-
urnar hann nú þvert yfir herbergið til
bróðurins, Eddie. Nú er Kenny aftur
orðinn Kenny. í hjólastólnum hefur
hann skilið eftir neðri hluta af líkamsbol
úr plasti, tvo fætur úr tré, gráar buxur.
rauða og hvíta sokka og gljáandi,
splunkunýja skó.
Sharon og Jesse Easterday voru aðeins
fimmtán og sextán ára þegar þau hittust
á dansleik í þorpinu þeirra Alicuippa í
Pensylvaníu. Þeim fæddist dóttirin Shar-
on ári stðar og tveimur árum á eftir kom
sonurinn Eddie. Bæði voru börnin al-
heilbrigð. En fjölskyldur beggja voru
barnmargar, Sharon ólst upp í hópi níu
systkina, en Jesse í hópi sex systkina.
Þau hlutu að halda hefðinni við. Samt
höfðu foreldrar þeirra og ömmur og afar
verið fátækt fólk. Þau voru komin til
Bandaríkjanna frá Þýskalandi og Króa-
tíu og höfðu unnið fyrir sér hörðum
höndum. Sem betur fer hafði jafnan
verið vinnu að hafa á þessu svæði, enda
helstu stáliðjuver Bandartkjanna í
Pittsburg, skammt undan.
Sharon Easterday grunaði að eitthvað