Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 11
VINUDAGUR 15. APRIL 1984 S!1 S1 •»* ■ í vöruhúsum er nú til siðs að auglýsa tilboð dagsins ■ video-samstæðum í miðri versluninni. ■ „Happy-End" fyrir framan videoskerminn. Notkun video-mynda við taka ofaní það fyrra. Þaö má ekki taka langan tíma að klára hverja mynU, enda eru ..klipping" og tónupptaka auðvelt mál við að fást. Fjölföldun er svo ódýr að það tekur varla að nefna þann kostnað. En samt vara atvinnumenn í gerð verslunar-videomynda við t'úski. Yfirmaður video-dcildar stórfyrirtækis eins Ingo Passon, segir: „Við gerunt okkar ntyndir sjálfir. Til þess að selja duga ekki aðeins fallegir litir og þægilegt spjall. Sölumyndir geta aðeins fagmenn gert." Ingo Passon hefur séð um gerð hundruða sölumynda og er fjöldi þeirra á erlendum tungum. Hann hefur tekið myndir af heilum stáliðjuverum og iðn- aðarsamsteypum og hann hefir gert leiðbeiningarmyndir til þjálfunar stjórn- enda fyrirtækja. í samvinnu við kennslu- bókaútgáfu í Stuttgart hefur hann gert kennslumynd um framkomu í starfi handa öllum hinum 120 þúsund strætis- vagna og eimreiðarstjórum í V-Þýska- landi og sparað þessu fólki þannig marg- vísleg vandræði og áhyggjur. „Sá sem heldur að það sé nóg að kveikja á neonskilti á kvöldin til þess að selja vöruna, er annaðhvort oflátungur eða sauður," segir Ingo Passon. Það eru oft margir tugir framleiðenda sem keppa um markað á sama sviði og sá sem ætlar að standa sig verður að vera hugmynda- ríkur. Videoið gerir söluna auðveldari, - kunni menn að hagnýta sér það." Hvaða hárlit viltu? Hársnyrtivöruframleiðendurnir „Wella" hafa fyrir skemmstu ráðið fram úr vandamáli í tölvutækni sem álitið er að muni koma 75% allra kvenna til góða. Hér er um að ræða aðferð handa konum til þess að velja sér rétta hárlitun. Það er oft vandi að segja um það fyrirfram hvemig konunni mun líka nýr litur sem hún ekki hefur áður prófað. En nú er hægt að varpa á skerm mynd af konunni með hennar eigin hárgreiðslu og breyta háralitnum eftir vild á mynd- inni. „Wella" hefur enn ekki getað hafið fjöldaframleiðslu á tækni þessari, en hún hefur vakið mikla athygli og orðið til þess að fyrirtækið hefur sent þúsundir video-tækja og myndefni um hárgreið- slutækni til snyrtistofa í Þýskalandi. Þessum töfratækjum er ekki síður beitt á diskótekum og allslags skemmti- stöðum. Varla hefur plötusnúðurinn tek- ið upp arminn af laserplötuspilaranum. slökkt á ljósaútbúnaðinum og tækinu sem úðar sítrónuilmi yfir dansgólfið er unga fólkið er horfið af gólfinu og sest framan við videoskermana. Þau ætla varla að fást út á gólfið aftur. „Margir koma hér aðeins til þess að sjá nýjustu myndina með Michael Jackson og „Thriller", segir einn plötusnúðurinn. „Svo fer fólkið út aftur. Ég hef reynt að segja fólki að það eigi ekki að taka video fram yfir dansinn. En enginn hlustar. Allir sitja og glápa." Sumir diskóteka-eigendur hafa tekið upp á því að efna til danskeppna, sem eru teknar upp og sýndar viðstöddum á hjúnabandsmiðlun hefur slegið í gegn í eftir sama kvöldið. Sumir hugleiða að best væri að geta verið með allt tónlistar- efnið á video-spólum, því nú er svo komið sums staðar að músíkin er aðeins 40% á plötum. Meðal þeirra sem áttað hafa sig á kalli tímans eru 400 þýskir tannlæknar, sem í mars sl. sameinuðust um að útbýta sín á milli spólum með efni fyrir sjúklingana meðan þeir eru á biðstofunni. Raunar voru það ýmis video-fyrirtæki sem áttu hugmyndina og sáu um gerð myndanna. Tannlæknarnir fá þær ókeypis enda er margskonar auglýsingum blandað innan um skemmtiefni og ráðleggingar um tannhirðu. Auglýsingarnar eru auglýs- ingar á áfengi, tóbaki og sælgæti, sem varla nýtur meðmæla heilbrigðisstétt- anna. Löggan sagði „nei“ Fyrirtæki sem reka videoskerma á járnbrautarstöðvum lifa auðvitað fyrst og fremst á auglýsingum sem skotið er á milli örstuttra efnisþátta sem varða ýmsar fréttir dagsins og margan hagnýt- an fróðleik. Meðan fólk bíður eftir lestinni gefst því þannig kostur á að heyra nýjasta nýtt af menguninni og hvert ber að leita skjóls ef atómstyrjöldin skellur á. Fyrirtæki keppast um að fá þarna auglýsingatíma, en reikna má með að þær birtist á skjá um allt landið 42 sinnum á dag. Ekkert verslunarfyrirtæki sem eitt- hvað hefur umleikis, t.d. í Þýskalandi, lætur hjá líða að hagnýta sér videoið, við fræðslu, upplýsingamiðlun, auglýsingar o.s.frv. Videoið er líka látið vakta húsið - og stundum starfsfólkið. Þeir sem riðu á vaðið í video-notkun var samt lögregl- an. Á mestu umferðargatnamótunum var komið fyrir fjarstýrðum videovélum, sem hægt var að snúa í hring. Þannig var talið auðveldast að fylgjast með bíla- straumnum. V-Þýskalandi. Þeir fyrstu sem komust að því að videoið hentaði samt ekki til þessara nota var umferðarlögreglan í Berlín. „Það eru liðin 20 ár frá því er við höfðum komið upp 1185 myndavélum í borg- inni," segir yfirmaður umferðardeildar- innar. „En það var alltaf sama saga: Tíu lögreglumenn sátu fyrir framan skerm- ana og árangurinn var sá að við fengum fimm mismunandi álit á stöðunni. Með tölvureiknitækjum er þetta skjótvirkara, ódýrara og hlutlægara. Því var komið fyrir teljurum og alls lags skynjunar- tækjum undir malbikinu sem tengdust einni tölvumiðstöð. „Á þennan hátt gengur umferðin ágætlega og við sjáum undir eins hvað er á ferðinni ef erfiðleik- ar koma upp, - án allra mynda." En eru þá engin myndbönd í notkun hjá Berlínarlögreglunni? Jú, vissulega. Flokkar með myndavélar eru sífellt á ferðinni þar sem eitthvað er um að vcra. mótmælagöngur, opinberar heimsóknir eða annað. „Við notum myndirnar til þess að læra af þeim," segir yfirmaður þeirrar deildar sem um myndatökurnar sér. Við búum líka til kennslumyndir um það hvernig opna skal læstar dyr, beita háþrýstidælum og umgangast borgarana í daglegu lífi. f hernum hagnýta þeir sér þessa tækni líka, þótt aðgangur sé ekki greiður að myndunum þeirra. En þó má nefna nöfn á nokkrum þeirra, svo sem: Flotbrúa- bygging, Hjálparsveit á fjöllum, Skyndi- bækistöð, Fuglar fældir af flugbrautum. Auðvitað eru sveitirnar svo látnar læra á nýja skriðdreka og flugskeyti með hjálp kennslumynda. Sjóliðunum er líka kennt hvernig á að stöðva leka eða kæfa eld á höfum úti. Sem betur fer þarf þó hvorki að bora gat á hraðbát né kveikja í tundurspilli til þess að kenna mönnum þetta. Videoið kemur að sama gagni, svo sjóliðarnir eiga að vita hvað til bragðs á að taka, standi þeir upp í kné í sjó um borð í skipi sínu einn daginn. 11 Ti naqfaiil Utveggíaklœöning fyrir íslenskar aöstœöur Œótrúlega hagstœöu veröi! Hina stílhreinu Plagan Populár útveggja- klæðningu fáið þið hjá okkur. Hentar bæði nýbyggingum og gömlum húsum, t.d. ef auka þarf einangrun þeirra. Veggklæðning í hæsta gæðaflokki. Lítið inn og kynnið ykkur kosti Plagan Populár veggklæðningarinnar. BYGGIIMGAVORUVERSLUIM NJ KÓPAVOGS BYKO TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 r og ál skilti ^ / mörgum gerðum og litum, fyrir heimili og stofnanir. Plötur á grafreiti / mörgum stærðum. Nafnnælur / ýmsum litum, fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og annarra stofnana Upplýsingatöflur með lausum stöfum Sendum í póstkröfu SKILTAGERÐIN ÁS Skólavörðustíg 18 Sími12779

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.